Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010
FRÉTTASKÝRING
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Þann 30. september tók saksóknari efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra ákvörð-
un um að mál lífeyrissjóðsins Gildis skyldi
sæta rannsókn í efnahagsbrotadeild. Þetta
staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, yf-
irmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu-
stjóra, í samtali við Morgunblaðið.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hefur málinu ekki verið úthlutað til rann-
sóknar og ekki er enn fyrirséð hvenær af
því verður. Mál lífeyrissjóðsins Gildis hefur
því stöðuna „bíður rannsóknar“ í dag.
Forsaga málsins er sú að Jóhann Páll
Símonarson, sjómaður og sjóðfélagi í Gildi,
sendi ríkislögreglustjóra erindi er varðar líf-
eyrissjóðinn Gildi hinn 23. september og var
þá skráð í upplýsingakerfi lögreglu. Í erindi
sínu benti Jóhann Páll á
að tap Gildis árin 2007 og
2008 væri langt umfram
það sem eðlilegt gæti tal-
ist og í engu samræmi við
almenna og lögboðna við-
skiptahætti.
Þá hefur Jóhann Páll
farið fram á það að Fjár-
málaeftirlitið leysi stjórn
og stjórnendur lífeyris-
sjóðsins undan starfs-
skyldum sínum og víki þeim frá á meðan
málið sætir rannsókn efnahagsbrotadeildar.
Hann fer fram á það að FME taki stjórn
sjóðsins yfir í samræmi við lagaheimildir
eftirlitsins og skipi sjóðnum umsjónarmann
og tryggi með því hagsmuni sjóðsfélaga.
Röng fréttatilkynning
Í kjölfar frétta um rannsókn á lífeyr-
issjóðnum sendi Gildi frá sér fréttatilkynn-
ingu, dagsetta 16. október, þess efnis að
engin ákvörðun hefði verið tekin um rann-
sókn.
„Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag
var fullyrt að saksóknari efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjórans hefði ákveðið
að mál lífeyrissjóðsins Gildis skuli sæta
rannsókn embættisins. Þetta er rangt. Hið
rétta er að erindi hefur borist efnahags-
brotadeild frá einstaklingi varðandi Gildi líf-
eyrissjóð en engin ákvörðun verið tekin hjá
embættinu um viðbrögð við því. Saksóknari
efnahagsbrotadeildar staðfesti þetta í dag,“
segir í fréttatilkynningu frá Gildi.
Morgunblaðið hefur þó undir höndum
tölvupósta sem staðfesta að 30. september
tók saksóknari efnahagsbrotadeildar
ákvörðun um að málið skyldi sæta rannsókn.
Þriðji stærsti sjóðurinn
Lífeyrissjóðurinn Gildi er þriðji stærsti
lífeyrissjóður landsins. Sjóðurinn var stofn-
aður árið 2005 við samruna lífeyrissjóða
Framsýnar og sjómanna. U.þ.b. fjörutíu
þúsund manns greiða í sjóðinn og eitt
hundrað sjötíu og átta þúsund manns eiga
réttindi í honum.
Lífeyrissjóðurinn Gildi rannsakaður
Ákvörðun tekin hjá saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra þann 30. september
Lífeyrissjóðurinn sendi frá sér tilkynningu 16. október þess efnis að hann sætti ekki rannsókn
Rannsókn Gildis
» Jóhann Páll sendi embætti ríkislög-
reglustjóra erindi um stjórn lífeyrissjóðs-
ins Gildi 23. september.
» 30. september tók saksóknari efna-
hagsbrotadeildar ákvörðun um að málið
skyldi sæta rannsókn og bíður því rann-
sóknar.
» 16. október sendi lífeyrissjóðurinn
fréttatilkynningu frá sér og neitaði því að
hann sætti rannsókn.
Jóhann Páll
Símonarson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildarlaun bæði karla og kvenna í
stéttarfélögunum sem mynda Flóa-
bandalagið svonefnda hafa lækkað frá
síðasta ári og eru nú 336 þús. að með-
altali meðal karla og 249 þús. kr. með-
al kvenna.
Ný Gallup-könnun meðal fé-
lagsmanna þessara félaga leiðir í ljós
að óánægja með launin fer vaxandi og
er krafan um hærri laun áberandi efst
á blaði í könnuninni.
Níu af hverjum tíu lýsa sig sam-
mála því að leggja beri áherslu á
hækkun lægstu launa og vill yfir-
gnæfandi meirihluti umframhækkun
lægstu launa þó það þýði minni hækk-
un launa almennt í komandi kjara-
samningum.
Endurspeglar stöðu og kjör
22 þúsund félagsmanna
Könnunin var gerð meðal fé-
lagsmanna í Eflingu stéttarfélagi,
Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og
sjómannafélagi Keflavíkur. Niður-
stöðurnar gefa því glögga mynd af
stöðu og viðhorfum stórs hluta launa-
fólks á höfuðborgarsvæðinu og Suð-
urnesjum en í þessum félögum eru yf-
ir 22 þúsund félagsmenn, þar af um
18.500 í Eflingu.
Um helmingur félagsmanna hefur
áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni en at-
hygli vekur að stærsti hópurinn eða
þriðjungur þeirra sem hafa áhyggjur
af fjárhag sínum nefnir það sem
helstu ástæðu að launin dugi ekki.
Næst stærsti hópurinn nefnir verð-
bólgu, vexti og hækkandi verðlag. Að-
eins 12,1% nefnir skuldir sem ástæðu
fjárhagsáhyggna sinna og 15,7%
segja að ástæðan sé hækkun lána.
Fimmti hver félagsmaður stéttar-
félaganna hefur leitað sér aðstoðar
vegna fjárhagsvanda og þar af hefur
um einn af hverjum tíu leitað eftir að-
stoð til banka og fjármálastofnana.
60% kvenna hafa dregið
úr matarinnkaupum
Könnunin nú sýnir, líkt og í sams-
konar könnun fyrir ári, að enn dregur
fólk úr útgjöldum vegna verri fjár-
hagsstöðu og verðhækkana. Fjórði
hver svarandi í könnuninni segist
hafa dregið úr útgjöldum til heilbrigð-
isþjónustu og er sá hópur stærri en í
sambærilegri könnun fyrir ári. Nokk-
ur munur er á kynjunum því 27%
karla segist draga úr útgjöldum
vegna heilbrigðisþjónustu en hlutfall-
ið er 23% meðal kvenna. Þá segjast
60% kvenna hafa dregið úr matarinn-
kaupum sínum.
Stærsti hópurinn segist spara við
sig í ferðalögum. 68% segjast hafa
dregið út útgjöldum til ferðalaga og
rúm 64% hafa minnkað útgjöld sín til
tómstunda, skemmtana og fjölmiðla.
Sérstaka athygli vekur að þeim
fækkar stöðugt sem búa í eigin hús-
næði. Þannig býr nú aðeins um helm-
ingur félagsmanna Eflingar í eigin
húsnæði skv. könnuninni. Ef litið er á
niðurstöðurnar fyrir félagsmenn allra
stéttarfélaganna kemur í ljós að tæp
60% þeirra búa í eigin húsnæði. Fyrir
ári var hlutfallið hins vegar 69,4% og
fyrir tveimur árum bjuggu um 75% í
eigin húsnæði.
Núna búa 28,3% í leiguhúsnæði en
hlutfall leigjenda haustið 2008 var
16,9%.
Í umfjöllun Eflingar um niðurstöð-
ur könnunarinnar segir að áberandi
sé að leiðbeinendur á leikskólunum
hafi greinilega orðið hart úti á umliðn-
um mánuðum „því þeir hafa orðið fyr-
ir launaskerðingum, auknu álagi og
hafa meiri fjárhagsáhyggjur af stöðu
sinni en aðrir hópar. Leiðbeinendur
eru reyndar ekki einir um að upplifa
aukið álag í starfi því sama á við um
fleiri umönnunarstéttir þar sem hátt
hlutfall telur að álag hafi aukist mikið
í starfi.“
Fjöldi svarenda í könnuninni var
1.286 og svarhlutfallið 54,4%. Könn-
unin var gerð 26. ágúst til 20. sept-
ember.
Segjast hafa meiri áhyggjur
af lágum launum en lánum
Þeim fækkar ört sem búa í eigin húsnæði 25% draga úr heilbrigðisútgjöldum
Heildarlaunin 216 þús.
» Leiðbeinendur eru með
lægstu heildarlaunin eða 216
þúsund kr. að meðaltali á mán-
uði.
» Stórir hópar bílstjóra og
tækjamanna hafa orðið fyrir
skerðingu launa og starfskjara
á síðustu 12 mánuðum.
» Fjórðungur var frá vinnu
vegna veikinda á sl. þremur
mánuðum
Morgunblaðið/Ómar
Styttri vinnuvika Vinnutími hefur verið að styttast skv. könnuninni og meira hjá körlum en konum. Ríflega helmingur þátttakenda er ósáttur við laun sín.
Til ferðalaga
Í tómstundir, skemmtanir og fjölmiðla
Í húsgögn, tæki og farartæki
Til matarinnkaupa
Til eldsneytiskaupa
Vegna heilbrigðisþjónustu
Engum af ofantöldum þáttum
Hafa dregið úr útgjöldum:
Lágum launum/laun duga ekki
Verðbólgu/vöxtum/hækkandi verði
Hækkun lána
Minni vinnu/atvinnuóöryggi
Skuldum
Atvinnuleysi
Missa húsnæði
Hafa helst áhyggjur af:
67,9%
64,1%
63,1%
55,4%
50,9%
25,1%
13,0%
33,3%
27,2%
15,7%
14,7%
12,1%
8,5%
4,6% Heimild: Capacent Gallup
Töluvert hefur
borið á upp-
köstum og nið-
urgangi á höfuð-
borgarsvæðinu
að undanförnu.
Engar tölur
liggja samt fyrir
enda ekki um til-
kynningaskylda
sjúkdóma að
ræða og svo virðist sem fólk nái sér á
einum til þremur dögum að meðaltali.
Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlækn-
ir á sóttvarnasviði Landlæknisemb-
ættisins, segir að ekkert óeðlilegt eigi
sér stað. Nóróveirusýkingar herji
gjarnan á haustin og veturna og ekki
sé um aukningu að ræða í salmonellu-
eða kampýlóbaktertilfellum.
Nóróveiran smitast auðveldlega
manna á milli. Hún getur smitast við
snertingu og borist í loftinu. Einnig
með fæðu. Árangursríkasta leiðin til
að koma í veg fyrir smit er góður
handþvottur.
Nóróveiran
lætur finna
fyrir sér
Töluvert um upp-
köst og niðurgang
Þrif Handþvottur
er besta leiðin.
Birgir Þórarins-
son tók í gær
sæti á Alþingi
sem varamaður
Sigurðar Inga
Jóhannessonar,
þingmanns
Framsóknar-
flokks í Suður-
kjördæmi. Tólf
mínútum eftir að
Birgir sór dreng-
skapareið í upphafi þingfundar
flutti hann jómfrúrræðu sína þegar
hann spurði Katrínu Júlíusdóttur,
iðnaðarráðherra, um afgreiðslu á
umsókn HS Orku um virkjunarleyfi
vegna stækkunar Reykjanesvirkj-
unar.
Framsóknarmenn hafa oft verið
fljótir í ræðustól Alþingis þegar
þeir taka sæti á þingi sem vara-
þingmenn. Í febrúar 2008 kom Sig-
fús Karlsson, varaþingmaður
flokksins í Norðausturkjördæmi,
upp í ræðustól Alþingis tæpum 13
mínútum eftir að hann sór dreng-
skapareið og sló þá þriggja mánaða
gamalt met flokksbróður síns úr
sama kjördæmi, Jóns Björns Há-
konarsonar, en í hans tilviki liðu
tæpar 17 mínútur.
Snöggur
í ræðustól
Birgir
Þórarinsson