Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.05.2010, Qupperneq 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Líbýsk stjórnvöld segja að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk þegar nýleg líbýsk farþegaþota Afriqiyah- félagsins af gerðinni Airbus 330 brotlenti rétt við flugvöllinn hjá höfuðborginni Trípólí í gærmorgun. „Flugvélin sprakk og sundraðist gersamlega í lendingunni,“ sagði talsmaður líbýskra yfirvalda. Veður var gott og var ekki vitað hvað olli slysinu er síðast fréttist. 104 voru í vélinni og komst einn af, átta ára gamall hollenskur drengur. Hann slasaðist talsvert en er ekki í lífs- hættu. Alls var 61 Hollendingur um borð en hinir voru frá Líbýu, öðrum Afríkuríkjum og Evrópu. 93 farþeg- ar og 11 manna áhöfn voru í vélinni, sem átti að halda áfram til Gatwick- flugvallar í Bretlandi eftir millilend- ingu í Trípólí á leið frá Jóhann- esarborg í Suður-Afríku. Aðeins einn lifði af flugslys Reuters Ljóst er að hinn fimmtugi öldunga- deildarþingmaður Benigno Aquino verður næsti forseti Filippseyja. Hann er með um 40% stuðning þeg- ar búið er að telja megnið af atkvæð- um í forsetakjörinu á mánudag, búist er við lokatölum fyrir helgi. Aquino, sem tekur við völdum 1. júlí, hét því að beita sér hart gegn spillingu sem er þjóðarböl í landinu. „Ég vil stjórna með því að sýna gott fordæmi,“ sagði Aquino í viðtali við AFP-fréttastofuna í gær. „Við tölum um spillingu. Ég hef gefið lof- orð opinberlega, ég mun aldrei stela.“ Aquino er úr einni af nokkr- um tugum auðugra valdaætta sem að jafnaði skipta með sér völdum á Filippseyjum. Efnahagsmálin eru í ólestri og fátækt meiri en í flestum öðrum A-Asíulöndum. Fráfarandi forseti, Gloria Macapagal, er einnig af gamalli valdaætt. Hún gat ekki boðið sig aft- ur fram; forseti má aðeins sitja tvö kjörtímabil í röð. Macapagal hefur verið sökuð um kosningasvindl en Aquino gagnrýndi hana einnig fyrir að skipa nýjan forseta hæstaréttar í stað þess að láta væntanlegan for- seta annast valið. kjon@mbl.is Aquino heitir baráttu gegn spillingunni  Stjórnar með því að sýna gott fordæmi Reuters Tekur við Væntanlegur forseti Filippseyja, Benigno Aquino. Corazon Aquino » Móðir hins nýja forseta, Corazon Aquino, sem var fyrr- verandi forseti, lést í fyrra. » Hún varð þjóðhetja þegar hún var í forystu fyrir víðtækri uppreisn sem hrakti hinn ger- spillta Ferdinand Marcos frá völdum árið 1986. » Sonurinn ákvað eftir lát móður sinnar að gefa kost á sér í forsetakosningunum. Stjórnvöld í Taí- landi hótuðu í gær að loka fyrir raf- magn, vatn og síma- þjónustu við stjórn- arandstæðinga, Rauðskyrturnar svonefndu, sem haf- ast við í búðum í höfuðborginni Bangkok. Abhisit Vejjajiva forsætis- ráðherra sagði að hyrfi fólkið ekki á braut yrði hætt við þingkosningar sem hann hafði lofað í haust. Stjórnarandstæðingar styðja Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra. Þeir fengu frest þar til á miðnætti sl. til að hafa sig á brott. En enginn bilbugur var á þeim. „Við höfum tekið ákvörðun um að halda áfram að fara fram á réttlæti fyrir fólkið okkar,“ sagði einn leiðtoganna, Nattawut Saikuar. „Ef ríkisstjórnin vill láta drepa fleira fólk getur hún fundið það hér.“ kjon@mbl.is Abhisit hótar taí- lensku Rauðskyrt- unum valdbeitingu Abhisit Vejjajiva TAÍLAND Norski sagnfræðingurinn Synne Corell segir að sagnfræðingar hafi reynt að fela með alls kyns orðhengilshætti raunverulega þátttöku innlendra lög- reglumanna í að ofsækja gyðinga þegar landið var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld, að sögn Aftenposten. Mörg hundruð norskir gyðingar voru fluttir til Þýskalands og létu þar lífið í útrýmingarbúðum. Corell segir að í skrifum fræðimanna hafi m.a. verið notað orðalagið „voru handteknir“ án þess að taka fram hverjir önnuðust handtökuna. Oft voru það norskir lögreglumenn. Einnig sé mikið gert úr því að lögreglumenn hafi „oft“ hjálpað gyðingum að flýja yfir landamærin til Svíþjóðar en ekki tilgreint hve mörg dæmi hafi verið um slíkar aðgerðir. kjon@mbl.is Þöggun í Noregi? Sendu gyðinga til Þýskalands Hitlers Kristján Jónsson kjon@mbl.is David Cameron, leiðtogi Íhalds- flokksins breska og nýr forsætisráð- herra, hét því í gær að samsteypu- stjórn íhaldsmanna og Frjálslyndra demókrata myndi leiða Bretland á nýjar brautir en sagði baráttuna við gríðarlegan fjárlagahallann langmikilvægasta verkefnið. Á sam- eiginlegum blaðamannafundi hans með leiðtoga Frjálslyndra demó- krata, Nick Clegg, hétu þeir „algerri umbyltingu“ í stjórnarfarinu. Þeir myndu standa saman og ekki láta þrönga flokkshagsmuni leiða sig af- vega. „Þetta er ríkisstjórn sem mun endast vel,“ sagði Clegg. Stjórnin tók formlega við í gær en Cameron fékk umboð til stjórnar- myndunar á þriðjudagskvöld eftir að Gordon Brown sagði af sér. Cameron, sem er aðeins 43 ára gamall, verður yngsti forsætisráðherrann sem setið hefur að völdum í Bretlandi síðan 1812 og Nick Clegg, leiðtogi Frjáls- lyndra og aðstoðarforsætisráðherra, er einnig ungur, aðeins 44 ára. Frjáls- lyndir áttu síðast sæti í ríkisstjórn 1945. Þjóðaratkvæði um breytt kosningakerfi Fram kemur m.a. í samstarfs- sáttmála flokkanna að borin verður undir þjóðina tillaga um breytt kosn- ingakerfi sem tryggi betur þingsæta- fjölda í samræmi við fylgi. En flokk- arnir mega hvor fyrir sig reka áróður fyrir tillögunni eða gegn henni. Flokkarnir ætla að koma á fyrir- komulagi sem tryggi að þingið sitji ekki skemur en fimm ár samfleytt. Verður því tekinn af forsætisráðherra forn réttur hans til að rjúfa þing og efna til kosninga hvenær sem er. Athygli vekur að þvert á stefnu Frjálslyndra verður haldið áfram undirbúningi að endurnýjun kjarn- orkukafbátaflotans en Clegg hefur sagt að um leifar af hugsunarhætti kalda stríðsins sé að ræða. Hann vill verja fénu í að styrkja hefðbundinn herafla Breta. En Frjálslyndir hafa leyfi til að „benda á“ aðrar leiðir en boðaðar eru í sáttmálanum varðandi kafbátana. Umdeild áform um að leggja þriðju flugbrautina á Heathrow-flug- velli verða lögð til hliðar. Þá segir að Bretar muni ekki undirbúa aðild að evrusvæðinu á kjörtímabilinu. Íhalds- menn eru margir andvígir ESB og vilja sumir jafnvel að Bretar segir sig úr því. Heimildarmenn í Brussel segja að þar á bæ vonist menn til að Clegg og liðsmenn hans, einarðir stuðningsmenn ESB, hafi hemil á efa- semdastefnu Camerons. Frjálslyndir fá fimm ráðherra- embætti, hin 18 verða í höndum íhaldsmanna. Clegg verður í reynd staðgengill Camerons og því með aðra höndina á stjórnvelinum. Willi- am Hague verður nýr utanríkisráð- herra, George Osborne fjármálaráð- herra, Liam Fox varnarmálaráðherra, þeir eru allir íhaldsmenn. Úr röðum frjálslyndra koma m.a. Chris Huhne orku -og loftslagsmálaráðherra og Vince Cable, ráðherra viðskiptalífs og bankamála. Reuters Ánægð David Cameron og eiginkona hans, Samantha Cameron, við dyrnar að embættisbústað ráðherrans, Downingstræti 10, í fyrrakvöld. „Ríkisstjórn sem mun endast vel“  Cameron og Clegg heita að berjast gegn fjárlagahallanum Vel fór á með leiðtogunum tveim á blaðamannafundinum. Cameron viðurkenndi að hafa eitt sinn svarað „Nick Clegg“ þegar spurt var hvaða pólitísk- ur brandari honum þætti fyndnastur. Clegg þóttist móðgast og ætla að fara en lét sér segjast. Einnig sagðist Cameron hlakka til að ferðast mikið erlendis; þá yrði Clegg að taka að sér að svara í fyrir- spurnatíma forsætisráðherra á þinginu. Fínn brandari DAVE OG NICK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.