Morgunblaðið - 13.05.2010, Page 21

Morgunblaðið - 13.05.2010, Page 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 48 90 9 1/ 10 Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 21.maí Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2010 í förðun, snyrtingu, fatnaði, umhirðu húðar- innar dekur og fleira. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Sumarförðun. Nýjustu snyrtivörurnar. Krem. Sólarvörur og sólarvörn. Hvað verður í tísku í sumar. Meðferð á snyrtistofum. Ilmvötn. Kventíska. Herratíska. Fylgihlutir. Skartgripir. Og fullt af öðru spennandi efni. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Tíska og förðun P NTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 17. MAÍ Það er hörmulegt til þess að vita þegar stjórnvöld innleiða nýtt hrun í dag eða þátt númer tvö í bankahruninu og halda áfram með nýj- ar og enn meiri fjár- hagshörmungar en þó þegar voru komnar. Bæta nýju hruni við hið fyrra. Var ekki nóg komið með hruni bankanna? Stjórnvöld hafa undanfarið vís- vitandi fryst markað með fast- eignir. Þannig er öll fasteignasala frosin föst. Svo tekin séu dæmi úr daglega lífinu, þá þurfa eldri hjón nýja og minni íbúð, en vilja selja þá stærri, þegar börnin stækka og flytja að heiman. Svo vilja hjón flytja nær skóla og fá íbúð þar, þegar börnin stækka og hefja skólagöngu. Þannig verður dag- lega lífið að geta haldið áfram. Fólk selur og kaupir íbúðir til að mæta mismunandi nýjum og ólík- um þörfum. Þetta hafa stjórnvöld vísvitandi eyðilagt og er þetta að verða nýtt bankahrun eða leik- þáttur númer tvö til viðbótar fyrra bankahruni. Nýr hrunþáttur núm- er tvö er að hefjast undir stjórn yfirvalda. Þá er átt við almennt hrun á verði fasteigna í dag og undanfarið sem stjórnvöld standa fyrir og stjórna. Svo tekið sé almennt dæmi úr daglega lífinu, þá fer verð fast- eigna í dag lækkandi svona al- mennt, en áhvílandi lán hækka daglega með áhvílandi vísitölulánum. Lánin hækka daglega. Fólk borgar og borgar. Sparar jafnvel við sig mat. Er í skilum með öll lán en á samt allt- af minna og minna í íbúðinni. Eignir þess rýrna daglega í verði og minna fæst fyrir þær ef til sölu kemur. Hrunþáttur tvö er hafinn. Kemur á eftir bankahruni, sem við- bót stjórnvalda. Er í formi stöð- ugs hruns fasteignaverðs, sem endar með algjöru hruni fast- eignamarkaðar. Allt hrynur. Jólagjöfin í ár 2010 til þeirra fasteignaeigenda sem fengið hafa uppboðshótun eða uppboðsbeiðni á íbúð sína er sú jólagjöf stjórn- valda að gefa uppboð á fasteignum frjáls í lok október og byrjun nóv- ember næstkomandi. Uppboðum hefur verið haldið föstum og frest- að í bili fram að þessu með ákvörðun stjórnvalda. Nú á að gefa allt frjálst, með uppboð fast- eigna í lok október. Hefja bruna- útsölu þeirra. Afleiðingin verður sú, ef allar þessar uppboðsfast- eignir fara á brunaútsölu rétt fyr- ir jól, að allt fasteignaverð fellur niður úr öllu valdi og fasteignir verða verðlausar, bæði þær sem eru á brunaútsölu svo og allar aðrar sem seldar verða venjulegri sölu. Ráðið til bjargar þessu er að ríkið stofni hlutafélag sem gæti heitið „Uppboðsfasteignir ríkisins ohf.“. Þetta hlutafélag keypti allar eða 100% fasteigna sem færu á nauðungaruppboð. Gerð væru upp við banka og aðra uppboðsbeið- endur áhvílandi vanskil, en föst lán stæðu áfram. Gert væri upp með skuldabréfi, sem væri með ríkisábyrgð, einfaldri eða fullri. Þessi skuldabréf væru gefin út af hlutafélaginu, en væru með ábyrgð ríkissjóðs. Afborgunarlaus í fyrstu og langlán. Núverandi eig- endur gætu búið þarna áfram gegn leigu. Gætu keypt íbúðirnar til baka seinna, ef vildu. Þetta ætti að vera hægt að gera án beinnar peningagreiðslu úr rík- issjóði. Myndi koma í veg fyrir að fólk missti eigur sínar fyrir lítið á fyrirhugaðri brunaútsölu. Gæti bú- ið í þeim áfram gegn leigu og keypt þær svo aftur seinna. Þær yrðu ekki seldar öðrum. Þetta myndi koma í veg fyrir algjört hrun fasteignamarkaðar. Slíkt hrun yrði bankahrun númer tvö fyrir allt venjulegt fólk. Ekkert stæði fjárhagslega uppi á eftir. Stjórnvöld yrðu að flýja í skjól hjá lögreglu. Bankahrunið: Þáttur númer 2 hafinn Eftir Lúðvík Gizurarson » Lánin hækka dag- lega. Fólk borgar og borgar. Sparar jafnvel við sig mat. Er í skilum með öll lán en á samt alltaf minna og minna í íbúðinni. Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Undanfarin fjögur ár hef ég verið vara- maður Samfylking- arinnar í Kópavogi í bæjarstjórn Kópavogs. Á þeim tíma hef ég átt hreint frábært sam- starf við félaga mína í flokknum sem og marga aðra innan bæj- arstjórnar Kópavogs og starfsmenn bæj- arins. Fyrir það vil ég þakka. Innan bæjarstjórnarhóps Sam- fylkingarinnar í Kópavogi hefur ríkt einhugur og samstaða um flest mál en eins og í öllum þeim hópum þar sem fleiri en einn koma saman hafa komið tímar þar sem ekki næst full samstaða. Það er í lagi enda er Sam- fylkingin þannig flokkur að þar leyf- ist mönnum að hafa sínar skoðanir í friði. Stefna Samfylkingarinnar grundvallast á jafnaðarstefnunni sem lagt hefur grunninn að velferð- arsamfélögum Norðurlandanna og Norður-Evrópu. Í þannig flokki er gott að vera. Innan bæjarstjórnar Kópavogs hefur því miður ekki alltaf náðst samstaða þvert á flokka. Það gerðist þó um síðustu áramót þegar unnið var að fjárhagsáætlunargerð á ein- hverjum erfiðustu tímum sem ís- lenskt samfélag hefur staðið frammi fyrir. Samfylkingin, sem er í minni- hluta í bæjarstjórn Kópavogs, vékst ekki undan ábyrgð og tók þátt í því að móta fjárhagsáætlun þar sem far- ið var í erfiðar aðgerðir, niðurskurð á flestum sviðum og öllum var þröngur stakkur sniðinn. Við slíkar aðstæður geta alltaf komið upp ágreiningsmál um ein- staka liði og svo var einnig nú. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs, sem haldinn var þriðjudaginn 26. apríl sl. tók ég sæti í fjarveru oddvita okkar, Guðríðar Arnardóttur. Á dagskrá fundarins var m.a. mótmælabréf sem barst frá gestum sundlauga Kópavogs þar sem mótmælt var breyttum opnunartíma í sumar. Það vill svo til að þessum mótmælum er ég hjartanlega sammála. Mér finnst það skjóta skökku við að aðeins nokkrum árum eftir að Kópavogs- bær gerðist aðili að þróunarverkefni þar sem sveitarfélög og Lýðheilsustöð taka höndum saman til að stuðla að aukinni hreyf- ingu og bættu mat- aræði barna, undir heitinu „Allt hefur áhrif – einkum við sjálf“, þá skuli aðgengi íbúa að sundlaugum takmark- að með skerðingu opn- unartíma. Það stóð ekki á svörum frá verð- andi oddvita Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs. Þarna sá hann leið til að slá pólitískar keilur og var óspar að benda á að Samfylk- ingin væri klofin í þessu máli, Sam- fylkingin hefði komið að gerð fjár- hagsáætlunar og samþykkt hana og því væri stuðningur minn við mót- mælin allt að því ómerkilegur! Öðruvísi mér áður brá. Þarna flugu steinvölur úr glerhúsi sjálf- stæðismanna sem sjálfir sitja í flokki þar sem allt logar stafnanna á milli. Oddvitinn nýi þorir sig vart að hræra af ótta við fráfarandi oddvita sem af öllum hefur gagnrýnt fjár- hagsáætlun bæjarins meir en nokk- ur annar fulltrúi í bæjarstjórninni. Hvar er samstaðan á þeim bænum? Hingað til og hér eftir er mér frjálst að hafa mínar skoðanir á öll- um málum því félagar mínir vita sem er að mínar skoðanir byggjast á stefnu jafnaðarmanna og þó við stundum viljum fara hvert sína leið- ina að settu marki þá stöndum við eftir sem órofa heild með stefnu jafnaðarmanna að leiðarljósi. Þannig fólki er gott að vinna með. Völukast úr glerhúsi Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Ingibjörg Hinriksdóttir » Öðruvísi mér áður brá. Þarna flugu steinvölur úr glerhúsi sjálfstæðismanna sem sjálfir sitja í flokki þar sem allt logar stafnanna á milli. Höfundur er tækni- og upplýsinga- fulltrúi og er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. BRÉF TIL BLAÐSINS Það er beinlínis rangt að mér hafi verið kynntar fyrirhugaðar fram- kvæmdir Orkuveitunnar og tíma- áætlun þeirra. Ekki einn einasti starfsmaður Orkuveitunnar hafði samband við mig til að gera mér grein fyrir um- fangi og tíma- ramma fram- kvæmda. Eiríkur Hjálm- arsson kýs að verja hið óverj- anlega; að starfsmenn Orkuveitunnar fari fram með þeim hætti sem þeir kjósa, þegar þeim sýnist og án nokkurs samráðs við hags- munaaðila. Það hefur verið lenska hér í borg árum saman að æða áfram án nokkurs tillits eða sam- ráðs. Það hafa margir verslunar- eigendur upplifað. Það er einnig vert að minnast á það að grafa þurfti yfir akbrautina við Birkimel. Það var gert hratt og starfsmenn OR mættu á laugardagsmorgni til að raska sem minnst umferð ökutækja um Birkimelinn. Og ekki mörgum dögum síðar var búið að malbika sárið á meðan skurður á gangstétt var látinn standa opinn dögum saman. Eiríkur segir að verkinu hafi lokið 3. maí. Það er ekki rétt því ekki er enn búið að ganga frá hellulögn fyrir framan bakaríið. Framkvæmdum neðanjarðar lauk föstudaginn 30. apríl en ekki byrj- að að fylla upp í skurðinn fyrr en á mánudeginum 3. maí. Það er náttúrlega fráleitt að halda því fram að plastkeilur með plastborða strengdan á milli geti komið í veg fyrir að t.d. hjólandi vegfarandi geti fallið ofan í skurð- inn. Göngubrýr þær er settar voru upp voru það þröngar að fólk með barnavagna þurfti að fara yfir á akbrautina til að komast leiðar sinnar og eiga þar með á hættu að fá bíl í fangið. Ég hefði kosið að viðbrögð Orkuveitunnar hefðu ver- ið þau að biðjast afsökunar og breyta vinnulagi sínu í framtíð- inni. Þess í stað kýs upplýsinga- fulltrúi þeirra að bera í bætifláka fyrir óvönduð vinnubrögð starfs- manna og reyna að réttlæta vinnulagið. STEINÞÓR JÓNSSON, framkvæmdastjóri Björnsbakarís. Orkuveitu Reykja- víkur svarað Frá Steinþóri Jónssyni Steinþór Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.