Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Haustlitir Fegurð íslenska haustsins er einstök. Unga fólkið sem hjólar hér um Laugardalinn er baðað hlýrri haustbirtunni. Þarna var allt þakið laufi sem fallið hefur af trjánum undanfarið. Ómar Borgarstjórn mun í dag greiða atkvæði um það hvaða hlutverki borgarstjórinn í Reykjavík mun gegna. Verður það aðalhlutverk eða aukahlutverk? Starfið sem Samfylkingin færði Jóni Gnarr á silfurfati eftir kosningar, þegar hann var gerður að borgarstjóra í Reykjavík, mun nú verða áhrifa- minna en við höfum vanist og tengjast meira viðhöfnum en stjórnun. Samkvæmt skipuriti er borg- astjóri í beinu sambandi við 20 stjórnendur borgarinnar og er þannig virkur þátttakandi í öllum verkefnum, framkvæmdum og þjónustu sem veitt er borgar- búum. Þræðirnir liggja til hans og boðvaldið er skýrt. Þetta finnst Jóni Gnarr hins vegar of mikil fyrirhöfn og ekki í sam- ræmi við þá þægilegu innivinnu sem hann sagðist vera að leita eftir. Hann ætlar þess vegna að setja allan daglegan rekstur, alla umsýslu, sem fram til þessa hef- ur verið í höndum borgarstjóra yfir á einn embættismann í ráðhúsinu. Ekki einu sinni fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar mun heyra beint undir borg- arstjóra. Sett verður á stofn embætti sem skrifstofustjóri borgar- stjóra er fenginn til að gegna og það verður valdamesta emb- ættið í borgarkerfinu. Starfið er auðvitað ekki auglýst eins og borgarbúum er þó heitið í samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar og Besta flokks. Ekki frekar en starf forstjóra Orkuveitunnar eða stjórnarformannsins sem fljótlega var kominn með millj- ón á mánuði. Og úr því við erum farin að tala um laun. Breyt- ingar á ábyrgð og starfsskyldum borgarstjóra sem eftir borg- arstjórnarfundinn í dag verða orðnar verulega minni hljóta að kalla á launalækkun. Það myndu aðrir borgarstarfsmenn telja eðlilegt færu þeir fram á það sama. Bæjar- og sveitarstjórar á landinu eru 63 talsins. Ekki þarf að spyrja að því hvernig bæjarstjórnir á landsbyggðinni myndu bregðast við ef bæjarstjórar tilkynntu að þeir vildu ekki lengur standa í daglegu vafstri en ætluðu sér samt sem áður að halda starfinu. Uppsagnarbréf myndu auðvitað ber- ast samdægurs. Og svo er það rúsínan í pylsuendanum. Jón Gnarr talar fyr- ir því í fréttum að borgarstjórar í Reykjavík verði tveir. Ná- lægt því tíundi hver vinnandi maður í Reykjavík gengur um atvinnulaus en borgarstjóri vill búa til nýtt embætti með til- heyrandi aukakostnaði – embætti sem er hannað fyrir einn mann, Dag B. Eggertsson. Er það nema von að maður spyrji hvort þetta sé næsti kafli leikritsins sem þeir félagar skrifuðu þegar þeir undirrituðu samstarfsyfirlýsingu flokkanna. Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson » Þetta finnst Jóni Gnarr hins vegar of mikil fyrirhöfn og ekki í sam- ræmi við þá þægilegu inni- vinnu sem hann sagðist vera að leita eftir. Júlíus Vífill Ingvarsson Höfundur er borgarfulltrúi. Góð laun fyrir þægilega innivinnu Það hefur verið áhuga- vert að fylgjast með fjöl- miðlum undanfarna daga. Þeir álitsgjafar sem helst eru á móti almennri skulda- leiðréttingu hafa verið leiddir fram í röð til að lýsa því yfir að slíkt sé ómögu- legt. Ekkert af þessum við- tölum var sérlega frétt- næmt. Sömu menn voru búnir að lýsa sömu skoðun fyrir langa löngu. Í einum fréttatíma var þó bætt um betur. Fyrst kom fram „sérfræðingur“ til að segja að al- menn leiðrétting væri ómöguleg og svo var rætt við „almennan borgara“ sem sagði að aðgerðir stjórnvalda væru nú bara býsna góðar og hann bæri sjálfur ábyrgð á stöðu sinni. Síðar kom í ljós að viðkomandi var alls ekki ótengdur stjórnarflokkunum og þá var fréttin dregin til baka (hvað með allar hinar fréttirnar þar sem leiddir eru fram- „óháðir álitsgjafar“ af framboðslistum stjórnarflokkana; hvenær er maður pró- fessor og hvenær er maður frambjóðandi?). Þá Að miklu leyti eru „sérfræðingarnir“ nú þeir sömu og teflt var fram þegar tillögur um skuldaleiðréttingu voru fyrst kynntar. Þá voru fyrir hendi kjöraðstæður til að ráð- ast í leiðréttingu án þess að nokkur kostn- aður lenti á ríkinu. Húsnæðislánasöfn banka víða um lönd voru metin á brot af nafnverði, hvað þá íslensk húsnæðislán sem skilgreind voru sem undirmálslán í gjald- þrota landi á eyju í miðju Atlantshafi. Skuldabréf íslensku bankanna voru seld á örfá prósent af nafnvirði og íslensk rík- isskuldabréf voru fáanleg erlendis á veru- legum afslætti. Við þær aðstæður hefði, eins og við bentum á, alltaf orðið hagkvæmt fyrir íslenska ríkið að kaupa þessar kröfur enda kröfur á Ísland og íslensk heimili allt- af verðmætari fyrir Íslendinga en erlenda vogunarsjóði. Með neyðarlög í gildi og bankana alla á forræði ríkisins var uppi ein- stök aðstaða til að færa öll íbúðalán undir Íbúðalánasjóð og færa þau svo niður al- menningi og ríkissjóði til heilla. Nú Fullyrt er að það kosti ríkið 220 milljarða ef ráðist yrði í almenna skuldaleiðréttingu nú. Óneitanlega er orðið flóknara að ráðast í almenna lánaleiðréttingu núna en þegar Framsókn hóf baráttu fyrir leiðréttingu fyrir tæpum tveimur árum. Talan 220 millj- arðar er hins vegar fráleit. Fyrir því eru margar ástæður. Villurnar Í útreikningunum er gert ráð fyrir að ef ekki verður ráðist í skuldaleiðréttingu muni ekkert verða afskrifað neins staðar og samt muni allt innheimast upp í topp, jafnvel lán sem þegar er ljóst að eru að miklu leyti töp- uð. Gert er ráð fyrir því að ríkið taki að sér að bæta bönkunum það sem þeir eru þegar búnir að tapa og afskrifa, raunar að ríkið borgi nýju bönkunum upp tap sem varð eftir í gömlu bönkunum. Ekki er gert ráð fyrir neinum efnahags- legum ávinningi fyrir ríkið eða almenning. Það gleymist að peningarnir hverfa ekki út um gluggann, þeim er breytt úr fargi í elds- neyti fyrir hagkerfið. Ekki er gert ráð fyrir því að lánasöfn batni eða að bankar og lífeyrissjóðir hafi hag af betra lánasafni, betri efnahagsstöðu og minna atvinnuleysi. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn lendi allur á ríkinu strax. Það gleymist að um er að ræða húsnæðislán til allt að 40 ára. Dýrara að gera ekki neitt Fleira mætti tína til. Ljóst er að tilraunir til að leysa vandann með sértækum aðgerð- um voru algjörlega óraunhæfar eins og bent var á strax í upphafi. Það að aðstoða aðeins þá sem komnir eru í þrot (einbeita sér að þeim sem þurfa mest á því að halda eins og það heitir á spunamáli) eyðileggur alla hvata til að vinna sig úr vandræðum. Slíkt er mjög dýrt. Þetta hafa menn séð víða eftir fjármálakrísuna. Nú beitir meira að segja hið mikla frjálshyggjurit, The Economist, sér fyrir niðurfærslu lána í leiðaraskrifum. En verum varfærin og segjum að leið- rétting hér mundi nú kosta ríkið 100 millj- arða nettó. Hvað er það mikið samanborið við þann kostnað sem ríkisstjórnin taldi svo sjálfsagt að leggja í vegna Icesave að ekki var einu sinni haft fyrir því að lesa samning- inn? Samanburðurinn Áætlanir um heildarvaxtakostnað af Ice- save voru ólíkar eftir því hversu langan tíma tæki að greiða lánið. Út frá opinberum áætlunum var rætt um 330 milljarða. Mun- urinn á því og 100 milljörðum í skuldaleið- réttingu er þó sá að leiðréttingarpening- arnir hverfa ekki út úr hagkerfinu fyrir ekki neitt. Þeir veltast áfram og teljast oft, a.m.k. tvisvar eða þrisvar miðað við varfær- in viðmið um margfeldisáhrif. M.ö.o., kostn- aðurinn við Icesave hefði orðið margföld sú upphæð sem nú telst ómögulegt að verja í skuldaleiðréttingu (þótt við núvirðum Ice- save-greiðslurnar). Ekki stóð á þeim forkólfum í ASÍ, sem nú beita sér hvað harðast gegn almennri leið- réttingu, að setja Icesave-kröfuna á al- menning. Þeir voru raunar helstu talsmenn þess að Íslendingar væru ekkert of góðir til að taka á sig umræddar kröfur, ásamt sömu „sérfræðingum“ og nú skjóta upp kollinum til að gagnrýna lánaleiðréttingu. Hvað þá? Kostnaðurinn við sanngjarna leiðréttingu húsnæðislána er lítill í samanburði við Ice- save eða mistökin sem gerð voru við stofnun nýju bankanna (þegar ríkið keypti mynt- körfulán sem stjórnvöld vissu þó að væru líklega ólögmæt). Þrátt fyrir það virðist stjórnvöldum nú þykja kostnaðurinn við skuldaleiðréttingu of mikill. En almennur vandi kallar á almennar aðgerðir. Til að koma í veg fyrir að mikill kostnaður lendi á Íbúðalánasjóði eða lífeyrissjóðunum mætti hugsa sér að færa öll lán niður í upphæð sem nemur 90% af fasteignamati íbúða. Ósanngirnin í þeirri aðferð liggur í því að þá njóta þeir sem settu allt eigið fé sitt í íbúð- arkaup ekki jafnræðis á við þá sem keyptu að mestu eða eingöngu út á lánsfé. Kost- urinn er hins vegar sá að með þessari aðferð mundi lítill kostnaður lenda hjá Íbúðalána- sjóði eða lífeyrissjóðunum þar sem lán þeirra eru í langflestum tilvikum langt und- ir verðmæti íbúða. Þannig nýtist fyrst og fremst sú afskrift sem þegar hefur átt sér stað á fasteignalánum bankanna. Með þessu næst aftur samræmi milli skuldsetningar og undirliggjandi verðmæta. – Nokkuð sem er mikilvægur liður í að koma af stað virkni hagkerfisins. Leiðin er ekki jafnsanngjörn og almenn niðurfærsla en ef stjórnvöldum er alvara með að skoða ekki einu sinni slíkar hugmyndir þá verður að leita annarra leiða. En það þarf líka að spyrja hvers vegna nið- urfærslumöguleikanum var hafnað á sínum tíma og auk þess þarf að fá svör við því hvað forsætisráðherra gekk til með því að efna til samstarfs undir því yfirskyni að þar yrði unnið að almennri leiðréttingu. Var aðeins um leikatriði að ræða til að dreifa athyglinni eftir mótmælin? Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson »Kostnaðurinn við sann- gjarna leiðréttingu hús- næðislána er lítill í saman- burði við Icesave eða mis- tökin sem gerð voru við stofnun nýju bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Almenn skuldaleiðrétting – hvers vegna og hvernig ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.