Morgunblaðið - 19.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2010
Ríkisútvarpið hefur verið að segjafrá tilurð stjórnarskrár Banda-
ríkjanna og grundvallarlaga Vestur-
Þýskalands og virðist setja þá atburði
í samhengi við stjórnarskráruppþotið
hér á landi. Það þarf mikla hug-
kvæmni til að leggja þetta að jöfnu.
Engin rök hafa verið færð fyrirþví að stofna þurfi til nýrrar
stjórnarskrár á Íslandi. Nema þau að
bankarnir hafi farið á höfuðið.
Hópur manna, jafnvel þeirra semvilja láta taka sig alvarlega,
hefur lagt mikið á sig til að sýna fram
á að aðrir en þeir sem settu bankana
á hausinn hafi sett þá á hausinn. Það
hefur hjálpað til við þessa viðleitni að
sjálfur höfuðpaurinn á enn drjúgan
hluta af fjölmiðlunum og var með
Samfylkinguna í rassvasanum og
ýmsa einstaklinga úr öðrum flokkum
í smærri hirslum þegar spilaborgin
var reist. Og ótrúlega margt af því
virðist enn á sama stað.
Allir þessir spinna enn dag og nóttog reyna að beina ábyrgðinni
annað en heim til hennar sjálfrar.
Og nú er það stjórnarskráin.Bandaríkin áttu enga stjórnar-
skrá. Þess vegna settu þeir Jefferson,
Adams og Franklín til verka. Þýska-
land hafði ekki aðeins orðið fyrir því
að bankar fóru á hausinn. Þar stóð
ekki steinn yfir steini eftir heims-
styrjöld sem þeir höfðu stofnað til.
Og engin stjórnarskrá var þar til
nema sundursprengd slitur úr bar-
áttubók Adolfs gamla og þótti ekki
góð leiðsögn inn í framtíðina. Meira
að segja Ríkisútvarpið hlýtur að átta
sig á að þetta hefur ekkert með
stjórnarskrárupphlaupið hér að
gera.
Stjórnarskránni
að kenna
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.10., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 2 skýjað
Egilsstaðir 0 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 6 skúrir
Ósló 8 skýjað
Kaupmannahöfn 8 skýjað
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 6 skúrir
Lúxemborg 3 skýjað
Brussel 10 heiðskírt
Dublin 12 súld
Glasgow 10 léttskýjað
London 13 skýjað
París 12 heiðskírt
Amsterdam 10 skúrir
Hamborg 7 heiðskírt
Berlín 7 heiðskírt
Vín 7 þoka
Moskva 0 léttskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 17 heiðskírt
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 17 skúrir
Winnipeg 7 skýjað
Montreal 8 léttskýjað
New York 13 heiðskírt
Chicago 14 skýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:31 17:56
ÍSAFJÖRÐUR 8:43 17:53
SIGLUFJÖRÐUR 8:26 17:36
DJÚPIVOGUR 8:02 17:23
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þjóðgarðar í sjó
voru viðfangsefni
Sigríðar Krist-
insdóttur í meist-
araverkefni henn-
ar í líffræði við
Háskóla Íslands.
Þar leggur Sigríð-
ur til að þessi leið
verði athuguð
varðandi fisk-
veiðistjórnun og
verndun líffræðilegs fjölbreytileika.
En hvað eru þjóðgarðar í sjó?
„Fyrst og fremst er um að ræða
verndarsvæði í hafi fyrir lífríki og
fjölbreytileika, en einnig til að vernda
náttúru- og menningarminjar,“ segir
Sigríður.
Hún segir að þjóðgarðar í sjó
séu víða notaðir við stjórnun fiskveiða
og nefnir þar Ástralíu sem dæmi.
„Allar reglugerðir og lög sem varða
kóralrifið mikla voru endurskoðuð og
litið heildrænt á svæðið. Síðan var
svæðið skilgreint sem þjóðgarður. En
verndun á svæðinu er mismikil, sums
staðar er nánast allt leyfilegt en ann-
ars staðar má ekki einu sinni fara inn
á svæðið til rannsókna nema með sér-
stöku leyfi og svo er allt þarna á
milli.“
Tilfinning látin ráða för
Skyndi- og svæðalokanir ein-
stakra hafsvæða eru aðferðir sem
gjarnan eru notaðar við fisk-
veiðistjórnun. „Oft er ekki mikill vís-
indalegur bakgrunnur á bak við slík-
ar aðgerðir, heldur er tilfinning látin
ráða för. Svæðum er jafnvel lokað í
mörg ár.“
Sigríður segir að upplýsingar
skorti um lífríkið í kringum landið,
mikilvægt sé að kortlegga það, meðal
annars til að finna út hvort vernda
eigi tiltekin hafsvæði.
Í verkefninu skoðaði Sigríður
hvernig Ísland hefur staðið við sinn
hlut í þeim alþjóðlegu samningum
varðandi líffræðilegan fjölbreytileika
og verndun hafsvæða sem við erum
aðilar að. „Í ljós kom að við höfum
fátt annað gert en að skrifa undir
þessa samninga.“
Eitthvað gengur ekki upp
Í þessu sambandi bendir Sigríð-
ur á skýrslu Ríkisendurskoðunar frá
árinu 2006 um líffræðilegan fjöl-
breytileika, þar sem bent var á að full
ástæða væri til að setja lög til vernd-
ar lífríki í kringum landið. Þar kom
fram að það væri þjóðhagslega hag-
kvæmt, en ekkert hefur enn verið að-
hafst, að sögn Sigríðar.
Sigríður skoðaði gagnsemi þess
að stofna verndarsvæði í sjó við Ís-
landsstrendur. „Ég lagði til að svæðið
sunnan Reykjanesskaga að Vest-
mannaeyjum og jafnvel austur fyrir
Vestmannaeyjar yrði skoðað með
þetta í huga. Þetta er eitt mikilvæg-
asta hrygningarsvæði þorsks, loðnu
og síldar. Ég er ekki að segja að það
eigi að friða þetta svæði, heldur sé
full ástæða til þess að kortleggja það
með það fyrir augum hvort þetta sé
svæði sem myndi borga sig fyrir okk-
ur að vernda.“
Sigríður segir að þjóðgarðar í
sjó séu ekki aðferð sem hafi verið
mikið í umræðunni varðandi stjórnun
fiskveiða hér á landi. „Kvótakerfið
virðist ekki virka sem skyldi. Þorsk-
stofninn og ýmsir aðrir stofnar hafa
farið minnkandi og það virðist vera
að við veiðum of mikið. Eitthvað er
það sem ekki gengur upp. Ég fjalla
um þetta út frá líffræðilegum sjón-
armiðum og er alls ekki að mæla með
því að við leggjum niður núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi.“
Hagkvæmt Huga þarf að verndun lífríkis í sjó. Ísland hefur ekki staðið við gerða samn-
ing í þeim efnum, að sögn Sigríðar Kristinsdóttur líffræðings.
Hafsvæði Ís-
lands ekki kort-
lagt sem skyldi
Þjóðgarðar í sjó eru ný nálgun að stjórn
fiskveiða og verndarsvæði fyrir lífríki
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Sigríður
Kristinsdóttir
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Við Kolkuós í Skagafirði var á öldum áður blómleg
alþjóðleg verslun. Þar áttu erlendir handverks- og
listamenn aðsetur frá landnámi og fram á 16. öld.
Frá árinu 2003 hefur verið unnið þar að uppgreftri
og rannsóknum.
Stjórnandi rannsóknarinnar er Ragnheiður
Traustadóttir fornleifafræðingur við Háskólann á
Hólum. Hún flytur erindi um uppgröftinn í Þjóð-
minjasafninu í dag klukkan 12:05.
Ragnheiður segir að í sumar hafi fengist góð mynd
af skipulagi svæðisins. „Við fundum götur og það er
greinilegt að við þær stóðu búðir,
þar sem voru verslanir og hand-
verk,“ segir Ragnheiður. „Þarna
var mikið um að vera, þetta var
eins og verslunarmiðstöð;
Kringlan við Kolkuós.“
Kapphlaup við sjóinn
Mikill ágangur sjávar gerir
það að verkum að mikið af svæð-
inu hefur horfið. „Við erum í
kappi við sjóinn, sem er að brjóta
af landinu. Það er sáralítið eftir af þessum jarðvegi
og síðustu tvö ár hafa verið mjög erfið. Líklega eru
um 10% eftir af þessu svæði. Við hlóðum varnarvegg
2003 sem hélt til ársins 2009 og það þarf bara eitt
slæmt veður til að heilmikið fari á brott. Við þyrftum
að byggja miklu stærri varnargarð, en til þess er
ekkert fjármagn. Við höfum ekki einu sinni nægilegt
fé til að grafa og þurfum að berjast á hverju ári fyrir
því að geta stundað rannsóknir,“ segir Ragnheiður.
Fé til rannsóknanna kemur frá Fornleifasjóði og
af fjárlögum. Þau hafa verið skorin mikið niður und-
anfarið og samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2011
er gert ráð fyrir niðurfellingu á framlögunum. Ragn-
heiður segir að sótt verði um fjárveitingu í desember,
en afar erfitt sé að vita hversu mikið fé fáist til rann-
sóknanna.
Kringlan við Kolkuós í Skagafirði
Ragnheiður
Traustadóttir