Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Þetta helst ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,05 prósent í gær og var lokagildi vísitölunnar 195,46 stig. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,05 pró- sent og sá óverðtryggði um 0,06 pró- sent. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam 6,8 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk- aði um 0,05 prósent í ríflega 15 milljóna króna viðskiptum í gær, þrátt fyrir að bréf Marels hafi lækkað um 0,81 prósent og önnur bréf staðið í stað. Lítil hreyfing á skuldabréfamarkaði ● Um 68% allra eigna á efnahagsreikn- ingi fjölmiðla- samsteypunnar 365 eru óefn- islegar eignir. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi fyrirtæk- isins fyrir síð- asta ár. Samkvæmt yf- irliti á efna- hagsreikningi fyrirtækisins kemur í ljós að bókfærðar eignir fyrirtækisins eru um 8,3 milljarðar, en þar af eru óefn- islegar eignir, til að mynda við- skiptavild, 5,7 milljarðar. Viðskiptakröfur eru síðan 1,7 millj- arðar krónur. Mikil viðskiptavild á bók- um fyrirtækisins skýrist meðal annars af samruna við Rauðsól ehf. fyrir um ári. Skráður aðaleigandi 365 er Ingi- björg Pálmadóttir. Óefnislegar eignir eru 68% heildareigna Höfuðstöðvar 365. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Byr sparisjóður og netbankinn s24, sem er í eigu Byrs, hafa undanfarna tólf mánuði boðið hærri innlánsvexti en aðrir bankar hér á landi og hefur munurinn í ákveðnum tilvikum og á ákveðnum tímapunktum verið um- talsverður. Sem dæmi má nefna að vextir á 10 milljóna innlánsreikningi í s24 eru nú 4,75 prósent og 4,35 prósent í Byr, en 4,0 prósent í MP banka og 3,90 í Íslandsbanka. Á hundrað milljóna króna inn- lánum eru vextir s24 nú 5,35 pró- sent og Byrs 5,22 prósent en vextir MP eru 4,75 prósent og Íslands- banka 4,50 prósent. Munurinn á vöxtum s24 og vöxtum stóru bank- anna þriggja hefur verið vel yfir heilu prósentustigi á stundum. Samkvæmt tölum frá Keldunni hafa vextir á innlánsreikningum s24 og Byrs verið hæstir þegar skoð- aðar eru tölur frá október 2009, jan- úar 2010, júlí 2010 og í dag, með einni undantekningu. Vextir á 10 milljóna króna innstæðureikningi voru 5,40 prósent í MP í júlí á þessu ári, en 5,35 prósent í Byr. Vextir s24 voru hins vegar enn hærri, eða 5,70 prósent. Björgunin kostar sitt Ekki eru til nýjar tölur um innlán í Byr og s24, en á hrunárinu 2008 tvöfölduðust innlán í samstæðunni og fóru úr 81 milljarði í 151 milljarð króna. Ef gert er ráð fyrir því að fjár- hæð innlána í Byr-samstæðunni hafi fylgt sömu þróun og innlán almennt í bankakerfinu eru þau um þessar mundir tæpir 140 milljarðar króna, en í ljósi þess að vextir á innlánum sparisjóðsins hafa verið hærri en í öðrum innlánsstofnunum er líklegra en ekki að sú fjárhæð sé varlega áætluð. Í síðustu viku var greint frá því að búið væri að ganga frá eign- arhaldi á Byr, sem m.a. mun fela í sér fimm milljarða króna lánveit- ingu ríkissjóðs til sparisjóðsins, en miðað við spá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins mun björgun Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur kosta að minnsta kosti um 20-25 milljarða króna. Byr hefur safnað innlánum með áðurnefndum vaxtakjörum og með því að auglýsa, m.a. á vefsíðu s24 að innlán í bankanum séu „100% örugg eins og aðrar innstæður í banka- kerfinu“. Er bankinn, sem ríkið neyddist til að bjarga með ærnum kostnaði, því stærri en ella hefði verið. Söfnuðu innlánum með metvöxtum Morgunblaðið/Kristinn Innlánasöfnun Hlutfall innlána í Byr-samstæðunni af heildarinnlánum í ís- lenska bankakerfinu fór úr 3,2 prósentum í 8,9 prósent á einu ári.  Vextir á innláns- reikningum í Byr hafa verið hærri en í öðrum bönkum Innlán í Byr » Almenn innlán og innlán frá fjármálastofnunum hjá Byr námu 81 milljarði í árslok 2007, eða 62 prósentum af heildarskuldum sparisjóðsins. » Í árslok 2008 voru innlánin orðin 151 milljarður króna og 64 prósent af heildarskuldum sjóðs- ins. » Í árslok 2007 voru innlán Byrs um 3,2 prósent af heildar- innlánum í íslenska bankakerfinu. » Í árslok 2008 voru innlán Byrs um 8,9 prósent af heildar- innlánum á Íslandi. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Ungversk stjórnvöld hyggjast leggja sérstakan neyð- arskatt á fyrirtæki í orkuiðnaði, verslun og fjarskipti á meðan tekjuskattur verður lækkaður með breytingum sem fela í sér flatan 16% skatt. Auk þessa ætla stjórn- völd að frysta greiðslur til einkarekinna lífeyrissjóða fram til loka næsta árs. Með þessu vilja stjórnvöld reyna að koma böndum á fjárlagahallann án þess að þurfa að grípa til frekari nið- urskurðaraðgerða og örva hagvöxt með skattalækk- unum. Um er að ræða hluta af efnahagsáætlun ríkisstjórnar Viktor Orban en Fidesz-flokkur hans tryggði sér traust- an meirihluta á þingi í kosningunum í apríl í krafti lof- orða um skattalækkanir og atvinnuuppbyggingu í stað niðurskurðar. Ungverjaland er eitt þeirra Evrópuríkja sem þurftu að leita aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum vegna alþjóðafjármálakreppunnar á sínum tíma. Hinsvegar hefur samstarfið við sjóðinn gengið brösulega. Sjóðurinn hefur, ásamt Evrópusambandinu, sem stóð einnig að neyðarlánveitingum til landsins, lagst gegn sumum aðgerðum stjórnvalda í ríkisfjármálum. Ekki síst gegn sérstökum bankaskatti sem var lagður á fyrr á þessu ári. Stór hluti bankakerfis landsins er í eigu erlendra fjárfesta og það sama gildir um stærstan hlut þeirra fyrirtækja sem hin nýi neyðarskattur mun leggj- ast á. Skatturinn á að gilda í þrjú ár. Sérfræðingar telja að skatturinn muni tryggja að stjórnvöld nái takmörkum sínum í ríkisrekstrinum í ár og á næsta ári. Hinsvegar er óttast að hann muni hamla hagvexti og auka á verðbólgu þar sem fyrirtækin muni velta skattinum áfram yfir á neytendur. Auk þess er ótt- ast að þessi aðgerð kunni að fæla frá erlenda fjárfestingu í Ungverjalandi. Erlend fyrirtæki skattlögð og tekjuskattur lækkaður Reuters Nýjar leiðir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverja- lands, boðar skattabreytingar.  Ungversk stjórnvöld leggja á sérstakan neyðarskatt                                           !"# $% " &'( )* '$* +++,-+ +..,+ +/0,1+ 1/,.22 +0,/-0 +3,.+ ++3,4 +,4.+. +.5,+5 +55,/- +++,32 +..,54 +/0,54 1/,2-0 +0,+/5 +3,.50 ++3,31 +,4.5. +.5,3. +55,-. 1/3,./-5 +++,05 +..,03 +/0,25 1/,0+ +0,+3+ +3,2/2 ++3,0- +,4.0. +.3,+0 +55,0 Seðlabanki Suður-Kóreu íhugar nú að breyta samsetningu varaforða síns og leggja meiri áherslu á gull á kostnað Bandaríkjadollars. Suður-Kórea er með fimmta stærsta gjaldeyris- varaforða í heiminum, en dollarinn vegur mjög þungt í forðanum og bankinn á tiltölulega lítið af gulli. Gull er um 0,2 prósent af 290 milljarða dala stórum forða, sem þýðir að bank- inn á um 14 tonn af gulli. Meðalhlut- fall gulls í sjóðum seðlabanka í heim- inum er um 10 prósent. Fari suðurkóreski seðlabankinn af einhverjum krafti inn á gullmark- aðinn gæti það þrýst gullverði enn hærra upp á við, en fleiri Asíuríki hafa verið að kaupa gull upp á síðkastið. Kína, Indland, Taíland og Bangladess hafa öll verið að kaupa gull og þá hafa evrópskir seðlabankar ákveðið að hætta að selja gull. Á hverju ári frá 1988 hafa evrópskir seðlabankar selt meira af gulli en þeir hafa keypt, en þeirri þróun á að snúa við nú. Heimsmarkaðsverð á gulli setti nýtt met í síðustu viku, þegar únsan fór í 1.387 dali og þá hefur silfurverð ekki verið hærra í áratugi. Það má rekja til væntinga um að ríkisstjórnir víða um heim prenti peninga í aukn- um mæli, til að borga skuldir vegna hallarekstrar ríkissjóða og fella gengi myntanna til að styðja við útflutnings- greinar. S-Kórea vill auka við gullforðann  Vill minnka vægi dollars í forða Gull Hækkar á kostnað pappírs- gjaldmiðla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.