Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010
✝ Ása Sólveig Þor-steinsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 24.
október 1947. Hún
lést á krabbameins-
lækningadeild Land-
spítalans við Hring-
braut 11. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorsteinn Jónsson
verkamaður, f. 6.
ágúst 1917, d. 6. júlí
1980, og Áslaug Ein-
arsdóttir verkakona,
f. 17. desember 1920,
d. 24. nóvember 1994. Systkini Ásu
eru Jónína, Einar og Sigurlaug.
Ása giftist Guðmundi Rúnari
Bjarnleifssyni járnsmið 3. október
1969, hann lést 6. september 2000.
Foreldrar hans voru Bjarnleifur
Bjarnleifsson ljósmyndari, f. 21.
mars 1915, d. 6. mars 1987, og
María Guðbjörg Jóhannesdóttir
húsmóðir, f. 21. janúar 1920, d. 4.
september 2000.
Börn Ásu og Guð-
mundar eru María, f.
1969, maki Guð-
mundur Valur Sæv-
arsson, Áslaug, f.
1971, og Guðlaugur,
f. 1976, maki Þórey
Birgisdóttir. Barna-
börnin eru átta.
Ása vann ýmis
störf, fór til Dan-
merkur 1966 og
starfaði um eins árs
skeið á hótel
D’Angleterre. Síðan
vann hún við ræstingar í Vef-
aranum og Tónmenntaskóla
Reykjavíkur. Einnig starfaði hún
hjá Almenna bókafélaginu en frá
1987 starfaði hún hjá Bún-
aðarbanka Íslands, síðar Ar-
ionbanki, til dauðadags.
Útför Ásu Sólveigar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 19. októ-
ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Með þessum orðum kveðjum við
þig, elsku mamma og amma. Takk
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
( Þórunn Sigurðard.)
Áslaug, Helga Kristín, Sól-
veig Rún og Sveinn Rúnar.
Elsku mamma, nú hafa leiðir skil-
ist í bili, við sem eftir sitjum eigum
fullt hús gleðilegra minnninga um
þig, ferðir til fjarlægra landa sem og
innanlands sem við munum alltaf
geyma í huga okkar, því þú gast nú
heldur betur verið fjörkálfur á góðum
stundum. Þú attir kappi við erfiðan
sjúkdóm sem þú varðst að láta undan
að lokum, þinn styrkur í þeirri bar-
áttu gaf okkur mikið og hjálpar okkur
í þeirri miklu sorg sem við upplifum
nú.
Ég veit að þú ert á góðum stað
núna og fylgist með okkur úr fjar-
lægð ásamt honum pabba og megir
þú hvíla í friði.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Guðlaugur Guðmundsson.
Elsku amma.
Þú sem varst okkur svo kær, við
hefðum viljað hafa þig lengur, en þú
gast það ekki, en nú líður þér vel. Þú
varst svo blíð og góð og okkur þykir
vænt um þann tíma sem við fengum
með þér.
Það eru margar minningarnar sem
við eigum með þér sem við getum
rifjað upp og hlegið að. Eitt sinn sváf-
um við öll saman í rúminu hjá
mömmu og pabba þegar þú varst að
passa okkur og dekra við okkur eins
og þú gerðir alltaf. Þú áttir alltaf
gotterí í skápnum og frostpinna sem
við nutum í hvert skipti sem við kom-
um í heimsókn. Við fórum nokkrum
sinnum á ströndina með þér þar sem
þú lást í sólbaði og baðaðir þig í sól-
inni, keyptir ís og fylgdist með þegar
við brunuðum niður vatnsrennibraut-
irnar.
Elías og Tanja Guðlaugsbörn.
Í dag kveðjum við elskulega vin-
konu.
Það var okkur mikið reiðarslag
þegar við fréttum að Ása væri fallin
frá.
Við kynntumst Ásu fyrst í ferð
okkar vinkvennanna til Prag, þá kom
hún í ferðina með Sillu systur sinni.
Ása féll strax vel inn í hópinn, enda
var hún einstaklega ljúf kona. Í þeirri
ferð fengum við að fagna með henni
55 ára afmælinu.
Eftir þessa ferð tilheyrði Ása
hópnum okkar og er margs að minn-
ast, t.d. sumarbústaðaferðanna okkar
í Eyrarskóg á hverju vori, allra dek-
urferðanna á haustin og okkar ár-
vissa jólarölts, svo eitthvað sé nefnt.
Ása var einstaklega traust,
skemmtileg og góður félagi. Stórt
skarð hefur nú verið höggvið í okkar
vinahóp og verður Ásu sárt saknað.
Við sendum fjölskyldu Ásu samúð-
arkveðju.
Elín, Hildur og Þóra Hrönn.
Nú hefur elskuleg vinkona okkar
Ása Sólveig kvatt þetta líf eftir erfið
veikindi. Með þessum línum viljum
við þakka henni fyrir samfylgdina.
Hún var vinnufélagi okkar í Selja-
útibúi og við fyrstu kynni kom strax í
ljós hverja mannkosti hún bar.
Ása var hrein og bein í samskipt-
um, hún sinnti starfi sínu af alúð,
virðingu og mikilli samviskusemi.
Okkur vinnufélögum sínum var hún
góður vinur, vinátta sem þróaðist og
styrktist með árunum og ofin var úr
sterkum þráðum.
Ása tók veikindum sínum með
æðruleysi en háði baráttuna við
krabbameinið af fullum krafti og með
sterkum lífsanda, studd af elskulegri
fjölskyldu sinni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ástvinum öllum vottum við okkar
dýpstu samúð. Blessuð sé minning
Ásu Sólveigar.
Gerður, Hjördís, Jóhanna,
Kristín, Matthildur og Oddrún
Ása mín, nú er baráttu þinni lokið
við erfiðan sjúkdóm sem þú áttir í
harðri baráttu við og ætlaðir að sigr-
ast á. Okkur Helga langar í örfáum
orðum til þess að kveðja þig.
Kærar þakkir fyrir góða vináttu í
gegnum árin. Góðar og skemmtilegar
stundir eins og á tónleikum eða í
heimsóknum til þín þar sem þú tókst
vel á móti okkur verða seint fullþakk-
aðar. Einnig er ferðalag sem við fór-
um saman í til Ítalíu ofarlega í huga
þar sem við áttum saman skemmti-
legar stundir. Ég kem til með að
sakna samtala okkar í síma eða yfir
kaffibolla um ýmis mál eins og þjóð-
málin og barnabörnin okkar. Hvíl í
friði.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þín vinkona,
Sigríður Jóhannsdóttir.
Ég kveð Ásu vinkonu mína með tár
í augum og trega í hjarta. Þegar ein-
hver fellur frá sem hefur verið sam-
ferða í gegn um lífið, kemur jafnan
margt upp í hugann. Þessar línur eru
ekki skrifaðar í þeim tilgangi að segja
ævisögu Ásu, heldur sem þakklæti
fyrir samfylgdina. Það að eitt sinn
skal hver deyja er næstum því það
eina sem við vitum að bíður okkar
allra. Hvað annað bíður okkar á
morgun vitum við ekki, því allt er
breytingum háð og enginn veit hve-
nær hinsta kallið kemur. Kallið sem
Ása Sólveig
Þorsteinsdóttir✝Eiginkona mín,
KRISTBORG BENEDIKTSDÓTTIR,
Miðleiti 5,
lést sunnudaginn 17. október.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kristján Oddsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
LÁRUS HVAMMDAL FINNBOGASON,
Ársölum 1,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans Landakoti fimmtu-
daginn 14. október.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
22. október kl. 13.00.
Úlla Marteinsdóttir,
Finnbogi Hvammdal Lárusson, Íris Guðlaugsdóttir,
Kristrún Dahl, John Dahl,
Elva María Neraasen,
Ágústa Lárusdóttir, Kjell Paulsen,
Margrét Lárusdóttir, Jóhann Halldórsson
og barnabörn.
✝
Ástkær sambýliskona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir, systir, mágkona og amma,
HELENA GERÐA ÓSKARSDÓTTIR,
til heimilis að,
Suðurbraut 6,
Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
aðfaranótt laugardagsins 16. október.
Útförin fer fram frá Hafnafjarðarkirkju föstudaginn
22. október kl. 13.00.
Helgi Sæmundsson,
Óskar Hafberg Þorgilsson,
Kristinn H. Þorgrímsson, Svava Guðbjörg Georgsdóttir,
Eva Ósk Þorgrímsdóttir, Sturla Hilmarsson,
Sæbjörg Helga Helgadóttir,
Róbert Óskarsson, Björg Elíasdóttir,
Jóhann Óskarsson, Gíslný Guðbjörnsdóttir,
Georg Óskarsson, Elva Traustadóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
✝
RUNÓLFUR SÆMUNDSSON,
Olli
frá Vík í Mýrdal,
lést fimmtudaginn 14. október.
Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
30. október kl. 14.00.
Sigríður Karlsdóttir og fjölskylda.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRHALLUR FILIPPUSSON,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
sunnudaginn 17. október. Útför hans fer fram frá
Sauðárkrókskirkju föstudaginn 22. október
kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélag Skagafjarðar.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Anna Pálína Þórðardóttir,
Ólöf Þórhallsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson,
Þórunn Oddný Þórhallsdóttir,
Filippus Þórhallsson,
Dagbjört Kristín Þórhallsdóttir, Benjamín Gunnarsson,
Kristín Þóra Þórhallsdóttir, Nicholas Stagg,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR,
Skólabraut 2,
Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn
16. október.
Hún verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju mánu-
daginn 25. október kl. 13.00.
Sigmundur Friðriksson,
Sveinn Sigmundsson, Anna Másdóttir,
Lína Björk Sigmundsdóttir, Bjarni Guðmundsson,
Kolbeinn Sigmundsson, Hólmfríður Halldórsdóttir,
Árdís Sigmundsdóttir, Ómar Grétarsson,
Svavar Sigmundsson, Áslaug Magnúsdóttir,
Daníel Sigmundsson, Linda Mjöll Stefánsdóttir,
Þröstur Sigmundsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ENGILBERT ÞÓRARINSSON,
Austurmýri 15,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Ljósheimum,
föstudaginn 15. október.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
23. október kl. 13.30.
Helga Frímannsdóttir,
Jóna Kristín Engilbertsdóttir, Guðfinnur Karlsson,
Heiðar Snær Engilbertsson, Barbara Ósk Ólafsdóttir,
Dagný Engilbertsdóttir, Brynjar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.