Morgunblaðið - 19.10.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 19.10.2010, Síða 12
ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hella Fiskás sf. er nýtt fyrirtæki sem hefur verið sett á fót á Hellu. Þótt engin höfn sé á Hellu og fiskvinnsla því ekki svo augljós á staðnum, þá er þetta samt staðreynd. Upphaflega hugmyndin að fyr- irtækinu var sú að setja upp vinnslu og reykingu á laxfiski úr Rangánum, en þar er mikil eftirspurn eftir að fá lax reyktan eftir veiðiferðir þar sem hver stöng er jafnvel með tugi fiska. Þess má geta að ekki er talið æski- legt að nota veiða/sleppa-aðferðina í Rangánum, þar sem náttúrulegt klak ber ekki árangur þar. Nýlokið er við að byggja 300 fermetra hús yfir starfsemi Fiskáss og vinnsla og reyking komin í gang. Fréttaritari getur vottað gæði fram- leiðslunnar eftir að hafa bragðað á henni.    Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að farið verði út fyrir upphaf- legar hugmyndir um vinnslu á lax- fiski og verið er að vinna að mark- aðssetningu á fleiri tegundum, t.d. bleikju og makríl ásamt því að unn- inn verður allur almennur fiskur hjá fyrirtækinu. Fiskás mun kaupa fisk á mörkuðum og einnig má geta þess að fyrirtækið gerir út bát frá Ólafs- vík til strandveiða. Að auki er hug- myndin að bjóða upp á vinnslu og reykingu á villibráð, t.d. anda- og gæsabringum. Nú starfa 2-3 í vinnslunni, en ef samningar og vonir um útflutning verða að veruleika, mun starfsemin geta borið allt að 10 manns.    Ný tengibygging á Suðurlands- vegi 1-3 á Hellu er ekki enn komin í gagnið. Erfiðleikar við fjármögnun valda því aðallega. Að auki kom í ljós að deiliskipulag við húsið var ekki samþykkt og lóðaframkvæmdir hafa því stöðvast um sinn. En ljóst er að í húsinu er glæsileg aðstaða til framtíðar fyrir ýmiss konar verslun og þjónustustarfsemi.    Áfengis- og tóbaksverslun rikisins hefur enn ekki tekið ákvörð- un um opnun vínbúðar á ný, eftir svokallaða bráðabirgðalokun vegna framkvæmda við tengibygginguna. Auglýst var eftir húsnæði og komu nokkur tilboð frá aðilum. ÁTVR hef- ur nú hafnað þeim öllum og segir að ekkert af því húsnæði hafi uppfyllt kröfur að fullu og ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhaldið.    Hrunið fyrir 2 árum virðist ekki hafa haft mjög alvarlegar afleið- ingar enn þá á fyrirtækjarekstur í héraðinu að því er virðist, með ein- staka undantekningum. Verktakar hafa þokkalega verkefnastöðu, þó svo hún nái ekki langt fram í tímann. Glerverk- smiðjan Samverk hefur bærilega stöðu í sinni framleiðslu, þó svo mannafli hjá fyrirtækinu hafi dreg- ist saman um ca. 30% frá því fyrir hrun. Þrátt fyrir að bygging- arframkvæmdir hafi dregist veru- lega saman, þá kemur á móti að inn- flutningur á tilbúnu gleri hefur nánast lagst af. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Nýtt fyrirtæki Í nýjum vinnslusal Fiskáss, frá v.: Pálmi Jónsson, starfs- maður, ásamt Helga Einarssyni og Torfa Sigurðssyni sem eru eigendur ásamt Ólafi E. Júlíussyni. Fiskvinnslufyrir- tæki af stað á Hellu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Á morgun, miðvikudag kl. 8:30-20, verður opið hús í Austurbæjarskóla í tilefni af 80 ára afmæli skólans. Boðið verður upp á gönguferðir um skólann með leiðsögn. Í leikfimi- salnum verða til sýnis gömul náms- gögn, kort, bækur og fleiri munir. Hollvinafélag Austurbæjarskóla tekur á móti gestum og kynnir starfsemi sína í stofu 202 allan dag- inn. Á annarri hæðinni verður starf- rækt Kaffihús Helgu Sigurðar- dóttur og er upplagt að staldra þar við, kaupa kaffi og rifja upp gamlar minningar. Foreldrafélagið verður með bás á staðnum. Nemendur í 10. bekk selja boli og yngsta stig verð- ur með föndurvörur til sölu. Allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Þorkell Afmæli Margt verður í boði á morgun. Opið hús á afmæli Félag lýðheilsufræðinga stendur fyrir málþingi í tilefni af samein- ingu Lýðheilsustöðvar og land- læknisembættisins þar sem ýmsir fletir sameiningarinnar verða til umræðu. Þeir sem munu flytja er- indi á málþinginu eru: Kathleen M. Roe prófessor, Geir Gunnlaugsson, landlæknir og Þórólfur Þórlinds- son, fyrrverandi forstjóri Lýð- heilsustöðvar. Málþingið verður haldið á morg- un, miðvikudag kl. 13:00-16:00 í salnum Bellatrix í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi. Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram í gegnum netfangið lydheilsa@gmail.com. Málþing um framtíð lýðheilsu á Íslandi Miðvikudaginn 20. október boða Sterkara Ísland og Alþjóða- málastofnun til fundar með Pat Cox í hátíðarsal Háskóla Íslands frá kl. 13 til 14:30 Pat Cox er forseti European Movement International. Hann sat á írska þinginu 1989-1994 og síðar á Evrópuþinginu 1989-2004 þar sem hann var forseti 2002-2004. Hann stýrði já-hreyfingunni á Ír- landi þegar Lissabon-sáttmálinn var samþykktur. Fundurinn er öll- um opinn. Ræðir um ESB Nýtt tímarit, Heilsan, er að hefja göngu sína. Heilsan mun koma út annan hvern mánuð og vera fríblað sem dreift verður í allar helstu verslanir á landinu og líkamsrækt- arstöðvar. Í tímaritinu verður fjallað um allskonar líkamsrækt og fleira sem er hollt fyrir líkam- ann, hárið, húðina og sálina. Hug- myndin er að koma með blað sem er skemmtilegt og jákvætt, fjalla um málefni sem varðar alla og benda á lausnir við daglegum vandræðum, að sögn Halldóru Önnu Hagalín, ritstjóra. Útgefandi er Birtingur. Nýtt heilsutímarit hefur göngu sína STUTT Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stjórn Lögreglufélags Suðurlands (LFS) mótmælir harðlega boðuðum niðurskurði í fjárlögum 2011 og telur að með honum sé stórlega vegið að öryggi íbúa og lögreglumanna. „Mið- að við þann mannafla sem stendur vaktir og sinnir almennri löggæslu daglega á Suðurlandi nú, telur stjórn LFS að löggæsla á svæðinu sé komin niður fyrir lágmarks-öryggiskröfur sem gera á til lögreglu,“ segir meðal annars í ályktun félagsins. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, segir að ekki megi draga meira saman, því þá þurfi að fara að forgangsraða. Hins vegar áréttar hann að sem betur fer hafi lögreglan á Suðurlandi staðið sig mjög vel og starfsmenn verið ótrú- lega seigir við að takast á við nið- urskurð og sinna því sem þurft hafi að sinna. Stórt svæði Umdæmi lögreglunnar á Selfossi nær frá Litlu kaffistofunni að Þjórsá. Á svæðinu eru mörg sumarbústaða- hverfi, þéttbýliskjarnar eins og Þor- lákshöfn, Hveragerði, Eyrarbakki, Stokkseyri, Flúðir, Laugarvatn og Laugarás og auk þess ferðamanna- staðirnir Þingvellir, Gullfoss og Geysir. Umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli nær frá Þjórsá að Gígju- kvísl auk hálendisins þar á milli þar sem eru t.d. Þórsmörk, Landmanna- laugar og Vatnajökulsþjóðgarður. Í yfirlýsingunni kemur fram að vegna niðurskurðar hafi þurft að fækka almennum lögreglumönnum og skera niður í akstri. Á næsta ári sé fyrirhugað að fækka lögreglubif- reiðum. Ólafur Helgi segir að 5,5% niður- skurður þýði að lögreglumönnum myndi fækka úr 27 til 28 í 24 eða færri. Þegar væri búið að draga sam- an þannig að á fimm manna vöktum væru að hámarki fjórir menn. Um helgar væru mest 6-7 menn í stað 8-9 manna. Mótmæli LFS væru skiljan- leg. Hafa bæri í huga að lögreglan þyrfti að gæta öryggis almennings og líka öryggis lögreglunnar á vett- vangi. Lögreglumenn hefðu verið viljugir til þess að takast á við ástandið og vonandi yrði ekki reynt að fara í frekari niðurskurð heldur stefnt að því að færa mál í fyrra horf. Löggæsla niður fyrir öryggiskröfur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Aðstoð Lögreglan þarf oft að hjálpa vegfarendum.  Mótmæla boðuðum niðurskurði Mikill niðurskurður » Samkvæmt ályktun LFS var gríðarlegur niðurskurður á fjárframlögum til lögreglunnar 2009 og enn frekari á líðandi ári. » LFS skorar á dómsmála- og mannréttindaráðherra sem og alþingis- og sveitarstjórnar- menn á Suðurlandi að sjá til þess að löggæslan á svæðinu verði þannig að öryggi íbúa og lögreglumanna sé tryggt. Haustverkin kalla víða og margir vilja koma þeim frá áður en vetur tekur völd. Hugsanlega hefur það hvarflað að þessum málurum við Hverfisgöt- una. Í kortunum eru norðlægar áttir með stöku skúrum eða éljum norð- austanlands, en bjartviðri suðaustantil. Morgunblaðið/Golli Norðlægar áttir í kortunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.