Morgunblaðið - 08.01.2011, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 8. J A N Ú A R 2 0 1 1
EITT VERKIÐ
KEMUR ALLA
LEIÐ FRÁ TÓGÓ
SIGGI SIGUR-
JÓNS EINN Á
SVIÐI SEM AFI
„KARLAR
ERU BÝSNA
HEIMSKIR“
SUNNUDAGSMOGGINN TRÚÐARNIR CASPER OG FRANK 50FERSKIR VINDAR Í GARÐI 14
Stofnað 1913 6. tölublað 99. árgangur
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Stofnfjáreigendum Sparisjóðs
Svarfdæla var kynnt þátttaka í
stofnfjáraukningu sjóðsins árið 2007
sem allt að því áhættulaus fjárfest-
ing. Þetta segir Jóhann Ólafsson,
stofnfjáreigandi í sjóðnum, í samtali
við Morgunblaðið. Eins og Morgun-
blaðið hefur sagt frá barst stofnfjár-
eigendum sparisjóðsins bréf í lok
nóvember 2007 þess efnis að Saga
Capital byðist til að fjármagna þátt-
töku stofnfjáreigenda í stofnfjár-
aukningu sjóðsins. Meðalaldur
þeirra sem tóku þátt í aukningunni
var 60 ár og höfðu viðkomandi í öll-
um tilfellum verið stofnfjáreigendur
til langs tíma.
Jóhann segir að stofnfjáreigend-
um hafi ekki verið heimilt að fara
með lánasamningana heim til nánari
skoðunar: „Í raun og veru var okkur
ekki gefinn kostur á að fara með
pappírana út úr Sparisjóði Svarf-
dæla til að lesa þá, því það þurfti að
gera þetta með miklum hraði,“ bætir
hann við.
Fé notað í Exista
Sparisjóðnum tókst að ljúka stofn-
fjáraukningunni fyrir áramót. Þar af
leiðandi var stjórnendum gert kleift
að taka þátt í hlutafjáraukningu í
Fjárfestingafélaginu Kistu, sem lauk
einnig fyrir áramót 2007. Kista var í
eigu nokkurra sparisjóða. Það félag
fjárfesti aðallega í Exista, en einnig í
félögum á borð við Eik banka, þó í
miklu minni mæli.
Hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla
var mikill á árunum 2004-2007.
Hagnaðurinn var þó að langmestu
leyti byggður upp á gengishagnaði
hlutabréfa. Til að mynda nam geng-
ishagnaður sjóðsins meira en 90% af
hreinum rekstrartekjum ársins
2006. Stjórn sparisjóðsins ákvað að
færa Dalvíkurbyggð menningarhús
að gjöf, með vísan í góða afkomu
sjóðsins á árinu 2006.
MVogunarsjóður Svarfdæla »22
Sagt nánast áhættulaust
Stofnfjáraukning Sparisjóðs Svarfdælinga fékk mikla flýtimeðferð Stofnfjár-
eigendum var ekki heimilað að fara heim með lánasamninga Fé notað í Exista
Stofnfjáraukning
» Stofnfjáreigendum Spari-
sjóðs Svarfdæla var ekki gert
heimilt að fara heim með
lánasamninga til nánari skoð-
unar, heldur mátti bara skoða
þá innan dyra sparisjóðsins.
Lánin átti að nota til stofnfjár-
aukningar um 500 milljónir.
» Svo virðist sem stofnfjár-
aukningin hafi að mestu leyti
runnið til fjárfestingar í Ex-
ista.
Miðað við leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta
gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni virðist það vera
á réttri leið. Ísland vann nokkuð sannfærandi sigur á
Þjóðverjum, 27:23, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna
þar sem varnarleikur og markvarsla voru eins og best
verður á kosið.
Í sóknarleiknum sáust líka góð tilþrif, meðal annars
frá hinum tvítuga Aroni Pálmarssyni sem hér skorar
eitt af fimm mörkum sínum í leiknum. Þjóðirnar mæt-
ast aftur í Laugardalshöllinni í dag klukkan 17 og það
er lokaverkefni íslenska liðsins fyrir heimsmeistara-
keppnina í Svíþjóð. » Íþróttir
Morgunblaðið/Golli
Landsliðið á réttri leið fyrir HM
Nokkrir bílar sem stóðu á bíla-
stæðinu við Landeyjahöfn í gær-
morgun eru sandblásnir og mattir
eftir sandbyl sem gekk yfir hafnar-
svæðið. Rúða brotnaði í einum og
var þykkt sandlag í honum þegar
eigandinn kom frá Eyjum.
Eigandi bílsins sem mest skemmd-
ist, Ásmundur Þorkelsson, fór með
Herjólfi til Vestmannaeyja í fyrra-
kvöld. „Það var allt fullbókað þannig
að ég þurfti að skilja bílinn eftir í
landi, á bílastæði sem til þess er ætl-
að,“ segir hann. „Þegar ég náði í bíl-
inn voru einhverjir tugir kílóa af
sandi inni í honum og lakkið ónýtt á
helmingi bílsins. Ein rúða var brotin
og hinar sandblásnar. Speglarnir
eru brotnir. Það á svo eftir að koma í
ljós hvernig bíllinn er farinn að öðru
leyti,“ segir Ásmundur.
Hann hefur kynnt sér lauslega
kostnað við viðgerðir og telur að
hann hlaupi á hundruðum þúsunda.
Tryggingar bæta ekki tjónið. »2
Sandblásnir bílar
við Landeyjahöfn
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Nordic Smile, íslenskt fyrirtæki sem
byggir á sænsku hugviti í tann-
ígræðslum, verður opnað um miðjan
mánuðinn á Höfðatorgi í Reykjavík.
Kostnaðurinn við tannígræðslu hjá
Nordic Smile er sagður um 30% af
kostnaði í Bretlandi og Bandaríkj-
unum en aðalmarkhópur fyrirtæk-
isins verður útlendingar.
„Við ætlum að einbeita okkur að
því að fá erlenda ferðamenn til Ís-
lands og þá fá þeir tannígræðslu hjá
okkur og njóta Íslands í leiðinni,“
segir Arna María Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Nordic Smile, en
Íslendingar séu engu að síður vel-
komnir.
Starfsemin gæti reynst mikilvæg
íslenskri ferðaþjónustu þar sem
hver sjúklingur þurfi að meðaltali að
koma þrisvar til landsins. Iðnaðar-
menn hafa unnið við það undanfarið
að innrétta stofu með tíu stólum á
áttundu hæð Höfðatorgs.
Arna María segir fimmtán starfs-
menn munu starfa hjá fyrirtækinu
sem stefni að því í framtíðinni að
veita alhliða tannlæknaþjónustu.
Tannlæknarnir verði í fyrstu sænsk-
ir en markmiðið sé að þeir verði allir
íslenskir þegar fram í sækir.
Nákvæmari og ódýrari aðferð
Að sögn Örnu Maríu hefur þróun-
arfélag fyrirtækisins, Implantix í
Svíþjóð, þróað aðferð til að gera sem
nákvæmasta og sterkasta brú, sem
nauðsynleg er í tannígræðslu, og á
áður óþekktu verði, þökk sé nanó-
tækni sem geri þær ódýrari í fram-
leiðslu. Títanskrúfur eru settar í
bein í gómi sjúklings og þær látnar
gróa fastar í þrjá til sex mánuði.
Gróa þær svo fast við beinið að hægt
er að setja tennur ofan á þær.
Þetta gerir það að verkum að
verðið sem Nordic Smile býður er
30% af verði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Þannig kosti tann-
ígræðsla í annan góm um 900 þús-
und krónur hjá fyrirtækinu en það
fari ekki undir þrjár og hálfa milljón
í fyrrnefndu löndunum. „Þetta hefur
verið svo dýrt að það hefur ekki ver-
ið fyrir Pétur og Pál að fá þetta. Það
er komið að því að nýta tæknina og
leyfa almenningi að njóta,“ segir
Arna María.
Bjóða ódýrari
tannígræðslur
fyrir útlendinga
Höfðatorg Einn tannlæknastólanna
tíu sem verið er að setja upp.
Tannlæknaferðaþjónusta á Íslandi