Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Í kvöld klukkan 21:00 heldur Skúli mennski tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg. Skúli kemur fram með kassagítar en nýtur aðstoðar fiðluleikarans Unu Sveinbjarnar- dóttur og bassaleikarans Valdimars Olgeirssonar og munu þau spila blúsa, örlagavísur og ástarljóð. Ástarljóð á Cafe Rosenberg Fólk Nú standa yfir viðræður við fjöl- miðla um birtingarmyndir Hljóm- grunns. En vefsíðan hljomgrunn- ur.is var opnuð nýlega og þar er hægt að fylgjast með íslenskri tón- list. Eins og kunnugt er hafa verið gefin út sérblöð með Fréttablaðinu í tengslum við Íslensku tónlistar- verðlaunin, Dag íslenskrar tónlist- ar og ýmislegt annað. Á vefnum segir; „Hljómgrunnur er opinn vettvangur þar sem listamenn setja sjálfir inn viðburði sína en hlutverk okkar er að kynna vefinn og freista þess að gera hann að áreiðanlegum upplýsingavef um tónlistarlífið.“ Nýr tónlistarvefur opn- aður Félagið Ísland-Palestína sýnir pal- estínsku bíómyndina Paradise Now í MÍR-salnum á Hverfisgötunni en MÍR var áður vinafélag hins komm- úníska Sovétlýðveldis og Íslendinga sem vildu eiga vini í því ríki. Bíó- myndin verður sýnd fimmtudags- kvöldið klukkan 20.00. Kvikmyndin er 90 mínútur og verður sýnd með enskum texta. Bíómynd í MÍR Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Mummi, sem stuðningsmenn KR klöppuðu áfram hjá meistara- flokknum í sumar þar sem hann sýndi takta sína með knöttinn, er nú búinn að gefa út sína fyrstu plötu. Mummi, Guðmundur Reynir Gunnarsson, er nefnilega með hæfileika á mörgum sviðum lífsins. Þessi rúmlega tvítugi hagfræðinemi í Háskóla Íslands hef- ur unnið til bronsverðlauna á Ólymp- íumótinu í stærðfræði, komist í lands- liðið í knattspyrnu og lauk sjöunda stigi í klassískum píanóleik aðeins 15 ára gamall. Auk þess varð hann Ís- landsmeistari í samkvæmisdönsum. Hvernig veturinn verður hjá honum er óvíst en hann er samningsbundinn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu GAIS. En eitt er ljóst, hann mun halda út- gáfuveislu vegna útkomu sinnar fyrstu plötu núna í október. Um ein- hverskonar píanó-rokkpoppplötu er að ræða sem heitir Various Times in Johnnýs life. Þetta er þemaplata sem fjallar um atburði í lífi Johnnys. Að- spurður hver Johnny sé svarar Mummi að Johnny sé hann sjálfur í fyrra lífi. „Þegar ég settist niður og samdi textana, pældi ég í því hvernig fyrra líf mitt hafði verið og samdi textana út frá því,“ segir Mummi. -Og hvernig var fyrra líf þitt? „Ég var uppi á tuttugustu öld og var bandarískur. Ég upplifði ýmis ævintýri, til dæmis fór ég í seinni heimsstyrjöldina og verð að viður- kenna að stríðið var mér erfitt. En svo var heilmikið af ástarævintýrum heima í Bandaríkjunum. En menn verða bara að hlusta á plötuna til að komast að einhverju meira um Jo- hnny,“ segir hann. Aðspurður hvað hann ætli að leggja fyrir sig fyrst hann hafi farið svona víða segist hann bara ætla að sjá til. „Ég veit ekki hvað ég ætla að leggja fyrir mig. Ég ætla bara að leika mér og sjá til.“ Fótboltastrákur og listamaður Morgunblaðið/Eggert Tónlist Mummi með boltann í höndunum þótt hugur hans sé hjá píanóinu.  Stærðfræðingurinn, fótboltastrákurinn, píanóleikarinn og samkvæmisdansarinn gefur út plötu Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Páll Haukur Björnsson vakti fyrst heimsathygli þegar hann notaði sex mánuði á síðasta ári í það að spranga allan daginn um í Feneyjum á Speedo-sundskýlu einni fata, drekka bjór og reykja sígarettur. „Þetta leit út fyrir að vera góð hugmynd að vera á fullum launum í hálft ár við að drekka bjór og reykja,“ segir Páll Haukur. Fleiri voru á því að þetta væri góð hugmynd. Rölt Páls Hauks í Feneyjum var hluti af innsetningu Ragnars Kjartanssonar á Bínalinum í Feneyjum í fyrra. Innsetningin var einstaklega velheppnuð og hefur ís- lenska svæðið aldrei verið jafn vel sótt á sýningunni. Páll Haukur hafði samt fyrir löngu vakið athygli áður en Ragnar fékk hann með sér í þetta verk. Innsetningar hans hafa oftast sprottið úr samtímanum. Hugsjónaleysið Fyrir efnahagshrun Íslands náði hann anda samfélagsins árið 2006 í flottri innsetningu sem kallaðist Dear Bob en persóna verksins gekk eiginlega aftur í innsetningunni I sink - Hugsjónin flýtur árið 2007. Þar fæst hann við þá löngun manns- ins að láta gott af sér leiða, berjast fyrir góðum málstað í samfélagi alls- nægta þar sem enginn er málstað- urinn né hugsjónin. Þráin fær útrás í absúrd „martyr“-dauðdögum á göt- um Reykjavíkur þar sem persónan fellur með plastbyssu sína. „Ég reyni að búa til persónur úr sam- félaginu,“ segir Páll Haukur. „Það hefur verið rauður þráður í gegnum verkin mín. Ég sé einhverja áhuga- verða þætti í samfélaginu eða hlið þess sem ég síðan eigna einhverri persónu. Svo reyni ég að láta per- sónuna vera uppsprettu verksins. Hugmyndin að þessu verki spratt af vangaveltum mínum um hvernig einstaklingurinn er skilgreindur í gegnum neyslu sína. Þá verður ein- staklingurinn svolítið tilgangslaus. Þess er einungis krafist af honum að hann kaupi eitthvað. Síðan er það þessi þrá til að skipta raunverulega einhverju máli.“ Eftir efnahagshrunið breytast verk hans þótt áfram sé fjallað um hugsjónaþrána. Eftirminnilegt er verk hans Sannviskan sem er frá því í fyrra og sett var upp í Háskóla Ís- lands. Það verk kallast á við verk Delacroix frá 18. öld sem nefnist Frelsið leiðir fólkið og sýnir konu halda á byltingarfána Frakka og leiða þá til átaka. Hjá Páli Hauki kemur byltingin eins og úr rusla- tunnu, svartklædd ung persóna með andlitið hulið rís upp úr litríku rusl- inu og inn í grámyglulegan heiminn með svartan byltingarfána í hönd. Salurinn fjarlægður úr salnum Núna sýnir hann í Crymo verkið Elephant sem einnig er sprottið úr samfélagslegum vangaveltum. „Ég vinn mikið út frá rýmunum sem ég fæ í hendurnar,“ segir Páll Haukur. „Verkið í Háskólanum með bylting- arfánanum er einmitt sett upp þarna yfir matsalnum þar sem allir sitja í hægindum sínum og matast. Það var mikil kvöð á fólki á þessum tíma að taka þátt í byltingunni, gera eitt- hvað. Hún var svo mikil að hún virt- ist valda meltingartruflunum. Fólk í háskólanum stofnaði samtökin Öskra sem áttu að vera bylting- arkennd samtök en síðan gerðist ekki neitt. Vaka vann kosningarnar að ég held út á það að lofa lægri stöðumæla- gjaldtöku við skól- ann,“ segir hann og hlær. „Verkið mitt í Crymo er byggt út frá vangaveltum um að það sé ein- hver frumvilla í samfélagsgerð- inni. Það sé verið að reyna að byggja eitthvað á grunni sem er í raun ónýt- ur. Pólitíkin er einhvern veginn þannig að hún fær mann til að skammast sín. Stjórnarandstaðan er fyrirbæri sem er absúrd, þetta er bara svona lið sem virðist vera þarna til þess eins að tefja fyrir. Maður fær það á tilfinninguna að það sé allt grunnsamfélagslega og siðferðislega bogið. Við einblínum á sértæk prakt- ísk vandamál. En kannski er það lífsmynstrið og samfélagsgerðin sem þarf að breytast. Það er enginn klettur í samfélaginu þar sem kirkj- an var áður. Hvaðan eiga hugmynd- irnar að koma ef það er enginn klett- ur til að byggja á? Ef maður lítur til hrunsins þá virðist sem lögin hafi verið farin að ákvarða siðferði fólks en ekki öfugt. Ef það var leyfilegt þá var það gert. Verkið mitt í Crymo heitir Elephant og er bara einn skúlptúr. Þetta er tilraun til að fjar- lægja salinn úr salnum, þannig að það er enginn salur eftir. Þetta er eitthvað stórt sem er mjög auðvelt að líta framhjá. Maður labbar bara í kringum verkið og getur sloppið án þess að taka eftir því. En það er þarna og það er stórt.“ Sýningin verður aðeins opin í eina viku. Frumvilla í samfélagsgerðinni  Páll Haukur opnaði sýningu í Crymo um helgina  Er Páll Haukur Delacroix Íslands?  Páli er samtíminn hugleikinn, byltingarkvöðin og efnahagshrunið Morgunblaðið/Golli Myndlistarsýning Páll Haukur Björnsson er með pólitíska sýningu í Crymo sem lýkur um næstu helgi. Eftir að Páll Haukur kom frá Feneyjum hefur hann verið mjög athafnasamur og haldið einar fimm sýningar á einu ári. Aðspurður hvort bjórinn og reykingarnar hafi verið svona inspírerandi eða hvort spjallið við Ragn- ar Kjartansson hafi verið sem spark í rass- inn á honum segir hann að þessar sýningar hafi nú flestar legið fyrir áður en að Feneyjainn- setningunni kom. Auk þess að sýna nú í Crymo er Páll Haukur í stjórn Nýlistasafnsins og er nú að und- irbúa Sequence sýninguna sem verður haldin í apríl. Páll Haukur LISTAMAÐURINN Páll Haukur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.