Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 Þetta er mín fyrsta sýning á Rocky Hor- ror, þessum fræga og ótrúlega vinsæla söng- leik, þó svo að ég þekki tónlistina að ein- hverju leyti. Verkið er súrrealískt og showið dásamlega fullkomið. Sýning LA á Rocky Horror er eins og svert partí sem ein- hverjir hræðast, en eru innst inni spenntir fyrir og eng- inn vill missa af. Það er ljóst að það er búið að nostra við litríka, draum- kennda og næstum fullkomna bún- inga, gervi, hárkollur og förðun. Þessir þættir undirstrika rokkshowstemninguna. Dansarnir, fimleikarnir og lýsingin/ljósashowið fá hæstu einkunn og bara það eitt er ástæða til að koma aftur og njóta. Leikmyndin stendur fyrir sínu, einföld en samt ekki. Ég hefði viljað sjá þetta glæsilega 200 fer- metra svið notað betur og hafa sviðsmyndina örlítið viðameiri en þykist samt gera mér grein fyrir því að hraðinn, tólin, tæknibrellurnar, fimleikarnir og fleira óvænt sem ég ætla ekki að telja upp hamli því. Með fullri virðingu fyrir öðrum hópum sem hafa stigið á svið hjá LA þá ætla ég að leyfa mér að fullyrða að hópurinn í kringum þessa sýningu er einn sá allra kraftmesti. Allir skemmta sér og leikgleðin er mikil. Það eitt er ástæða til að tryggja sér miða strax, bæði til að missa alls ekki af og einnig til þess að geta farið aft- ur. Ég hef það á tilfinningunni að Jón Gunnar, sá frábæri leikstjóri, hafi gefið sig allan í þessa sýningu og að hann hafi náð að koma til skila mynd sem hann hefur haft í huga í upphafi, mynd af „showi ald- arinnar“. Það eru nokkur atriði sem máttu njóta sín betur og hafa kannski með staðsetningar að gera. Ég ég er þess fullviss að þetta skrifast á ör- lítið frumsýningarstress, þetta slíp- ast fljótt og leikarar setjast betur í hlutverkin og aðstæður. Tónlistin í verkinu er í aðalhlutverki, flott, kraftmikil og eftirminnileg. Andrea Gylfadóttir sér um tónlistarstjórn og ég get ekki annað en gefið henni „high five“. Hljómsveitin er frábær, þétt spilamennska og spilagleðin mikil. LA hefur á að skipa góðum og reynslumiklum hljóðmanni og gerir hann vel og í raun betur en húsið og aðstæður bjóða upp á að sinni. Þó að hljóðið hafi ekki verið fullkomið og ég hefði viljað meiri styrk í sumum lögunum þá skrifa ég það allt saman á fyrstu skrefin í nýju húsi með nýjar græjur. Leikhópurinn er vel samsettur og það er nánast eins og að hver einasti þátttakandi sé sérsniðinn fyrir sitt hlutverk. Þetta eru flottir og kynþokkafullir leikarar/ söngvarar sem gera allir mjög vel og sumir betur en hlutverkin bjóða upp á. Danshópurinn/kórinn er kröftugur og hefur greinilega gam- an af hlutunum, syngur vel og leik- ur listir sem hrein unun er að horfa á. Hið snúna, eftirsótta og áhuga- verða hlutverk Frank N. Furters er í höndum Magnúsar Jónssonar og á köflum náði hann að gera dásamlega vel og það á bara eftir að verða betra. Eyþór Ingi sem leikur Riff Raff syngur og leikur af svo mikilli snilld að það hálfa væri nóg, í nokkur skipti tók salurinn dýfur yfir frábærum töktum hans. Atli Þór og Jana María sem Brad og Janet eru sæt og saklaus að mestu. Þau skila sínu mjög vel og syngja eins og englar, Jana er frá- bær og sexí söng/leikkona og Atli kom mér á óvart með sínum söng. Bryndís og Andrea sem Magenta og Columbia eru eins og sniðnar í sín hlutverk sem hafa kannski ekki mikið upp á að bjóða í leik, en söng- ur þeirra og raddir eru eins og sér- pantaðar fyrir „showið“. Matti Matt leikur Eddie og er virkilega flottur, syngur og leikur eins og hann hafi aldrei gert annað. Það er eins og Guðmundur Ólafsson sögumaður hafi fylgt með handritinu að utan, það er bara eins og að hann hafi alltaf verið þarna og aldrei gert neitt annað. Rocky leikur ungur og áhugaverður leikari, Hjalti Rúnar Jónsson, flottur á sviði og gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni. Það eru nokkur atriði sem hægt er að setja út á. Flest ef ekki allt skrifa ég á frumsýninguna, örlítils óöryggis gætti á nokkrum stöðum, en allt á það eftir að slípast. Örlítið vantaði upp á að texti væri nógu skýr aðallega þegar sungið var, hugsanlega skrifast það á hljóð- nemana sem notaðir eru. Mig grun- ar að æfingatíminn í Hofi hafi ekki verið nógu langur en eftir nokkrar sýningar verður hljómburðurinn í húsinu orðinn enn betri og sýningin farin að rúlla og ég ætla mér að fara aftur og ég hlakka til. Frum- sýningargestir voru afar ánægðir með sýninguna miðað við við- brögðin í lokin, klappinu, hróp- unum, blístrinu og gleðinni ætlaði aldrei að linna. Til hamingju allir þátttakendur í Rocky Horror, til hamingju LA, til hamingju María leikhússtjóri í leik- húsinu með stóra hjartað og leik- húsinu sem þorir, til hamingju ágæti áhorfandi, þú átt kost að að vera með … drífðu þig á eitt stærsta og kynþokkafyllsta „sjó“ sem lengi hefur sést, þig gæti nefnilega langað aftur. Kynþokki, rokk og ról – Leikfélag Akureyrar þorir Eftir Júlíus Júlíusson » Sýning LA á Rocky Horror er eins og svert partí sem ein- hverjir hræðast, en eru innst inni spenntir fyrir og enginn vill missa af. Júlíus Júlíusson Höfundur er frkvstj. og er áhugamaður um mat og menningu. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU Hlíðasmári 19 Um er að ræða hluta fasteignarin- nar nr. 19 við Hlíðasmára í Kópavogi sem er verslunar-/þjó- nustu- og skrifstofuhúsnæði á 1., 3. og 4. hæð samtals að gólffleti 1.599,7 m². Eignarhlutarnir eru í góðu ásig- komulagi hið innra og ytra. Dúkur er á flestum gólfum. Flísar eru á forstofu sameignar og á stigagangi og snyrtingum Skemmuvegur 34 Um er að ræða 252 m² iðnaðarhúsnæði í þekktu iðnaðarhveri sem skiptist í stóran sal með innkeyrsludyrum, snyrtingu, skrifstofu, og geymslur. Staðsetning er mjög góð. Síðumúli 10 Um að ræða fasteignina nr. 10 við Síðumúla í Reykjavík sem er verslunar- og iðnaðarhúsnæði á jarðhæð auk íbúðaher- bergja á efri hæð samtals að flatarmáli 478,5 m². Efri hæðin hentar einnig sem skrifstofur. Fyrir liggur samþykkt að stækkun hússins, þ.e. að byggt verði við suðurenda hússins á tveimur hæðum, sett verði milliloft í hluta annarrar hæðar og byggð verði að hluta þriðja hæð ofan á hluta byggingarinnar. Heildarstærð eignarinnar eftir stæk- kun yrði því 966,6 m². Eignin þarfnast endurnýjunar hið innra og ytra. Eignirnar eru í útleigu og nánari upplýsingar um leigutekjur fást hjá söluaðilum Hlíðarsmári 17 Um er að ræða einn eignarhluta í fasteigninni nr. 17 við Hlíðasmára í Kópavogi, sem er verslunar-/þjónustuhúsnæði á götuhæð að gólffleti 192,5 m². Dúkar eru á gólfum. Tveir inngangar eru í eignarhlutann og er hann í góðu ásigkomulagi hið innra og ytra. Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.