Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 ✝ María Ester Kjeldfæddist í Tjarn- arkoti í Innri- Njarðvík 2. mars 1932. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans, Landakoti, 8. október 2010. For- eldrar hennar voru þau Jóna Guðrún Finnbogadóttir frá Tjarnarkoti í Innri- Njarðvík, f. 28. sept- ember 1911, d. 14. nóvember 1994, og Jens Sófus Kjeld, frá Funningsbotni í Færeyjum, f. 13. október 1908, d. 2. október 1980. María var elsta barn þeirra Jónu Guðrúnar og Jens. Systkini hennar voru: Hanna, f. 16. desember 1933, Kristbjörg, f. 18. júní 1935, Matt- hías, f. 19. desember 1936, Finn- bogi, f. 25. október 1938, d. 8. febr- úar 1993, og Kristjana, f. 17. júlí 1944, d. 15. september 1984. María ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Funningsbotni í Færeyjum kennslu fyrir heyrnarlausa 1968. Að lokinni Noregsdvöl hóf hún störf við Heyrnleysingjaskólann og starfaði þar til ársins 1981. Jafn- framt því lauk hún B.ed. prófi frá Kennarháskóla Íslands og Cand. Paed. Spec. prófi frá Statens Hög- skola for spesialpedagogikk 1977. María lauk einnig starfsleikninámi fyrir stjórnendur frá Kennarahá- skóla Íslands 1990. Auk þessa starfaði María sem ráðgjafi, m.a. í Bjarkarhlíð, Kjarvalshúsi og hjá Dagvist barna. María var skóla- stjóri við Þjálfunarskóla ríkisins, síðar Fullorðinsfræðslu fatlaðra frá 1983-2002 María sat í stjórn Fóstrufélags Íslands í nokkur ár, m.a. sem formaður 1962-1963 og í stjórn Félags íslenskra sérkennara 1970-1985, formaður 1983-1985. Hún var félagi í Delta-Kappa- Gamma, félagi kvenna í fræðslu- störfum. Þá var hún virkur þátt- takandi í félagsstarfi Færeyinga á Íslandi, æfði og sýndi með þeim færeyskan dans. Hún ferðaðist víða og var mikill bókmenntaunnandi. Útför Maríu fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 19. október 2010, og hefst athöfnin kl. 14. fram á unglingsár og bast Færeyjum sterk- um böndum sem hún ræktaði til æviloka. Uppeldis- og fræðslu- mál voru Maríu alla tíð mjög hugleikin. Hún útskrifaðist frá Uppeldisskóla Sum- argjafar 1953 og starfaði ýmist sem fóstra eða for- stöðukona á dagvist- arheimilunum Bar- ónsborg, Grænuborg og Laufásborg á ár- unum 1953-1962, ásamt því að veita sumardvalarheimili DAS for- stöðu í nokkur sumur. María fór til náms í heyrnarfræði og heyrn- armælingum í Hörecentralen í Danmörku 1960 og hóf störf í kjöl- farið á heyrnardeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur þar sem hún starfaði til ársins 1967. Sama ár fór hún til Noregs og lauk prófi frá Statens special-lærerskole í Osló í almennri sérkennslu og Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Það er skrýtin tilfinning að setjast niður til að skrifa minningargrein um elskulega frænku sem hefur alla tíð verið hluti af lífi manns. Mig langar samt að gera það og þakka Möllu móðursystur minni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og verið mér í gegnum tíðina. Þegar ég var að alast upp var Malla frænka lengi vel í Osló við nám. Við skrifuðumst á og sögðum hvor ann- arri helstu fréttir. Þá var hún svo elskuleg að leyfa mér að hjálpa sér við smáviðvik við úrvinnslu á lokaritgerð- inni sinni auk þess sem ég fékk að pikka á rauðu ritvélina hennar sem mér fannst mikið spennandi gripur. Malla var alltaf í starfi sem manni fannst fremur framandi þar sem heimur þeirra sem minna mega sín var eitthvað sem maður vissi ekki mikið um. Hún gerði hvað hún gat til að kynna manni þennan heim og haustið 1992 var ég svo lánsöm að ég fékk vinnu sem skólaritari í Fullorð- insfræðslu fatlaðra. Þá hittumst við frænkurnar á hverjum degi og áttum gott samstarf. Við unnum svo saman til ársins 2000 að frátöldu einu ári þegar Malla tók sig upp og fór enn í nám. Færeyjar og frændgarðurinn þar átti mjög sterkar rætur í frænku minni. Árið 1998 var þar haldið ætt- armót sem Malla átti stóran þátt í að skipuleggja. Það var ýmislegt gert til að hafa uppi á frændfólki í Danmörku og finna upplýsingar sem á vantaði um frændfólk okkar til að gera ætt- artöluna sem ítarlegasta sem hún og varð. Við áttum svo yndislega daga í Færeyjum þar sem Malla fræddi okk- ur um margt úr æsku sinni sem við ekki vissum fyrir. Hún var svo sann- arlega í essinu sínu þarna. Síðustu ár var Malla þátttakandi í dansflokki sem sýndi færeyska dansa og það gaf henni mikið; að vera í færeyska bún- ingnum sínum sem hún bar bæði með stolti og glæsibrag, hitta Færeyinga og dansa þjóðdansana þeirra. Malla átti ekki mann og eignaðist ekki börn. Hún hafði mörgu að miðla og nutum við systkinabörn hennar þess og börnin okkar líka. Malla var oft staðgengill mömmu þegar hún fór til útlanda. Hún tók þetta starf sitt al- varlega og ekki vorum við nú alltaf sammála frænkurnar. Mér er minnisstætt þegar við Andrea vinkona mín vildum fara í úti- legu 14 ára gamlar sem henni fannst af og frá. Það endaði því með því að hún fór með okkur í Þórsmörk, reyndar gisti hún í skálanum en við vorum í tjaldi. Þetta var því góð leið sem farin var í það skiptið, allir fengu það sem þeir vildu. Skarð Möllu verður aldrei fyllt. Hún verður ávallt í minningunni og ég vil þakka henni enn og aftur fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og var mér. Hafðu þökk fyrir allt og allt, far þú í friði. Þín, Ásgerður (Ása.) Minning þín lifir og lýsir um veg af þínu kærleikans ástríki forðum en nú er hugur svo óljós og tunga svo treg að fátækleg verður þökkin með orðum. Við biðjum því Guð að gefa það allt þeirri sál sem að vildum við veita, því lífið er straumur, bæði gjöfult og valt, og þó gjarnan við vildum, því fæst ekki að breyta. Hvíl því í ró, í faðmi þess Guðs sem að gjafirnar gefur. (Rh.) Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért nú farin. Minning um ynd- islega og óeigingjarna vináttu sem aldrei brást mun lifa. Sá ómetanlegi fjársjóður sem slík umhyggja og kær- leikur er þeim sem njóta gleymist aldrei. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt það sem þú gafst okkur. Í gegnum tíðina varstu skjólið okkar þegar óveður lífsins hristi okkur. Það var heima hjá þér á Bjarkargötunni sem pabbi kvaddi þennan heim. Það kom ekki á óvart að það varst þú sem opn- aðir heimili þitt fyrir foreldrum okkar þegar pabbi hóf erfiða baráttu við sjúkdóminn sem lagði hann að velli. Þú lagðir þitt af mörkum til að styðja mömmu eftir fráfall hans og varst henni ekki bara fjölskylda heldur góð vinkona. Þegar veikindin náðu mömmu varstu enn og aftur skjólið okkar. Þú neitaðir að leyfa okkur að gefast upp og með húmorinn að vopni hjálpaðir þú okkur að sjá að það er til- gangur með lífinu. Þegar mamma hvarf á braut varstu þú oft á tíðum sú sem hvattir okkur til dáða og hjálp- aðir okkur mörgum hverjum að kom- ast til manns. Kímnigáfa þín var svo falleg. Gleðin þín var einlæg og smit- andi. Aldrei hallmæltir þú nokkrum einasta manni. Þér var sannarlega annt um þá sem minna máttu sín. Fegurð þín fólst ekki hvað síst í lát- leysi þínu, festu og einlægni. Þú fagn- aðir því smáa sem fáir beina sjónum að. Ekkert gladdi þig meira en að vita að okkur gengi vel og var það okkur hvatning til dáða. Þú varst og verður einstök. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Önnu Jónu og Finnboga Kjeld, Ragnhildur og Þóra Elísabet Kjeld. Ég hef alltaf verið stolt af því að bera nafnið hennar Maríu Kjeld, ömmusystur minnar. Framan af var hún aldrei annað en Malla amma í mínum huga, enda batt nafnið okkur sterkum böndum. Að sumu leyti tók hún að sér menningarlegt uppeldi mitt og kynnti mig m.a. fyrir tónlist Tchaikovsky, Grieg og Eivarar Páls- dóttur. Þegar ég eltist varð mér ljóst að Malla var engin venjuleg frænka heldur ungri konu frábær fyrirmynd. Hún var frumherji á sínu sviði, hafði valið sér starf sem hún unni, sótt sér þekkingu víða að og náð frama. Víð- sýni hennar, skilningur á aðstæðum annarra, hjálpsemi og gjafmildi verð- ur okkur leiðarljós þegar hennar nýt- ur ekki lengur við. Það er skrýtið að hugsa til þess að Malla frænka verði ekki lengur með okkur í fjölskylduboðum til þess að kíma góðlátlega að látunum í okkur krökkunum, spjalla við okkur sem jafningja og gefa hinu liðinu vísbend- ingar þegar spurningaleikurinn stendur sem hæst. Blessuð sé minning Möllu frænku minnar, María Mjöll. Elsku Malla. Núna þegar við kveðjum þig í síð- asta skipti minnumst við allra góðu samverustundanna með þér í gegnum lífið. Hvort sem það var á ættarmóti í Færeyjum eða á Ólympíuleikunum í Barcelona þar sem þú slóst í för með þér mikið yngra fólki á vit ævintýr- anna, þá var alltaf gaman. Þú varst alla tíð kletturinn í fjöl- skyldunni sem allir gátu leitað til. Þú hvattir stöðugt alla í kringum þig til góðra verka og ýttir undir unga fólkið að leita sér menntunar og vera víð- sýnt eins og þú sjálf varst. Það flæddi frá þér orkan til allra góðra verka, þú varst þessi samfélagsstólpi sem bind- ur saman gott og kærleiksríkt sam- félag. Stelpunum okkar varst þú þriðja amman, Stínu önnur tengdó og mér fóstran sem hélst í höndina og vísaðir veginn. Elsku Malla, minningin um þig á eftir að lifa í hjörtum okkar og ylja okkur um ókomin ár. Hafðu þúsund þakkir fyrir að hafa verið til. Jens, Kristín, Aðalheiður Kristbjörg og Kristbjörg María. Haustið er litríkur árstími, en minnir okkur í fegurð sinni á for- gengileik alls sem lifir. Það var á björtum haustdegi sem Malla, eins og hún var alltaf kölluð innan fjölskyld- unnar, kvaddi þetta jarðlíf. Hún gaf okkur sem eftir lifum gott fordæmi og gat horft yfir sitt æviskeið með stolti, en það var þó ekki í hennar anda að stæra sig af nokkrum hlut þó margt hafi hún afrekað um sína daga. Það er birta og þakklæti yfir minningunni um elsku Möllu okkar. Móðursystir mín var óeigingjörn, stórhuga og kærleiksrík manneskja, þó ekki bæri hún tilfinningar sínar á torg. Traustari manneskju er erfitt að hugsa sér. Ánægjulegar stundir með henni áttum við ótal margar. Hún var líka alltaf boðin og búin að passa upp á börnin ef við þurfum að komast frá. Þeim leið vel hjá henni og var hún í raun amma í þeirra augum. Það voru sérstök forréttindi fyrir mig að fá með henni prívatleiðsögn í vikutíma um ættarslóðir okkar í Færeyjum fyrir nokkrum árum og fallegt að sjá hvernig hún bar færeyska þjóðbún- inginn með stolti og glæsileika. Við sjáum Möllu fyrir okkur í fal- legu íbúðinni sinni við Bjarkargötu. Hún horfir út um gluggann, yfir tjörnina og Hljómskálagarðinn í marglitum haustskrúða. Á veggjum eru litsterk málverk, mörg frá Fær- eyjum og ljósmyndir af fólki sem henni var kært. Hún er sátt, hún veit að þegar upp er staðið á maður aðeins það sem maður hefur gefið og það sem hún gaf af sjálfri sér var bæði mikið og stórt. Malla var manneskja með stórt hjarta og bar hag annarra fyrir brjósti, umfram sinn eigin. Margir eiga henni gott að gjalda og hugsa til hennar með þakklæti og hlýju fyrir öll gæðin. Okkar fjölskylda er þar á með- al. Blessuð sé minning hennar. Jóna Guðrún og Magnús Valur, Una María, Jón Páll og Benedikt Jens. María Kjeld, tryggur félagi okkar og góður vinur til margra ára, er látin. Sorgarfréttin barst til okkar „Gammasystra“ sama dag og við fylgdum kærum og hugljúfum félaga, Eygló Eyjólfsdóttur, til grafar. Báðar þessar konur voru einstakar að gerð og gáfum. Þær gengu til liðs við félag okkar „Delta Kappa Gamma“, sem er alheimsfélag kvenna í fræðslustörf- um, snemma á ferli þess hér á landi. Þær tilheyrðu báðar „Gammadeild- inni“ og voru „Gammasystur“ af innstu hjartans rótum og formenn deildarinnar um skeið og raunar í stjórn samtakanna í heild líka. Báðar þessar konur voru stjórnendur á sviði menntamála þjóðarinnar, hugvits- samar hugsjónakonur, ósérhlífnar, vinnufúsar og óvenju hugljúfar í stjórnun og samstarfi. Þá óumdeilan- legu hæfileika höfðu þær fengið í vöggugjöf. Söknuður okkar „Gamma- systra“ er sár en þakklæti og virðing að sama skapi djúp og hlý. María Kjeld var af blönduðu nor- rænu þjóðerni: færeysk í föðurætt en íslensk í móðurætt og mótaðist af báðum þáttum því að hún ólst upp til skiptis í Færeyjum og á Íslandi. María og öll hennar systkini voru sett til mennta þrátt fyrir kreppu og óár- an. Menntunarferil sinn hóf María í Flensborg og sótti þann skóla sunnan úr Njarðvíkum en þar bjuggu foreldr- ar hennar. Frá Flensborg lá leiðin í Fóstruskólann. Að námi loknu starf- aði María sem fóstra um skeið. En hæfileikar Maríu í kennslu og á leið- beiningasviði vöktu fljótt athygli og var hún kölluð til starfa á víðum vett- vangi sérþurftarbarna og ungmenna. Námi Maríu gat því ekki lokið. Sam- viska hennar og hæfileikar buðu henni að bæta sífellt við sig á öllum sviðum sérkennslu og uppeldis fatl- aðra, sjónskertra, heyrnarlausra og þroskahamlaðra á einhverju sviði. Að loknu cand. pæd. spec. námi, sem María lauk með ritgerð um fötlun og meðferð sérþurftarbarna á Íslandi, hófst hinn fjölbreytti starfsferill hennar á því sviði ásamt þýðingum á fræðiritum um sama efni. Starfi sínu lauk María sem skólastjóri Þjálfunar- skóla ríkisins sem síðar breyttist í Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Mikilli og merkri starfsævi er lokið, en stefnan er mörkuð fyrir mikla atorku og hug- vitssemi hugsjónakonunnar Maríu Kjeld. Við samgleðjumst ættingjum og vinum Maríu sem áttu svo farsælan félaga og samhryggjumst þeim inni- lega við sáran missi. Rannveig Löve, Gammasystir. Ég vil með örfáum orðum kveðja Maríu Kjeld, fyrrverandi skólastjóra, grannkonu okkar hjóna til nær tutt- ugu ára. Það var mikið happ þegar hún flutti í húsið. Það var ekki á henni fyrirferðin; hún var hæglát og grand- vör og einstaklega ljúf. Hjálpsöm var hún líka og þegar þurfti að fram- kvæma eitthvað við hús eða garð vor- um við alltaf sammála. María þekkti ekki endilega muninn á ylli og rósa- runna, en einlæglega varð hún jafn glöð þegar garðurinn sprakk út í túl- ípanadansi eða tveggja metra háum skjaldblöðkublómstrum. Þegar ég kom mér upp vinnustofu í garðinum kom hún gjarnan með kaffibollann sinn út á pall til að grennslast fyrir um hvernig mér gengi. Síðar, þegar ég lagðist í útivist og var langdvölum að heiman, sagðist hún sakna fótataks míns á efri hæðinni. Flestir kvarta undan hælaskellum á hæðinni fyrir ofan. Ekki María Kjeld. Að leiðarlokum kveð ég elskulega vinkonu og grannkonu og þakka henni samvistirnar öll þessi ár. Ég mun sakna návistar hennar í húsi og garði. Við Friðrik og Sigríður Frans- iska sendum fjölskyldu Maríu okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökk- um þá gjöf sem kynni okkar við hana voru. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Ég ávarpa þig svona vegna þess að mér finnst við enn eiga í skoðana- skiptum og mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Við áttum eftir að ræða svo ósköp margt. Helstu hugðarefni okkar urðu aldrei útrædd. Það var sérkennslan sem kynnti okkur. Við vissum nú hvor af annarri þegar við kynntumst í Félagi ís- lenskra sérkennara og urðum þar góðar vinkonur. Ekki síst eftir að við settumst þar samtímis í stjórn um tíma. Þar leiddist okkur ekki. Viðfangsefni þín á vettvangi sér- kennslunnar voru margvísleg, allt frá því að kenna mjög ungum heyrnar- skertum börnum í það að kenna full- orðnum með ólíkar sérkennsluþarfir. Brautryðjendastarf þitt í þágu Fullorðinsfræðslu fatlaðra var ekki auðvelt viðfangsefni en þér tókst að koma fullorðinsfræðslunni á laggirn- ar með stuðningi margra tryggra samstarfsmanna þinna. Oft og lengi ræddum við um inni- hald og fyrirkomulag í námi og kennslu í fullorðinsfræðslunni. Þú hafðir svo skýra mynd af því sem þú vissir að kæmi nemendum þínum best að tileinka sér. Ósjaldan ræddum við um málefni tengd sérkennslu, sérstaklega veltum því fyrir okkur vegna hvers það kom oft fram í opinberri umræðu að „ekk- ert væri gert til að aðstoða fatlaða, langveika og aðra þá nemendur sem þurfa aðstoð við nám“. Okkur fannst stundum eins og að það væru nei- kvæðu hliðarnar á framkvæmd skóla- mála svona yfirleitt sem fara hátt en þagað yfir því sem vel er gert, sér- staklega í sérkennslunni. Þú varst miklu lengur en ég við sér- kennslu okkar fólks, eins og við nefndum þá nemendur sem við töld- um okkur eiga sérstaki erindi við í krafti aðferða og „menneskesyn“ sér- kennslunnar Ævinlega kom ég ríkari til andans af þínum fundi. Þú hafðir einstakt lag á því að koma auga á nýjar hliðar og lausnir á öllum viðfangsefnum. Síðast sótti ég andlega næringu til þín þar sem þú lást á banabeði þínum. Vertu blessuð, María mín, við hitt- umst síðar og tökum upp þráðinn að nýju. Kveðja. Kolbrún. María E. Kjeld Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.