Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Tilvísanir Hæstaréttar til fordæma Mannréttindadómstóls Evrópu eru mjög sérkennilegar, að mati Jakobs R. Möller, verjanda Tryggva Jóns- sonar, eins sakborninga í skattahluta Baugsmálsins svonefnda. Rétturinn lagði í vikunni fyrir héraðsdóm að taka til efnismeðferðar mál um meint skattalagabrot Tryggva, Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, Kristínar Jó- hannesdóttur og félagsins Gaums. „Í máli Zolotukhin gegn Rússlandi, sem kveðinn var upp af því sem kallað hefur verið yfirdeild mannréttinda- dómstóls segir að skilgreiningin á því hvað sé sama brot í skilningi 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka mannréttinda- sáttmálans hafi verið á reiki og eru rakin dæmi um það á undanförnum 20 árum. Þess vegna hafi verið kom- inn tími til að kveða upp dóm í yfir- deildinni,“ segir Jakob og bætir við að í dómnum segi að ef um sé að ræða sömu málsatvik sé um sama brot að ræða í skilningi mannréttinda- sáttamálans. Jakob bendir á að fordæmin sem Hæstiréttur vísi til í dómi sínum séu eldri en dómur yfirdeildarinnar. „Þau hafa þar með verið afnumin og hafa ekkert gildi.“ Í dómi Hæsta- réttar segir m.a.: „Svo að til greina komi að slá því föstu að þessi skipan skattamála hér á landi fái ekki staðist vegna ákvæða Mannréttindasáttmála Evr- ópu verður að minnsta kosti að liggja skýrt fyrir að íslensk lög fari í bága við þau, eftir atvikum í ljósi dóma mannréttindadómstólsins.“ Jakob segir að með því sé Hæsti- réttur að segja að ef sakborningar sætti sig ekki við niðurstöðuna verði þeir að fara með málið til mannrétt- indadómstóls. Það sé undarlegt þar sem rétturinn hafi einnig sagt að þeir dómar séu ekki formlega bindandi. Ákvörðun um það hvort farið verður með málið til dómstólsins verður að öllum líkindum tekin eftir að loka- dómur fellur í málinu. Segir vísað til ógildra fordæma  Jakob R. Möller ósáttur við Hæstarétt Jakob R. Möller Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stoðtækjasmiðirnir þrír frá ís- lenska fyrirtækinu O.K. Prosthetics bíða í Jerúsalem eftir því að fá far- angur sinn afhentan; verkfæri og efni til að útbúa gervifætur fyrir 25 manns. Þeir komu til Ísraels sl. mið- vikudag og eru á leið á Gazasvæðið þar sem þeir hyggjast setja gervi- fætur á íbúa á svæðinu. Trúarhátíð Efnið í gervifæturna var í sex íþróttatöskum og var tekið af þeim eftir komuna til Ísraels. Þeir fengu skriflega staðfestingu á því að það væri í vörslu, ásamt símanúmeri sem þeim var sagt að hringja í á morgun. „Við getum ekkert annað gert en beðið og erum í ágætis yfirlæti,“ segir Óskar Lárusson, skósmiðurinn í hópn- um. „Einu svörin sem fást héð- an er að það sé verið að skoða þetta.“ Yom Kippur, trúarhátíð gyðinga, stendur nú yfir og því er stjórnkerfið víða lamað vegna lokana opinberra skrifstofa, en þær verða opnar á sunnudag. Hugmyndin var að ferðin tæki níu daga og heimferð áætluð 30. september. Hóp- urinn getur hins vegar ekkert gert án efnanna og Óskar segir að því geti þeir ekki annað gert en beðið. Fái þeir farangurinn á morgun eiga þeir eftir að komast inn á Gaza og segist Óskar ekki vita hvernig það gangi, því landamærastöðin sé ekki opin nema á ákveðnum tíma. Auk þess að setja gervifætur undir um 20 manns stendur til að kenna heimamönnum handtökin þannig að þeir geti sinnt starfinu einir og óstuddir í framtíðinni. „Við gætum þá komið efni til þeirra og þeir bjargað sér með það,“ segir Óskar. „Þetta er allt í uppnámi,“ heldur hann áfram og bætir við að möguleiki sé á að framlengja dvöl- ina en ekkert hafi verið ákveðið í því efni. Það fari eftir því hvort og hvenær þeir fái farangurinn af- hentan. „Við höngum í Jerúsalem og höfum meðal annars heimsótt Grátmúrinn,“ segir hann. Við Grátmúrinn Frá hægri: Óskar Þór Lárusson skósmiður, Anton Jóhannsson stoðtækjafræðingur og Johann Snyders, stoðtækjafræðingur frá Suður-Afríku, nota tímann til þess að skoða sig um í Jerúsalem. Bíða eftir gervifótum við Grátmúrinn  Stoðtækjasmiðirnir fá tól og efni hugsanlega á morgun Vorið 2009 fóru íslensku stoðtækjasmiðirnir í fyrsta sinn til Gaza og segir Óskar Lárusson að þá hafi þeir ekki lent í teljandi vandræðum, hvorki á flugvellinum né á landamærastöðinni. Við brottför frá Ísrael hafi þeir reyndar verið teknir fyrir. Þá eins og nú var félagið Ísland- Palestína þeim innanhandar. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og for- maður félagsins, fór ásamt syni sínum Hauki á undan þremenningunum og haft var eftir honum í Morgunblaðinu í fyrradag að það hefði tekið átta mánuði að afla tilskilinna leyfa til þess að fá að flytja tól og tæki inn á Gaza-svæðið. Óskar segir að ekki hafi verið hægt að sækja um leyfi til að fara með búnaðinn inn í Ísrael, því annars hefði það ver- ið gert. Össur Kristinsson á O.K. Prosthetics. Óskar áréttar að fyrirtækið sé óskylt Össuri hf. en þaðan fái það vörur og fyrirtækin séu í samstarfi um þróun og fleira. Í annað sinn á svæðinu STOÐTÆKJASMIÐIR FRÁ O.K. PROSTHETICS Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Allsherjarnefnd Alþingis skilaði í gær umsögn sinni um ráðherraábyrgð, landsdóm og skýrleika sakargifta í málefnum ráðherranna fyrrverandi sem þingmannanefnd leggur til að verði ákærðir. Þar kemur fram að meirihluti nefndarinnar telur lögin um ráðherraábyrgð og landsdóm standast 70. grein stjórnarskrárinn- ar. „Við fengum mjög ákveðin atriði til að taka afstöðu til og höfum skilað henni,“ segir Róbert Marshall, for- maður allsherjarnefndar. Hann segir þessa umsögn þó ekki breyta sinni persónulegu afstöðu. „Ég byggi hana á öðrum, efnislegum atriðum í þings- ályktunartillögum frá þingmanna- nefndinni og því sem kom fram í rann- sóknarskýrslunni sjálfri.“ Skila séráliti í dag Róbert segir samt til bóta að alls- herjarnefndin sé búin að fjalla um þessi efnisatriði málsins. „Nú geta þingmenn tekið afstöðu til þeirra en eyða ekki of miklum tíma í formið því ég held að það sé búið að leiða það með fullnægjandi hætti í ljós að það stenst.“ Birgir Ármannsson og Ólöf Nordal, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, munu skila séráliti fyrir fund þingmannanefndarinnar í dag, en hann hefst klukkan 10.30. „Það er okkar viðhorf að nauðsynlegt sé að horfa á samspil laganna um ráðherra- ábyrgð og landsdóm annars vegar, og 70. greinar stjórnarskrárinnar og mannréttindaákvæða hins vegar,“ segir Birgir um innihald sérálitsins. Fleiri álitamál „Í ljósi framkvæmdarinnar í þeim málum sem eru nú til umfjöllunar á Alþingi er niðurstaða okkar að sú réttarvernd sem ráðherrunum fyrr- verandi á að vera veitt, samkvæmt stjórnarskránni og Mannréttinda- sáttmála Evrópu, hafi í veigamiklum atriðum verið fyrir borð borin í þessu máli. Ég get hins vegar tekið undir með Róberti að álitamálin um það hvort Alþingi eigi að ákæra í þessu máli eru mun fleiri en nákvæmlega þau sem snúa að stjórnarskránni. Þar þarf m.a. að horfa til þess hvort skilyrði um ásetning eða stórfellt gáleysi ráð- herranna fyrrverandi hafi verið upp- fyllt. Einnig hvort refsiheimildirnar, sem ákærutillögurnar byggjast á, eru nægilega skýrar til að forsvaranlegt sé að ákæra. Og hvort hægt sé að heim- færa hin meintu athafnaleysisbrot til viðkomandi refsiákvæða.“ Telja lögin standast stjórnarskrá  Réttarvernd ráðherranna fyrrverandi fyrir borð borin, segja fulltrúar Sjálfstæðisflokks í allsherjar- nefnd  Álitamálin um hvort ákæra eigi í málinu talin mun fleiri en þau sem snúa að stjórnarskránni „Álitamálin um það hvort Alþingi eigi að ákæra í þessu máli eru mun fleiri“ Birgir Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.