Morgunblaðið - 25.09.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 25.09.2010, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Nú hefur sátta- nefndin svokallaða, sem skipuð var af sjáv- arútvegsráðherra í júní 2009, lokið störf- um og skilað nið- urstöðum sínum til sjávarútvegsráðherra í vandaðri skýrslu sem hefur m.a. að geyma helstu efnisþætti fisk- veiðistjórnunar, frá upphafi kvótans árið 1984. Eins og alkunna er, þá var nefnd- in skipuð til þess að setja fram til- lögur um stjórn fiskveiða sem þokkalegur friður gæti ríkt um næstu árin. Því miður bólar ekkert á heildstæðum tillögum frá hópnum í skýrslunni sem leitt geti til víð- tækrar sáttar um greinina á næstu árum. Sé litið til samtakanna sem til- nefndu fulltrúa í hópinn, var borin von að hann gæti náð innbyrðis sátt um nýtingu auðlindarinnar, til þess skarast hagsmunirnir um of. Nefnd- in var sammála um að í grunninn skyldi byggt á kvótakerfinu sem tekið var upp árið 1984 en að út- færslan gæti orðið með tvennum hætti, þ.e. samkvæmt svokallaðri samningsleið eða tilboðsleið sem báðar kveða skýrt á um að auðlindin sé sameign þjóðarinnar. Leiðirnar býsna líkar Í báðum tilvikum yrði leyfilegum heildarafla skipt í tvo potta. Úr öðr- um yrði úthlutað til aflamarksskip- anna í samræmi við ákvæði þeirrar meginleiðar sem verður ofan á að lokum. Úr hinum pottinum yrði út- hlutað á grundvelli félagslegra sjón- armiða svo sem til byggða og at- vinnutengdra verkefna. Í áliti með samningsleiðinni er ýj- að að því að í félagslega pottinn geti farið allt að 20% af árlegri úthlutun en samkvæmt því færi þá aðeins um 80% af út- hlutuðum afla til afla- marksskipanna sem í dag er um 92,6%. Í niðurstöðum nefnd- arinnar kom fram að meirihluti hennar lagði til að samningsleiðin skyldi farin en ekki til- boðsleiðin. Að vísu finnst mér mun minni munur á þess- um leiðum en ætla mætti þar sem það er hægt að útfæra samningsleið- ina þannig að hún skili að nokkru leyti svipaðri niðurstöðu og tilboðs- leiðin. Að því þó frátöldu að endur- gjaldið fyrir nýtinguna verður alltaf flóknara í útfærslu og því miklar lík- ur á að hinum þrautþjálfaða grátkór takist, eins og endranær, að koma því inn hjá stjórnvöldum að greinin sé nánast fallít og því ekkert af henni að hafa. Sama gildir um fram- salið, um það er enga heildstæða til- lögu að finna. Hvað varðar umrædda 5% árlega fyrningu aflaheimilda þá er einfalt að koma henni við í félagslega pott- inum hvor leiðin sem farin verður. Þrátt fyrir að meirihluti sátta- nefndarinnar hafi náð samhljómi um að fara samningsleiðina, þá á eftir, verði sú leið farin, að leysa a.m.k. eitt stærsta deiluefnið varðandi kvótann, þ.e. framsalið. Hvernig verður því fyrir komið í framtíðinni? Í bókunum einstakra samtaka sem áttu fulltrúa í nefndinni má finna ýmsar tillögur hér um, en svo langt sem ég man hafa þær flestar áður verið ræddar í þaula án niðurstöðu. Að mínu mati gengur kvótakerfið ekki upp, hvort sem það er kennt við samningsleið, tilboðsleið eða eitt- hvað annað, nema framsalinu sé fundinn eðlilegur farvegur, þ.e. það verður að vera hægt að flytja veiði- heimildir frá einu skipi til annars burtséð frá eignatengslum eða út- gerðarstað. Gæta verður þess að verðið á heimildunum ofgeri ekki þeim sem kaupir. Hann verður að geta rekið sína útgerð innan þeirra marka sem kjarasamningar, lög og reglur gera ráð fyrir. Tilboðsleiðin hefur fleiri kosti Að mínu mati eru kostir tilboðs- leiðarinnar umfram samningsleiðina verulegir og auðsæir þar sem til- boðsleiðin býður upp á hreinar markaðslausnir hvað varðar þann hluta heimildanna sem gengur til aflamarksskipanna. Þegar fram í sækir mun það eingöngu ráðast af rekstrarafkomu útgerðanna hver stenst samkeppnina, hefur bolmagn til þess að kaupa heimildir á frjáls- um markaði líkt og gerist í öðrum rekstri. Sömuleiðis mun afgjaldið til þjóðarinnar, fyrir afnotin, ráðast af stöðu greinarinnar hverju sinni en ekki af flóknu samningaferli þar sem allt verður gert til þess að reikna greinina í núllið. Vandamálin sem fylgja frjálsa framsalinu yrðu úr sögunni þar sem leiðin gerir ráð fyrir því að hægt sé að skila til rík- isins þegar keyptum heimildum og fá þær endurgreiddar á sama verði og þær voru keyptar á. Þar með yrði allt brask með kvótann úr sögunni. Braskið sem samtök sjómanna hafa barist gegn mörg undangengin ár, m.a. með harðvítugum vinnudeilum án þess að ná þeim árangri sem að var stefnt, eða þeim að viðskipti með kvótann hefðu ekki áhrif á umsamin kjör þeirra umbjóðenda. Í framhald- inu hljóta þeir sem eru að velta þessum málum fyrir sér að spyrja, af hverju berst LÍÚ svona kröft- uglega gegn því að kvótinn fari á frjálsan markað þar sem núverandi handhafar kvótans fá meira að segja forkaupsrétt að þeim heimildum sem þeir áður höfðu og ef einhver er tilbúinn að bjóða betur getur við- komandi handhafi gengið inn í það tilboð? Af hverju getur útgerðin ekki keppt á frjálsum markaði um sín réttindi líkt og öðrum atvinnu- greinum er gert að gera í hinum vestræna heimi? Spyr sá sem ekki veit. Um hvað snýst sáttin? Eftir Helga Laxdal »Hvað varðar um- rædda 5% árlega fyrningu aflaheimilda þá er einfalt að koma henni við í félagslega pottinum hvor leiðin sem farin verður. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur og fyrrv. yfirvélstjóri. Í upphafi haustþings ætlum við ásamt fleiri þingmönnum að leggja fram tillögu til þings- ályktunar, um að fela dómsmálaráðherra að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort halda eigi áfram við- ræðuferli Íslands við Evrópusambandið. Verði þjóðaratkvæða- greiðslan haldin samhliða kosn- ingum til stjórnlagaþings sem fara fram þann 27. nóvember 2010. Naumur og ósannfærandi meiri- hluti á Alþingi gefur ríka ástæðu til að kanna hug þjóðarinnar áður en lengra er haldið. Í stefnuskrá Vinstrihreyfingarinnar græns fram- boðs er skýrt kveðið á um að hags- munum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Á blaðamanna- fundi í stjórnarráðinu 24. ágúst síð- ast liðinn kvað Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG og fjármálaráðherra, upp úr um, að um- sóknin um aðild að Evrópusamband- inu væri ekki á vegum ríkisstjórn- arinnar. Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið að- lögunar. Aðlögunarleiðin felur í sér að umsóknarríki lagi sig jafnt og þétt að lögum og regluverki Evrópusam- bandsins í aðdraganda þess að við- komandi þjóð gengur í sambandið. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis er hörð gagnrýni á stjórnsýslu og vinnubrögð framkvæmdavaldsins og bent er á að gagngerra úrbóta sé þörf. Þingmannanefnd Alþingis sem skipuð var í kjölfarið kemst að sömu niðurstöðu. Beinar tillögur um úr- bætur hafa verið settar fram í formi þingsályktunartillögu sem reiknað er með að verði samþykkt á Alþingi á þessu þingi. Má þar nefna að brýnt sé að Alþingi styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk, endurskoðun á meginlöggjöf á sviði stjórnskipunar, stjórnsýslu og fjármálamarkaðar. Að lög um Seðlabanka Íslands, Fjár- málaeftirlitsins og annarra eftirlits- aðila verði og endurskoðuð auk laga um fjölmiðla og háskóla, svo eitthvað sé nefnt. Ekki verður séð að samhliða verði svigrúm hjá löggjafanum til að inn- leiða þær reglugerðir og tilskipanir sem Evrópusambandið krefst á að- lögunarferlinu. Að auki hleypur kostnaðurinn við aðlögunarferlið á hundruðum milljóna sem ríkissjóður hefur ekki tiltækar nú um stundir. Rekstur ríkissjóðs er meira og minna fjármagnaður með erlendum lánum og virðist lítil breyting á þeirri staðreynd í sjónmáli. Fyrir Alþingi liggur þingsálykt- unartillaga um að draga umsóknina að Evrópusambandinu til baka. Þingsályktunartillaga þessi, um að efna til atkvæðagreiðslu á meðal þjóðarinnar, um hvort halda eigi áfram viðræðuferli Íslands við Evr- ópusambandið, er því sáttatilraun. Það er á grunni sanngirnissjón- armiða sem þessi tillaga er lögð fram. Þjóðaratkvæðagreiðsla er við- urkennd aðferð til að leiða fram þjóðarvilja í mikilvægum málefnum. Allir stjórnmálaflokkar tala fyrir auknu lýðræði og beinni aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku, sér í lagi þegar um stór deilumál er um að ræða. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki. Þjóðarvilji og Evrópusambandið Eftir Vigdísi Hauks- dóttur og Höskuld Þórhallsson »Naumur og ósann- færandi meirihluti á Alþingi gefur ríka ástæðu til að kanna hug þjóðarinnar áður en lengra er haldið Vigdís Hauksdóttir höfundar eru lögfræðingar og þingmenn Framsóknarflokksins Höskuldur Þórhallsson Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein. Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Óvissuferðir - Starfsmannaferðir - Ævintýraferðir Sérsníðum ferð fyrir þinn hóp. Hafðu samband og við búum til ferð sem hentar þínum hópi. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 568 1410 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.