Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Sudoku Frumstig 5 4 7 6 9 1 3 9 1 4 6 5 7 6 3 9 4 9 1 7 5 9 3 2 5 2 1 8 2 6 4 3 2 4 2 6 7 5 7 3 8 8 5 7 3 6 1 3 1 5 8 6 2 7 8 7 4 5 5 4 6 8 2 9 1 1 4 3 9 4 7 8 7 6 1 7 5 3 4 1 2 9 8 6 9 6 8 3 7 5 4 2 1 4 1 2 6 8 9 3 5 7 3 7 1 2 9 8 5 6 4 2 8 4 7 5 6 1 3 9 5 9 6 1 4 3 2 7 8 1 2 9 8 3 7 6 4 5 6 4 7 5 2 1 8 9 3 8 3 5 9 6 4 7 1 2 4 6 2 1 8 9 3 7 5 1 3 8 7 5 2 9 4 6 5 7 9 6 4 3 8 2 1 7 5 6 9 1 4 2 8 3 2 9 1 8 3 6 7 5 4 8 4 3 5 2 7 6 1 9 9 2 7 4 6 1 5 3 8 3 1 5 2 9 8 4 6 7 6 8 4 3 7 5 1 9 2 6 9 7 4 8 2 1 3 5 5 8 4 1 6 3 2 7 9 2 3 1 5 7 9 6 4 8 3 5 8 7 4 6 9 2 1 4 6 9 2 1 5 7 8 3 1 7 2 3 9 8 4 5 6 8 1 5 6 2 4 3 9 7 9 2 6 8 3 7 5 1 4 7 4 3 9 5 1 8 6 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 19. október, 292. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Víkverji hélt satt að segja í fyrstuað hugmyndir meirihlutans í borginni um að neita trúfélögum um aðgang að skólum væru enn eitt grín- ið frá Jóni Gnarr og félögum. En af umfjöllun fjölmiðla að dæma virðist mönnum vera fúlasta alvara. Þegar í ljós kemur að hugmyndasmiðirnir virðast vera úr röðum vantrúaðra þá skýrist nú margt. Trúarhitinn hefur vaknað sem og spurningar um hvort hávær minnihluti eigi að ráða hér för. Ekki má gleyma því að níu af hverj- um tíu landsmönnum tilheyra kristn- um trúfélögum. Víkverji ólst upp við kristilegan kærleika og fór í gegnum skírn, fermingu og brúðkaup frammi fyrir Guði og mönnum. Ekki hefur það skemmt sálartetrið og Víkverji kvíðir heldur ekki hinsta degi. Það er ekkert athugavert við það að leik- og grunnskólabörn heimsæki kirkjur eða fái almenna fræðslu um trúarbrögð. Að banna skólum alfarið að syngja sálma á litlu jólunum eða að fá trúfélög í heimsókn er í huga Víkverja lítið annað en brot á mann- réttindum. Sjálfsagt mál er að fræða börn um öll trúarbrögð þessa heims og setja einhverjar reglur fyrir starfsfólk skólanna um hvernig svona starfi er háttað. En boð og bönn í þessum efnum skila engum árangri öðrum en að kveikja óþarfa deilur milli mismunandi trúfélaga og þeirra sem á ekkert vilja trúa. x x x Að allt öðru. Víkverji veit ekkihvort hann á að gráta eða hlæja yfir nýjum skemmtiþætti Sjónvarps- ins, Hringekjunni. Þrír þættir eru að baki og enn er Víkverji efins, þó ekki væri nema um hina hörmulegu leik- mynd. Hvað gæti Sjónvarpið sparað mikla fjármuni með því að leggja nið- ur leikmunadeildina? Það sem bjargað hefur Hringekj- unni til þessa er uppistandarinn Ari Eldjárn. Piltur sá er fjári góður. Að vísu hefur einn góður brandari heyrst í innslögum þáttarins sem kynnt eru sem gamanmál, um mann- inn sem fékk sér „hídroxíkött“. Vík- verji vill reyndar ekki fá sér þannig kött eða ketti yfirhöfuð, enda hundur í honum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 kvenfjandi, 4 brjósts, 7 álítur, 8 skolli, 9 ummæli, 11 grassvörður, 13 eftirtekt, 14 blanda eitri, 15 bæli, 17 hvítur klútur, 20 mál, 22 haldast, 23 blóma, 24 lagvopn, 25 kaka. Lóðrétt | 1 bjart, 2 ávinnur sér, 3 munntóbak, 4 bakki á landi, 5 klofna, 6 skerðum, 10 valska, 12 lengdareining, 13 op, 15 snauð, 16 styrkir, 18 magrar, 19 þunnt stykki, 20 týni, 21 ófríð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 manndómur, 8 síðar, 9 angur, 10 róg, 11 megna, 13 aurum, 15 sötra, 18 staka, 21 ull, 22 talið, 23 Íraks, 24 mann- vitið. Lóðrétt: 2 auðug, 3 narra, 4 óraga, 5 uggur, 6 ósum, 7 árum, 12 nýr, 14 urt, 15 sótt, 16 tolla, 17 auðan, 18 slíti, 19 ataði, 20 assa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 Bxd2+ 5. Dxd2 d5 6. g3 O-O 7. Bg2 Rbd7 8. Dc2 c6 9. Rbd2 De7 10. O-O e5 11. cxd5 Rxd5 12. e4 R5f6 13. Hfe1 exd4 14. e5 Rd5 15. Rxd4 R7b6 16. f4 Rb4 17. De4 Hd8 18. R2f3 Bg4 19. Had1 Bxf3 20. Bxf3 Dc5 21. e6 fxe6 22. Kh1 Dd5 23. De3 Dxa2 24. Rxe6 Hxd1 25. Hxd1 Dxb2 26. Rd8 Df6 27. De8+ Df8 28. De6+ Kh8 29. Rf7+ Kg8 Staðan kom upp í opna flokki Ól- ympíuskákmótsins í Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rússlandi. Stigahæsti skák- maður heims, Magnus Carlsen (2826) hafði hvítt gegn portúgalska stórmeist- aranum Luis Galego (2500). 30. Hd8! Hxd8 31. Rxd8+ Kh8 32. Rf7+ Kg8 33. Rg5+! Kh8 34. De4! g6 35. Dd4+ Dg7 svartur hefði einnig tapað eftir 35… Kg8 36. Bg4. 36. Dxb4 h6 37. Re4 Rd5 38. Da3 b5 39. Dc5 b4 40. Dxc6 Da1+ 41. Kg2 Re3+ 42. Kf2 Dd4 43. De8+ Kg7 44. De7+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Stórsveitaslagur. Norður ♠Á63 ♥KG ♦ÁK42 ♣K432 Vestur Austur ♠DG42 ♠10975 ♥83 ♥D92 ♦D8765 ♦103 ♣98 ♣DG106 Suður ♠K8 ♥Á107654 ♦G9 ♣Á75 Suður spilar 7♥. Sveit Johns Diamonds vann Nick Nickell og félaga í líflegum úrslitaleik um Rosenblumbikarinn. Leikurinn var í járnum lengst af, en þáttaskil urðu í síðustu lotu þegar liðsmenn Diamonds, þeir Moss og Gitelman, keyrðu í afleita alslemmu, sem vannst út á hagstætt útspil og legu. Sagnir voru sannfærandi og Rod- well trompaði út „til að gefa örugg- lega ekkert“. Vandi sagnhafa var þó síður en svo leystur. Eftir tromptök- una spilaði Moss ♦G og Rodwell dúkkaði! Moss gat unnið slemmuna þar og þá með því að hleypa gos- anum, en hann valdi aðra leið. Tók ♦Á-K og trompaði tígul. Með því ein- angraði hann tígulvaldið við vestur. Svo vill til að austur er einn um að valda laufið og því rennur upp tvöföld þvingun – Moss fékk þrettánda slag- inn á spaðahund í borði. 19. október 1918 Spænska veikin barst til lands- ins með tveimur skipum, öðru frá Kaupmannahöfn, hinu frá New York. Í þessari skæðu inflúensu létust á fimmta hundrað manns. 19. október 1929 Símalínur sunnanlands og austan voru tengdar saman, þegar framkvæmdum lauk við lagningu síma á Skeiðarár- sandi. „Þar með er í fyrsta sinn komið samfellt síma- samband kringum allt land,“ sagði Lögrétta. 19. október 1946 Fyrsta jarðgufuvirkjunin á Ís- landi var formlega tekin í notkun. Hún var í Reykjakoti í Ölfusi og var aflið 40 kílóvött. 19. október 1965 Fyrsta plata Hljómsveitar Ingimars Eydal kom út. Á plötunni voru fjögur lög, Litla sæta ljúfan góða, Á sjó, Komdu og Bara að hann hangi þurr. Söngvarar voru Vil- hjálmur Vilhjálmsson og Þor- valdur Halldórsson. 19. október 2007 Ný þýðing Biblíunnar kom út, sú fyrsta í heila öld. Viku síðar var hún í efsta sæti met- sölulista bókabúðanna. 19. október 2008 Tvöföld Reykjanesbraut, milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, var formlega tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmd- irnar var um fjórir milljarðar króna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Nýirborgarar Danmörk Elvý Elenóra fæddist 2. júní kl. 19.33. Hún vó 3.035 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Sól- veig Harpa Kristjánsdóttir og Einar Óli Kristófersson. Flóðogfjara 19. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.15 3,3 10.26 1,1 16.31 3,5 22.44 0,9 8.31 17.56 Ísafjörður 0.09 0,6 6.13 1,7 12.23 0,6 18.24 1,9 8.43 17.53 Siglufjörður 2.11 0,4 8.26 1,1 14.23 0,5 20.32 1,2 8.26 17.36 Djúpivogur 1.16 1,8 7.29 0,8 13.41 1,9 19.44 0,8 8.02 17.23 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það má ýmislegt gera sér til dægra- dvalar án þess að það kosti mikið fé. Dýra- hald krefst tíma og kostar sitt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ímyndunarafl þitt er með líflegasta móti. Mundu að þú ert við stjórnvölinn. Allir hrósa þér nema einn eða tveir. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Nú þarf að hefja viðræður og kom- ast að samkomulagi. Veldu eitthvað eitt og stattu síðan við ákvörðun þína. Þú elskar að halda matarboð. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þér hefur láðst að fylgja málum þín- um nægilega vel eftir og sýpur nú seyðið af því. Ef þú pælir í því, þá er í allt í lagi að vera latur af og til. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú munt sjá að það er misjafn sauður í mörgu fé. Einbeittu þér að færri atriðum og leiddu þau til lykta. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þér finnst eins og athygli allra annarra beinist að þér og það veldur þér vandræðum. Vertu með þeim sem skilja að þú ert ein- stakur/einstök. Þú vilt að komið sé fram við þig sem slíka/n. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er hætt við að samræður við systk- ini þín verði ruglingslegar í dag. Sneiddu hjá hranalegu og árásargjörnu fólki. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefur heyrt að það sem þú gefur frá þér, færðu aftur til baka. Vertu ákveðin/n og sýndu að þú getir það sem þú ætlar þér. Atvinnuviðtal er í kortunum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ef þú hræðist peninga, er mjög erfitt að afla þeirra. Gerðu eitthvað óvenju- legt til að krydda tilveruna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu ekki deigan síga við að fá fram þau úrslit mála, sem þér eru mest að skapi. Gefðu ungviðinu tíma og ræktaðu sambandið við fjölskylduna betur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér tekst að leysa vandamál í ást- arsambandi með því að einbeita þér. Hafðu í huga að það er erfitt að heyra það sem aðrir segja meðan maður er sjálfur að tala. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Bjartsýni mun hjálpa þér að brjótast undan hömlum. Flas er ekki til fagnaðar og þér liggur aldrei þessu vant ekkert á. Stjörnuspá „Í dag tek ég mér frí úr vinnu hluta úr degi og læt nudda úr mér alla stífni. Síðan ætla ég að láta snyrta á mér neglurnar; klippa klærnar svo ég verði til friðs gagnvart fólki,“ segir afmælisbarn dagsins, Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi, matgæðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi og þingmaður. Tugirnir sex eru ekki það eina sem Guðrún mun fagna í dag, því að samtalsbók við Guðrúnu, sem ber heitið „Hjartað ræður för“ og er eftir Höllu Gunnarsdóttur, kemur út í dag. „Á öllum tugafmælisdögunum mínum hef ég verið á leið inn í ný og spennandi verkefni. Þegar ég varð þrítug, þá var ég í námi í Kaupmannahöfn, þegar ég varð 40 ára gerðist ég borg- arfulltrúi, þegar ég varð fimmtug var ég þingmaður og núna, þegar ég er sextug, er ég tengiliður vegna vistheimila. Á hverjum tug er nýtt upphaf.“ Guðrún hyggst fagna afmælinu með veisluhöldum á föstudaginn og býst þar við fjölmenni. „Þegar ég varð þrítug þá fannst mér ég vera orðin svo gömul, að ég hélt ég myndi andast. En það er dásamlegt að vera sextug.“ annalilja@mbl.is Guðrún Ögmundsdóttir er sextug í dag Ný verkefni við hvern áratug Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.