Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. O K T Ó B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  244. tölublað  98. árgangur  BYLTINGARKVÖÐ, HUGSJÓNAÞRÁ OG HRUNIÐ AIRWAVES- PARTÍ Í BLÁA LÓNINU FJÖR Í FULLORÐINS- FIMLEIKUM HLÝJA SÉR EFTIR VOLK ENGINN OF GAMALL 10SÝNING PÁLS HAUKS 30 Þorbjörg Gísladóttir yfirþjálfari Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vinna við undirbúning fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 er skemmra á veg komin en verið hefur á þessum tíma á undan- förnum árum. Borgarstjóri hefur tví- vegis óskað eftir fresti til að leggja frumvarpið fram. Sveitarstjórnum er skylt að ganga frá fjárhagsáætlun fyrir lok árs og nú er stefnt að síðari umræðu á aukafundi 14. desember. Jón Gnarr borgarstjóri var vant við látinn í gær en aðstoðarmaður hans, S. Björn Blöndal, nefnir sem skýringu á seinkun á vinnunni að fulltrúar Besta flokksins séu að koma að slíkri vinnu í fyrsta skipti. „Þetta er erfiðasta fjárhagsáætlun- argerð sem hér hefur verið unnin, í langan tíma, þriðja árið í röð með sparnaði og efnahagslífið blómstrar ekki beint,“ segir hann. Hann tekur fram að vinnan gangi vel, þrátt fyrir allt. Borgarstjóri lagði fyrir sviðs- stjóra borgarinnar að meta hvernig þeir gætu unnið úr allt að 10% sparn- aði. Í framhaldinu fól hann þeim að vinna áfram ákveðnar hugmyndir sem eiga að mynda grunn að fjár- hagsáætlun sviðanna. Þessi bréf borgarstjóra hafa ekki verið lögð fram í borgarráði sem hingað til hefur úthlutað útgjalda- römmum. Aðgerðahópur um fjármál borgarinnar fékk upplýsingarnar með eftirgangsmunum og eru þær bundnar trúnaði. Samkvæmt verk- og tímaáætlun sem gerð var í maí átti þessi vinna að fara fram í september og frumdrög fjárhagsáætlunar að liggja fyrir í byrjun október. Borgarstjóri hefur óskað eftir því að leggja frumvarpið fyrir borgarráð 18. nóvember og fyr- ir borgarstjórn 30. nóvember. »2 Vinnan vikum á eftir áætlun  Borgarstjóri hefur tvisvar óskað eftir fresti til að leggja fram frumvarp að fjár- hagsáætlun  Borgarráð hefur ekki verið haft með í ráðum við undirbúninginn Veturinn byrjaði að láta fyrir sér finna í borginni í gær eftir óvenjulega hlýtt haust. Snjóföl var í Esjunni þegar borgarbúar vöknuðu og heldur napurlegt um að litast. Sólin er þó ekki horfin með öllu og náði að ylja göngufólki í Árbænum í gærdag þrátt fyrir kulda í lofti. Síðdegisganga á stíflunni Morgunblaðið/Golli Launafólk á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hefur skorið niður út- gjöld í stórum stíl á umliðnum mán- uðum og hefur miklar fjárhags- áhyggjur. Ný könnun Gallup meðal 22 þúsund félagsmanna Flóafélag- anna, sýnir að mun fleiri hafa dregið úr útgjöldum vegna heilbrigðisþjón- ustu nú en í sambærilegri könnun í fyrra. Rúmur fjórðungur félags- manna hefur skorið niður útgjöld til heilbrigðisþjónustu samanborið við 19,3% í fyrra. 60% kvenna segjast hafa dregið úr matarinnkaupum og 69% karla hafa skorið niður útgjöld vegna ferða- laga. „Það er bara allt skorið, það er allt skorið sem menn geta verið án og svo reyna menn að halda haus gagn- vart skuldunum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og formaður Starfsgreinasambandsins. Meginástæða fjárhagsáhyggna fólks eru lág laun. 40% kvenna og 28% karla segja meginástæðu fjár- hagsáhyggna vera að launin dugi ekki til. Næststærsti hópurinn nefn- ir verðbólgu og vexti. Rúmur fjórð- ungur fólks segir hins vegar skuldir og hækkun lána aðalástæðu þess að það hefur áhyggjur af fjárhagnum. Kristján segir þetta benda til að fólk leggi áherslu á að standa í skil- um, þrátt fyrir þröngan fjárhag. Þetta megi líka glögglega sjá hjá líf- eyrissjóði félagsmanna þar sem ekki hefur orðið vart við aukin vanskil. „Þetta eru allt saman merki um að greiðsluvandinn er gríðarlega mik- ill,“ segir Kristján um könnunina. Færri búa í eigin húsnæði Athygli vekur að sífellt stærri hluti félagsmanna býr í leiguhús- næði eða foreldrahúsum. Fyrir tveimur árum bjuggu um 75% í eigin húsnæði, hlutfallið var komið undir 70% í fyrra. Núna segjast 59,9% búa í eigin húsnæði og meðal fé- lagsmanna Eflingar stéttarfélags, sem í eru um 18.500 félagsmenn, eru í dag 54,2% í eigin húsnæði. »6 „Það er bara allt skorið sem menn geta“  Mestar áhyggjur af lágum launum  27,8% nefna skuldir og hækkun lána  Byr sparisjóð- ur og netbankinn s24, sem er í eigu Byrs, hafa und- anfarna tólf mánuði boðið hærri innlánsvexti en aðrir bankar hér á landi og hefur munurinn í ákveðnum tilvikum og á ákveðnum tímapunktum verið umtalsverður. Munurinn á vöxtum s24 og vöxt- um stóru bankanna þriggja hefur verið vel yfir heilu prósentustigi á tímum. Ekki eru til nýjar tölur um innlán í Byr og s24, en á hrunárinu 2008 tvöfölduðust innlán í samstæð- unni og fóru úr 81 milljarði í 151 milljarð króna. Ríkið hefur nú ákveðið að lána Byr 5 milljarða króna. » 14 Söfnuðu innlánum með hærri vöxtum  Maður slas- aðist alvarlega í sprengingu í heimahúsi á Siglufirði í gær- kvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Sprengingin varð í þvottahúsi eða geymslu á neðri hæð tvílyfts timburhúss upp úr klukkan átján. Sprengingin var svo öflug að útihurð á herberginu og tveir gluggar þeyttust út. Mað- urinn var staddur í herberginu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var hann allur sótugur, skrámaður og heyrði ekkert. Ekki er vitað um ástæður spreng- ingarinnar. Menn frá rannsóknar- deild lögreglunnar á Akureyri koma í dag til að rannsaka málið. Slasaðist í spreng- ingu á Siglufirði Frá Siglufirði. Fyrstu kröfur stéttarfélaga vegna endurnýjunar kjarasamninga eru farnar að líta dagsins ljós. Eining- Iðja á Akureyri hefur skilað Starfsgreinasambandinu kröfum sínum á hendur SA, ríki og sveitarfélögum. Krefst félagið aukins kaupmáttar, að samið verði um kauphækkanir í krónutölu og að lægstu taxtar hækki umfram önnur laun. Gerðar eru þær kröfur á ríkið að skattleysismörk verði hækkuð og skattprósenta á laun undir 250 þús. kr. lækki. Félagið vill gera kjara- samning til skamms tíma. Hækkun taxta og skattalækkun EINING-IÐJA HEFUR SETT FRAM KRÖFUR SÍNAR  Sr. Bjarni Karlsson, vara- borgarfulltrúi Samfylking- arinnar, segir það ábyrgðarlaust af mannréttindaráði að leggja til að jaðarsetja æsku- lýðsstarf kirkj- unnar í borginni og hafna fagþjón- ustu presta þegar áföll verða. „Það sem núna þarf að gerast, í stað þess að skipun komi að ofan eins og núna er verið að gera skóna, þurfa skóla- stjórnendur og prestar í borginni að tala saman. Það þarf að fara fram samtal á milli skólasamfélagsins og kirkjusamfélagsins og mannrétt- indaráð þarf að taka þátt í því sam- tali en má ekki taka að sér sam- talið.“ Bjarni telur tillögurnar ekki í anda þess samstarfs sem Besti flokk- ur og Samfylking mótuðu. „Þar eru mjög skýrar áherslur á valddreif- ingu og hverfisvæðingu. Þannig ganga þessar tillögur alveg þvert á það sem hefur verið talað um. Þær skjóta skökku við.“ »4 Gengur þvert á anda meirihlutasamstarfs Sr. Bjarni Karlsson 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.