Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 12

Morgunblaðið - 25.09.2010, Side 12
SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bolvíkingar sjá ýmis tækifæri birtast með tilkomu jarðganganna sem opn- uð verða í dag. Markaðssvæði þjón- ustufyrirtækja stækkar og þeir von- ast til þess að nágrannar þeirra á Vestfjörðum nýti sér nú í auknum mæli það sem þeir hafa fram að færa og fleiri ferðamenn leggi leið sína til Bol- ungarvíkur. Mikil hátíð verður í dag vegna opnunar Bolungarvíkur- ganga. Vegurinn um Óshlíð er hættulegur vegna grjót- skriða og snjóflóða og endurbætur á síðustu áratugum hafa ekki dugað til að tryggja öryggi vegfarenda. Ós- hlíðin hefur þar til í dag verið eina tenging Bolungarvíkur við þjóðvega- kerfið. Með göngunum má því segja að loksins sé orðið fært út í Bolung- arvík. Erfið setlög Göngin komu ekki baráttulaust, frekar en önnur stórvirki í sam- göngumálum og hafa átt langan að- draganda. Skiptar skoðanir voru um það hvaða leið ætti að fara. Yfirvöld samgöngumála ákváðu að grafa lið- lega 5 kílómetra göng úr Bolungar- vík í Hnífsdal. Samið var við Ósafl og hafa framkvæmdir staðið yfir frá því í maí 2008. Rúnar Ágúst Jónsson, staðarstjóri Ósafls, segir að verkið hafi gengið vel. Þó hafi þeir lent í seinunnum set- lögum. Þurfti að styrkja göngin sér- staklega á köflum. Þetta tafði verkið nokkuð. Fjöldi Bolvíkinga ekur þessa leið daglega, vegna vinnu á Ísafjörð og flestir bæjarbúar aka oft þarna um til að sækja þangað þjónustu. „Ég segi fyrir mig að mesti léttirinn er að nú þurfa börnin ekki að þvælast Óshlíð- ina á leið í skóla og eða til að hitta fé- lagana á Ísafirði,“ segir Elías Jón- atansson bæjarstjóri. „Nú horfir maður á eftir þeim fara inn í göngin í byggð og veit af þeim í byggð inni í Hnífsdal. Þetta er gríðarlegur léttir,“ segir Elías. Markaðssvæðið stækkar Tækifæri og ógnanir fylgja bætt- um samgöngum. Sóknarfærin liggja í stærri markaði fyrir þjónustufyrir- tækin en fólk upplifir ógnanir í því að þjónusta, ekki síst opinber, gæti minnkað í bænum og færist í miðj- una, inni á Ísafirði. Bolvíkingar sækja nú þegar mikla þjónustu til Ísafjarðar, til dæmis verslun. Þrátt fyrir það eru tvær verslanir á staðnum og önnur á sér 83 ára sögu. Stefanía Birgisdóttir í Verslun Bjarna Eiríkssonar við Hafnargötu á ekki von á að göngin breyti verslunarvenjum Bolvíkinga, þeir sæki nú þegar stíft í verslun á Ísafirði. Hins vegar hafi Ísfirðingar almennt verið hræddir við Óshlíðina og lítið sótt til Bolungarvíkur. Telur hún að göngin geti breytt því. „Ég bind vonir við að þetta muni lyfta aðeins undir reksturinn. Það muni fleiri fara rúntinn hingað út eft- ir,“ segir Ragna Magnúsdóttir sem rekur veitingastaðinn Einarshús í Bolungarvík. Þá telur hún að bættar samgöngur lyfti undir ferðaþjónustu og atvinnulíf við höfnina og það muni skila einhverju í bæinn. Hræddir við sameiningu Elías bæjarstjóri telur að útgerð- armenn frá öðrum stöðum kunni að sjá sér hag í því gera út frá Bolung- arvík, þar sem styttra er á miðin, þegar þeir geti alltaf verið öruggir um að komast heim til sín. Þá muni atvinnumöguleikar fólks sem býr í Bolungarvík aukast og verða fjöl- breyttari við það að tengjast fjórum sinnum fjölmennara svæði. Miklar samgöngubætur hafa gjarnan leitt til sameiningar sveitar- félaga. Nefna má stóra sameiningu í Ísafjarðarbæ vegna Vestfjarðaganga og sameiningu sveitarfélaganna við Héðinsfjarðargöng. Ríkið leggur milljarða í þessi göng en Bolvíkingar fara í vörn þegar þeir eru spurðir að því hvort ekki séu nú komnar for- sendur til hagræðingar í stjórnsýsl- unni með sameiningu sveitarfélaga. Elías bendir á að nýleg athugun bendi til þess að skuldir á hvern íbúa í Bolungarvík aukist við sameiningu, minna fé verði til framkvæmda og þjónustan muni ekki batna. Hann spyr af hverju ætti að sameina þegar staðan sé þessi. Breytingar hafa orðið í heilsugæsl- unni við sameiningu heilbrigðisstofn- ana og íbúarnir telja sig ekki fá jafn góða þjónustu og áður. Fleiri atriði eru nefnd. Elías segir að þróunin þurfi ekki að vera í aðra áttina. Ýmis opinber þjónusta, sem fjöldinn þurfi ekki að nota daglega, geti allt eins verið í Bolungarvík og þjónað öllu svæðinu. „Svæðið í heild þrífst best með því að allar byggðirnar dafni. Það er verst fyrir stóra kjarnann ef jaðarbyggðirnar veikjast,“ segir Elí- as. Fært til Bolungarvíkur  Bolungarvíkurgöng taka af hættulegan veg um Óshlíð  Íbúarnir vonast eftir auknum viðskiptum  Þeir óttast um leið að missa opinbera þjónustu og sjá ekki hag í að sameina sveitarfélögin Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frágangur Starfsmenn Ósafls og undirverktaka eru að ljúka frágangi í göngunum þannig að hægt verði að opna þau. Vígsluathöfn verður við gangamunnana eftir hádegið og umferð hleypt á í báðar áttir upp úr klukkan tvö. Elías Jónatansson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 „Nafnið virðist heitt mál hjá Ísfirð- ingum en það skiptir okkur Bolvík- inga engu máli. Aðalmálið er að fá göngin,“ sagði Bæring Freyr Gunn- arsson útgerðarmaður sem var að landa úr bátnum sínum þegar spurn- ingin var borin upp. Jarðgöngin milli Hnífsdals og Bol- ungarvíkur voru í upphafi nefnd Ós- hlíðargöng og báru það heiti í opin- berum plöggum, þar til Kristján L. Möller ráðherra ákvað að nota heitið Bolungarvíkurgöng. Það hefur mælst misjafnlega fyrir. „Ég hefði viljað halda mig við Óshlíðarnafnið. Göngin eru við hliðina á leið sem bor- ið hefur þetta nafn í aldir, þótt menn hafi lengst af farið þar gangandi um. Ég mun aldrei taka mér þetta orð í munn. Ætli venjan verði ekki sú að tala um Göngin, eins og menn tala nú um Hlíðina?“ segir Valdimar L. Gíslason rútubílstjóri sem ekur oft á dag um Óshlíðina. „Hér eru hin einu sönnu Bolung- arvíkurgöng,“ segir Þorleifur Ei- ríksson, forstöðumaður Náttúru- gripasafns Bolungarvíkur. Í göngum sem verið er að útbúa á safninu verða sýndir steinar sem starfsmenn Ósafls hafa safnað við jarðganga- gerðina. Þau verða líka opnuð í dag. Mun aldrei segja þetta nafn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hin göngin Starfsmenn setja upp sýningu í Náttúrugripasafninu. „Þetta er alger bylt- ing. Við erum búnir að þrá þetta í þrjátíu ár,“ segir Valdimar Lúðvík Gíslason sem annast hefur fólksflutninga á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar í áratugi. Hann ekur nú fjórtán sinnum á dag um Ós- hlíðina. Valdimar segir að það hafi auðveldað aksturinn að ekki hafi komið alvöru snjóavetur í meira en áratug. Skiptar skoðanir voru um göngin. Sumir vildu fara inn úr Syðri-Dal og koma út í Tungudal í Skut- ulsfirði, eða tengja göngin við Vestfjarðagöng. Valdimar segir að það hefði verið óráð að beina umferðinni inn í þá snjóakistu. „Þetta er eins góð staðsetning fyrir jarðgöng og hægt er að hugsa sér,“ segir hann um legu ganganna. „Við erum búnir að þrá þetta í þrjátíu ár“ VALDIMAR LÚÐVÍK GÍSLASON ER ÁNÆGÐUR Valdimar Lúðvík Gíslason bíð- ur eftir farþegum. Haraldur Ringsted rafeindavirki er einn þeirra sem fara Ós- hlíðina oft á dag vegna starfs síns hjá Netheimum Hann fagnar göngunum en viðurkennir um leið að hann muni sakna útsýnisins af Ós- hlíð. Haraldur og Ylfa Mist Helgadótt- ir, kona hans, hafa búið í Bolungarvík í átta ár. „Við höfum aldrei upplifað neinar hörmungar á Óshlíð og fannst ekki tiltökumál að keyra á milli. Það er sennilega af því að við höfum ekki vitað bet- ur,“ segir Ylfa Mist og bætir við: „Göngin eru sjálf- sögð samgöngubót og fáránlegt að þau skuli ekki hafa komið fyrr.“ Ylfa Mist segir mikilvægt að standa vörð um þjónustuna. Samgöngubætur komi ekki að notum ef þjónustan hverfi og íbúarnir með. Göngin hefðu átt að vera komin fyrir löngu HARALDUR RINGSTED FER OFT UM ÓSHLÍÐ Haraldur Ringsted, Ylfa Mist Helgadóttir og Birnir Ringsted. Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Næsta listmunauppboð 4. október Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.