Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010 ✝ Sigríður HalldóraÞórarinsdóttir, bóndi og húsmóðir, Hátúnum í Landbroti, fæddist í Hátúnum 20. september 1939. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, 13. september 2010. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Þórarinn Kjartan Magnússon, f. 19. júlí 1912 í Há- túnum og Þuríður Sigurðardóttir, f. 6. desember 1908 á Hellnum í Mýrdal. Eru þau bæði látin. Systur hennar eru Katrín Þórarinsdóttir, f. 30. apríl 1938, og Magnea Gíslrún Þórarinsdóttir, f. 26. desember 1948. Sigríður giftist Jens Eiríki Helgasyni, bónda í Hátúnum, f. 10. nóvember 1942 í Danmörku, þann 19. júlí 1969. Foreldrar hans voru hjónin Knud Helge Bondesen, f. 1. október 1912, og Valborg Bonde- sen, f. 23. apríl 1913. Eru þau bæði ur-Skaftafellssýslu, víðsvegar um sýsluna og þar á meðal í Mýrdal. Auk þess að sinna bústörfum í Há- túnum að sumrum, var hún mat- ráðs- og forstöðukona gistihússins á Kirkjubæjarklaustri árið 1964 og ráðskona í Kópavogi árið 1965. Starfaði hún í mötuneyti á vegum búsins í Laugardælum við Selfoss árið 1966 og kynnist þar eftirlifandi eiginmanni sínum. Fluttust þau að ríkisbúinu Vífilsstöðum í Garða- hreppi í Gullbringusýslu árið 1967. Stofna þau þar heimili og starfa þau þar við búið, ásamt því að hún starfaði annað veifið við berklaspít- alann auk þess að sinna barnapöss- un fram til vorsins 1971. Þá hófu þau hjón búskap í Hátúnum á föð- urarfleifð hennar og var hún fjórði ættliður í beinan legg sem búið hafa í Hátúnum. Auk þess að sinna bú- störfum í Hátúnum, starfaði hún í slögtun á Kirkjubæjarklaustri frá árinu 1971 og fram til ársins 1977. Eftir að fjölgar í heimili í Hátúnum verður hún eingöngu heimavinn- andi og sinnir þar húsmóð- urhlutverkinu með miklum sóma og alúð, ásamt búrekstri fram á hinsta dag. Útför Sigríðar verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag, 25. september 2010, og hefst athöfnin kl. 14. látin. Börn: 1) Kári Þór Sigríðarson, f. 22. júlí 1965. 2) Helgi Valberg Jensson, f. 25. ágúst 1978, sam- býliskona hans er Hildur Sigurð- ardóttir, f. 22. mars 1981. Barn þeirra er Arnór Helgason, f. 24. apríl 2009. 3) Sveinn Hreiðar Jensson, f. 8. september 1982. Sigríður stundaði nám við Húsmæðra- skólann í Reykjavík veturinn 1959 og lauk þaðan prófi árið 1960. Sigríður hóf ung störf í slögtun á haustin hjá Sláturfélagi Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri. Hún var heima við bústörf í Hátún- um fram yfir tvítugt en þá fór hún til starfa í Reykjavík að vetrum, m.a. hjá kexverksmiðjunni Frón, Bæjarútgerð Reykjavíkur, nið- ursuðuverksmiðju og prentsmiðju. Hún vann einnig við heimilishjálp á vegum Kvenfélagssambands Vest- Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég vil með þessum fáu orðum minnast hennar Siggu minnar, sem tekin var svo snögglega frá mér og strákunum. Sigga var búin að berj- ast við veikindi í nokkurn tíma, sem voru kannski alvarlegri en okkur grunaði og höfðu þau dregið úr henni mikinn mátt. Hún mátti því ekki við miklu þegar hún veiktist skyndilega og var tekin frá okkur allt of snemma. Sigga var fyrsta manneskjan sem ég sá þegar ég kom sem fjósamaður í Laugardæli fyrir utan Selfoss. Hún var þar matráðskona og starfaði með frænku sinni í eldhúsinu. Ég heill- aðist strax af Siggu og það kom mjög fljótt í ljós að með þessari konu vildi ég eyða ævinni. Ég kom beint af skipsfjöl frá Danmörku, ekki talandi á íslensku en hún tók mig upp á sína arma og hefur passað upp á mig alla tíð síðan við hittumst fyrst. Sigga hefur alltaf hugsað um hagsmuni annarra á undan sínum og hefur það kannski endurspeglast í því að hún hugsaði meira um mín veikindi sem ég lenti í fyrir nokkrum árum og setti mig framar sínum eig- in hagsmunum. Hún var mín stoð og stytta og ég verð ævinlega þakklátur henni en ég hefði ekki komist í gegn- um þann tíma án hennar. Þá hugsaði hún alltaf um hag strákanna okkar og setti þá framar sínum eigin. Ég á eftir að sakna þín, elsku Sigga mín. Ég vona svo innilega að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þinn eiginmaður, Jens Eiríkur Helgason. Elsku mamma, minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Þú varst kletturinn í fjölskyldunni þar sem maður gat alltaf leitað skjóls ef eitt- hvað bjátaði á og það var fátt sem gat komið þér úr ójafnvægi. Þú lést ekki veikindi þín stoppa þig í að ala upp okkur bræðurna þrjá, ásamt því að aðstoða pabba við bústörfin. Ekki má gleyma öllum krökkunum sem þú tókst í sveit á sumrin og ólst upp sem þín eigin börn þó svo að þú hafir átt fullt í fangi með okkur. Fjölskylda, vinir og dýr fengu að njóta góðs af væntumþykju þinni. Í veikindunum hans pabba stóðstu þína vakt við hlið hans alla daga á sjúkrahúsinu og hugsaðir um hann og komst honum aftur á ról. Það sama og þú gerðir alltaf í fjárhúsunum þar sem þú varst tilbúin að vaka dag og nótt, til þess að koma í veg fyrir að missa veikburða lömb. Þú gafst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana við að koma þeim á legg aftur. En það fór alltaf lítið fyrir allri þessari fórnfýsi þinni í garð annarra sökum hógværðar þinnar. Ég var heppinn að eiga þig sem móður því ég tileinkaði mér marga eiginleika þína sem hafa kom- ið mér langt í lífinu, jafnt í leik sem starfi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þín verður sárt sakn- að. Þinn sonur, Sveinn Hreiðar Jensson. Elsku mamma. Stundum finnst manni lífið geta verið ósanngjarnt og grimmilegt, sérstaklega þegar mað- ur verður fyrir sárum missi náinna ástvina. Það var reiðarslag fyrir mig þegar ég fékk þær fregnir frá spít- alanum aðfaranótt mánudagsins 13. september að þú hefðir andast skömmu áður, öllum að óvörum. Það var dýrmætt að hafa heimsótt þig daginn áður. Það var afar erfitt að færa pabba og bræðrum mínum þessar fréttir og veit ég að hann mun sakna þín afar sárt. Við pabbi, bræð- urnir, Hildur og Arnór munum hins vegar finna stuðning hvert í öðru og halda minningu þinni á lofti. Ég finn huggun í því að þú náðir örlítið að kynnast ömmustráknum þínum og hafðir séð hann taka fyrstu skrefin sín fyrir stuttu. Þegar ég skoða myndir af ykkur saman, sé ég vænt- umþykjuna sem stafar frá þér og jafnvel örlítið mont. Mont var þó aldrei eiginleiki sem þú varst gædd, en þú fórst afar leynt með þá hæfi- leika sem þér voru veittir og þú stærðir þig aldrei af verkum þínum, þótt í mörgum tilvikum hefði verið fullt tilefni til. Aldrei heyrði ég hnjóðsyrði af vörum þínum um nokk- urn mann og er það eiginleiki sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Þú barst hag minn og okkar allra alla tíð fyrir brjósti og hvattir mig alltaf í því sem ég tók mér fyrir hendur. Þegar ég tók ákvörðun um að hefja háskólanám, hvattir þú mig áfram og studdir með ráðum og dáð og þegar ég fór í tvær aðgerðir við brjósklosi, lagðir þú ríka áherslu á og fylgdist grannt með að ég næði fullum bata áður en ég færi nokkuð að reyna aftur á bakið. Þú hugsaðir alltaf um hagsmuni annarra og settir framar þínum eigin, þannig varst þú bara einfaldlega gerð. Ég hefði viljað geta stutt betur við bakið á þér í þín- um veikindum og þegar ég loksins komst í aðstöðu til þess, þá var það of seint. Ég mun alltaf minnast þín með hlýju og væntumþykju. Ég veit að þú ert á góðum stað og vakir áfram yfir okkur. Þinn sonur, Helgi Valberg Jensson. Elskuleg tengdamóðir mín er fall- in frá og vil ég því hér kveðja hana með nokkrum orðum. Sigga var einstaklega yndisleg og ljúf kona. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir rúmum fimm árum, þeg- ar ég fór með Helga að Hátúnum að hitta foreldra hans. Hún tók mér af- ar vel og var ég strax orðin hluti af fjölskyldunni. Það var skrítið fyrir borgarbarn eins og mig að fá sveita- lífið svona beint í æð, en í Hátúnum hefur mér alltaf liðið vel enda var Sigga einstaklega gestrisin heim að sækja. Það var erfitt þegar við feng- um þær fréttir að Sigga væri fallin frá, enda var hún tekin alltof fljótt frá okkur. Það er sárt til þess að hugsa að Arnór, litli strákurinn okk- ar Helga, fái ekki að hitta ömmu sína oftar og eignast fleiri minningar um hana. Ég efast þó ekki um það að hún mun alltaf vaka yfir honum og passa. Elsku Sigga, þín verður sárt sakn- að. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Hildur Sigurðardóttir. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Þinn ömmustrákur, Arnór Helgason. Í dag verður kær vinkona mín, Sigga í Hátúnum, borin til grafar. Öðlingskona er horfin á braut. Ekki datt mér það í hug þegar ég var hjá þeim ásamt strákunum mínum síð- ustu helgina í ágúst, að þetta væri síðasta samverustund okkar. Ég kynntist þeim hjónum fyrst sumarið 1979 þegar foreldrar mínir báðu þau hjón að gæta mín í 2 vikur meðan þau færu erlendis. Þetta var í júní og til stóð að ég yrði í 2 vikur. Sú dvöl lengdist nú heldur betur og urðu 5 sumur og margar vetrarferðir. Margar minningar fara um hugann þegar ég minnist Siggu. Hún var skarpgreind og með afbrigðum minnug, ef hún hafði lesið eitthvað eða heyrt, mundi hún það alla tíð. Það var sönn ánægja að heyra hana segja sögur, öll smáatriði fengu að njóta sín og frásagnargleðin var mik- il. Hún hafði afar góða og létta lund og minnist ég ekki að hafa séð hana skipta skapi. Sigga var mikil fé- lagsvera, hafði gaman af að fara á mannamót eða taka móti gestum og var borðkrókurinn í Hátúnum oft þétt setinn. Hún miklaði aldrei fyrir sér vegalengdina til Reykjavíkur ef þeim hjónum var boðið á viðburði. Aldrei skammaði hún mig sem barn, þó ég efi ekki að tilefnin hafi verið til staðar. Ef eitthvað hrjáði lítið stelpuskott, var hún hlý og gaf sér tíma til að spjalla eða hlúa að. Hún var góður leiðbeinandi, hvort sem það var við matseld eða við garð- yrkjustörf, var þolinmóð og útskýrði hlutina vel. Sigga var mikið náttúrubarn, fjár- glögg með eindæmum og hafði mikið gaman af hestum. Eftir að ég hætti hjá þeim í sveit og fór að vinna á Klaustri á sumrin, fékk ég að geyma hest hjá þeim. Þá var Sigga að byrja að ríða út eftir nokkurra ára pásu. Þeir voru skemmtilegir útreiðar- túrarnir okkar um Landsbrotshóla, mikið spjallað, spekúlerað og hlegið. Síðustu árin dvaldi Sigga oft á heim- ili mínu í Reykjavík þegar hún kom í eftirlit af heilsufarsástæðum. Það voru skemmtilegar heimsóknir og kem ég til með að sakna þeirra mik- ið. Það var ánægjulegt að sjá hvað þau hjón voru dugleg að ferðast núna síðustu ár, bæði til Danmerkur og ekki síst hérna innanlands. Sigga naut þessara ferðalaga mikið og nú síðast þegar þau hjón fóru til Vest- manneyja í sumar. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera hjá þeim hjónum í sveit og kynnast Siggu. Ég kveð Siggu með miklu þakklæti fyrir alla þá vináttu, hlýju og velvild í minn garð og drengjanna minna. Elsku Jens, Kári, Helgi, Svenni, Hildur og Arnór, ég sendi ykkur innilegustu samúðar- kveðju. Blessuð sé minning Siggu í Hátúnum. Gyða Sigríður. Sigríður Halldóra Þórarinsdóttir ✝ Helgi Garðarssonfæddist á Star- mýri 3 í Álftafirði 2. ágúst 1945. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu Neskaupstað þann 15. september 2010. Hann var sonur Oddnýjar Gísladóttur, f. 1924, d. 2004 og Garðars Péturssonar, f. 1910, d. 1996. Helgi átti 5 systkini. Þau eru hér talin í aldursröð: Ragnhildur, f. 1942; Vilborg Ágústa, f. 1944; Björn, f. 1947; Eva, f. 1953; Guðný Guðlaug, f. 1955. Helgi bjó með Katrínu Jóns- dóttur, f. 1949 og hófu þau búskap að Starmýri árið 1970 og bjuggu til ársins 1989. Slitu þau samvistir það ár. Flutti Helgi til Eskifjarðar þar sem hann bjó í stuttan tíma og síðan flytur hann til Djúpavogs þar sem hann bjó til dauðadags. Börn þeirra eru fjögur og eru talin hér í ald- ursröð: 1) Sigurborg, f. 1970. Eig- inmaður Sveinbjörn Steinþórsson, f. 1970. Dætur þeirra eru Sól- veig Valgerður, f. 1994 og Katrín Ósk, f. 2001. 2) Helena, f. 1972. Eiginmaður Óskar Ragnarsson, f. 1970. Sonur þeirra er Ragnar, f. 1997. 3) Helga Ósk, f. 1974. Sambýlismaður Gunn- steinn Jóhannesson, f. 1984. Sonur þeirra er Jóhannes Adólf, f. 2007. Fyrri sambýlis- maður hennar Valgeir Jóhann Jóns- son, f. 1968. Börn þeirra eru þrjú: Helgi Vigfús, f. 1993, Arnar Freyr, f. 1996 og Ingibjörg, f. 1998. 4) Jökull Fannar, f. 1977. Eiginkona Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1975. Dóttir þeirra er Bríet Fanney, f. 2008. Dætur hennar eru Elísa Huld, f. 1995 og Rebekka Ýr, f. 2000. Helgi verður jarðsunginn í dag, 25. september 2010, frá Djúpavogs- kirkju, Djúpavogi, og hefst athöfnin kl. 11. Það var farið að hausta í lífi Helga Garðarssonar og haustið var að mínu viti sú árstíð, sem hann hélt mest upp á, því hann var maður upp- skerunnar. Líf og yndi þessa fyrr- verandi bónda var að fylgjast með sauðfénu koma af fjalli. Eftir að fjallskil hófust hafði hann á hreinu hvar var verið að smala í dölum hér og að kvöldi smaladags vissi hann allt um heimtur og gangnamenn. Saman fórum við í nokkrar göng- ur, þótt hvorugur gæti, þegar svo var komið, státað af mikilli yfirferð. Síðasta smalaferðin okkar saman í Geithellnadal kom upp í hugann, þegar ég gerði mér ferð þangað í vikunni og sá sólina baða smalalend- ur þær, sem veitt höfðu okkur enn eina samverustundina og treyst vin- áttubönd okkar. Upp í hugann kom, þegar hann síðhaust nokkurt til- kynnti mér að nú skyldi haldið til rjúpnaveiða. Fljótlega snerust áformin að hans frumkvæði þó upp í smalaferð. Á hausti lífs síns hafði Helgi upp- skorið margt og var stoltur af fjöl- skyldu sinni. Hann vissi hvað að fór, en hefði gjarnan viljað upplifa eitt haustið enn og fylgjast með haust- verkum í sveitunum, sem honum voru svo kærar. Helgi átti marga vini, ekki sízt frá árunum á sjónum. Oft var hjá hon- um gestagangur, enda góður heim að sækja. Birgur af sviðakjömmum eða hangikjötslærum bauð hann til nægtaborðs, þar sem hvergi var sparað. Þegar maður knúði dyra þess utan, var kallað stundarhátt; „Sæll, fáðu þér sæti. Það er til kaffi“. Alveg fram á síðustu stundu reyndi hann að hafa snyrtilegt í kringum sig og þá gat maður hitt á hann rjóðan í kinnum eftir tiltektir, því hann vildi sem minnst vera upp á aðra kominn í þeim efnum. Helgi hafði yndi af því að safna steinum og sagaði þá gjarnan í sund- ur til að kanna „innihald“ þeirra. Oft hitti hann á gersemar og sýndi vin- um sínum stoltur, þegar svo bar undir. Upp í hugann kemur ferð í Hamarsdal vor eitt, þegar hann kjagaði álútur meðfram árfarveg- inum með pípuna á sínum stað. Við vorum samstarfsmenn mörg ár eftir að hann tók að sér yfirstjórn áhaldahúss hreppsins. Á sumrin var hann í essinu sínu og fór mikinn við snyrtingu þéttbýlisins. Átti hann og samstarfsfólk stærstan þátt í því, hversu snyrtilegt byggðarlagið var og er. Hann kom flesta daga við í Geysi og á kaffistofunni lét hann til sín taka. Oft veltumst við um af hlátri undir vel krydduðum sögum frá árunum, þegar hann lifði sem hæst og hraðast. Suma daga tók hann rokur og gagnrýndi ýmsa anga „kerfisins“ og lá ekki á skoðunum sínum, gagnvart þeim, sem hann taldi það hafa hamp- að um of. Helgi gat verið snöggur í svörum og varð sjaldan orðlaus. Stundum bar á hálfkæringi og mað- ur fékk jafnvel á tilfinninguna að hann hefði átt von á tækifæri að koma með svarið á réttu augnabliki og verið búinn að æfa sig undir það í huganum. Umfram allt var Helgi Garðars- son náttúrubarn. Hann tók veikind- um sínum, þegar á reyndi, af meiri yfirvegun, en margir hefðu getað ímyndað sér, og kvaddi lífið og vini sína með reisn. Við hjónin munum ætíð blessa minningu hans og hún verður okkur kær. Björn Hafþór Guðmundsson. Helgi Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.