Morgunblaðið - 19.10.2010, Page 21

Morgunblaðið - 19.10.2010, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 allir verða að hlýða, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er nú einu sinni svo að okkur finnst erfitt að skilja hvers vegna sumir eru kallaðir svo fljótt frá ætt- ingjum sínum og vinum. Jafnvel þótt við stundum höfum grun um að hverju stefni þá kemur andlátsfregn góðs vinar okkur alltaf á óvart. Ásu kynntist ég fyrir 56 árum er við bjuggum í sömu götu, þá vorum við 7 ára gamlar, síðan þá höfum við alltaf haldið sambandi. Við áttum góðar stundir saman sem börn, ung- lingar og fullorðnir einstaklingar. Ása var einstaklega trygglynd, heil- steypt persóna og velviljuð í garð samferðamanna sinna. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan við geng- um niður Laugaveginn og býsnuð- umst yfir verðlaginu í búðunum en Ása var þá þrotin að kröftum og gekk þetta meira af vilja en mætti. Ása ræktaði garðinn sinn af alúð, hún elskaði börnin sín og barnabörn. Lífið var henni ekki alltaf létt, eig- inmann sinn Guðmund missti hún fyrir 10 árum í blóma lífsins, börnin þeirra María, Áslaug og Guðlaugur bera öll foreldrum sínum gott vitni hvað varðar uppeldi, arfleifð og mannkosti. Nokkur minningarorð vega ekki þungt og segja fátt um fal- legt og aðdáunarvert líf heldur er hér aðeins tilraun til að þakka fyrir alla hjartahlýju og traust frá fyrstu tíð. Börnum hennar og barnbörnum, svo og öðrum ættingjum, votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku vinkona. Guðríður Júlíana. Komið er að kveðjustund. Jarðvist Ásu mágkonu minnar er lokið. Í lífi og tilveru stórfjölskyld- unnar hefur hún staðið sem klettur, bæði í gleði og sorg. Hrein, bein og raungóð. Erfitt ár er að baki. Barist var af æðruleysi með vonina að vopni, en nú er þeirri baráttu lokið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Með þessum orðum kveð ég og þakka góðar stundir og sendi ástvin- um öllum samúðarkveðjur. Erla. Í dag kveðjum við með söknuði kæra samstarfskonu til margra ára. Hún var dugleg, ósérhlífin og traust- ur félagi með skemmtilegan húmor og hafði jákvæð áhrif á hópinn. Ása greindist með krabbamein fyrir einu og hálfu ári. Eftir mikla og stranga meðferð mætti hún aftur til vinnu í maí síðastliðnum bjartsýn á framtíð- ina. Því miður gerði sjúkdómurinn vart við sig aftur og var það okkur öll- um mikið áfall. Hún barðist eins og hetja til síðasta dags og hélt ávallt góðum tengslum við okkur þrátt fyrir veikindin. Við erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með Ásu og sendum fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) F.h. starfsmanna Viðskipta- umsjónar Arion banka, Þórunn Kristinsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is                          Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug í veikindum og við andlát og útför systur okkar og mágkonu, ÖNNU HÖLLU BJÖRGVINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítala í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Svanhildur Björgvinsdóttir, Eiður Kr. Benediktsson, Bjarni G. Björgvinsson, Ólöf M. Guðmundsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR VALDEMARSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Byggðavegi 89, Akureyri. Starfsfólki á Skjóli þökkum við hlýhug og góða umönnun. Valdemar Ragnarsson, Liisa Kajo, Ásgerður Ragnarsdóttir, Gunnar Eydal, Óli Þór Ragnarsson, Ingibjörg Marinósdóttir, Árni Ragnarsson, Ásrún Guðmundsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Valdimar Einisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pétur Sigurjón Kristjánsson, Guðmundur Pétursson, Ágústa Ólafsdóttir, Anna Pétursdóttir, Drífa Pétursdóttir, Ólafur Pétursson, Jóhanna Pétursdóttir, Pétur Pétursson, Margrét Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ég kynntist Svönu árið 1989 en við tengd- umst í gegnum bræð- urna sem við höfðum fallið fyrir. Ég hafði verið með Mána frá því á unglingsárum en hún hafði nýverið heillað Hafstein upp úr pip- arsveinsskónum sem hann hafði ver- ið í um árabil. Við hittumst fyrst í jólaboði sem þau héldu heima hjá sér á Mávabrautinni á jóladag en restin af stórfjölskyldunni var stödd í Eng- landi um þær mundir. Við Máni vor- um spennt að hitta þessa konu sem var ekki aðeins margra barna móðir heldur líka orðin amma og vorum svolítið feimin. Það rjátlaðist þó fljótt af okkur. Svana sem var gest- risin og ætíð einstaklega góð heim að sækja tók vel á móti okkur og áttum við með fjölskyldunni skemmtilega stund þar sem hangikjötið var borið fram með kartöflumús, rauðkáli og eggjum sem við höfðum ekki átt að venjast áður. Við tengdumst vinaböndum og áttum saman margar góðar stundir. Fyrsta utanlandsferðin sem við hjónin fórum í saman var með þeim hjónum en leiðin lá til Newcastle í helgarferð. Svarna var logandi flug- hrædd en átti ráð við því. Hún pant- aði sér bara „Brjáluðu Bínu“ áður en hún lagði í hann og þá varð flugferð- in þolanleg. Ég drakk einn henni til samlætis þó ekki fyndi ég fyrir flug- hræðslu og mæli með því húsráði við alla sem vilja byrja ferðina af krafti. Við eignuðumst dætur með stuttu millibili. Hún sína yngstu en ég mína elstu og var gott að eiga hana að sem reyndari móður með báða fætur á jörðinni. Elísabet Ósk var svo heppin að fá föt frá Emilíu frænku sinni þeg- ar hún var vaxin upp úr þeim og kom það sér vel fyrir fátæku námsmenn- ina í Reykjavík. Svana var hress og skemmtileg kona og aldrei nein lognmolla í kringum hana. Hún var fjallmynd- arleg bæði í útliti og í háttum. Hún töfraði fram kræsingar með að því er virtist lítilli fyrirhöfn og allt var bor- ið fram á smekklegan hátt. Hún var hög í höndunum sem kom sér vel í veikindum hennar þar sem hún gerði hvert listaverkið af fætur öðru. Hún var röggsöm og dugleg enda þurft að hafa fyrir hlutunum í gegnum tíðina. Þess vegna var líka svo gaman að tala við hana. Hún talaði af reynslu og þekkingu og kom oft með nýtt sjónarhorn á umræðuefnið sem vakti mann til umhugsunar. Þegar hún veiktist og fékk að vita að hún ætti aðeins tvö ár eftir ólifuð þá tók hún því af miklu æðruleysi. Hún tókst á við veikindin með sama krafti og hafði borið hana áfram í gegnum lífið. Hún sagði við mig eftir að hún greindist: „Það hljómar skrít- ið en ég hugsa að ég hafi aldrei haft það eins gott og núna í veikindunum. Ég á góðan eiginmann, góða fjöl- skyldu og vini. Ég finn hve dýrmætt það er að eiga þau öll að.“ Já, dætur hennar umvöfðu hana af Svanhildur Erla Benediktsdóttir ✝ Svanhildur ErlaBenediktsdóttir fæddist á Skaga- strönd 31. maí 1954. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja hinn 10. okt. 2010. Útför Svanhildar Erlu fór fram frá Keflavíkurkirkju 18. október 2010. kærleika og hlýju. Hún var í stöðugu sambandi við son sinn sem hún hafði ung þurft að láta frá sér og síðast en ekki síst þá var Hafsteinn henni við hlið í blíðu sem stríðu. Þess vegna gat hún kvatt sátt og í trausti til Guðs sem hún trúði einlæglega á og bað oft til. Við Máni og börnin kveðjum Svönu með virðingu og þakklæti og biðjum Guð að styrkja fjölskyld- una hennar í þeirra miklu sorg. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Stutt er á milli sorgar og gleði í þessu lífi. Sunnudaginn 10. október kvaddi Svana frænka, móðursystir okkar, þessa jarðvist eftir erfið veik- indi. Við vissum öll að hverju stefndi og Svana kveið því ekki að kveðja. Þrátt fyrir það er maður aldrei tilbú- inn þegar að þessu kemur. Svana er sú af systkinum mömmu sem við höfum átt mest samskipti við og eytt mestum tíma með í gegnum tíðina. Samgangurinn á milli þessara tveggja heimila hefur alltaf verið mjög mikill. Dætur Svönu eru á svip- uðum aldri og við systkinin þannig að við gátum leikið okkur saman þegar við vorum yngri, þó að sam- bandið við þær hafi minnkað þegar við urðum eldri og fórum öll í sitt- hvora áttina. Þrátt fyrir að við værum flutt úr foreldrahúsum héldum við áfram miklu sambandi við Svönu frænku og ófáar voru stundirnar sem við eydd- um í eldhúsinu hjá henni og spjöll- uðum yfir kaffibolla (og súkku- laðirúsínum ef frænka var ekki í megrun) fram á nótt og oft var nú spáð í spil og tilveran rædd út frá því. Þessa síðustu mánuði og ár hef- ur sambandið aukist ef eitthvað er. Heimsóknir, símtöl og spjall á netinu á kvöldin eða jafnvel um miðjar næt- ur þegar Svana var andvaka. Það voru forréttindi að geta þannig veitt henni félagsskap. Svana hafði mikla ánægju af handavinnu og prjónaði fram á síð- asta dag. Hún vildi helst gera litlar flíkur svo hún næði að klára sem flest verkefni og við búum vel að því hvað frænka var dugleg að prjóna fatnað og annað handa þessum allra minnstu. Svana var ekki síður spennt yfir okkar börnum en sínum eigin barna- börnum og fylgdist vel með þeim. Hún náði því miður ekki að hitta nýj- asta fjölskyldumeðliminn, dóttur Guðrúnar og Elínar, sem fæddist tveimur dögum eftir andlát Svönu. Sorgin og gleðin fara þarna saman hjá okkur í þessu skrýtna ferðalagi sem líf okkar er. Það er sárt að kveðja yndislega frænku og hennar risastóra hjarta því nú hefur myndast stórt skarð í fjölskylduna sem ekki verður hægt að fylla upp í. Elsku Hafsteinn, Anna Margrét, Agnes, Silvía, Emilía, Bjarki og fjöl- skyldur og aðrir ástvinir, megi Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Sigurbjörg, Guðrún, Arnar og Eydís Guðnýjar- og Helgabörn, og fjölskyldur þeirra. Elsku Svana mín, nú er komið að kveðjustund og þú færð þína hinstu hvíld frá erfiðum sjúkdómi sem þú hefur verið að berjast við í nokkurn tíma. Þó að árin sem þú hefur lifað séu ekki svo mörg hefur þú lifað við- burðaríku lífi. Eignast yndisleg börn og barnabörn sem hafa gefið þér mikið. Yndislegan mann sem hefur verið þér við hlið, stutt þig og hvatt. Þegar maður ætlar að kveðja vin- konu sína í fáum orðum er svo margt sem kemur upp í hugann. Allar góðu stundirnar sem við áttum í gegnum árin. Ég er heppin að hafa kynnst þér og öllum þínum kostum. Alltaf varstu tilbúin að deila því sem þú kunnir og gast. Þú varst snillingur í alla staði og hafðir gaman af handa- vinnu í öllum formum. Það er mikið sem liggur eftir þig og aðrir fá að njóta. Þú varst mjög séð í fjármálum og varst dugleg að bjarga þér. Þú kenndir mér mikið. Ég kveð þig með litlum sálmi, Guð geymi þig, elsku vinkona. Ver sterk, mín sál, í þungri þraut, sem þú átt nú að bera, og vit, að þessi þyrnibraut skal þér til reynslu vera, sem ávöxt ber. Guð ætlar þér í sinni framtíð sigur. Þín trú og von ei visna má, þó virðist kraftur þrotinn, því Guð þér ann og er þér hjá, hann elskar reyrinn brotinn, og Kristur vann og veg þér fann, þinn kross á honum hvílir. Sjá, nóttin verður náðartíð og nýr mun dagur skína. Lát hverfa víl og hugarstríð, því hag og vegu þína þinn Drottinn sér. Hann fyrir fer og sigrar allt um síðir. (Sigurbjörn Einarsson.) Elsku Hafsteinn, börn og barna- börn, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að senda ykkur styrk, ljós og vernd á þessari kveðjustund. Dagbjört Oddný Matthíasdóttir. HINSTA KVEÐJA Elsku amma. Þú varst alltaf góð við okkur. Takk fyrir allar peysurnar, vettlingana og sokkana sem þú prjónaðir fyrir okkur. Það var alltaf gaman að koma til þín og fá þig í heim- sókn. Við munum sakna þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Axel og Arndís (Addý).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.