Morgunblaðið - 13.05.2010, Page 30

Morgunblaðið - 13.05.2010, Page 30
30 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA ER ÖRUGGLEGA LÍSA AÐ SÆKJA VESKIÐ TAKK, JÓN... ÉG VERÐ AÐ DRÍFA MIG Í VINNUNA ÞÚ MÁTTALVEG GLEYMA VESKINU OFTAR LOKAÐU DYRUNUM. VÆMNIN LEKUR INN Í HÚSIÐ KANNSKI HEFUR HRÆÐSLA MÍN, HATUR OG FORDÓMAR KOMIÐ Í VEG FYRIR AÐ ÉG GETI ELSKAÐ EITT AF SKEMMTILEGUSTU DÝRUM Í HEIMI ÉG HATA KETTI ÞVÍ ÉG ER HRÆDDUR VIÐ ÞÁ ÞAÐ GÆTI VEL VERIÐ SATT.. ...EN ÉG EFA ÞAÐ BAÐSTU EKKI EINHVERN AÐ VERA EFTIR TIL AÐ PASSA BÁTINN? NEI, ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR GERT ÞAÐ! GRÍMUR, EF ÞÚ ÆTLAR AÐ LEYSA AF UGA ÞÁ ÞARFTU AÐ LÆRA ÝMISLEGT ÁHORFENDUM FINNST GAMAN AÐ SJÁ LUKKUDÝR LIÐANNA SLÁST Í DAG KEPPUM VIÐ Á MÓTI „BARÁTTU- ÍRUNUM“ AF HVERJU GÁTUM VIÐ EKKI LENT Á MÓTI „UPPGJAFAR- FRÖKKUNUM“? BARÁTTU- ÍRUNUM? ÞETTA NÁMSKEIÐ ER BARA ANSI SKEMMTILEGT ÉG VILDI AÐ ÞÚ TÆKIR ÞVÍ ALVARLEGA ÞÚ SEGIR BARA ÞAÐ SEM FÓLK VILL HEYRA TIL AÐ ÞVÍ LÍKI BETUR VIÐ ÞIG LÁTTU EKKI SVONA ÉG VEIT HVAÐ ÉG Á AÐ SEGJA ÞVÍ ÞÚ HEFUR KENNT MÉR AF ALÚÐ HVERNIG ÉG Á AÐ KOMA FRAM VIÐ FÓLK HEYRÐU! BÍDDU NÚ HÆGUR! EN FALLEGA SAGT... VIÐ ERUM AÐ VERÐA OF SEIN Í NÆSTA TÍMA ÞESSI JÁRN ÆTTU AÐ HALDA ÞÉR ÞANGAÐ TIL LÖGGAN KEMUR EN HVERNIG KOMUM VIÐ SÖKINNI Á HANN? ÖRYGGISMYNDAVÉLARNAR SÁU ALLT SAMAN ÁTTU VIÐ ÞESSAR? TÓKSTU ÞÆR NIÐUR? Silfurkross tapaðist Stór, gamall silfur- kross í langri silfur- keðju tapaðist föstu- daginn 16. apríl sl., sennilega í sundlaug Seltjarnarness, Mela- búðinni eða Kringl- unni. Krossinn hefur afar mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eig- andann, sem erfði hann eftir móður sína. Finn- andi myndi gera mikið góðverk með því að skila krossinum til eig- andans. Finnandi hafi samband í síma 691- 1185. Góðum fundarlaunum heitið. Áhyggjulaust ævikvöld í kreppu? Kunningjakona mín á níræðisaldri tjáði mér að nú á tímum kreppu hefði hún ekki til hnífs og skeiðar. Aðra eins fátækt og nú hefði hún ekki upplifað á sinni löngu ævi. Hún hafði verið útivinnandi, einstæð móðir með þrjú börn og alltaf getað séð sjálfri sér og börnunum farborða án utanaðkomandi hjálpar. Hins vegar þurfi hún í dag að kyngja stolti sínu og þiggja mat hjá hjálp- arstofnunum. Áhyggjulaust ævi- kvöld er ekki inni í myndinni hjá henni. Lesandi Hvað þarf? Einhvern tíma sagði við mig þýskur iðnjöf- ur: „Gúndi, þegar tvö rauð ljós blikka þá ert þú sekur.“ Erlendir dómstólar hafa talað, Baugsfeðgar þykja ekki góður pappír. Það er með ólíkindum að Arion banki, í skjóli ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfús- sonar, skuli enn vera við sama heygarðs- hornið og ætla að af- henda Baugsfeðgum Haga og þar með 65% af smá- söluverslun í landinu. Allar klukkur um víða veröld gætu hringt og vöru- lest af fullum þunga gæti farið í gegnum Stjórnarráð Íslands á rík- isstjórnarfundi og þau myndu hundsa það. Hvað þarf til þess að Jó- hanna Sigurðardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon líti upp úr gaupnum sér og hætti að verja lög- brjóta? Eru þetta virkilega vinnu- brögðin sem við þurfum á að halda í dag? Guðmundur F. Jónsson. Ást er… … þegar hjartað missir úr slag við að sjá tölvu- póst frá honum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Jón Jóhannesson bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð í Skagafirði orti þeg- ar Katla gaus árið 1918: Nú er sveitum voðinn vís versnar beit á landi Katla hreytir eldi og ís ösku og heitum sandi. Jón er langafi Ingólfs Ómars Ár- mannssonar í föðurætt. Ingólfur skrapp í Borgarfjörð í blíðskap- arveðri og hjó eftir því að náttúran er farin að taka við sér: Gleður lýði glóey fríð gyllir hlíð og dranga; hagann prýða blómin blíð björk og víðir anga. Í Dynskógum, riti Vestur- Skaftfellinga, rifjar séra Gísli Brynj- ólfsson upp bréf til biskups frá Hunkubökkum. Þar segir frá því, að í Skaftáreldum hafi Skál farið í eyði „uppbrennd með kirkjuhúsum, tún- um og engjum undir fjallinu“. „En furðu fljótt réttu jarðirnar við, skrif- ar séra Gísli. „Lífið og grasið sigr- aðist á dauðanum og öskunni. Fólkið og landið tók aftur gleði sína og von: Jörðin ber bestan blóma blómsturin aftur koma til allt er í einum ljóma allmörgum gengur flest í vil, kvað sr. Jón Steingrímsson.“ Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri á Gunnarsstöðum hefur fengið í arf frá feðrum sínum að berjast við sandfok og ösku alla ævi. Í afmæl- isbrag, sem Halldór Blöndal orti til hans fimmtugs, er þetta vers: Lúpínan á fótum frá fer á milli landanna. Gul og rauð og græn og blá hún gengur yfir sandana. Hjá gráum steini gægist strá og gróður allra handanna. Vísnahorn pebl@mbl.is Af Kötlu og lúpínu Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.