Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Skemmtilegt Þorbjörg æfir fullorðinsfimleika en hún er yfirþjálfari hjá fimleikadeild Glímufélagsins Ármanns. styrktaræfingum, þar sem er unnið með eigin þyngd og miðjustyrkingu, og svo er mikið teygt á. Þeir sem æfa fimleika verða léttari á sér og liðugri. Fullorð- insfimleikar eru við allra hæfi, sumir eru að vinna í sínum koll- hnís og aðrir í helj- arstökki. Það er ótrú- legt hvað fólk nær miklum framförum í kollhnísnum. Það eru unnir miklir sigr- ar í tímum,“ segir Þorbjörg og hlær. „Þetta er líka mjög fínn félagsskapur og mikið hlegið í tímum. Maður er svolítið hallær- islegur stundum og það er bara gaman. Það er líka svo gaman að vera í hóp og með þjálfara. Það er enginn of gamall eða of lélegur til að æfa fullorðinsfimleika og það þarf ekki að kunna neitt til að byrja,“ segir Þorbjörg hvetjandi að lokum. DAGLEGT LÍF 11Hreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 n o a t u n . i s 900 G Fljótlegt og gott í Nóatúni ÝSA Í RASPI KR./KG 1199 FRÖNSK SMÁBRAUÐ 179 KR./PK. CAVENDISH FRANSKAR 3 TEGUNDIR 549 KR./PK. HUNT’S TÓMATSÓSA SQUEEZE KR./STK. 299 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl 30% afsláttur 25% afsláttur 1598 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI ALI BJÚGU KR./KG 539 773 Það er ekki nýr sannleikur að hollt mataræði hefur mikið að segja, bæði til að halda sér í ágætis formi en líka bara til að vera heilbrigður og líða vel. Auðvitað er misjafnt hvað hentar hverjum og einum en yfirleitt er mælt með því að borða frekar minna og oftar yfir daginn. Fá sér t.d. stað- góðan morgunverð og svo smá morgunhressingu áður en kemur að hádegismatnum. Á þennan hátt helst blóðsykurinn í jafnvægi og það getur líka dregið úr vöðvabólgu að borða reglulega og hreyfa sig til að blóðið komist á hreyfingu og allt kerfið fari ekki í einn hnút. Það er líka mjög vont að vera orðinn glorsoltinn seinnipartinn þegar komið er heim úr vinnu. Þá er nefnilega stundum of freistandi að seilast í eitthvað sætt. Sterkt en ekki of salt Þó þú ætlir að borða hollan mat er ekkert sem segir að hann þurfi að vera óspennandi eða bragðlaus. Reyndu að krydda matinn frekar með ferskum jurtum og góðu, salt- lausu kryddi og halda þig frá því að salta matinn of mikið. Þetta er líka bara spurning um vana því bragð- laukarnir venjast mjög fljótt á saltan mat. Þannig getur manni smám sam- an fundist minna saltur matur óspennandi og bragðlaus. Í dag nota margar þjóðir allt að tvisvar sinnum meira af salti en mælt er með á hverjum degi. Miðað er við fimm grömm af salti á dag en í flestum osti, skyndibita, snakki og fleiru er nokkuð mikið salt. Þá daga sem slíkt er borðað er því gott að fá sér mjólk- urvörur, ávexti og grænmeti til að vega upp á móti. Best að fara sér hægt Ef þú ætlar að skipta yfir í hollara mataræði er mikilvægt að fara hægt af stað. Líttu á morgun- og hádegis- verðinn sem nauðsynlega uppfyll- ingu fyrir líkamann sem gefur þér kraft út í daginn. Njóttu þess svo frekar að borða kvöldmatinn, enda er hann oft samfélagsleg athöfn sem vert er að njóta. Reyndu samt að borða frekar hollan mat á kvöldin og elda helst sjálf/ur. Þannig veistu betur hvað er í máltíðinni. Reyndu eins og þú getur að borða hrátt grænmeti og ávexti og hafa alltaf nóg af salati á disknum. Síðan má ekki gleyma því að leyfa sér öðru hverju nammidag. Ef þú borðar nammi á hverjum degi er best að trappa sig niður smám saman og leyfa sér kannski nammi einu sinni í viku og svo um helgi. Að endingu er best að hafa bara einn nammidag í viku og velja vel það sem maður fær sér. Bakaðu uppáhaldskökuna þína eða kauptu dýra súkkulaðið sem þú kaupir sjaldan. Það munar um að gera vel við sig á nammideginum og verðlauna sig svolítið. maria@mbl.is Misjafnt hvað hentar hverjum og einum Hollusta Ávaxta- og grænmetishristingur er tilvalinn á milli mála. Mataræði sem hentar þér „Við sem æfðum fullorðinsfimleika hjá Ármanni í fyrra kepptum okkar á milli, á Grafalvarlega heimsmeistara- mótinu, og við stefnum á að vera með annað slíkt mót með vorinu. Það var aðeins keppt í eigin getu. Ég varð heimsmeistari í í sjötta þrepi þrjátíu ára og eldri. Það er fyrsta keppn- isþrepið hjá krökkunum, venjulega keppa 6-7 ára í því, en við vorum aðeins eldri. Svo voru veitt verðlaun fyrir besta búninginn og slík. Ármenningar voru einir á þessu móti í fyrra en fullorðinshópar annarra fimleikadeilda hafa sýnt áhuga á að vera með næst,“ segir Þorbjörg. Grafalvarlega heimsmeistaramótið FULLORÐINSFIMLEIKAR Fimleikar Það þarf ekki alltaf að taka þá alvarlega. „Snæddu morg- unverð eins og konungur, hádeg- isverð eins og prins og kvöld- verð eins og betl- ari.“ Svo hljóðar ein ráðleggingin úr bókinni Mataræði: Handbók um holl- ustu sem kom nýverið út hjá Sölku. Höfundur bókarinnar er Michael Pollan, baráttumaður fyrir hollu mat- aræði. Bókin inniheldur mikinn fróð- leik um innihaldsefni og samsetningu fæðunnar og hvernig hún hefur breyst í tímans rás. Pollan setur fram einfaldar og skýrar reglur um hvað ber að varast ef við viljum huga að heilsunni. Heilsa Handbók um hollustu Þeir sem vilja kynna sér fullorð- insfimleikana hjá Ármanni geta fundið upplýsingar á heimasíðu fé- lagsins: www.armenningar.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.