Morgunblaðið - 19.10.2010, Side 10

Morgunblaðið - 19.10.2010, Side 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is A ldrei hefur verið jafn mikil ásókn í að æfa fimleika og nú segir Þorbjörg Gísladóttir, yfirþjálfari hjá fim- leikadeild Glímufélagsins Ármanns. „Þetta er þriðja árið mitt hjá Ármanni og við höfum aldrei verið með svona langa biðlista í öllum flokkum. Í heildina eru um 1200 manns að æfa hjá fimleikadeildinni og ef einn dettur út er strax annar kominn inn. Það eru engar skýringar á þess- um vinsældum, við höfum verið að velta fyrir okkur hvort sjónvarps- þættirnir Að duga eða drepast á RÚV hafi einhver áhrif. Annars er- um við með mjög gott og faglegt starf og aðbúnaður hér á landi er betri til að stunda fimleika en áður var, flest félög í Reykjavík eru kom- in með sér aðstöðu fyrir fim- leikaþjálfunina. Svo vill fólk stunda fjölbreyttari líkamsrækt,“ segir Þor- björg um þessa auknu aðsókn. Sveittur saumaklúbbur Fyrir ári hóf fimleikadeild Ár- manns að bjóða upp á fullorðins- fimleika og hafa þeir slegið rækilega í gegn. „Þetta byrjaði með því að í full- orðinsfimleikunum voru aðallega foreldrar barna sem eru að æfa hjá okkur, þetta var svona sveittur saumaklúbbur en svo fóru aðrir að mæta. Í dag æfir allskonar fólk og þeir yngstu eru um tvítugt en þeir elstu um 45 ára, fleiri konur en karl- ar,“ segir Þorbjörg sem æfir sjálf fullorðinsfimleika. „Það er í boði að æfa þrisvar í viku í einn og hálfan tíma í senn. En auðvitað getur fólk valið hversu oft það mætir. Tímarnir eru á kvöldin og í hádeginu, það eru tveir þjálfarar á kvöldin, þá eru um þrjátíu í hvorum hópi, og einn í há- degistímanum þegar aðeins eru um fimmtán.“ Þorbjörg segir tímana byggjast upp á hefðbundinni fullorðins- leikfimi. „Það er verið að kenna koll- hnís, handahlaup, smá trampólín og fimleikaæfingar. Sumir eru að æfa arabastökkið og hafa það markmið að komast í flikkið. Það eru stífar æfingar í rúman klukkutíma og svo eru skipulagðar teygjur.“ Kraftfimleikar og fleira Starf fimleikadeildar Ármanns er fjölbreytt. „Við bjóðum líka upp á kraft- fimleika sem eru svakalegar þrekæf- ingar. Við höfum verið að fá þangað afrekskrakka úr öðrum íþrótta- greinum sem vilja styrkja sig. Í þeim hópi eru fleiri karlar en konur. Svo eru hefðbundnar fimleika- æfingar fyrir börn og unglinga. Við erum líka með hóp fyrir unglinga sem æfir en keppir ekki. Það var gerð könnun hjá ÍTR þar sem kom í ljós að það var stór hópur unglinga sem vildi æfa íþróttir en ekki keppa í þeim og við komum til móts við þau með æfingum. Við erum líka með hóp sem kall- ast Lávarðarnir og eru það karl- menn á aldrinum 55 ára til 75 ára. Eldri borgara leikfimin er líka alltaf á sínum stað og þar er elsti iðkand- inn 94 ára,“ segir Þorbjörg. Fimleikar við allra hæfi Þorbjörg segir að fullorðins- fimleikarnir henti öllum og geri mik- ið fyrir líkamlegt form hvers og eins. „Það er alltaf gert svolítið af Enginn of gamall eða of lélegur „Þetta er þriðja árið mitt hjá Ármanni og við höfum aldrei verið með svona langa biðlista í öllum flokkum. Í heildina eru um 1200 manns að æfa hjá fimleikadeild- inni og ef einn dettur út er strax annar kominn inn,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, yf- irþjálfari hjá fimleikadeild Glímufélagsins Ármanns. Félagið býður upp á fullorð- insfimleika sem hafa slegið í gegn en þá geta allir æft sem vilja hafa til. Fullorðinsfimleikar Tímarnir ganga mikið út á styrktaræfingar og teygjur. Hopp og skopp Þorbjörg segir oft mjög gaman í tímum og mikið hlegið. Það skiptir ekki eingöngu máli að við séum sjálf í góðu líkamlegu formi og hugsum vel um okkur sjálf. Náttúran skiptir líka máli og hvernig við kom- um fram við hana. Mikil vakning hef- ur til að mynda orðið upp á síðkastið um hvaðan maturinn kemur og hversu langt hann hefur þurft að ferðast á diskinn okkar. Margir reyna frekar að velja staðbundin hráefni þegar það er hægt og leggja þannig sitt af mörkum til að draga úr þeirri mengun sem skapast af matvæla- flutningum um langan veg. Vefsíðan var sett upp í tengslum við bókina Cool Cuisine, Taking the Bite Out of Global Warming, en höfundar hennar eru Laura Stec og Eugene Cordero sem lengi hafa starfað á sviði mat- vælamála. Á vefsíðunni má lesa sér til um bókina og finna lista af viðburðum tengdum málefninu. Þar má líka finna góð ráð til að draga úr óþarfa eyðslu og mengun þegar haldið er matarboð. Þetta má t.d. gera með því að hvetja fólk til að koma fótgang- andi eða saman í bíl og ekki nota ein- nota borðskraut sem síðan er hent heldur frekar eitthvað sem nota má aftur og aftur. Einnig að nota hráefni úr sínu nánasta umhverfi. Vefsíðan www.globalwarmingdiet.org Staðbundið Best er fyrir náttúruna að hráefnið hafi ekki verið flutt langa leið. Heilnæmari náttúra Fyrst á haustin hlaupa margir af stað og drífa aftur á sig leikfimisskóna eftir langt hlé. En það er heldur ekk- ert orðið of seint að byrja núna og eiginlega alveg tilvalið áður en að- ventan og jólin skella á með öllum sínum lystisemdum. Úrvalið í líkams- ræktarstöðvunum er endalaust, allt frá tímum þar sem lögð er áhersla á að styrkja vöðva með rólegum æfing- um yfir í brjálað púl. Auk þess er líka hægt að skella sér á dansnámskeið, prófa karate eða hvaðeina sem fólki dettur í hug. Fagnaðu vetrinum í fínu formi og með gleði í líkama og sál! Endilega … … farið á gott námskeið Morgunblaðið/Ómar Úrval Úr nógu er að velja í ræktinni. Næsta hlaupanámskeið Hlaup.is, í umsjón Torfa H. Leifssonar, fer fram í Reykjavík 8. 15. og 16. nóvember næstkomandi. Skráning á það er haf- in á vefsíðunni www.hlaup.is. Námskeiðið er samtals tvö fyrir- lestrakvöld og einn verklegur seinni- partur og fer fram í Laugardalnum. Námskeiðin eru fyrir hlaupara, byrjendur og lengra komna og er far- ið yfir helstu atriði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Til að tryggja að hlaupaþjálfun verði ánægjuleg og skemmtileg reynsla og að sem bestur árangur ná- ist án áfalla, er mjög mikilvægt að þekkja grundvallaratriði þess hvernig standa á að uppbyggingu betri heilsu og/eða þjálfunar. Hreyfing Hlaupanámskeið í nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.