Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ ERT EKKERT HARÐUR ÞETTA VAR EKKI FALLEGA SAGT BÚHÚ HÚ ALLT Í LAGI, ÞÚ ERT SVOLÍTIÐ HARÐUR ÉG ER VISS UM AÐ ÉG MUNI EIGA GÓÐA ÆFI ÉG VEIT AÐ ÉG MUN VERÐA HAMINGJUSÖM OG ALLT MUN ALLTAF GANGA UPP HJÁ MÉR HVERNIG GETURÐU VERIÐ SVONA VISS? ANNAÐ VÆRI BARA ÓSANNGJARNT! ÉG HEYRÐI AÐ HANN HEFÐI VERIÐ Í AUGLÝSINGABRANSANUM EF ÞÉR FINNST ÞETTA GOTT... ...SEGÐU ÞÁ VINUM ÞÍNUM FRÁ ÞVÍ! KRAKKARNIR ERU Í FRÍI ÞESSA VIKUNA. VIÐ ÆTTUM AÐ FARA MEÐ ÞAU ÚT Á LAND SVO ÞAU VERÐI EKKI EINS OG LJÓN Í BÚRI EKKI HAFA ÁHYGGJUR. ÞAU VERÐA EKKI TIL VANDRÆÐA ERTU VISS? JÁ ÞAU HAFA NÓG AÐ GERA HÉRNA HEIMA. ÉG SÉ ENGA ÁSTÆÐU TIL AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞEIM ÞETTA VAR EKKI MÉR AÐ KENNA! Á HINN BÓGINN... ÉG BYRJA AÐ PAKKA... ÆTLI EITT- HVAÐ HAFI KOMIÐ FYRIR SON MINN? ÉG VERÐ AÐ FINNA HANN EN FYRST ÆTLA ÉG AÐ SÆKJA PENINGANA TIL BORGARSTJÓRANS ÞETTA ÆTTI AÐ HJÁLPA MÉR AÐ FINNA ELECTRO Á MEÐAN... ÞAÐ ERU KOMNIR PÁSKAR, VIÐ VERÐUM AÐ FLÝJA, ANNARS VERÐUM VIÐ ÉTIN! VIÐ VERÐUM AÐ FINNA LEIÐ TIL AÐ KOMAST AFTUR ÚT Í NÁTTÚRUNA ÉG ER SAMT MEÐ SMÁ SPURNINGU ... MEIGA PÁSKAUNGARNIR KOMA MEÐ? Um lífsnauðsyn- legar omega 3- og 6- fitusýrur Fita kallast glýseríð ef fitusýrurnar eru bundn- ar þríalkóhólinu glýse- róli. Séu í stað einnar fitusýru önnur efni eins og t.d. fosfat kallast fitan fosfólípíð.Við neytum daglega um 30-40% orkuþarfar líkamans, fitu sem mestmegnis er ekki sýnileg fita. Þetta er fita sem er hluti af efnasamsetningu mat- væla. Fæðið getur haft alls um 150 g fitu á dag og kemur hún að mestu úr mjólk- urvörum, kjötvörum, frá steiking- arfeiti, mat úr jurtaríkinu og smjörlíki en minna úr eggjum og fiski. Sýnileg fita er t.d. lýsi og jurtaolíur, steiking- arfeiti og smjör. Þótt sykrur úr jurta- ríkinu gætu komið alfarið í stað fit- unnar sem orkugjafi er það talið mjög varasamt mataræði á því kaldtempr- aða svæði þar sem við búum. Lík- aminn getur bara efnasmíðað eina ómettaða fitusýru en það er einómett- aða fitusýran olíusýra (omega 9- fitusýra). Það er nefnilega vegna hinna svokölluðu fjölómettuðu fitusýra sem hafa vítamínseinkenni og líkami okkar getur ekki efnasmíðað og eru því tald- ar lífsnauðsynlegar. Nokkuð er á reiki hvaða fitusýrur séu í raun lífsnauðsyn- legar, en þær hafa mikilvægt hlutverk í vissum lífhvötum líkamans, í mörgum frumum hans og í hormónum sem stjórna kerfum líkamans. Vanti þær stendur ekki á skortssjúkdómum eins og exemi, húðsjúkdómum og nýrna- skemmdum. Fljótlega var séð að lín- ólsýra (ein af omega 6-fitusýrunum), línolensýra (sem er bæði til sem omega 3- eða 6- fitusýra, sem aldnir geta þurft) og arakídonsýra (ein af omega 6- fitusýrunum) væru mik- ilvægastar og voru þær kallaðar F-vítamín vegna vítamínsvirkni sinnar. Þó getur lík- aminn breytt línólsýrum í arakídonsýru sem er fjórómettuð. Ennfremur eru tvær mjög fjöl- ómettaðar fitusýrur, báðar flokkaðar til omega 3-fitusýra: EPA og DHA. Þær eru í tölu- verðu magni í fitu og í fosfólípíðum t.d. lifrar, hjarta, sjón- himnu augans, nýrna svo og blóðvökva og almennt í fosfólípíðum líkamans. Ekki virðist líkaminn geta efnasmíðað þær og verðum við því að fá þær úr fæðunni og er einfaldast að taka lýsi til þess og gætu 5 g á dag nægt. Þessar tvær síðasttöldu fitusýrur er eingöngu að finna í sjávardýrafitu. DHA er líka talið minnka glýser- íðfitu í blóði. Þá er mögulegt að fitu- sýruna línólsýru (tvíómettuð) vanti meira í fæðið, en hún er mjög mikil í sumum jurtaolíum en lítið í öðrum. Af henni þurfum við víst minnst 10 g á dag. Þá er því haldið fram að hollast væri að af allri fitu sem við innbyrtum væri þriðjungur mettaður, annan þriðjungur einómettaður og loks þriðji þriðjungurinn fjölómettuð fita. En þetta er víst hægara sagt en gert. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur. Ást er… … þegar hann fær ekki staðist þig. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguh. I kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45, postulín kl. 13, félagsvist kl. 13.30, lestrarhópur kl. 14, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Smíði/útskurður/ boccia kl. 9, handav. kl. 12.30, jóga kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður kl. 9, útskurður kl. 13, línudans kl. 13.30. Bústaðakirkja | Samvera kl. 13. Föndr- að og spilað við 11 ára börn úr Fossvogs- skóla, Kristjana Skúladóttir syngur. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, fé- lagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16, bingó kl. 13.30. Listamaður mánaðarins. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Helgistund, söngur, Erla Bergmann. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsfundur (opið hús) föstud. 22. okt. kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Samverustund kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.15, gler- og postulín kl. 9.30, leiðb. í handavinnu frá kl. 10, jóga kl. 10.50 og alkort kl. 13.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Jóga, myndlist og tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10, silfursmíði kl. 13, boccia kl. 14, jóga kl. 18. Vetri fagnað á morgun kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Trésmíði/tréskurður kl. 9, Reykjanesferð FEBG kl. 10 frá Jónshúsi. Vatnsleikfimi kl. 12, bútasaumur, karlaleikfimi og opið hús í kirkjunni kl. 13, boccia kl. 14, Bón- usrúta kl. 14.45, línudans kl. 16.15. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður og perlusaumur, stafganga kl. 10.30. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30, helgistund, handavinna og spilað. Hraunsel | Rabb kl. 9, qi-gong og mynd- mennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, gler kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 8.30, 9.30 og 10.30, bútasaumur kl. 9, myndlist kl. 13 og helgistund kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Stóla- leikfimi kl. 15. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið 8.50, Stefánsganga og listasmiðjan kl. 9, tíurnar og spænska kl. 10, framhalds- saga kl. 10.50, hláturjóga kl. 13.15, tölvu- leiðbeiningar kl. 13.30, verslunarferð 12.40, bókabíll 14.15, perlufestin kl. 16. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogsskóla, hópur I kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, hópur III kl. 17. 40. Pútt við Kópa- vogslæk kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Bingó á morgun kl. 13.30 á Korpúlfsstöðum. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Postu- línsmálun kl. 9, vísnaklúbbur, kl. 9.15, leikfimi kl. 11, handverksstofa kl. 13, opið hús brids/vist 13. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur | Leikfimi kl. 12. Norðurbrún 1 | Frístundastarf fyrir íbúa Norðurbrúnar kl. 13-16, vinnustofa í út- skurði opin. Safnaðarh. Kirkjuhvoll, Garðabæ | Kyrrðarstund kl. 12. Opið hús, spilað, saumað og prjónað kl. 13. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun, handa- vinna kl. 9.15, spurt og spjallað, leshópur og spilað kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bútasaumur og gler kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, framhs. kl. 12.30, handav. kl. 13, félagsvist kl. 14. Karlinn á Laugaveginum lék áals oddi, þegar ég hitti hann núna í vikunni. Hann hristi höf- uðið yfir Jóhönnu og Steingrími, en lá gott orð til Ögmundar. „Hann er karl í krapinu og ætlar að strika út skuldirnar mínar með einu pennastriki,“ sagði karlinn, og bætti við: Hann reynir að vera réttlátur þó rauður í gegn hann sé og svo er hann alltaf örlátur á annarra manna fé. Það var næðingur á Skólavörðu- holtinu er Sigrún Haraldsdóttir hitti kerlinguna þar í gær sem sagði: Nú löt er ég við þetta leiðinda gauf og lífsgleðin frá mér er sloppin, um holtið með ógleði drattast ég dauf og dreymir um hita í kroppinn. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Enn af karli og kerlingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.