Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 18
Ragna Freyja Karlsdóttir sérkenn- ari hlaut í fyrradag viðurkenningu ADHD samtakanna í tilefni af vit- undarviku samtakanna dagana 20.- 24. september sl. Ragna Freyja starfaði um árabil sem skólastjóri Dalbrautarskóla. Útgáfa hennar á ofvirknibókinni var frum- kvöðulsstarf sem sjálfsagt hefur aukið skilning margra foreldra og kennara á orsökum og afleiðingum ADHD, segir í tilkynningu. Ragna starfaði lengi með Eirð sem var fræðslu- og ráðgjafarþjónusta um uppeldi og geðheilsu barna- og unglinga. Hún starfar nú sjálfstætt að kennsluráðgjöf í skólum. Aðrir þeir sem heiðraðir voru eru Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra, Matthías Kristiansen þýð- andi og kona hans Heidi Strand. ADHD samtökin hafa starfað síð- an árið 1988. Tilgangur samtak- anna er m.a. að auka skilning á þeim vaxandi fjölda sem glímir við ADHD, en samkvæmt rannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu glíma um 7,5% barna hérlendis við ADHD. Ljósmynd/hag Frumkvöðull Ragna Freyja starfaði lengi sem skólastjóri Dalbrautarskóla. Mörg börn sem greind voru misþroska þá öðluðust nýja reynslu af skólagöngunni undir handarjaðri hennar. Fjórir einstaklingar hlutu viðurkenningu á vitundarviku ADHD samtakanna Í haust munu Hjólafærni og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólreiðaferðum frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjól- reiðamanna mun fara fyrir hjól- reiðinni flesta dagana. Fyrsta ferðin verður farin í dag, laugardag. Mæting er frá kl. 10:00 þar til lagt verður á stað kl. 10:15. Hjólaðar verða mismunandi leiðir um borgina eftir rólegum götum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiða- mönnum hversu auðvelt er að hjóla í borginni. Þeir sem vilja geta endað ferðina á kaffihúsi. Ferðin er ókeypis og eru allir velkomnir. Allir sem kunna að hjóla eiga að geta tekið þátt. Með- alhraði fer eftir hægasta manni en ætti oftast að vera á bilinu 10-20 km/klst. Hægt er að óska eftir kennslu á öðrum tímum ef menn eru ekki í æfingu. Hjólafærni veitir margs- konar þjónustu á vefnum sem sjá má á vefnum www.hjólafærni.is. Morgunblaðið/Ómar Hjólaferðir á laugar- dögum í haust Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna voru í vikunni afhentar 135.500 krónur sem söfnuðust á styrktartónleikum fyrir samtökin. Skipuleggjari tónleikanna var Ást- þór Óðinn Ólafsson. Tónleikarnir voru haldnir 9. og 10. september sl. í Frumleikhúsinu í Reykja- nesbæ. Tónleikarnir voru haldnir til minningar um tvo unga pilta sem létust nýlega eftir baráttu við krabbamein. Piltarnir tveir hétu Guðmundur Þór Jóhannesson og Sigfinnur Pálsson, báðir búsettir í Reykjanesbæ. Hljómsveitirnar sem komu fram á tónleikunum voru: Of Monsters and Man, Valdimar, Sky Reports, Ástþór Óðinn, Klass- art, Lifun, Reason 2 Believe og Hreiðar. Söfnunarfé afhent 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpivogur Ferðaþjónusta var í góðu með- allagi á Djúpavogi á liðnu sumri þrátt fyrir ýmsa ytri óáran og þrátt fyrir að veðurfar hafi ekki verið hag- stætt, en óvenju þokugjarnt og úr- komusamt var á svæðinu þetta sum- arið. Aðilum í ferðaþjónustu hefur vaxið ásmegin á síðustu árum og með nýjum aðilum sem komið hafa inn á markaðinn hefur þessi unga at- vinnugrein enn styrkt stöðu sína á svæðinu.    Mikið líf var við Djúpavogshöfn í sumar sem leið en smábátum fjölg- aði umtalsvert í tengslum við strand- veiðikerfið og öfluðu þeir með ágæt- um. Smábátar hafa gjarnan mikið aðdráttarafl og því má segja að höfn- in á Djúpavogi sé einn mest sótti ferðamannastaðurinn á svæðinu.    Þegar skammdegið færist yfir, lauf taka að falla og haustlitirnir ómótstæðilegu heilsa leggja bændur og búalið á fjöll eftir fé sínu. Á sama tíma taka aðrir íbúar Djúpavogs- hrepps þátt í heilsuræktarátaki und- ir nafninu „Búinn“ og er þátttaka mjög góð og má nú sjá íbúa á öllum aldri ýmist úti að ganga, skokka eða hjóla eða þá stunda aðra líkamsrækt í Íþróttamiðstöðinni, en þar er m.a. leikið í brennibolta, blaki og fleira meðan aðrir taka sundsprett. Mark- miðið með átakinu er meðal annars að beina sem flestum íbúum á þá braut að gera heilsurækt að lífsstíl. Átakið stendur yfir í þrjá mánuði og verða sérstök verðlaun veitt að tíma- bilinu loknu fyrir góða ástundun og árangur á einstökum sviðum.    Framundan eru ýmsir árvissir og skemmtilegir menningartengdir viðburðir á Djúpavogi. Meðal við- burða má nefna hina séraustfirsku Daga myrkurs sem eru haldnir há- tíðlegir með ýmsum og fjölbreyttum uppátækjum um allt Austurland. Hápunktur dagskrár Daga myrkurs á Djúpavogi er hin svokallaða Sviða- messa sem notið hefur mikilla vin- sælda og er ávallt vel sótt en messan verður að þessu sinni hinn 13. nóv- ember næstkomandi. Á Sviðamessu eru etin svið og lappir með rófustöppu undir fjöl- breyttum uppákomum þar sem heimamenn stíga á svið og skemmta sjálfum sér og öðrum. Hauststemning á Djúpavogi Morgunblaðið/ Andrés Skúlason Mikið líf Höfnin er einn mest sótti ferðamannastaðurinn á svæðinu. Fjölskylduhjálp Íslands greip til þess ráðs í vor að leigja stórt svæði í Skammadal til kartöfluræktar og spara þannig stórfé. Á sunnudaginn kemur, þann 26. september kl. 13.00 er áformað að taka kartöflur upp. „Þeir sem geta hjálpað okkur eru beðnir að mæta upp í Skammadal á sunnudaginn kemur með eigin áhöld. Margar hendur vinna létt verk,“ segir í til- kynningu frá Fjölskylduhjálpinni. Leita sjálfboðaliða Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var í fyrradag gerður að heiðursfélaga í Rússneska landfræðifélaginu við hátíðlega athöfn á Al- þjóðaþingi um norðurslóðir sem haldið er í Moskvu. Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, afhenti forseta heiðursskjal og sérstakt innsigli úr bronsi þessu til staðfestingar. Í ávarpi sem formaður Rússneska landfræði- félagsins, Sergei Shoigu, flutti við þetta tilefni vísaði hann til margþætts framlags forseta Ís- lands til málefna norðurslóða, en forsetinn hefði um árabil verið virkur þátttakandi í samvinnu og samræðum um málefni norðurslóða og stuðlað að auknum tengslum rannsóknastofnana, háskóla og fræðimanna. Forseti Íslands gerður að heiðursfélaga STUTT Í dag, laugardag kl. 11, heldur Joe Borg erindi í Háskólanum í Reykja- vík. Erindið nefnist: Samninga- viðræður Íslands við ESB – hvað má læra af reynslu Möltu? Joe Borg var utanríkisráðherra Möltu 1999-2004 og leiddi aðildar- viðræður Möltu við ESB. Um leið og Malta varð aðili að Evrópusam- bandinu 2004 tók hann sæti í fram- kvæmdastjórn ESB og tók við starfi sem yfirmaður sjávarútvegsmála hjá ESB. Fundurinn er öllum opinn. Að erindinu loknu verða fyr- irspurnir og umræður. Fundarstjóri er Svanborg Sig- marsdóttir stjórnmálafræðingur. Ræðir um aðild Möltu LAGERHREINS UNA ðeins í BYKO Breidd Enn í fullum g angi! afsláttur Mikill Á súpufundi Kvenréttindafélags Ís- lands á Hallveigarstöðum kl. 12 mánudaginn 27. september verða kynja- og staðalímyndir í auglýs- ingum ræddar. Katrín Anna Guð- mundsdóttir mun fjalla um nið- urstöður MA-ritgerðar sinnar í kynjafræði við Háskóla Íslands frá í vor, þar sem hún tekur fyrir aug- lýsinga- og markaðsmál. Í ritgerð- inni skoðaði hún kyn- og staðal- ímyndir í auglýsingum. Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, lektor í grafískri hönnun, mun fjalla um ríkjandi hugmyndir í sam- félaginu og hvernig þær endur- speglast í auglýsingum. Súpufundur um staðalímyndir Hagsmunasamtök heimilanna vilja að höfuðstóll verðtryggðra lána verði stilltur á stöðu höfuðstóls lán- anna eins og hann var í árslok 2007. Frá þeim tíma verði sett þak á árleg- ar verðbætur sem geti hæst jafngilt efri vikmörkum verðbólgumarkmiða Seðlabanka Íslands, eins og þau voru frá apríl 2001, það er 4,0% á ári. Þannig leiðrétt lán ættu að mati samtakanna að vera viðráðanleg fyr- ir flesta lántaka. Það sem eftir standi verði afskrifað án þess að skattur sé lagður á afskriftir. Taki mið af lægstu vöxtum Samtökin krefjast þess að höfuð- stól gengisbundinna húsnæðislána verði breytt í verðtryggt krónulán miðað við stöðu þeirra í lok árs 2007. Skilmálar lánanna taki mið af lægstu vöxtum Seðlabankans af verð- tryggðum lánum eða lægstu vöxtum viðkomandi lánveitanda. Samtökin vilja einnig gera veiga- miklar breytingar á húsnæðiskerf- inu. Þau vilja að 4% þak verði sett á árlegar verðbætur verðtryggðra húsnæðislána, sem lækki þar til verðtrygging húsnæðislána verður afnumin. 5-6% hámark verði sett á óverðtryggða vexti húsnæðislána og samið verði í þrjú til fimm ár í senn. Þak verði sett á verðbætur  Hagsmunasamtök heimilanna krefjast aðgerða  Gengis- bundnum húsnæðislánum verði breytt í verðtryggð krónulán

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.