Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Stærðir 42-56 Sparitoppar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Litir; svart og rautt. Str. 36 - 56. Kíkið á heimasíðuna okkar rita.is - nýr auglýsingamiðill Finnur.is er nýr miðill fyrir þá sem eru að leita að vinnu, húsnæði, bíl og nánast hverju sem er. KYNNINGARTILBOÐ Smáauglýsing án myndar: 990 kr. Smáauglýsing með mynd: 1.500 kr. –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill Eftir mikil fundarhöld í viðræðum ríkisins og lífeyrissjóða um fjár- mögnun stórframkvæmda í vega- gerð, liggur nú fyrir samkomulag um meginforsendur verkefnanna. Enn er þó ólokið samningum um vaxtakjör, tryggingar og skilmála væntanlegra samninga við lífeyris- sjóðina, sem myndu þá fjármagna verkefnin með láni til opinbers hlutafélags um verkin. Upphæð veggjalda ræðst af þeirri nið- urstöðu. Fundað stíft síðustu vikur „Það hefur verið fundað stíft og við höfum komist nokkuð áleiðis,“ segir Kristján L. Möller, sem stýr- ir viðræðunum fyrir hönd sam- gönguráðherra. „Við höfum náð samkomulagi um meginforsendur þessa verkefnis. Við vitum hvert umfang þess er og höfum for- skriftina að því hvernig við ætlum að gera þetta með því að taka upp einhvers konar notendagjöld. Núna eru í gangi viðræður um kaup og kjör,“ segir hann. Þær forsendur sem viðræðu- nefndirnar hafa orðið ásáttar um eru m.a. umferðarspá og kostn- aður við viðkomandi verk. „Menn eru sammála um þessi meg- inatriði,“ segir Kristján. Verkefnin sem um ræðir eru breikkun Suðurlandsvegar frá Reykjavík og austur fyrir Selfoss ásamt byggingu brúar yfir Ölfusá. Breikkun Vesturlandsvegar í þrjár akreinar (2+1 vegur), tvöföldun Reykjanesbrautar suður fyrir Straum og gerð Vaðlaheiðarganga. „Það hefur verið unnið að marg- víslegum undirbúningi, þannig að menn telja að ef við náum saman um þetta, þurfi ekki að líða langur tími þar til við getum farið að bjóða út verk,“ segir Kristján. Viðkvæmasti þátturinn „Umræðurnar undir það síðasta hafa snúist um skilmála og vexti og fleira. Við vonumst til þess að fyrr en síðar förum við að sjá til lands. Við höfum miðað við að nið- urstaða liggi fyrir ekki síðar en í byrjun desember,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Lands- samtaka lífeyrissjóða. Arnar segir viðfangsefnið gríðarlega flókið en viðræðurnar hafi samt gengið vel. „Nú erum við komnir að þeim þætti sem er einna viðkvæmastur, sem er að semja um vaxtakjör, tryggingar og fleira.“ Samkomulag um for- sendur framkvæmdanna  Stefna á að niðurstöður liggi fyrir í byrjun desember Morgunblaðið/Ómar Þokast Umferðarspár og kostn- aðarmat liggja fyrir í viðræðunum. „Þau bara keyrðu ofan í holu og við það kom högg á bílinn sem varð til þess að loftpúðinn sprakk út,“ segir Sigrún Davíðsdóttir, en dóttir hennar og tengdasonur urðu fyrir því um helgina, að loftpúði sprakk út í bíl þeirra þegar þau óku um holóttan veg í Kjálkafirði í Barða- strandarsýslu. „Sem betur fer gerðist þetta far- þegamegin, en ekki bílstjóramegin því þá hefðu þau getað stórslasast. Dóttir mín var í farþegasætinu og það sér á henni eftir loftpúðann. Hún er aum og marin á handlegg og læri þar sem púðinn skall á henni,“ sagði Sigrún. Bíllinn er talsvert skemmdur eft- ir að loftpúðinn sprakk út. Þegar loftpúði springur drepst á bílnum og ekki er hægt að koma honum í gang nema með því að tengja framhjá. Maður Sigrúnar fór á öðr- um bíl og aðstoðaði dóttur sína við að komast áfram. Haft var samband við lögregluna á Patreksfirði til þess að gera skýrslu um málið, en talsverður kostnaður fylgir svona óhappi. Sig- rún sagði að lögreglan hefði gefið þau svör að ökumaður yrði að koma til Patreksfjarðar til að gefa skýrslu. Það leist fjölskyldunni ekki á, hún hafði ekki áhuga á að aka áfram langa leið eftir þessum hol- ótta vegi til að gefa skýrslu, en um 25 km eru frá þeim stað þar sem óhappið átti sér stað að malbik- uðum vegi og þaðan eru líklega um 70 km til Patreksfjarðar. Þau spurðu hvort hægt væri að gefa skýrslu hjá lögreglunni í Stykkishólmi og fengu þau svör að það ætti að vera í lagi. Þegar þang- að var komið var þeim bent á að gefa skýrslu í Reykjavík, þar sem ferðinni var heitið suður, en tekið fram að ef óskað væri sérstaklega eftir því að klára málið í Stykk- ishólmi væri sá möguleiki fyrir hendi. Ekki fyrsta tjónið á veginum „Ég veit að þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður tjón á bílum á þessum vegi. Við höfum ekið fram á bíla í sumar og haust sem hafa misst undan sér pústkerfi. Ég skil ekki í Vestfirðingum að láta bjóða sér þetta,“ sagði Sigrún, en hún og fjölskylda hennar eiga sumarbústað á Barðaströndinni. Sigrún sagði í gær að hún hefði frétt af því að byrjað væri að hefla veginn þar sem óhappið átti sér stað. Loftpúðinn sprakk á holóttum veginum  „Þau bara keyrðu ofan í holu“ Hossingur Hvort holurnar á veginum í Kjálkafirði eru jafn margar og eyjarnar á Breiðafirði skal ósagt látið, en víst er að þær eru margar. Loftpúði sprakk þegar bíl var ekið um holóttan veg í Kjálkafirði, skammt frá Skiptá, sem skiptir Barðastrandarsýslum í austur- og vestursýslu. Stórfréttir í tölvupósti Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ákvæði laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins séu andstæð stjórnarskrá. Um er að ræða ákvæði um að hluti af gjaldi, sem framleiðendum sjávarafurða er gert að greiða af samanlögðu hráefn- isverði afla renni til Lands- sambands smábátaeigenda. Samkvæmt lögunum eru 8,4% af samanlögðu hráefnisverði afla greidd inn á sérstakan greiðslu- miðlunarreikning smábáta hjá Gildi lífeyrissjóði. 37,7 prósentur af þessu fé renna til Lífeyrissjóðs sjó- manna, 56,5 prósentum er varið til greiðslu iðgjalda af slysa- og ör- orkutryggingu skipverja og af vá- tryggingu báts. Loks renna 6 pró- sentur af fjárhæðinni til Landssambands smábátaeigenda. Víkurver er ekki aðili að landssambandinu Félagið Víkurver, sem gerir út smábáta, neitaði að greiða þann hluta gjaldsins, sem átti að renna til Landssambands smábátaeigenda en félagið er ekki aðili að landssambandinu. Taldi Víkurver lagaákvæðið brjóta gegn stjórn- arskrá. Hæstiréttur féllst á það með fé- laginu, að lagaákvæðið væri and- stætt stjórnarskrá og félaginu væri því ekki skylt að greiða fé til Landssambands smábátaeigenda. Víkurver krafðist þess jafnframt að Gildi og Landsamband smábáta- eigenda endurgreiddi 143.237 þús- und krónur. Tveir af þremur hæstarétt- ardómurum, sem dæmdu í málinu, sýknuðu Gildi og landssambandið af þessari kröfu á þeirri forsendu að kröfugerð Víkurvers væri veru- lega áfátt. Einn dómari vildi hins vegar dæma Gildi og Lands- samband smábátaeigenda til að endurgreiða upphæðina. Lagaákvæði andstæð stjórnarskrá  Neituðu að greiða til Landssambands smábátaeigenda  Hæstiréttur féllst á sjónarmið félagsmanna í Víkurveri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.