Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 32
og hefur eitthvert ótrúlegt lag á að rífa alla tónleikagesti með sér í stuð. Eftir örlitla upphitun, sem hann kall- aði hljóðprufu sem var í raun hallær- isleg tónlist frá tíunda áratugnum, bað hann alla tónleikagesti um að rétta hendur upp í loft og benda til jarðar. Næst bað hann alla um að beygja sig niður í þá átt sem þau bentu . Þá bað hann alla um að benda á hvern þann sem ekki beygði sig, til að tryggja þátttöku allra tónleika- gesta enda vildi enginn sæta þeirri niðurlægingu að vera sá sem allir bentu á. Dan Deacon talaði nánast meira en hann spilaði tónlist enda tókst honum að fá allan salinn til að dansa þrátt fyrir að hver einasta manneskja í salnum væri örmagna eftir fjögurra daga átök Airwaves hátíðarinnar. Keppt í dansi Eftir stórskemmtilega byrjun, sem ég hélt að væri bara til að koma fólki í gírinn, tók Dan Deacon upp á því að efna til danskeppni. Hann skoraði fyrst á tvo gesti salarins í danseinvígi áður en hann valdi fleira fólk af handahófi, sem flest virtist til í að láta FRÁ AIRWAVES Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Fjórir dagar liðnir af taumlausu tóna- flóði og stanslausu stuði. Flestallir hátíðargestirnir úrvinda eftir vel heppnaða hátíð. Engu að síður var mikil stemmning á lokakvöldi Airwaves á sunnudag. Sunnudagskvöldið var ekki jafn umfangsmikið og hin kvöldin en tón- leikarnir voru haldnir á tveimur skemmtistöðum. Ég mætti klukkan tíu á Nösu. Hinn bandaríski Dan Deacon var að byrja. Hann virtist vera öllu frjálslyndari en aðrar stjörnur sem spiluðu á Airwa- ves hátíðinni. Þó svo að Nasa væri troðfull af fólki kom hann sér ekki fyrir á sviðinu heldur á miðju gólfi. Hann vildi greinilega vera innan um tónleikagesti enda eflaust öllu skemmtilegra að standa sjálfur í þvögunni en að hírast einn uppi á sviði. Örmagna en í miklu stuði Ég held mikið upp á Dan Deacon. Hann er fullur af orku og útgeislun hafa sig að fífli, til að dansa hvað gegn öðru. Ég held að ég hafi alveg örugg- lega skilið hann rétt þegar hann bað einn gestinn um að dansa „eins og þú vildir að bíómyndin Avatar hefði ver- ið gerð“. Stórfurðulegt en mjög skemmti- legt. Ég hlakka til að sjá Dan Deacon aftur. Næst leit ég við á Venue en þar spiluðu Borko, Búdrýgindi og Hjal- talín. Reyndar skildist mér síðar að þeir tónleikar væru ekki á vegum Airwaves en þeir voru engu að síður mjög skemmtilegir. Það vita líka allir sem hafa séð Búdrýgindi á tónleikum að þegar þeir stíga af sviði má ekki finna þurran þráð í húsinu. Þeir eru alveg ótrúlega þéttir enda var hljóm- sveitin stofnuð þegar þeir útskrif- uðust úr leikskóla. Kröftugur eftirskjálfti Airwaves Morgunblaðið/Ernir Niður Dan Deacon fékk alla til að beygja sig niður í gólf til að hita tónleikagesti upp fyrir tónleika sína á Nösu.  Dan Deacon heillaði salinn og hélt uppi miklu stuði á Nösu með mjög frumlegum uppátækjum sínum 32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 „GEÐVEIKISLEGA FYNDIN“ - SHAWN EDWARDS, FOX-TV FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminnilega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI HHHH - SJÁÐU/STÖÐ 2 HHHH „BESTA MYND SINNAR TEGUNDAR Á KLAKANUM OG HIKLAUST EIN AF BETRI ÍSLENSKUM MYNDUM SEM ÉG HEF SÉÐ.“ - T.V. - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 650 650 kr. Tilboðil HHHH - H.S. MBL HHHH „FRAMVINDAN SVO ÁREYNSLU- LAUS OG SKEMMTILEG AÐ ÁHORFANDINN GLEYMIR SÉR.“ - R.E. FBL BESTA SKEMMTUNIN ÓRÓI kl.5:50-8-10:20 10 FURRYVENGEANCE kl.6 -8 L THETOWN kl.6 -8-10:40 16 DINNERFORSCHMUCKS kl.5:40-8-10:20 7 THETOWN kl.8 -10:40 VIP-LÚXUS GOINGTHEDISTANCE kl.8:30-10:40 L SOLOMONKANE kl.10:20 16 ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl.63D L SOLOMONKANE kl.5:40 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 THE TOWN kl. 8 - 10:40 16 FURRY VENGEANCE kl. 6 L ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA... kl. 63D L STEP UP 3 kl. 8 7 INCEPTION kl. 10:10 Sýnd í síðasta sinn 21. okt. 12 / KRINGLUNNI Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það hefur verið til siðs á Iceland Airwaves- hátíðinni að halda svokallað Bláa lóns „tsjill“- partí á laugardögum. Viðburðurinn er ætlaður allra framlægstu gestunum, veitir þeim færi á að hrista allra mesta volkið úr sér áður en lagt er í lokakvöld hátíðarinnar með tilheyrandi glaumi og gleðskap. Engin breyting var á þessari góðu venju í ár og fylltist lónið af mis- húðflúruðum tónlistaráhugamönnum með mis- mikla bauga undir augum. Eins og nærri má geta býður Lónið upp á einstaka upplifun; töfr- um slegið umhverfið, saman með hvítleiruðu fólki og dynjandi teknótónum byggði undir ljúfa og allsérstaka stemningu. Að vanda var það DJ Margeir sem stýrði teitinu en honum til halds og trausts var Daníel Ágúst sem söng nokkrar vel valdar nótur í hljóðnemann. Ljósmynd/Halldór Kolbeinsson Söngfugl Daníel Ágúst lét sig ekki vanta enda sundmaður mikill. Ljósmynd/Halldór Kolbeinsson Leirgyðja Margt býr í Lóninu einsog til dæmis þessi þokkagyðja. Loftbylgjur í Lóninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.