Morgunblaðið - 25.09.2010, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.09.2010, Qupperneq 11
Kennsla Stefán Atli, yngsti sonur Árna fylgist dolfallinn með þegar pabbi hans leiðbeinir klaufskum blaðamanni. ínugula rönd upp við hausinn með enn fínni tvinna og að lokum þurfti ég að lakka, með einum litlum dropa, svo ekki rakni upp flugan. Hvernig nenna menn að standa í þessu? Þetta er semsagt ekki fyrir óþolinmóða. Ég reyndi ekki einu sinni að ná tökum á lokahnútnum, þau hand- brögð Árna voru eins og sjónhverf- ingar. Leynimakk með flugur Árni segir segir að fjöldafram- leiddar flugur trosni frekar upp en þær sem menn búa til sjálfir, þær endist miklu betur. Sjálfur hnýtir hann um 200 flugur yfir veturinn. Hann þarf að endurnýja vissar flugur sem hann notar mikið en hann reynir líka að búa til ein- hverjar nýjar. „Við veiðimenn notum veturinn til hnýtinga og það er gaman að hitta fé- lagana og hnýta saman, skiptast á veiðisögum og leggja drög að næsta veiðisumri. Synir mínir hafa líka náð ágætum tökum á hnýtingum og við feðgar- nir hnýtum mikið saman og þeir veiða að sjálfsögðu líka mikið með mér.“ Árni segir suma halda flugu- uppskrift leyndri ef flugan reynist vel, þeir gefi kannski besta vininum hana í miklum trúnaði og taka af honum loforð um að sýna engum hana. Aðrir deili flugunum sínum með sem flestum. Verður að sjá fisk Árna finnst skemmtilegast að veiða á flugu en neitar því ekki að útivistin sé stór hluti af veiðiánægj- unni, það sé ekki aðalatriðið að fá fisk. „En auðvitað er leiðinlegt að kasta á dautt vatn, maður verður allavegana að sjá fisk, þá þarf að lesa í vatnið og prófa flugurnar, finna út hver þeirra virkar,“ segir Árni sem veiðir mikið í apríl, maí og fram í júní, því það er besti tíminn í silungnum, þá er hann svo svangur og meira fjör í veiðinni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 „Ég vakna líklega um kl. 10 og fæ mér morgunmat. Fyrir há- degi verð ég heima að læra og fljótlega eftir hádegi stefni ég á að fara í ræktina. Klukkan fjögur opna ég mína fyrstu ljósmyndasýningu í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu. Þemað á þessari sýningu er „Gamalt“ og eru myndirnar aðallega af gömlum byggingum og tækjum og öðru, þó ekki af gömlu fólki. Ég þarf ekkert að stressa mig fyrir opnunina enda öll sýningin komin upp og ég þarf bara að mæta á staðinn. Opnuninni lýkur kl. 18 og þá fer ég heim og hitti svo vini mína um kvöldið. Það getur verið að við förum í bíó eða gerum eitthvað annað skemmtilegt. Ég býst við að skríða í bólið einhvern tímann eftir miðnætti.“ Sveinn Heiðar Kristjánsson, 16 ára nemi í flugtækni við Tækniskólann Hvað ætlar þú að gera í dag? Gamalt Ljósmynd eftir Svein Heiðar sem verður á sýningunni í Gallerí Tukt. Með fyrstu ljósmyndasýninguna Sveinn Heiðar  Uppskrift að flugu (nema þú sért fluguskáld).  Öngla.  Þvingu (til að skorða öngul- inn).  Tvinna (sérstakan hnýtingar- tvinna í mörgum litum og mis- munandi grannan).  Græju til að halda um keflið.  Fjaðrir, hár eða garn. Fjaðrirnar og hárin eru af hinum ýmsu skepnum, ýmist fjaðrir af allskonar fuglum, m.a. fas- hönum, störrum og hænum, eða hérahár, kálfshár, refahár o.s.frv. Hárin og fjaðr- irnar eru oft lituð með skærum litum. Hvað þarf til? FJAÐRIR OG KÁLFSHÁR Komið er út fyrsta tölublað vefrits Knitting Iceland þar sem birtar eru uppskriftir frá sjálfstætt starfandi hönnuðum og höfundum ásamt við- tölum og greinum. Fyrsta tölublaðið er helgað prjónahefðinni sem birtist þó með sterku nútímalegu ívafi. Prjónahefð Íslendingar er rík og felur í sér fleiri spennandi þætti en lopa- peysuna góðu sem hefur þó verið verðugur boðberi íslensks prjóns og ullar síðustu áratugina, segir í frétta- tilkynningu frá Knitting Iceland. Hverri prjónauppskrift fylgir saga og lesandinn kynnist því hvernig gamla hefðin, fjölskyldur, sögur og minningar veita innblástur til hönn- unar fallegra og notadrjúgra flíka. Vefrit Knitting Iceland er gefið út á íslensku, ensku og frönsku, prjóna- uppskriftir eru seldar stakar sem PDF-skjöl og garn í hverja uppskrift fæst sent gegnum vefverslun hvar sem viðtakandinn er í heiminum. Hélène Magnússon og Ragnheiður Eiríksdóttir stofnuðu Knitting Ice- land árið 2009 með það fyrir augum að halda íslenska prjónahefð í heiðri. Hannyrðir Íslenskt prjónavefrit komið út Knitting Iceland Hélène Magnússon og Ragnheiður Eiríksdóttir. Slóðin á vefritið er www.knittingiceland.com. Gestir Björgvin G. Sigurðsson og vinur hans ásamt Bryndísi Schram og Jóni Baldvini Hannibalssyni, þau voru öll mætt á frumsýninguna. Kvennalið Ilmur og Sólveig vita margt um íslenskt mál og skemmtu sér vel. Leikhússtjórinn Magnús og Guðmundur Steingrímsson. Þátturinn fjallar um íslenskt mál og er sýndur vikulega á Litla sviðinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Meðferð fyrir fyrirbura sem kölluð er „kengúra“, eða húð við húð, hefur notið vaxandi vinsælda hjá heilbrigð- isstofnunum undanfarin ár. Þá er barnið, aðeins klætt í bleiu, lagt á bert brjóst foreldra sinna. Rakel Björg Jónsdóttir, sér- fræðingur í hjúkrun nýbura á vöku- deild Barnaspítala Hringsins, ætlar á mánudag að flytja erindi á Mál- stofu í Eirbergi og kynna sam- norræna rannsókn á þessari með- ferð. „Fjöldamargar rannsóknir hafa verið gerðar um víða veröld á keng- úrumeðferðinni og yfirleitt hafa komið í ljós jákvæð áhrif, m.a. áhrif á lífeðlisfræðilega þætti eins og hjart- slátt og öndun barnsins. Einnig bæt- ir þessi meðferð svefn barnsins, brjóstagjöfina og fleira. Og snert- ingin bætir tengslamyndun milli for- eldra og barns. En það er líka verið að rannsaka hvort þetta geti haft neikvæð áhrif, í hvaða tilfellum ætti ekki að beita þessari meðferð og fleira í þeim dúr. Það hafa verið ýmsar hindranir sem hafa komið í veg fyrir slíka meðferð, en þar ber helst að nefna þekking- arleysi, þegar fólk hefur einfaldlega ekki kynnt sér þetta nógu vel. Sums staðar hefur skortur á hjúkr- unarfræðingum einnig hindrað með- ferð, til dæmis þarf stundum tvo hjúkrunarfræðinga til að flytja barn- ið í fang foreldranna. Stundum geta aðstæðurnar, eða skortur á þeim, hindrað meðferð, því það þarf vissu- lega góðar aðstæður, til dæmis góða stóla, einrúm og ró og næði til að meðferðin virki sem skyldi. Einnig hefur komið í ljós að starfsfólk með meiri reynslu en minni er líklegra til að beita þessari meðferð. Veikindi fyrirburans geta líka verið hindrun í meðferð, því fyr- irburar eru oft tengdir við alls konar snúrur, tæki, öndunarvél og fleira. Þessi börn eru stundum það mikið veik og óstöðug að þeim er ekki treystandi til að hreyfa sig mikið.“ Rakel segir að kengúrumeð- ferðinni sé töluvert beitt á vökudeild- inni á Barnaspítala Hringsins. „Þetta er ekki stundað sem markviss meðferð, sem mætti gjarnan bæta úr, en við reynum að leggja okkur fram í þessum málum, þegar því verður við komið.“ Rakel segir að það geti verið mjög erfitt fyrir foreldra að þurfa að bíða eftir því að fá barnið í fangið. „Oft líður mjög langur tími þar til foreldrar geta fengið að halda á barninu sínu, en við reynum alltaf að gera það eins fljótt og ástand barns og móður leyfir.“ Húð við húð skiptir máli Reuters Málstofan er öllum opin og verður á mánudag kl. 12.10-12.50 í stofu 201 í Eirbergi, Eiríksgötu 34. www.rsh.hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.