Morgunblaðið - 10.12.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.12.2010, Qupperneq 15
Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Skýrslur, sem unnar voru fyrir emb- ætti sérstaks saksóknara um starfs- hætti endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á Íslandi (PwC) þegar kom að endurskoðun árs- og árshlutareikninga Glitnis og Landsbankans, geta haft slæm áhrif á ímynd PwC alþjóðlega, að sögn stjórnarmanna í slitastjórn Glitnis. Sama á við um málshöfðun slit- astjórnarinnar gegn PwC á Íslandi í New York, einkum ef dómstóllinn úrskurðar slitastjórninni í hag, að sögn Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnarinnar. Hún segir í samtali við Morgun- blaðið að slitastjórnin hafi skoðað hugsanlega málsókn gegn PwC Glo- bal, en niðurstaðan hafi hins vegar verið sú að höfða málið gegn PwC á Íslandi. „Málið hefur hins vegar áhrif á orðspor PwC á alþjóðavísu,“ segir hún. Sama segir Páll Eiríks- son, sem situr í slitastjórninni. Vignir Rafn Gíslason, formaður stjórnar PwC á Íslandi, segir fyrir- tækið illa geta svarað því sem fram hefur komið í fréttum um efni skýrslnanna því PwC hafi ekki feng- ið þær í hendur. „Enginn á okkar vegum hefur verið kallaður til sér- staks saksóknara vegna þessa, en okkar gögn sýna að okkar vinna var að öllu leyti í samræmi við lög og reglur.“ Vignir segir jafnframt að PwC Global standi þétt við íslenska fyrirtækið. Hins vegar sé engin spurning um ábyrgð samtakanna á gjörðum einstakra meðlima. „PwC á Íslandi er sjálfstætt fyrirtæki í eigu starfsmanna þess, eins og öll önnur fyrirtæki sem starfa undir merkjum PwC. Hvert þeirra er að öllu leyti sjálfstætt.“ Útilokar ekki frekari dómsmál Vignir sagði jafnframt að þótt áherslan væri nú á störf endurskoð- enda bankanna lægi ábyrgðin á árs- reikningum þeirra hjá viðkomandi bankastjórnum. Í skýrslunum, sem m.a. var sagt frá í DV, sjónvarpsfréttum RÚV og í Viðskiptablaðinu, segir að endur- skoðendum hefði mátt vera ljóst við skoðun ársreikninga fyrir árið 2007 að bæði Landsbankinn og Glitnir væru mun verr staddir en endur- skoðaðir reikningar gæfu til kynna. Í tilviki Glitnis hefði eigið fé bankans verið ofmetið allt frá árslokum 2006. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðs- ins beinist gagnrýnin einkum að því að endurskoðendur hafi samþykkt skilgreiningar bankanna á því hverj- ir ættu að teljast tengdir aðilar í skilningi laga. Hefðu skilgreiningar bankanna verið of þröngar og er sem dæmi nefnt að í tilviki Glitnis hafi Baugur, FL Group og Geysir Green Energy ekki verið flokkuð sem tengdir aðilar, þótt Jón Ásgeir Jó- hannesson hafi ráðið yfir fyrirtækj- unum öllum í árslok 2007. Steinunn Guðbjartsdóttir segir að málshöfðunin gegn PwC í New York snúi aðeins að tiltekinni skuldabréfa- útgáfu. Slitastjórnin útiloki hins veg- ar alls ekki frekari málshöfðanir á hendur endurskoðendum bankans, hvort heldur hér á landi eða annars staðar. Slitastjórn Landsbankans hefur gengið lengra í sínum yfirlýsingum, en Herdís Hallmarsdóttir, sem situr í slitastjórn bankans, sagði í upphafi mánaðarins að bæði skilanefnd og slitastjórn Landsbankans hefðu framkvæmt ítarlega rannsókn á ytri endurskoðendum og niðurstaðan væri sú að um vanrækslu hefði verið að ræða við endurskoðun á reikning- um bankans fyrir árið 2007 og und- irritun á árshlutareikningum 2008. PricewaterhouseCoopers sá um end- urskoðun á reikningum Landsbank- ans líkt og hjá Glitni. Slæm áhrif á alþjóð- lega ímynd PwC Morgunblaðið/Kristinn Eigið fé Í skýrslunni um Glitni segir að strax um áramótin 2006/2007 hafi eigið fé bankans verið ofmetið. Hefði það verið metið á réttan hátt hefði eiginfjárhlutfallið verið komið í 4,5 prósent í árslok 2007, sem er vel undir mörkum.  Slitastjórn Glitnis útilokar ekki að fleiri mál verði höfðuð  PwC á Íslandi segir ábyrgðina liggja hjá stjórnum banka Hvorki slitastjórnir Glitnis og Landsbanka né PwC á Íslandi hafa fengið að sjá skýrslurnar sem vitn- að var til í fréttum í gær og fyrra- dag. „Það er ekkert sem bendir til þess að þær hafi komið frá okkur,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, en skýrslurnar voru unnar fyrir embætti hans. Ólafur segist harma það að við- kvæm gögn sem þessi séu komin í umferð og staðfestir það að PwC á Íslandi hafi óskað eftir að fá skýrsl- urnar í hendur. „Þau eru skiljanlega í erfiðri stöðu þar sem erfitt er fyrir þau að bera hönd fyrir höfuð sér án þess að hafa skýrslurnar.“ Ólafur segir að verið sé að skoða það hvort PwC geti fengið þær í hendur, en bendir á að embættið sé bundið reglum um trúnað hvað þessi gögn varðar eins og önnur. Eins sagði hann að hugsanlega fengju slitastjórnirnar skýrslurnar í hendur fyrr en ella fyrst þær væru á annað borð komnar í umferð. Slitastjórnir ekki með skýrslur BER VIÐ TRÚNAÐARSKYLDU Ólafur Þór Hauksson OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA 750 Ef þú getur borið pakkann kostar sendingin aðeins 750 krónur. Glimrandi hagstætt fyrir jólapakkana þína. Upplýsingar um næsta afgreiðslustað á www.flytjandi.is | www.flytjandi. is | sími 525 7700 | Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. Á ekki við kæli- og frystivöru. Verð fyrir heimakstur með jólapakka er 750 kr. KR. VIÐ STYÐJUM MÆÐRASTYRKS- NEFND! 80 ÁFANGASTAÐIR DAGLEGA UM LAND ALLT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.