Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn þarf að spara verulega í rekstri Reykjavíkurborgar á næsta ári. Brúa þarf um þriggja milljarða króna bil milli tekna borgarinnar og útgjalda. Fulltrúar meirihlutans segja að verið sé að skoða hækkun skatta og þjónustugjalda, auk lækk- unar útgjalda. Minnihlutinn gagn- rýnir vinnubrögð borgarstjóra og upplýsingagjöf til borgarráðs. Þeir flokkar sem áttu fulltrúa í borgarstjórn 2008 náðu sam- komulagi um aðgerðaáætlun sem var grundvöllur allra ákvarðana við gerð fjárhagsáætlunar, bæði fyrir árið 2009 og 2010. Þar var kveðið á um forgangsröðun og engar ákvarð- anir teknar án þess að þær stæðust þessa áætlun. Aðgerðahópur með fulltrúum allra flokka fylgdi málum eftir. Áætlunin var mikilvæg Núverandi meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar lýsti því yfir að hann teldi sig ekki bund- inn af þessu þverpólitíska sam- komulagi. „Ég tel það miður því að- gerðaáætlunin var það tæki sem kom okkur í gegnum þessa erfiðu tíma og var ekki aðeins mikilvæg fyrir okkur stjórnmálamennina heldur einnig starfsmenn borg- arinnar og íbúa,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn og fyrrver- andi borgarstjóri. Minnihlutinn gagnrýnir meiri- hlutann fyrir það hvernig staðið er að gerð áætlunarinnar. „Engin til- raun hefur verið gerð til að leggja nýjar línur. Við vitum að staðan er erfið og mikilvægt að fram komi hverjar áherslurnar eru þannig að borgarbúar viti hvað er undir,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG. Samráð í aðgerðahópi Minnihlutinn gagnrýnir meiri- hlutann og borgarstjóra sérstaklega fyrir að leggja ekki upplýsingar um fjárhagsáætlunarvinnuna fyrir borgarráð sem hefur það hlutverk að afgreiða frumvarp að fjárhags- áætlun og leggja fyrir borgarstjórn. Hafa þeir meðal annars óskað eftir áliti borgarlögmanns á verklagi og upplýsingaflæði. Reiknað er með svörum borgarlögmanns á fundi borgarráðs næstkomandi fimmtu- dag. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir að aðgerðahópur sem í eiga sæti fulltrúar allra flokka sé helsti samráðsvettvangurinn við undirbúning fjárhagsáætlunar, eins og verið hafi frá 2008. Þar sé unnið með sparnaðartillögur á frumstigi, í trúnaði, en það sem lagt sé fram í borgarráði teljist opinber gögn. „Við töldum það nóg,“ segir hann en úti- lokar ekki að málin verði unnin ann- ars staðar ef þetta sé að verða eitt- hvert mál. „Ég vona að það verði tekið á þessum málum af alvöru og þau kláruð. Það er mikið verkefni sem bíður okkar,“ segir Hanna Birna. Gagnrýna verklag borgarstjóra  Brúa þarf þriggja milljarða króna gjá í fjárhag borgarinnar  Ekki lengur notast við aðgerðaáætlun síðustu borgarstjórnar  Minnihlutinn kallar eftir því að heildarlínur verði lagðar fyrir borgarráð Gerð fjárhagsáætlunar » Borgarstjóri ber ábyrgð á gerð frumvarps að fjárhags- áætlun og þriggja ára áætlun. » Borgarstjóri leggur fram frumvörp að áætlun í borg- arráði. » Nú hefur borgarstjóri ósk- að eftir fresti til 18. nóv- ember. » Afgreiða þarf áætlunina fyrir áramót. Reiknað er með að borgarstjórn ræði hana á aukafundi 30. nóvember og afgreiði hana 14. desember. Bjórkútarnir voru í stæðum fyrir utan skemmtistaðinn Venue í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir tónlistarhátíð- ina Iceland Airwaves sem lauk á sunnudagskvöld. Unn- ið var við að safna tómum kútunum saman af nærliggj- andi stöðum enda stutt á milli helstu tónleikastaða hátíðarinnar. Miklar annir voru á veitingastöðunum um helgina og miðað við fjölda bjórkúta sem stóðu eins og minnisvarði um skemmtun helgarinnar er óhætt að fullyrða að hátíðargestir hafa ekki þurft að fara þyrstir heim. Morgunblaðið/Golli Bjórkútarnir í stæðum eftir helgina Þórður Gunnarsson thg@mbl.is „Nú hefur það verið gert innan félagsins sem við teljum að hafi verið nauðsynlegt til að koma því í söluhæft ástand,“ segir Höskuldur Ólafsson, for- stjóri Arion banka, í samtali við Morgunblaðið. Bankinn sendi frá sér tilkynningu í gær um að formlegt söluferli á fyrirtækinu væri hafið. Ætlun bankans nú er að selja 15-29% hlut í fyrirtækinu til kjölfestufjárfestis. Hlutafé sem eftir stendur verður síðan selt almennum fjárfestum og félagið skráð á aðallista kauphallarinnar. „Við höfum skilið 10-11 og færeysku verslanakeðjuna SMS frá Högum. Skuldir þess lækkuðu við það í 12 milljarða,“ segir Höskuldur. En samkvæmt upp- gjöri Haga fyrir reikningsárið sem endaði 28. febrúar síðastliðinn námu vaxtaberandi skuldir um 14,5 milljörðum króna. Samkvæmt tilkynningu frá Arion banka frá því febrúar á þessu ári átti að veita Jóhannesi Jóns- syni, fyrrverandi eiganda Haga, forkaupsrétt á allt að 10% hlut í Högum. Höskuldur settist í for- stjórastól bankans um mitt síðasta sumar, en hann segist á þeim tímapunkti ekki hafa haft af- gerandi skoðun á því hvort forkaupsréttur til handa Jóhannesi væri rétt stefna. „En eftir að ég tók við komst ég fljótlega á þá skoðun að vera hans í félaginu gæti haft truflandi áhrif á söluferl- ið,“ segir forstjórinn. Selja kjölfestuhlut áður en árið er úti „Við teljum að miklu máli skipti að koma hlutabréfamarkaðnum aftur af stað og við ætlum að ríða á vaðið í þeim efnum. Það skiptir miklu máli hvernig tekst til með Haga. Fyrirtækið er í fínum rekstri og með góð vörumerki. Ef þetta gengur ekki þá er hægt að velta fyrir sér hvað annað gerir það,“ segir hann. Samkvæmt áætlun- um Arion banka á að selja kjöl- festuhlutinn í Högum á þessu ári. Lækkuðu skuldir um 2,5 millj- arða við endurskipulagningu  Forstjóri Arion banka segir nauðsynlega tiltekt hafa átt sér stað innan Haga Söluverð Haga mun ráða því hversu mikið mun nást upp í skuld félagsins 1998 ehf., sem keypti Haga út úr Baugi sumarið 2008. Kaupverðið var 263,5 milljónir evra, sem eru um 40 milljarðar króna á núvirði. Í skráðum félögum á erlendum mörkuðum, sam- bærilegum Högum, miðast verð- lagning hlutafjár við um það bil sjö- faldan EBITDA-hagnað. Sé slíku verðmati beitt á Haga ætti félagið að vera um 20 milljarða króna virði. Heimtur ráðast af söluverði KAUP 1998 EHF. Á HÖGUM SUMARIÐ 2008 Höskuldur Ólafsson Hugsanlegt er að afstýra fjöldaupp- sögnum hjá Orku- veitu Reykjavíkur með því að semja við starfsmenn um skert starfs- hlutfall. Nokkri trúnaðarmenn starfsmanna Orkuveitunnar kynntu stjórnend- um hennar þessar hugmyndir nýlega. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í stjórn Orkuveitunn- ar, óskaði í gær eftir aukastjórnar- fundi á miðvikudag til að ræða hugmyndirnar í kjölfar fundar sem hann átti með trúnaðarmönnum í gær. Hann segir ámælisvert að þær hafi ekki verið kynntar stjórn Orku- veitunnar. „Þetta er leið sem hefur verið farin í fjölmörgum fyrirtækjum síðustu tvö árin og gefist vel,“ segir Kjartan. Orkuveitan sendi frá sér tilkynn- ingu síðdegis í gær þar sem sagði að forstjóri fyrirtækisins hefði mætt óboðinn á fund Kjartans og trúnaðar- mannanna og var það sagt fordæma- laust að stjórnarmaður boðaði til starfsmannafundar upp á sitt eins- dæmi. Þar kom einnig fram að hug- myndin um skert starfshlutfall hefði verið rædd í stjórn fyrirtækisins og á samráðsfundum undanfarnar vikur. Kjartan segir að hugmyndirnar hafi aðeins verið ræddar í stjórn þeg- ar hann hafi borið þær á borð. Hann hafi ekki vitað að starfsmenn hefðu einnig lagt þær til og segir hann þá staðreynd gefa þeim meiri vigt. „Ég tel mig hafa fulla heimild til að boða slíkan fund. Ég veit að fyrrver- andi stjórnarformaður Orkuveitunn- ar boðaði til slíkra funda með starfs- mönnum. Það hlýtur að virka í báðar áttir. Fulltrúi minnihluta í stjórn hlýt- ur að hafa sama rétt,“ segir hann. kjartan@mbl.is Vilja afstýra uppsögnum OR  Fulltrúi minnihlutans óskaði eftir aukastjórnarfundi til að ræða tillögur Kjartan Magnússon Sú ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra að gefa rækjuveiðar frjálsar hefur leitt til þess að Byggðastofnun telur óhjá- kvæmilegt að setja 700 milljónir króna á afskriftareikning vegna skulda þriggja fyrirtækja af átta, sem starfa í rækjuveiðum og -vinnslu og hafa fengið lán hjá stofnuninni. Þetta kom fram hjá Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, á Alþingi í gær þegar hún svaraði fyrirspurn frá Einari K. Guð- finnssyni, þingmanni Sjálfstæðis- flokks. Katrín sagði, að hvorki iðnaðarráðuneyti né Byggða- stofnun hefði vitað um þau áform sjávarútvegsráðherra að gefa rækjuveiðar frjálsar. Katrín sagði, að staða Byggðastofnunar væri mjög erfið og eiginfjárhlut- fall stofnunarinnar hefði verið komið niður í 5,18% um mitt árið. Aðalástæðan væri ófyrirséð fram- lög í afskriftarsjóði, sem námu þá 1,1 milljarði króna. Aukinn vandi Byggðastofnunar með rækjufrelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.