Morgunblaðið - 10.12.2010, Síða 36
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Icesave greiðslur hefjast í júlí
2. Barist í Netheimum
3. Hún hélt ég væri hommi
4. Erfitt að stilla af framleiðsluna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sigrún Eldjárn er tilnefnd af Ís-
lands hálfu til sænsku Alma-verð-
launanna í ár sem stofnað var til í
minningu Astridar Lindgren. Verð-
launaupphæðin er fimm milljónir
sænskra króna. Sigrún er tilnefnd
fyrir höfundarverk sitt sem rithöf-
undur og myndskreytir.
175 listamenn frá 62 löndum eru
tilnefndir og verður tilkynnt um verð-
launahafa 29. mars 2011.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigrún tilnefnd til
Alma-verðlaunanna
Logi Geirsson
handknattleiks-
maður og íþrótta-
fréttamaðurinn
Henry Birgir
Gunnarsson
sækja heim Ísfirð-
inga í dag og
kynna bókina
10.10.10 – at-
vinnumannasaga Loga Geirssonar,
sem Henry skráði. Logi og Henry ætla
að lesa upp úr bókinni í grunnskól-
anum í hádeginu og í bókabúð Ey-
mundssonar á Ísafirði kl. 14.30.
Logi og Henry með
upplestur á Ísafirði
Sunnudaginn nk., kl. 14-17, verður
haldið Molakaffi í Brúarlandi í Mos-
fellsbæ í tilefni af endurútgáfu bók-
anna um Mola flugustrák eftir Ragn-
ar Lár
heitinn. Djús
og kex verð-
ur í boði fyr-
ir smáfólkið,
kaffi og mol-
ar fyrir full-
orðna.
Endurútgáfu bóka
um Mola fagnað
Á laugardag Vestlæg átt, 8-15 m/s, en lægir síðdegis. Skýjað og þurrt að kalla en létt-
skýjað austan til. Hiti 0 til 6 stig en vægt frost til landsins, einkum austan til.
Á sunnudag og mánudag Suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en skýjað og
úrkomulítið vestan til. Frost 0 til 5 stig til landsins en hiti 0 til 5 stig við ströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 10-18 og rigning en styttir víða upp eftir há-
degi. Hiti 0 til 8 stig.
VEÐUR
Danska knattspyrnufélagið
FC Köbenhavn hefur þénað
fjóra milljarða íslenskra
króna á frábærri frammi-
stöðu sinni í Meistaradeild
Evrópu í vetur. Leikmenn
liðsins fá fyrir vikið flottan
jólabónus en Sölvi Geir
Ottesen og samherjar hans
í danska meistaraliðinu fá
hver um sig allt að 17 millj-
ónum íslenskra króna í
aukagreiðslu fyrir jólahá-
tíðina. »1
Sölvi og félagar fá
flottan jólabónus
Gylfi Þór Sigurðsson gerir ráð fyrir
að fá tækifæri á ný í byrjunarliði Hof-
fenheim í þýska fótboltanum um
næstu helgi. „Auðvitað er maður
aldrei ánægður með að vera vara-
maður en svona er þetta í
fótboltanum og nú er
bara að grípa tækifærið
og standa sig,“
sagði Gylfi
við Morg-
unblaðið.
»2
Nú er bara að grípa
tækifærið og standa sig
Gamla góða íslenska baráttugleðin
var í fyrirrúmi þegar Ísland stríddi
sterku liði Svartfjallalands á Evr-
ópumóti kvenna í handknattleik í
gærkvöld. Það mátti ekki miklu muna
að drambið yrði Svartfellingum að
falli því Ísland hélt í við andstæð-
ingana þrátt fyrir mikið mótlæti. Ít-
arleg umfjöllun um leikinn og lið Ís-
lands í íþróttablaðinu. »1-3
Drambið nærri orðið
Svartfellingum að falli
ÍÞRÓTTIR
Andri Karl
andri@mbl.is
Skemmtilegar umræður sköpuðust
um hefðina á bak við laufabrauð og
útskurð þess á dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Þá
fór fram árlegur laufabrauðsút-
skurður og fékk blaðamaður að
munda hnífinn um stund. Í ljós kom
að laufabrauð var ekki á allra borð-
um og þekktist frekar hjá íbúum að
vestan og norðan en af Suðurland-
inu. Af þeim sökum voru í bland út-
skurðarmeistarar með áratuga
reynslu og nýliðar í faginu.
Útskurðurinn hófst að morgni og
þegar um hádegi þurfti að kaupa
fleiri kökur til að skera út, slíkur var
áhuginn. „Lagt var upp með 250
kökur en svo er búið að bætast mikið
við,“ sagði Dagbjört Guðmunds-
dóttir, verkstjóri iðjuþjálfunar. Hún
áætlaði að um miðjan dag væru kök-
urnar orðnar á milli fjögur og fimm
hundruð. Og enn var skorið út. Dag-
björt tók þó fram að ekki veitti af
enda væri verið að skera út fyrir allt
heimilið.
Jólalög úr hverjum krók
Þátttakan í útskurðinum er ætíð
góð og var með mesta móti í gær.
„Þeir koma sem vilja og stoppa mis-
jafnlega lengi við. Sumir komu í
morgun og aftur eftir hádegið. Aðrir
koma einungis til að upplifa stemn-
inguna, fá sér smásérrí og konfekt
og svona.“ En þátttakan er ekki að-
eins mikil á vinnustofunni því jafn-
framt er farið með laufabrauð út á
deildir þar sem fer fram félags-
starf, og þar er fólki einnig boðið
að skera út.
Meðan á heimsókn blaða-
manns stóð varð ýmislegt
fleira á vegi hans og víst
að aðventudagskráin á
Hrafnistu er með ein-
dæmum þétt. Kaffi-
klúbburinn var í einum
sal auk þess sem starfandi eru leik-
hópar, kórar og ýmislegt fleira. Og
alls staðar hljómuðu jólalög, úr
skemmtara, útvörpum og stórum
flatskjám.
Piparkökubakstur í næstu viku
Í vinnustofunni verður svo í næstu
viku tekið til við að baka piparkökur.
Er jafnan mikil þátttaka þá einnig
en til viðbótar kemur, að piparkök-
urnar eru bakaðar í vinnustofunni
og leggst þá jólailmurinn yfir heim-
ilið. Degi síðar, eða á fimmtudaginn
eftir viku, verður hægt að gæða sér
á piparkökunum og jólaglöggi.
Stundin sem flestir íbúar bíða svo
eftir er jólaballið 17. desember en þá
treður sjálfur Ragnar Bjarnason
upp.
Skera út fyrir allt heimilið
Góð þátttaka í
laufabrauðsút-
skurði á Hrafnistu
Morgunblaðið/Ernir
Útskurðurinn Mikil ánægja er meðal íbúa á Hrafnistu með fjölbreytta dagskrána á aðventunni.
„Ég er að gera þetta í fyrsta skipti
og víst tími til kominn,“ sagði
Kristján Einarsson, íbúi á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
en hann var á meðal þeirra sem
skáru út laufabrauð í gær.
Kristján segir að laufa-
brauð hafi ekki tíðkast á
sínu heimili. Hann er
fæddur á Ísafirði en
bjó lengst af í Vog-
um á Vatnsleysu-
strönd. Og þó svo að hann væri ný-
liði gekk skurðurinn vel. „Ég hugsa
að það verði alveg sama bragð af
þessum og hinum, þó svo að útlitið
verði kannski aðeins öðruvísi.“
Kristján sagðist bara hafa nokk-
uð gaman af útskurðinum, félags-
skapurinn væri góður og því væri
víst að hann kæmi aftur að ári.
Hvað varðar aðra viðburði sagðist
Kristján einnig ætla í pipar-
kökubaksturinn.
„Sama bragð af þessum“
KRISTJÁN EINARSSON SKAR ÚT Í FYRSTA SKIPTI
Kristján
Einarsson