Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 28
28 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Start Art-hópurinn, listakonur sem stóðu fyrir samnefndu gall- eríi við Laugaveg, kynna bók sem nefnist Laugavegurinn á Kjarvalsstöðum í hádeginu í dag, þriðjudaginn 19. október. Dagskráin hefst klukkan 12.30. Í bókinni er fjallað um sögu þvottalauganna og listaverk sem gerð voru út frá laugunum og sýnd í Start Art vorið 2009, í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Þá var líka farin gangan Lauga Veg- urinn, með fjölmörgum gjörningum og listrænum uppákomum, en göngunni eru gerð glæsileg skil í bókinni í myndum kunnra ljósmyndara. Bókin verður til sölu á kynningarverði. Bækur Kynna bókina Laugavegurinn Einn gjörninganna í bókinni. Út er komin á ný bókin Mann- líf við Sund - býlin, byggðin og borgin, eftir Þorgrím Gests- son. Hún kom upphaflega út árið 1998 en hefur verið ófáan- leg í nokkur ár. Í Mannlífi við Sund er sögð saga hinnar fornu Laugarnes- jarðar frá landnámi til ársins 1930. Laugarnes var í upphafi næsta jörð fyrir austan hina fornu Reykjavík, eða Vík, og náði þvert yfir Seltjarnarnes, milli Viðeyjarsunds og Fossvogs. Mannlíf við Sund er til sölu í bókabúð Hins ís- lenska bókmenntafélags, hjá Sögufélaginu í Fisc- hersundi og hjá höfundi. Bækur Mannlíf við Sund endurútgefin Þorgrímur Gestsson Borgarskipulagshópur Sam- taka um bíllausan lífsstíl held- ur sitt sjöunda kvikmyndasýn- ingarkvöld á Kaffibarnum, Bergstaðastræti 1, í kvöld, þriðjudaginn 19. október. Hefst sýningin klukkan 20.30. Að þessu sinni verður sýnd kvikmyndin The End of Sub- urbia - Oil Depletion and The Collapse of the American Dream. Leikstjóri er Gregory Greene. Myndin hefur unnið til fjölda viðurkenn- inga. Sýningarstjóri er Orri Gunnarsson skipu- lagsfræðingur. Aðgangur að kvikmyndasýningunni er ókeypis og allir boðnir velkomnir. Kvikmyndir Bíllaus lífsstíll og bíósýning Myndin er sýnd á Kaffibarnum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Síðustu mánuði hefur Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari verið uppteknari en nokkurn tím- ann fyrr, við sýningahald, skipulagningu sýninga og uppsetningu útilistaverka. Steinunn hefur tek- ið þátt í samsýningu og tveimur listkaupstefnum á vesturströnd Bandaríkjanna, sýning með verkum hennar hefur verið á flakki um Bandaríkin og var opnuð á austurströndinni í haust, auk sýningar sem hún heldur um sköpunarferli útiverka, og hún tók þátt í athyglisverðri sýningu í Svíþjóð. Þá er framundan þátttaka í listkaupstefnu í Istanbul, afhjúpun á verki í Skotlandi og uppsetning á stórri innsetningu í hjarta New York-borgar. „Síðustu árin hafa verið annasöm, og ekki síst þetta ár. Þetta er eins og snjóbolti sem hleður ut- an á sig,“ segir Steinunn þegar hún er spurð út í allt þetta sýningahald ytra. Eftir að hafa starfað í 15 ár með virtu galleríi í London, Osborne Samu- el, er hún nú einnig komin á mála hjá Scott White Contemporary, kunnu galleríi í Bandaríkjunum og sýndi hjá því í sumar, í San Diego. „Svo hefur heil útiverkasýning frá mér verið á flandri um Bandaríkin síðustu þrjú ár, Horizons kallast hún. Á henni eru tólf verk. Hún var opnuð í safni í New York-ríki sumarið 2007, fór þaðan til Tennessee, þaðan til Texas, þá í skúlptúrgarð suð- ur af Chicago og nú er hún í Pennsylvaníu. Næst fer sýningin til Georgia Art Museum, en verið er að enduropna það safn eftir stækkun og verður þetta fyrsta sýningin í nýjum skúlptúrgarði safns- ins,“ segir Steinunn. Hún segir að það fari talsvert mikill tími í skrif- stofuvinnu hjá sér, eins og skipulagningu þess að senda verkin frá sér til annarra landa, auk þess sem tími fari í ferðalög sem tengjast sýningum. „Stundum er erfitt að finna tíma til að einbeita sér að nýjum verkum en ég verð bara að gera það. Það væri ekkert mjög gaman að þessu ef ég næði ekki að halda áfram að skapa og þróa ný verk.“ Steinunn segir að mikil handavinna og tími liggi að baki hverju verki. „Þetta er langt ferli. Ég bý sjálf til frummynd- ina, oftast úr gipsi. Frummyndirnar fara í málm- steypu sem aðrir sjá um en síðan er heilmikil eft- irvinnsla, því ég vinn iðulega eitthvað í verkin eftir að þau eru steypt. Hvert verk er iðulega margra mánaða ferli.“ 28 fígúrur á Dag Hammarskjöld Plaza Steinunn var einn átta skúlptúrista sem sýndu á eynni Tjörn skammt frá Gautaborg í Svíþjóð í sumar, ásamt m.a. þeim Tony Cragg, Ursulu van Rydingsvard og Jitish Kallat. Þar sýndi hún verk- ið Landamæri, þar sem fjórtán fígúrur úr járni og áli kölluðust á yfir fornar grafir sem þar eru. „Í mars verður sú innsetning, í stærri mynd, alls líklega 28 fígúrur, settar upp á Dag Hamm- arskjöld Plaza skammt frá höfuðstöðvum Samein- uðu þjóðanna í New York,“ segir Steinunn. „Það er mjög spennandi verkefni, unnið í samvinnu við almenningsgarða borgarinnar. Það er mikil fram- kvæmd en ég var þar úti fyrir viku og nú er búið að negla þetta nánast allt niður.“ Hver telur Steinunn að sé ástæða þess að Bandaríkjamenn falla svo rækilega fyrir verkunum? „Ég veit það nú ekki alveg en sumir þeirra segja að bandarískir listamenn myndu aldrei gera verk eins og þessi, þeim finnst vera í þeim sérstakur norrænn þráður sem þeir hrífast af. Svo eru þetta fígúratíf verk og mörgum finnst það spennandi, en í fígúratífri list er nauðsynlegt að hafa skáldskapinn með sér.“ Ljósmynd/Mike Boatman Fylgst með sjóndeildarhringnum Hluti af sýningu Steinunnar Þórarinsdóttur, Horizons, við Muhlenberg College í Pennsylvaniu. Setur upp verk nærri húsi Sameinuðu þjóðanna  Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari er önnum kafin við sýningahald Mannanöfn og örnefni verða skrif- uð með íslenskri stafsetningu í nýrri þýðingu á þýsku á Íslend- ingasögunum, sem gefa á út í til- efni af því að Ísland verður í önd- vegi á bókamessunni í Frankfurt á næsta ári. Fjallað var um hinar nýju þýð- ingar undir fyrirsögninni „Heims- bókmenntir frá eldfjallaeyjunni“ á heilli opnu í sunnudagsblaði Frankfurter Allgemeine Zeitung fyrir viku. Þar er fjallað um hina íslensku menningararfleifð og seg- ir höfundurinn, Tilman Spreckel- sen, að án hennar væru bæði óp- erur Richards Wagners og Hringadróttinssaga J.R.R. Tolki- ens óhugsandi. Rætt er við Klaus Böldl, pró- fessor í skandinavískum miðalda- fræðum og einn af umsjónar- mönnum nýju sagnaþýðinganna. Þar segir hann að ákveðnar hafi verið reglur um ritun nafna: „Okk- ar útgáfa er sú fyrsta, sem heldur hinum sérstöku íslensku táknum – það gengur á okkar dögum vegna þess að íslenskar bækur eru nú orðnar svo útbreiddar að lesendur láta slík tákn ekki lengur fara í taugarnar á sér.“ Stafsett á íslensku Nöfn halda sér í þýskri þýðingu Uppsláttur Sagnaarfur á opnu. Hvað getur maður gert þegar maður fær þriðju plötu snillingsins Ró- berts Arnar Hjálmtýssonar 31 » Steinunn fær talsvert af pöntunum á verkum fyrir tiltekna staði og hefur einnig sigrað í mörgum samkeppnum um útilistaverk. „Þannig verður í nóvember afhjúpað úti- listaverk í Aberdeen í Skotlandi sem var pantað hjá mér af háskólanum þar í borg en undirbúningur fyrir það hefur staðið síðan 2008,“ segir Steinunn. Mér finnst mjög gaman að fá slíkan pant- anir, því þær opna oft nýja glugga fyrir mig, en þá er verið að vinna inn í ákveðin rými; það er ljúf skylda að takast á við það. Stundum hef ég gert innsetningar sem ég hef dreift um stærra svæði með nokkrum verk- um. Það hefur verið mjög áhuga- vert.“ Steinunn er með í ráðum þeg- ar útilistaverk hennar eru sett upp, enda fer það mikið eftir umhverfinu hvernig verkin taka sig út. „Horizons-sýningin sem ferðast nú um Bandaríkin er mjög mismunandi eftir sýningarstöðum. Við Chicago urðu fígúrurnar viðkvæmnis- legar í opnum garði en í Texas voru þær í grasagarði og leituðu í skuggann.“ „Opna oft nýja glugga fyrir mig“ TALSVERT UM AÐ VERK SÉU PÖNTUÐ Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari. Þau mistök urðu við birtingu á um- sögn Guðmundar Brynjólfssonar um leiksýninguna Finnska hestinn í Þjóðleikhúsinu í gær, að fyrirsögn breyttist. Rétt fyrirsögn átti að vera: „Fimm stjörnu Ólafía Hrönn í brokkgengum finnskum hesti“. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. LEIÐRÉTT Fimm stjörnu Ólafía Hrönn …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.