Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórn-málamennnú um stundir tala um mikilvægi samráðs og setja upp viða- mikil og langdregin leikrit til að sanna áhuga sinn á fyrir- bærinu. Mörg nýleg dæmi eru um slík leikrit hjá ríkisvaldinu og Reykjavíkurborg og oftast eru þau bæði dýr og skaðleg á ýmsan hátt. Fátt hefur verið undanskilið í þessari sýndarmennsku og því miður hefur helsti undir- stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar verið meðal þess sem hefur fengið að líða fyrir þessi vinnu- brögð. Þar var sett á fót nefnd til að ræða breytingar á fisk- veiðistjórnarkerfinu og á með- an átti eðli máls samkvæmt ekki að ráðast í verulegar breytingar. Þrátt fyrir þetta hafa marg- ar breytingar verið gerðar og óvissu til skamms tíma þannig bætt ofan á óvissu til lengri tíma, eins og sú síðarnefnda hefði ekki verið nægilega skað- leg. Eitt af því sem breytt hefur verið er að taka rækjuveiðar út úr kvótakerfinu og afleiðing- arnar voru jafn-fyrirsjáanlegar og þær voru neikvæðar. Þeirra á meðal er að Byggðastofnun hefur nú þurft að færa 700 milljónir króna á afskrifta- reikning til að mæta tjóni vegna ákvörðunar- innar. Nú hefur sjávarútvegs- ráðherra kynnt hugmyndir sín- ar um að auka kvóta í ýmsum tegundum en leigja þann kvóta út í stað þess að auka heimildir kvótahafa eins og gert er ráð fyrir í núverandi kerfi. Ráð- herra hefur áður tekið sam- bærilega ákvörðun vegna skötusels, sem var nógu slæmt, en nú eru áformin mun stór- tækari og hættulegri. Aflamarkskerfi í sjávar- útvegi byggist á því að þeir sem hafa kvóta og þurfa að taka á sig skerðingu þegar illa árar í sjónum, njóti þess þegar fiskistofnar taki að vaxa á ný. Ef aukningunni er úthlutað ut- an núverandi kerfis er grund- vellinum kippt undan því og um leið undan fyrirtækjum í sjáv- arútvegi. Ríkisstjórnin hefur vissu- lega sýnt að hún ber lítið skyn- bragð á þarfir atvinnulífsins en hún getur þó tæpast álitið að- för að sjávarútveginum réttu leiðina út úr kreppunni. Enn ræðst ríkisstjórnin að sjávarútveginum} Árás á undirstöðuna Barack Obamavar kosinn forseti Bandaríkj- anna með „fljúg- andi fánum“ fyrir tveimur árum. Líttþekktur öldungadeildar- þingmaður og blökkumaður að auki náði að sigra Hillary Clinton, sem flestir höfðu veðjað á að ætti sigur vísan innan demókrata- flokksins. Og næst lagði hann frambjóðanda Repúblikana, landskunnan reynslubolta og fyrrverandi stríðshetju. Obama, myndarlegur og geislandi mælskumaður, rauf rammgerðan múr kynþátta- fordóma og varð tákn nýrra tíma og breytinga. Hálfgert „obamaæði“ greip um sig í framhaldinu, ekki síst utan Bandaríkjanna, og kirsuberið á þeirri köku var þegar frændur okkar Norðmenn veittu honum í sinni hrifning- arvímu friðarverðlaun Nóbels fyrir það eitt að hafa náð kjöri sem forseti. Minna hefur orðið úr afrek- um forsetans en vænst var, enda væntingarnar miklar. Breytingar hafa látið á sér standa og eins og horfir í augnablikinu gætu þær skýr- ustu orðið í þing- kosningunum eftir réttar tvær vikur. Þar er Repúblikönum spáð sigri og for- setinn jafnvel tal- inn fæla fylgi fremur frá sínum frambjóðendum en hitt. Það er vissulega ekki óþekkt að flokkur sitjandi forseta í Bandaríkjunum tapi fylgi í kosningum á kjörtímabili hans miðju. En breytingarnar gætu orðið meiri og komið fyrr fram en venjulegast er. Það gæti gert forsetanum mjög erfitt fyrir á síðari hluta kjörtímabilsins og veikt möguleika hans til endurkjörs 2012. En pólitíkin er órætt ólík- indatól og þótt Repúblikanar gangi vígreifir til kosning- anna eftir tvær vikur er ekki endilega allt sem sýnist innan þeirra raða. Þar hafa átakalín- ur skerpst á milli frjálslyndari og íhaldssamari afla, sem sótt hafa á. Eðlilega er reynt að breiða yfir þann ágreining þessa síðustu daga fyrir kosn- ingarnar en flest bendir til að næstu misserin sjóði upp úr á milli fylkinganna. Þá gæti hagur forsetans vænkast á ný. Þingkosningar í Bandaríkjunum eftir tvær vikur gætu boðað miklar breytingar innan lands sem utan} Bandarísku kosningarnar S aga Sjálfstæðisflokksins á síðari tímum er sorgarsaga. Innan hans hafa þau öfl orðið ofan á, sem hafa talið það vera keppikefli að leita sem lengst inn á miðjuna. Þessi ofsafengna sókn inn á miðjuna endaði langt hinum megin á kvarðanum, í vinstri stefnu. Helstu vandamál okkar um þessar mundir má rekja til þessarar miðjusóknar Sjálf- stæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn lét viðgangast, að bankar lékju lausum hala í skjóli ætlaðrar ríkisábyrgðar og söfnuðu skuldum sem þeir hefðu aldrei getað borgað. Sjálfstæðisflokkurinn tók óbeinan þátt í neyslu- og lánafylliríinu með því að þenja út starfsemi ríkissjóðs. Þegar fjármálakerfið féll hrundu tekjur ríkissjóðs, en „góð- ærisgjöldin“ stóðu eftir – í boði flokksins. Það var þess vegna einkennilegt – og sorglegt – að fylgjast með viðtali Svavars Gestssonar við fyrrver- andi menntamálaráðherra og varaformann flokksins á sjónvarpsstöðinni ÍNN á dögunum. Þessi fánaberi hrunstefnunnar, sósíalisma ríkisábyrgða og ríkis- útgjalda, virtist ekkert hafa lært af reynslunni. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir taldi upp „afrek“ Sjálf- stæðisflokksins; aukin útgjöld ríkisins til samgöngumála, menntakerfisins, menningarmála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Hún taldi það flokknum til tekna, að hafa blásið út ríkisútgjöld til þessara málaflokka, á tímum þegar erlent lánsfé flæddi yfir landið í skjóli ríkisábyrgðar á rekstri við- skiptabanka, sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi vera í gildi. Þorgerður Katrín talaði um að nú væri ekki tími frjálshyggju. Nú væri ekki tími „öfganna“ til vinstri eða hægri. En hvað með öfgar miðjumoðsins? Hvað með öfgar miðjusækninnar, sem hún er svo stolt af? Er núna tími fyrir öfgar þeirrar stefnu, sem hún fylgdi og keyrði okkur í þrot? Er núna tími þess, að skattgreiðendur beri ábyrgð á skuldbindingum einkaaðila? Er núna tími öfgafullra ríkisútgjalda, sem fjár- magna verður með lántökum, skattahækk- unum eða peningaprentun og verðbólgu? Er ekki kominn tími til þess að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og þau ráðandi öfl, sem jarðað hafa trúverðugleika Sjálfstæð- isflokksins á síðustu árum, líti í eigin barm? Er ekki kominn tími til þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn vakni úr þessum áralanga dvala og hrópi hátt og skýrt: Aldrei aftur ríkisábyrgð á fjárglæfrastarfsemi einkaaðila! Neitum að láta rík- issjóð bjarga erlendum krónueigendum frá tapi, eins og samstarfið við AGS gerir ráð fyrir. Neitum að skuldsetja börnin okkar og henda lífeyrissjóðum á bál- ið! Sendum erlendu handrukkarana úr landi undir eins! Líklega er þetta borin von. Sennilega eru litlar líkur á því, að Sjálfstæðisflokkurinn taki afstöðu með þeirri „öfgafrjálshyggju“, að börnin okkar eigi ekki að borga fyrir óráðsíu og ábyrgðarleysi fjárglæframanna. Hon- um líður of vel inni á miðjunni, með fókusgrúppunum sínum og markaðsfræðingunum, sem segja að miðju- sóknin sé líklegust til árangurs. Eins og sést á trúverð- ugleika flokksins um þessar mundir. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Hefur flokkurinn ekkert lært? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is F yrst eftir að óskað var eftir frambjóðendum til stjórnlagaþings bárust tiltölulega fáar tilkynn- ingar um framboð en þeim fjölgaði hratt eftir því sem leið að lokum framboðsfrestsins. Fyrir hádegi í gær brustu svo allar flóðgátt- ir og um 300 tilkynningar bárust áður en fresturinn rann út kl. 12. Um 500 manns verða í kjöri, kjósendur geta valið 25 af þeim og því veitir líklega ekki af rafrænu talningarvélunum sem notaðar verða við kosninguna. Endanlegur listi yfir frambjóð- endur mun hugsanlega liggja fyrir á fimmtudag en líklegra er að listinn verði ekki birtur fyrr en á mánudag. Ástæðan er sú að á vegum landskjör- stjórnar er nú verið að fara yfir fram- boðsgögnin og kanna hvort á þeim séu einhverjir hnökrar, s.s. hvort ein- hver hafi mælt með tveimur fram- bjóðendum en einungis er leyfilegt að mæla með einum. Slíkt gæti leitt til þess að viðkomandi frambjóðendur hefðu ekki nægilega marga meðmæl- endur. Landskjörstjórn hefur þrjá sólarhringa til að fara yfir gögnin, m.a. með hjálp frá þjóðskrá, og mun síðan veita frambjóðendum tveggja sólarhringa frest til að lagfæra hnökrana. Listinn verður birtur þeg- ar ljóst verður hvort einhver þeirra sem bauð sig fram heltist úr lestinni af völdum formgalla. Fjöldi frambjóðenda kom Ást- ráði Haraldssyni, formanni lands- kjörstjórnar, nokkuð á óvart. „Þetta er mikið meira en ég átti von á,“ segir hann. Frambjóðendur fá númer Hinn mikli fjöldi frambjóðenda breytir þó í sjálfu sér ekki miklu, nema hvað starf landskjörstjórnar verður umfangsmeira og hið sama má segja um kynningarefni sem dóms- málaráðuneytið mun sjá um að útbúa og dreifa. Engar breytingar þarf t.d. að gera á kjörseðlinum frá því sem ákveðið var með lögum í september sl. Þar segir að á seðlinum eigi að vera 25 vallínur. Ekki er þó ætlast til að kjósendur skrifi nafn 25 frambjóð- enda á seðilinn heldur verður hverj- um frambjóðanda úthlutað fjögurra stafa númeri af handahófi. Kjósendur skrifa síðan númer sinna frambjóð- enda á kjörseðlana. Í fyrstu vallínu á að vera númer þess frambjóðanda sem er 1. val kjósenda og svo koll af kolli. Frambjóðandi „græðir“ mest á að vera settur í 1. vallínu en síðan minnkar vægi línanna í réttu hlutfalli við röð þeirra. Að sögn Ástráðs verð- ur listi yfir frambjóðendur á kjör- stöðum en ekki er búið að ákveða með hvaða hætti hann verður. Vélar lesa númerin Ljóst má vera að ef talið yrði með hefðbundnum hætti yrði talning atkvæða gríðarlega tímafrek. Af þeim sökum ákvað landskjörstjórn að taln- ing yrði rafræn. Að undangengnu út- boði var samið við breska fyrirtækið DRS og Skyggni um talningavélar sem notaðar verða við kosningarnar. Ástráður segir að atkvæðunum verði ekið frá kjörstöðum á einn tiltekinn stað. Þar muni vélarnar skanna at- kvæðaseðlana og lesa númerin, sem kjósendur hafa skrifað, af þeim. Þannig verði til afrit af öllum kjör- seðlum. Ástráður segir að kerfið sé þrautreynt og hafi m.a. verið notað við kosningar í Skotlandi fyrir skömmu. Hann segir þó ómögulegt að segja til um hversu langan tíma talningin muni taka, þó líklega ekki meira en tvo daga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skilað Framboðsfrestur rann út kl. 12 í gær. Tölvukerfi landskjör- stjórnar hikstaði vegna álags. Margir skiluðu framboðum til þingvarða. Talningarvélar telja atkvæði til þjóðfundar Dómsmálaráðuneytið mun sjá um að útbúa kynningarefni um frambjóðendur til stjórnlaga- þings sem dreift verður á öll heimili á landinu. Einnig hefur stjórnlagaþingið boðið fram- bjóðendum upp á stutta kynn- ingu á síðu sinni á sam- skiptavefnum Facebook. Að öðru leyti verða frambjóð- endur að sjá um að kynna sig sjálfir, á þeim 40 dögum sem nú eru til kosninga. Kostnaður við framboð þeirra má ekki nema hærri fjárhæð en tveimur millj- ónum króna. FRAMBJÓÐENDUR KYNNTIR Breyta Stjórnlagaþing á að endur- skoða stjórnarskrána frá 1944. Í bæklingi og á Facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.