Morgunblaðið - 25.09.2010, Page 35

Morgunblaðið - 25.09.2010, Page 35
Elsku besti afi minn, þú farinn ert frá mér en þú verður allt- af í hjarta mínu. Þú ert fyrirmynd mín á harmonikku og ég ætla mér að ná jafn góðum árangri og þú. Þegar ég byrjaði að æfa á nikkuna varstu svo stoltur af mér, og það verð ég alltaf með bros þitt í hjart- anu. Í vor sagði tónlistarkennarinn minn, Daníel Arason, að ég ætti að spila inn á diskinn þinn og ég var yfir mig montin að fá að gera það. Og í lok júní spilaði ég inn á diskinn þinn og það var mér mikill stuðningur að vita að þú varst mjög stoltur af mér. Þú og amma vissuð ekki að ég myndi spila á diskinum þínum, en þegar ég var nýbúin að spila á hann kom ég strax að sýna þér það, þér og ömmu kom það mjög á óvart og féllu nokkur tár við hlustun. Ég elska þig svo mikið afi minn, þú varst svo sterkur. Ég mun alltaf muna þig. Ég og Jó- hann munum halda uppi minningu þinni á nikkunni. Nú svífur elsku afi minn í unað móti þér svo tengjast ykkar blessuð bönd er bresta urðu hér. Þín Harpa Mjöll Fossberg. Elsku afi, eftir 14 ár saman þá ert þú nú farinn frá mér og eftir situr tómarúm í hjarta mínu sem enginn mun fylla upp í. Ég gleymi aldrei þegar ég var 7 ára þegar þú gafst mér mitt fyrsta dómarasett sem vinur þinn Gylfi Orrason reddaði þér handa mér. Svo þegar skólaganga mín hófst fyrir alvöru þá varst þú alltaf tilbú- inn til að hjálpa mér í hverju sem er við heimalærdóm, þinn stuðningur var ómetanlegur. Svo alltaf þegar ég var að biðja mömmu um eitthvað og hún neitaði þá leitaði ég alltaf til afa og hann reddaði öllu. Þú varst mér eins og pabbi fyrstu árin og ólst mig upp og verð ég ykkur ömmu ævin- lega þakklátur. En í fyrra ákvað ég að fara að læra á gítar og afi varð mjög stoltur af mér og þá fékk ég glæsilegan Fender-gítar í ferming- argjöf frá ömmu og afa sem ég spila daglega á og oft á dag. Eftir að hafa verið að læra á gítar í rúmlega eitt ár þá varð mér hugsað til þín og þinnar harmónikku sem ég byrjaði að læra á og ég veit að þú, afi, ert og varst mjög stoltur af mér þeg- ar amma skutlaði mér í fyrsta harm- ónikkutímann minn með þessa glæsilegu nikku sem þú arfleiddir mig að. Svo munum við Harpa Mjöll sjá um að halda uppi minningu þinni á harmónikkurnar okkar, og ég vona að eftir nokkur ár verði ég orðinn eins mikill snillingur á harmónikku Óli Fossberg Guðmundsson ✝ Óli Fossberg Guð-mundsson fæddist á Akureyri 13. maí 1936. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 18. september 2010. Útför Óla fór fram frá Eskifjarðarkirkju 24. september 2010. eins og þú varst svo ég geti spilað lagið sem þú samdir um mig. Ég vil launa þér allt sem þú gerðir fyrir mig og passa vel ömmu fyrir þig, elsku afi minn, takk fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig. Ég vil láta fylgja með textann sem þú samdir um mig þegar ég fæddist sem er að koma út á þinni gullfallegu plötu. Sem sólargeisli komst þú í veröld mína, Er fæddist þú á björtum sumardegi. Nú bið ég guð að blessa velferð þína Og leiða þig á grýttum lífsins vegi. Þú mömmu þinni ungri gleði gefur. Allir elska og blessa vininn sinn. Og hvort sem að þú vakir eða sefur, Sem engill komst þú í hjarta okkar inn. Er ömmu hendur mildar um þig strjúka, Þú brosir blítt og hjalar á þinn hátt. Og vildir helst að seint því muni ljúka, því hendur ömmu hafa töframátt. Elsku afi, takk fyrir allt, þín verð- ur sár saknað. Kveðja, þinn sólargeisli, Jóhann Veigar Fossberg Davíðsson. Elsku besti afi okkar, okkur þykir svo leiðinlegt að þú sért farinn frá okkur og komir ekki oftar í Skamma- dalinn að sækja okkur til að fara með okkur út á rúntinn í fjöruferð á Mjó- eyri og að leika okkur í árabátnum sem er þar í fjörunni, svo fórst þú með okkur í sjoppuna að kaupa nammi og ís. Það var svo gaman þegar við kom- um á Túngötuna til ykkar ömmu. Þú fórst með okkur fram í herbergi þar sem þú teiknaðir, litaðir, leiraðir og gerðir ýmislegt skemmtilegt með okkur. Það var svo gaman þegar þið pabbi fóruð með okkur í Húsdýra- garðinn að skoða öll dýrin sem þar eru. Elsku besti afi, þú verður alltaf í hjarta okkar. Ég kveð þig heitu hjarta. - Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burtu frá mér. Thelma Rún Fossberg og Daði Örn Fossberg. Ó bróðir minn, nú sól til viðar sígur og söngvar hljóðna, fölva slær á jörð. Þeir fljúga burt er húmið yfir hnígur er himinhvolfið fylltu þakkargjörð. Þar dimmir nú og dökknar hér í heimi, ó bróðir minn, þú horfinn ert mér frá. Í mínu hjarta minning þína geymi, Ég man þig æ; og tárin stöðugt væta brá. Ó bróðir minn, ég heyri klukkur hljóma, því hér og nú er þungbær ögurstund. Í mínum huga minningarnar óma, þú mér ert horfinn Drottins þíns á fund. Ó bróðir minn, minn hugur harmi sleginn nú horfir fram á dægrin tóm og löng. Mín von er sú, við hittumst hinum megin og helgum Guði færum okkar dýrðarsöng. (Ingibjörg Guðnadóttir) Elsku Bára og fjölskylda, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og megi minningar um góðan eigin- mann, föður, tengdaföður, afa og langafa lifa um ókomin ár. Guð blessi minningu þína kæri bróðir. Þinn bróðir, Reynir. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fylgdist með Óla Fossberg í markinu hjá Þór á Akureyri. Ég æfði líka með Þór og var markmaður eins og Óli. Við markmennirnir vorum auðvitað alltaf flottastir. Við pollarnir fengum að heim- sækja hann þar sem hann pressaði buxur hjá Sambandinu og hlustuðum á sögurnar hans. Við litum mikið upp til hans og hann var mikil fótbolta- hetja í okkar augum og ekki skemmdi það að hann spilaði með hljómsveit Ingimars Eydals. Ég man að hann spilaði á nikkuna, greip í gítarinn og sló trommurnar. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar þegar hann var með nikkuna á þrettánda- gleði Þórs. Leið Óla lá til Eskifjarðar og hissa varð ég sjálfur þegar mín leið lá þangað líka. Óli eignaðist konu á Eskifirði, hana Báru sína og hefði hann ekki getað eignast betri eigin- konu. Þau voru mjög samhent hjón og gaman að sækja þau heim. Óli tók sér ýmislegt fyrir hendur og var dugnaðarforkur, við unnum saman á síldarplaninu, þó aðalstarf Óla hafi verið múrverk, enda lét enginn síld- arvertíð framhjá sér fara. Oft voru síldarslúttin fjörug og ekki skemmdi það nú skemmtunina þegar Óli greip nikkuna. Óli vinur minn Fossberg lifði að heyra þær fréttir að Þór kæmist í úr- valsdeildina og efa ég ekki að það hafi glatt hann mikið. Ég kveð góðan vin og sannan Þórsara með söknuði. Hvíl í friði. Atli Viðar Jóhannesson. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2010                          lést miðvikudaginn 22. september. Jarðar förin auglýst síðar. Sigrún Sigurjónsdóttir, Sverrir Sigurjónsson og fjölskyldur. Elskulegur bróðir okkar Gunnólfur Sigurjónsson Hátúni 8, Reykjavík ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HINRIK THORARENSEN fyrrv. framkvæmdastjóri, Álfheimum 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 30. september kl. 13.00. Emilía Thorarensen, Hinrik Thorarensen yngri, Svanlaug Dóra Thorarensen, Haukur Harðarson, Haukur Örn og Sara. ✝ Elskulegur, ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BLÖNDAL, lést miðvikudaginn 15. september og verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðvikudaginn 29. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jónas Blöndal, Sigríður G. Blöndal, Arnþór Blöndal, María G. Blöndal, Sigurður Blöndal, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur vinarþel, hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR, Hjallalundi 18, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri, öldrunarlækningadeild á Kristnesi og Umönnun, Heilbrigðisþjónustu ehf. Árni Jóhannesson, Sigurður Kristinsson, Anna Dís Bjarnadóttir, Jóhannes Árnason, Sólveig Þóra Jónsdóttir, Jónas Ingi Árnason, Björg Guðrún Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskuleg frænka okkar og vinkona, HELGA STEFÁNÍA THORDERSEN, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Ölduslóð 4, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 8. september. Útförin hefur farið fram. Margrét Thordersen, Vigdís Thordersen, Stefán Thordersen, Ólafur Thordersen, Guðný Thordersen og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.