Morgunblaðið - 08.01.2011, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.01.2011, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011 upp úr 1980 en þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við 1995 var eitt af markmiðunum að efla tengslin við fólk af íslenskum ætt- um í Vesturheimi. Almar rifjar upp að Halldór Ásgrímsson, þá- verandi utanríkisráðherra, hafi í samráði við áhugamenn um sam- starfið ákveðið að endurreisa Þjóðræknisfélagið og sem fyrr hafi það starfað í nánu samstarfi við utanríkisráðuneytið. Félagið hafi verið endurreist 1997 og Steinn Logi Björnsson tekið að sér formennskuna. Markús Örn Antonsson hafi tekið við af honum 1999 og stýrt félaginu til 2003. Óð- inn Albertsson, þáverandi verk- efnisstjóri hjá Norræna félaginu, hafi varpað fram hugmynd að Snorraverkefninu í sama anda og Nordjobb, ungmennaskipti Norð- urlandanna. Hugmyndin hafi verið kynnt á fundi landafundanefndar í Minneapolis 1998 og hún ákveðið að styrkja framkvæmdina. Árið 2000 hafi Íslensk erfðagreining veitt styrk til verkefnisins og Ásta Sól Kristjánsdóttir ráðin verkefn- isstjóri. VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Almar Grímsson, formaður Þjóð- ræknisfélags Íslendinga, hefur ver- ið formaður Snorrasjóðs frá byrj- un. Hann lét af störfum á aðalfundi sjóðsins í desember sl. og þá tók Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, við kefl- inu. „Verkefnið er komið í ákveðnar skorður og mér finnst þetta rétti tíminn til þess að víkja til hliðar, en vissulega fylgir því ákveðinn söknuður,“ segir Almar sem verður áfram formaður ÞFÍ þar til væntanlega á næsta aðal- fundi. „Þetta hefur verið ótrúlegur tími,“ heldur hann áfram, en Almar hefur verið í stjórn ÞFÍ frá 1999, fyrst sem varaformaður og formað- ur frá 2003. Þjóðræknisfélagið var formlega stofnað 1. desember 1939 í þeim tilgangi að stofna til og rækta menningarleg og félagsleg tengsl við Kanadamenn af íslenskum ættum. Starfsemin fór dvínandi „Snorraverkefnið er háð fram- lögum, ekki síst opinberum fram- lögum, og því getum við ekki skipu- lagt nema eitt ár í einu enda ávallt óvissa um framhaldið,“ segir Almar. „Hins vegar hefur verkefn- inu verið mjög vel tekið, ekki síst í Vesturheimi, þar sem fólk vonaði að verkefnið tengdi unga fólkið inn í þjóðræknisstarfið. Vonirnar rætt- ust að fullu og hafa jafnvel farið fram úr björtustu vonum. Í heim- sóknum sínum til íslensku byggð- anna vestra kemst fólk ekki hjá því að heyra um árangur verkefnisins og sér jafnvel margt af þessu unga fólki ekki aðeins í starfi fyrir þjóð- ræknisfélögin heldur í forystu þar. Á þjóðræknisþinginu í Toronto fyr- ir tæpu ári voru mættir mjög margir sem höfðu farið í gegnum Snorraverkefnin og við það tæki- færi sagði einn þeirra, Brad Hirst frá Selkirk, að eftir 10 ár hefðu all- ir fulltrúar á Þjóðræknisþingi tekið þátt í Snorraverkefninu með einum eða öðrum hætti.“ Almar segir að upp til hópa hafi ungmennin staðið sig mjög vel og þau hafi líka gefið verkefninu hæstu einkunn. Enginn hafi hætt í miðju kafi en einu sinni hafi það komið til umræðu. Þá hafi afi eins þátttakandans fallið frá en eftir að hafa rætt við fjölskyldu sína hafi viðkomandi ákveðið að halda áfram vegna þess að þannig myndi hann best heiðra minningu afa síns því afinn hafi lengi átt sér þann draum að pilturinn tæki þátt í þessu verk- efni og kynntist þannig uppruna sínum. Þátttaka í Snorraverkefninu hef- ur smitað út frá sér. Almar segir að fjölskyldur þátttakenda hafi oft fengið aukinn áhuga á landi og þjóð og foreldrar hafi tekið þátt í Snorra plús-verkefninu. „Verkefnið Morgunblaðið/RAX Félagsmálamaður Almar Grímsson hefur verið í stjórn ÞFÍ frá 1999 og stýrt Snorrasjóði frá upphafi. Vesturheimur ekki lengur hulinn heimur  Almar Grímsson kveður Snorrasjóð eftir að hafa stýrt honum frá byrjun Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is Ný og skemmtileg spil með strákunum okkar Strákarnir í handboltalandsliðinu verða í nokkrum útibúum Arion banka á mánudaginn kl. 15 - 16 ( Kringluútibú 15:30 - 16:30) og árita plaköt og gefa handboltaspilin. Líttu við í útibú nálægt þér: • Vesturbæjarútibú v/ Hagatorg • Kringluútibú • Hafnarfjörður, Firðinum • Garðabær, Garðatorgi • Kópavogur, Smáratorgi Árituð plaköt og handboltaspil verða fáanleg í öllum útibúum Arion banka á meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.