Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 10

Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 10
PRUFUTÍMINN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Karlmenn eru í meirihlutaþeirra sem stunda flugu-hnýtingar og eftir aðhafa farið með harm- kvælum í gegnum einn slíkan prufutíma er það mér hulin ráðgáta hvernig karlmenn geta yfirhöfuð gert þetta, með sínar stóru hendur og breiðu putta. Mér finnst líka merkilegt að karlmenn, sem margir hverjir stunda afar sjaldan fínlegar hannyrðir, skuli leggja slíkan metnað í þetta dund og fínerí. En það kemur vitanlega til af því að hnýtingar eru hluti af veiði- mennsku. Veiðiklóin Árni Ragnar Stef- ánsson hefur stundað fluguhnýt- ingar í tíu ár og tók að sér með mik- illi þolinmæði að leiðbeina mér í fyrstu flugunni. Hann byrjaði á að sýna mér nýlega bók um þessi fræði, Silungaflugur eftir Kristján Benediktsson, og þar blöstu þær við á stórum litmyndum, allar þess- ar flugur sem menn hafa skapað á síðkvöldum. Vel hnýtt fluga er ekk- ert annað en listaverk. Formfögur og litrík geymir hún í sér hönnun, vandvirkni og natni. Þumalfingur á hverjum fingri Þegar Árni sagði mér að nú fengi ég að búa til svokallaðan pea- cock eða páfugl, og rétti mér í framhaldinu örsmáan öngul og tvinnakefli, féll mér allur ketill í eld. Þetta leit úr fyrir að vera ómögulegt. Allt of smágert. Samt fékk ég öngul númer tíu, af ein- skærri tillitssemi, sá minnsti var nánast ósýnilegur. Mér leið eins og ég væri með tíu þumalfingur þegar ég þurfti að snúa tvinna eftir kúnst- arinnar reglum utan um þrjár ofur- fínar fanir úr páfuglsfjöðrum. Þeg- ar ég væri komin inn á miðja bugt á önglinum átti ég að hægja á snún- ingnum. Þetta átti að vera þéttur snúningur en samt ekki of fast … æ, ég gerði samt of fast … og tvinn- inn slitnaði. Síðan þurfti ég að klippa til það sem stóð út af, vefja appels- Fluguhnýtingar ekki fyrir óþolinmóða Alvöruveiðimenn leggja metnað sinn í að veiða á sínar eigin flugur og margir ala með sér draum um að hanna flugu sem slær í gegn. Blaðamaður fékk að prófa að hnýta eina flugu en náði ekki afburðaárangri í fyrstu tilraun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fegurð Mikið var spáð og spekúlerað í ólíkum flugum í bókinni góðu. Afrakstur Svona leit litla flugan út að lokum. Ekki mikið um húrrahróp. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Áhugamenn um arkitektúr og þeir sem hafa gaman af því að skoða furðulega byggingarlist og klikkaðar hugmyndir ættu að kíkja inn á vefsíð- una Hi-architecture.blogspot.com. Síðuhaldarar setja inn fjölbreyttar færslur og skemmtilegar um arki- tektúr og aðra hönnun. Það má t.d. sjá færslu með mörgum myndum af húsum sem hafa verið máluð mjög óvenjulega og aðrar um óvenjulegar styttur og skúlptúra. Fjallað er um nýjar byggingar og fá skýjakljúfar sinn skerf, byggðir sem óbyggðir, nóg virðist líka vera af hótelum og öðrum byggingum, sem tilheyra oftast efna- fólki, sem geta ekki talist annað en allsérstakar. Tekið er til umfjöllunar hvernig byggingar falla inn í lands- lagið og borgarskipulag. Það virðist vera í tísku að hanna óvenjulega veit- ingastaði og eru flestir þeirra mjög flottir, ekki er annað hægt en að láta sig dreyma um að borða á þeim, t.d. er einn mjög flottur í Boston og ann- ar nýr við rætur fjallsins Fuji í Japan sem lítur út eins og snjóhús. Það er svo fjallað almennt um skemmtilegan arkitektúr, t.d. er færsla um nýja lík- amsræktastöð í Slóvakíu og önnur um arkitektakeppni um nýja stúd- entagarða í París. Vefsíðan www.hi-architecture.blogspot.com Reuters Háir Skýjakljúfarnir í Dubai hafa fengið sína umfjöllun á síðunni. Áhugaverður arkitektúr Það er spáð rigningu í dag og hvað er betra að gera á rigningardegi en að taka til inni hjá sér? Oft er erfitt að koma sér af stað í til- tektina en þegar af stað er farið getur verið gaman að taka til svo ekki sé tal- að um hvað líðanin er góð á eftir. Það er dásamlegt að kúra fyrir framan sjón- varpið um kvöldið eða lesa bók uppi í rúmi þegar allt gljáir af hreinleika. Málið er að byrja á því að setja góða tónlist á, þurrka svo vel af öllu, raða draslinu í hillur og skápa, fara í end- urvinnsluna, þrífa baðherbergið, ryk- suga og enda á að skúra. Ekkert mál þegar af stað er farið og kannski verð- ur hætt að rigna þegar tiltektinni er lokið. Endilega … … takið til Gaman Skúra, skrúbba, bóna. Sp ör eh f. s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Gerlos í Austurríki 12. - 19. febrúar 2011 SVIGSKÍÐAFERÐ Hinn sjarmerandi bær Gerlos er þekktur skíðabær í austurrísku Ölpunum, sem býður skíðafólki á öllum aldri upp á frábærar aðstæður og líflega fjallastemningu. Gerlos liggur í 1.300 m hæð og er einn hluti af fjórum skíðasvæðum í Zillertal Arena. Skíðasvæðið í Zillertal Arena liggur í allt að 2.500 m hæð yfir sjávarmáli og er því talið einstaklega snjóöruggt svæði. Snjóhvítar skíðabrekkurnar eru um 166 km í öllum erfiðleikastigum og eiga eflaust eftir að koma vönu skíðafólki skemmtilega á óvart. Flogið er með Icelandair til München og haldið sem leið liggur til Gerlos, en rútan fer að sjálfsögðu beint á hótelið okkar. Gist er á góðu 3* fjölskyldureknu hóteli í austurrískum stíl. Morgunverðarhlaðborð og fjögurra rétta kvöldverður með salathlaðborði er innifalinn og eins býður hótelið upp á nýlega heilsulind. Rétt hjá hótelinu stoppar skíðarútan, en með henni er farin stutt ferð á öll helstu skíðasvæðin. Fararstjórar eru með hópnum alla ferðina, gista á sama hóteli og sjá um að skipuleggja skíðaferðir fyrir þá sem það vilja. Fararstjórar: Sævar Skaptason og Guðmundur K. Einarsson Verð: 168.800 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgunverðarhlaðborð, kvöldverður, aðgangur að heilsulind hótelsins, ferðir til og frá München flugvelli og íslensk fararstjórn. Transfer oghálftfæði innifalið NÝ VERSLUN NÝSENDING SKIPHOLTI 29b • SÍMI 551 0770 Fyrsti þáttur af útvarpsþættinum Orð skulu standa var sýndur á Litla sviði Borgarleikhússins síð- astliðið þriðjudagskvöld. Þátturinn var tekinn af dagskrá Rík- isútvarpsins nýverið og hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga á sviði. Stjórnandi „þáttarins“ er sem fyrr Karl Th. Birgisson og með honum liðsstjórarnir Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir. Hlín var fjarri góðu gamni fyrsta kvöldið en í hennar stað var leik- konan Sólveig Arnarsdóttir, hún fékk til sín gest, Ilmi Kristjáns- dóttur leikkonu. Gestur Davíðs var söngvarinn og leikarinn Egill Ólafsson. Tónlistarstjórinn Pálmi Sigurhjartarson var svo við píanó- ið. Þátturinn verður á dagskrá Borgarleikhússins vikulega í haust, á hverju þriðjudagskvöldi. Orð skulu standa frumsýnd á sviði Morgunblaðið/Eggert Sviðsmyndin Útvarpsþáttur á sviði er nýjung. Karlaliðið Egill Ólafsson stóð sig vel og flutti svör sín af innlifun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.