Morgunblaðið - 10.12.2010, Page 19

Morgunblaðið - 10.12.2010, Page 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 Umræðan um inn- göngu í Evrópusam- bandið (skammstafað ESB) hefur stigmagn- ast á Íslandi á und- anförnum árum og misserum. Með um- sókn Íslands um aðild að ESB hefur umræð- an komist á annað og alvarlegara stig. Um- ræðan eða rökræðan hefur aðallega snúist um sjáv- arútvegsmál og sjálfstæðismál þjóð- arinnar en minna um landbún- aðarmál. Innan ESB hafa landbúnaðarmál þó verið þunga- miðjan í Evrópusamstarfinu enda hefur ein tveggja áhrifamestu stofnþjóða sambandsins – Frakkar – alltaf borið hag landbúnaðar mjög fyrir brjósti enda er landbún- aðarframleiðsla Frakklands um 22,5% af allri landbúnaðarfram- leiðslu ESB. Af öllum geirum þá er Evrópusamruninn mestur í land- búnaði. Helmingur útgjalda ESB rennur til framkvæmda á landbún- aðarstefnu sambandsins. Þetta sýn- ir best það vægi sem landbúnaður hefur hjá aðildarþjóðum ESB. Að sama skapi hafa landbúnaðarmál skipt íslensku þjóðina miklu máli. Þessa sér stað í útgjöldum til land- búnaðarmála á Íslandi og áherslu stjórnmálaflokka þó að vissulega hafi vægi landbúnaðarmála minnk- að á síðustu árum. Sérstaða íslensks landbúnaðar Hvort sem Íslendingar taka þá ákvörðun að gerast aðilar að ESB eða ekki, þá er mikilvægt að hefja strax heimavinnuna. Hvað landbún- aðarmál áhrærir þá felst slík heimavinna í að varpa ljósi á hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (e. Common Agricultural Policy, skammstafað CAP) og hvaða hugsanleg áhrif það hefði á íslenskan landbúnað að framfylgja henni hérlendis. Í þess- ari vinnu skiptir sköpum að kanna til hlítar hvaða möguleika Ísland hefur til að fá samþykkt sérákvæði á grundvelli hugsanlegrar sérstöðu íslensks landbúnaðar. Án slíks sér- ákvæðis yrði íslenskur landbúnaðar berskjaldaður fyrir óheftri sam- keppni frá ríkjum sem sérhæft hafa sig í útflutningi ódýrra og verk- smiðjuframleiddra landbúnaðar- afurða. Þá þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Það má benda á að Ís- land fékk samþykkta mikilvæga undanþágu frá hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið (skammstafað EES) hvað varðaði innflutning á lifandi dýrum og á hráu kjöti. Í aðildarviðræðum þarf að semja að nýju um allar EES- undanþágur. Íslensk stjórnvöld hafa á und- anförnum árum skipað nefndir til að fjalla um hugsanlega aðild Ís- lands að ESB. Evrópunefnd forsæt- isráðuneytisins skilaði skýrslu í mars 2007 um tengsl Íslands og Evrópusambandsins þar sem skoð- uð voru álitamál varðandi hugs- anlega aðild Íslands að samband- inu. Einnig skilaði árið 2003 vinnuhópur á vegum utanríkisráðu- neytisins áfangaskýrslu um óvissu- þætti, m.a. varðandi stöðu íslensks landbúnaðar andspænis ESB og hugsanlegrar aðildar Íslands að því. Að síðustu má nefna skýrslu endur- skoðunarfyrirtækisins Deloitte & Touche fyrir utanríkisráðuneytið um mat á kostnaði Íslands við hugsanlega aðild að ESB (Mat á kostnaði Íslands við hugsanlega að- ild að ESB, 2003). Ýmissa grasa kennir við lestur þessara skýrslna sem gefa tóninn um áherslur Ís- lendinga í hugsanlegum aðild- arviðræðum. Umbylting á landbúnaðar- stefnu ESB Á síðustu 18 árum hefur CAP tekið svo róttækum breytingum að kalla má umbyltingu. Það verða færð rök fyrir því að hin sam- eiginlega landbún- aðarstefna Evrópu- sambandsins sé ekki svo sameiginleg eða miðstýrð frá Brüssels eins og ætla mætti. Mörg ríki hafa náð fram ýmsum sér- ákvæðum í aðild- arviðræðum á grund- velli sérstöðu. Sameiginleg landbún- aðarstefna sambandsins hefur „þynnst“ út og vægi annarra þátta, eins og byggðaþróunar, fæðu- öryggis og umhverfismála, er orðið meira áberandi. Rannsóknir og nið- urstöður Alan Greer (Greer, Alan, 2005. Agricultural policy in Europe) eru mjög áhugaverðar í þessu efni þar sem hann kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að CAP sé í raun ekki svo „sameiginleg“ þegar allt kemur til alls og snúist minna um land- búnað en áður. Mikilvægt sé að í aðildarviðræðum megi þjóðir ekki gefa sér í upphafi að þær séu áhrifalitlar um að ná fram sér- kröfum sínum innan ramma hinnar sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB. Hins vegar verður eins og komið hefur fram metin sérstaða ís- lensks landbúnaðar í Evrópu með hliðsjón af sérákvæðum annarra þjóða, sem þær hafa náð fram í að- ildarviðræðum við ESB. Að skýra þessa sérstöðu er lykilinn að því að skapa Íslandi sterkari samnings- stöðu og ná þannig fram eins hag- stæðum aðildarsamningi við ESB fyrir íslenskan landbúnað eins og kostur er. Hvort niðurstaða í slík- um aðildarsamningi sé ásættanleg fyrir íslenskan landbúnað skal ósagt látið. Greinin er byggð á inngangi BA-ritgerðar í stjórnmálafræði frá HÍ sem undirritaður skrifaði sumarið og haustið 2008. Fæst sérstaða íslensks landbúnaðar viðurkennd? Eftir Jón Baldur Lorange » Í þessari vinnu skipt- ir sköpum að kanna til hlítar hvaða mögu- leika Ísland hefur til að fá samþykkt sérákvæði á grundvelli hugsan- legrar sérstöðu. Jón Baldur Lorange Höfundur er stjórnmálafræðingur. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 MOGGAKLÚBBURINN ÁSKRIFENDUM MORGUNBLAÐSINS BÝÐST iPAD 3G SPJALDTÖLVA + ZooGue v2 TASKA Á EINSTÖKU TILBOÐSVERÐI! ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 52 52 7 11 /1 0 16GB iPAD + TASKA á aðeins 119.990 kr. 32GB iPAD + TASKA á aðeins 144.990 kr. 64GB iPAD + TASKA á aðeins 159.990 kr. iPad spjaldtölvan er á stærð við samanbrotinn Sunnu- dagsmogga, 24,2 sentimetrar á hæð, 18,9 á breidd, 1,34 á þykkt, og vegur 730 grömm með 3G tengingu. iPad er eins og spjald með snertiskjá. Við hana er ekki neitt lyklaborð heldur birtist það á skjánum þegar notandinn þarf á því að halda. Skjárinn á iPad er 9,7“ snertiskjár með svonefndu Multi- Touch sem gerir að verkum að hægt er að nota fingurna á mun fjölbreyttari hátt en ella, stækka mynd eða fletta. iPad spjaldtölvan er handhæg og meðfærileg og nýtist að mörgu leyti betur til ýmissa verkefna en venjuleg fartölva, t.d. til að lesa vefbækur eða dagblöð í hægindastólnum eða uppi í rúmi. Allir áskrifendur Morgunblaðsins hafa aðgang að blaðinu á pdf-formi á netinu. Tveggja ára Apple ábyrgð. Tilboðið gildir aðeins á iphone.is Moggaklúbbsáskrifendur fara inn á www.iphone.is, velja flipann, merktan „MOGGAKLÚBBSTILBOГ, og gefa upp kennitölu sína. Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. KORTIÐ GILDIR TIL 31.12.2010 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR iPAD 3G SPJALDTÖLVA OG TASKA Á SÉRSTÖKU MOGGAKLÚBBSTILBOÐI:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.