Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segist ekki þekkja fordæmi fyrir því að sveit- arfélög skipti sér af innra starfi skóla sinna. „Ég veit ekki til þess, að með beinum hætti hafi sveitarfélög sett einhverjar reglur um starfsemi sem er heimil samkvæmt lögum,“ segir Eiríkur. Tillögur þess efnis að grunn- og leikskólum verði óheimilt að heimsækja kirkjur, syngja sálma og skapa list í trúarlegum tilgangi voru lagðar fram í mannréttindaráði Reykjavíkur af fulltrúum Samfylk- ingar, Besta flokksins og VG. Jólaundirbúningur er fræðsla Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Kennarafélags Reykjavík- ur, segir tillöguna hafa töluverð áhrif á hefðbundinn jólaundirbúning grunnskóla ef hún nær fram að ganga. „Ég held að mjög margir grunnskólar hafi notað hluta af sín- um jólaundirbúningi í að færa kirkj- una inn í skólann. Fá þá prest til að koma og fara með hugvekju eða þá að nemendur heimsæki kirkju í ná- grenninu og upplifi þar þetta jóla- guðspjall sem þar er. Þannig að jú, þetta er breyting.“ Þorgerður kveður jólaundirbún- inginn í grunnskólum borgarinnar vera fræðslu sem ekki megi flokka sem trúboð. „Ég held að t.d. það að kveikja á aðventukransinum, sem er hluti af jólaundirbúningnum, sé fræðsla. Hvers vegna erum við að kveikja á kransinum. Hvaða skírskotun hefur þetta? Þetta er ekki trúarinn- ræting, þetta er fræðsla. Það er það sem skólinn verður að byggja sitt starf á. Við erum að fræðast um menningu eða staðreyndir. Þetta er menning og það tekur tíma að breyta menningu.“ Margrét K. Sverr- isdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborg- ar segir það hafa komið í ljós að þátt- taka þjóðkirkjunnar í íslensku skóla- starfi leiði stundum til mismununar. Margrét kveður meirihluta oft verða undir þegar mannréttindamál eru annars vegar. Litlu jólin ekki í hættu „Það er skylda mannréttindaráðs að vaka yfir málstað þeirra sem er í minnihluta. Auðvitað gerum við okk- ur grein fyrir því að 80% foreldra eru ánægð með þetta en það réttlætir ekki að einhver börn verði útundan eða sitji eftir. Eins með fermingar- fræðsluna sem er tekin beint af skólatíma. Það er ekki alveg réttlæt- anlegt.“ Margrét telur þó litlu jólunum í grunnskólunum ekki stefnt í hættu með tillögum mannréttindaráðs. „Meginatriðið er þetta að virða þarf rétt foreldra til lífskoðana og uppeld- is. Það er verið að vekja upp óþarfa hræðslu. Það var alls ekki meiningin að ógna íslenskri menningu eða þjóð- ararfi.“ Tillögur hafa áhrif á jóla- undirbúning grunnskóla  Mannréttindaráð Reykjavíkur vill taka fyrir sálmasöng í leik- og grunnskólum 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 „Við vorum átján Íslendingar og tveir Þjóð- verjar sem hjálpuðum vinum okkar og vínbænd- unum Kára Guðbjörnssyni og Önnu Maríu Lang- er við að tína vínberin á vínekrunni þeirra hér í Móseldalnum. Að verki loknu var afraksturinn 800 kíló af vínberjum,“ segir Arnar Jónsson flug- maður sem hér er að störfum ásamt Erhart Klippel á tínsludeginum mikla. „Þetta var mikil stemning og á eftir grilluðum við og dönsuðum hringdans, spiluðum á gítar og tókum lagið.“ Hvítvínið sem Kári og Anna María framleiða heitir Blindflug og fæst m.a. á Íslandi. Allir hjálpast að við vínberjatínsluna Ljósmynd/Hrefna Einarsdóttir Það voru lukkuleg hjón sem komu við hjá Íslenskri getspá með vinningsmiða uppá rúmar 56 milljónir króna í gær. Miðinn var keyptur af heimilisföðurnum í Snælandi á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Heimilisfaðirinn hlustaði svo á útdráttinn með öðru eyranu og heyrði kunn- uglegar tölur þar sem hann hafði valið þær sjálfur. Hann beið eftir að úrslitin kæmu á textavarpið og áttu hann og fjölskylda hans erfitt með að trúa að þarna væri vinningsmið- inn á ferð. Þau tóku það fram að vinningurinn kæmi sér mjög vel, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Kunnuglegar tölur – 56 milljónum ríkari Össur Skarphéð- insson utanríkis- ráðherra átti í gærmorgun fund með Sergei Shmakto, orku- málaráðherra Rússlands, en hann er í heim- sókn á Íslandi ásamt sendi- nefnd. Ráðherrarnir ræddu samstarf í orkumálum, einkum hvað varðar virkjun jarðhita á Kamtsjatka- skaga. Þar hafa Íslendingar tekið þátt í frumathugunum á nýtingu jarðhita til húshitunar, fiskeldis og raforkuframleiðslu. Einnig ræddu ráðherrarnir vernd fjárfestinga og málefni Norð- urslóða. annalilja@mbl.is Ráðherrar ræddu orkusamstarf Össur Skarphéðinsson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Kauphöllin hefur áminnt og sektað Reykja- neshöfn um 1,5 milljónir króna fyrir að hafa ekki tilkynnt um fjárhagserfiðleika til Kaup- hallarinnar. Jafnframt er Reykjanesbær áminntur opinberlega fyrir að hafa ekki upp- lýst Kauphöllina um erfiðleika bæjarins við að greiða erlent lán. Frétti Kauphöllin af mál- unum í gegnum umfjöllun fjölmiðla. Í kjölfar fréttar Morgunblaðsins þann 8. september sl. um að Reykjaneshöfn hafi ekki getað greitt 130 milljóna króna lán sem var á gjalddaga þann 1. maí sl. óskaði Kauphöllin eftir upplýsingum frá félaginu um hvort fregnir af vanskilum félagsins væru réttar og hvort um skuldabréfaflokk sem tekinn hafði verið til viðskipta í Kauphöllinni hefði verið að ræða. Þá var óskað eftir skýringum á því hvers vegna Kauphöllinni hefði ekki verið til- kynnt um greiðsluerfiðleikana. Einnig var krafist skýringa frá Reykja- nesbæ á fréttum í fjölmiðlum í lok ágúst þess efnis að bærinn hefði ekki getað staðið í skil- um á 1,8 milljarða króna erlendu láni sem var á gjalddaga þann 2. ágúst. Þá var óskað eftir mati bæjarins á því hvort um verðmótandi upplýsingar væri að ræða. Bar að greina frá greiðsluerfiðleikum Kauphöllin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjaneshöfn hefði mátt vera ljóst að upp- lýsingarnar um vanskilin hefðu marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa hennar. Félagið hefði þannig gerst brotlegt við reglur Kaup- hallarinnar fyrir útgefendur fjármálagerninga sem kveða á um upplýsingaskyldu. Þær skýr- ingar Reykjaneshafnar að eigendum skulda- bréfanna hefði reglulega verið gerð grein fyr- ir stöðu mála voru ekki teknar gildar og ákvað Kauphöllin því að sekta Reykjaneshöfn um 1,5 milljónir króna og veita henni op- inbera áminningu. Þá fær Reykjanesbær opinbera áminningu frá Kauphöllinni fyrir að hafa ekki greint Kauphöllinni frá greiðsluerfiðleikum sínum. Bar bærinn því við að ekki hefði verið um verðmótandi upplýsingar að ræða því að við- ræður við banka um greiðslu lánsins hefðu staðið yfir. Féllst Kauphöllin ekki á þau rök Reykjanesbæjar. Sektar höfn og áminnir bæinn  Kauphöllin fékk fyrst fregnir af tilkynningarskyldum upplýsingum Reykjaneshafnar í fjölmiðlum  Reykjanesbær áminntur fyrir að veita ekki upplýsingar um greiðsluerfiðleika á erlendu láni Stjórn SAMFOK, samtaka for- eldra grunnskólabarna í Reykj- vík, telur hvorki ljóst að fram- komnar tillögur mann- réttindaráðs Reykjavíkur endurspegli vilja meirihluta for- eldra né að ákvæði stjórnarskrár kalli á þær, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Stjórnin telur brýnt að fram fari opin og mál- efnaleg umræða um þessi mál og að sjónarmið og af- staða foreldra verði höfð til hliðsjónar við ákvarðana- töku,“ segir í tilkynningu samtakanna. Ekki vilji foreldra SAMFOK Guðrún Valdimarsdóttir formaður SAMFOK. Menningarráð Reykjanesbæjar ætlar ekki að fjarlægja lista- verkið Geirfugl- inn eftir Todd McGrain sem stendur við Vala- hnjúk í Reykja- nesbæ, en Ólöf Nordal myndlist- armaður sendi ráðinu bréfi þar sem hún spurðist fyrir um staðsetningu á verkinu. Listaverk af geirfugli eftir Ólöfu hefur í 12 ár staðið í flæðarmálinu við Skerjafjörð í Reykjavík. Í fundargerð menningarráðs Reykjanesbæjar segir að í bréfi frá Ólöfu Nordal sé spurst fyrir um leyfi fyrir staðsetningu á listaverki Todds McGrains og óskað eftir að það verði afturkallað hið fyrsta. Ráðið hafnaði erindinu. Ætla ekki að fjar- lægja Geirfuglinn Geirfugl á Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.