Morgunblaðið - 08.01.2011, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
Reuters
Peningaþurfi Barack Obama
Bandaríkjaforseti.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Heildarskuldir bandarískra stjórn-
valda gætu fari í 14,3 þúsund millj-
arða dollara innan fárra mánaða. Þar
með væru skuldirnar komnar í lög-
bundið hámark og verði Bandaríkja-
þing ekki búið að samþykkja að
hækka skuldaþakið blasir gjaldþrot
ríkisins við. Þetta kemur fram í bréfi
sem Timothy Geithner fjármálaráð-
herra sendi þingmönnum á fimmtu-
dag. Í bréfinu lýsir Geithner hörmu-
legum afleiðingum þess að
bandarískum stjórnvöldum verði ekki
gert kleift að standa við skuldbind-
ingar sínar með því að auka á skulda-
söfnunina.
Eitt af fyrstu verkum nýs meiri-
hluta repúblikana í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings verður að taka af-
stöðu til þess hvort að hækka eigi um-
rætt skuldaþak eins og ríkisstjórn
Barack Obama mælist til. Tillagan
hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þing-
mönnum repúblikana en margir
þeirra hétu í kosningabaráttunni í
haust að þeir myndu ekki samþykkja
hækkun á skuldaþakinu. Skuldastaða
bandaríska ríkisins væri nú þegar
ósjálfbær og þar af leiðandi þyrfti að
ráðast í niðurskurð á útgjöldum í stað
þess að auka á skuldirnar enn frekar.
Þess má geta að Bandaríkjaþing hef-
ur hækkað skuldaþakið sex sinnum á
síðustu fjórum árum. Ekki er víst að
tillagan fari snurðulaust í gegnum
þingið í þetta sinn.
Fulltrúadeildin ákvað á miðviku-
dag að breyta fyrirkomulaginu á því
hvernig kosið hefur verið um málið. Í
stað þess að ákvörðunin verði tekin í
tengslum við sjálfa fjárlagagerðina
verður þingmönnum gert að greiða
atkvæði beint um málið. Eins og bent
er á í umfjöllum The Wall Street Jo-
urnal mun þetta fyrirkomulag gera
það að verkum að afstaða þingmanna
verði skjalfest opinberlega og það
kann að hafa áhrif á afstöðu einstaka
þingmanna sem annars hefðu stutt
hækkun þaksins. Af fyrstu viðbrögð-
um repúblikana við bréfi fjármálaráð-
herrans að dæma má sjá að þeir ætla
að nýta sér málið til þess að krefjast
verulegs niðurskurðar gegn stuðningi
við hækkunina. Ekki verður dregið úr
alvöru málsins og hversu brýnt það
er. Samkvæmt síðustu tölum eru
skuldir hins opinbera nú 13,95 þúsund
milljarðar dala og þar af leiðandi hafa
stjórnvöld að öllu óbreyttu úr aðeins
355 milljörðum að spila.
Stjórnvöld leita skjóls undir skuldaþaki
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir þjóðargjaldþrot handan hornsins sam-
þykki þingið ekki hækkun skuldaþaks Tekist verður á um málið á næstu vikum
Stuttar fréttir ...
● Kristín Guð-
mundsdóttir hefur
verið ráðin forstjóri
Skipta hf. Hún hef-
ur starfað sem fjár-
málastjóri félags-
ins undanfarin átta
ár og jafnframt
verið staðgengill
forstjóra á þeim
tíma. Hún tók við
nýju starfi frá og
með gærdeginum.
Fram kemur í tilkynningu frá Skiptum
að Kristín er viðskiptafræðingur frá Há-
skóla Íslands og starfaði áður hjá Ís-
landsbanka og sem fjármálastjóri
Granda hf. Hún hefur starfað sem fjár-
málastjóri hjá Símanum og Skiptum frá
2003.
Þá hefur Óskar Hauksson verið ráð-
inn fjármálastjóri Skipta frá sama tíma.
Óskar er með BS í Fjármálum og reikn-
ingshaldi frá Háskóla Íslands. Hann
starfaði áður hjá SPRON og Lands-
banka Íslands auk Bear Sterns í Banda-
ríkjunum. Hann hefur starfað hjá Skipt-
um frá 2005 og verið forstöðumaður
Fjárstýringar frá 2009.
Kristín Guðmundsdóttir
ráðin forstjóri Skipta
Kristín
Guðmundsdóttir
● Ávöxtunarkrafa
á portúgölsk
ríkisskuldabréf til
tíu ára hækkaði
um 18 punkta,
upp í 7,36 pró-
sent. Áhyggjur
fjárfesta af fjár-
málum portú-
galska ríkisins fara
nú vaxandi, en
seðlabankinn í
Sviss neitar nú að taka við portú-
gölskum ríkisskuldabréfum sem veði í
endurhverfum viðskiptum. „Aðeins er
tekið við verðbréfum sem uppfylla
strangar kröfur varðandi lánshæf-
iseinkunn og seljanleika sem veði hjá
seðlabankanum,“ hefur Financial Tim-
es eftir embættismanni hjá svissneska
seðlabankanum.
José Sócrates, forsætisráðherra
Portúgals, sagði í gær að ríkisstjórnin
myndi ná markmiði sínu um að lækka
fjárlagahallann árið 2010 niður í
7,3% af landsframleiðslu, en hann var
9,3% árið áður. ivarpall@mbl.is
Fjárfestar hafa vaxandi
áhyggjur af Portúgal
José
Sócrates
Annar maður, sem ekki hefur efni
á að haga málum sínum með þessum
hætti, myndi hins vegar þurfa að
greiða sér út arð. Hagnaður fyrir-
tækisins kæmi fram á framtali og
skattbyrði þess myndi aukast og
skattur hans af hluta arðgreiðslanna
yrði ríflega 40 prósent.
Sem áður segir hafa tillögurnar
ekki ratað inn á þing, en ekki er úti-
lokað að þær geri það á yfirstand-
andi þingi.
Tillögur um verulega
hækkun skatta á arð
Arður umfram ákveðið mark skattlagður sem launatekjur
Morgunblaðið/Ernir
Skattar Tillögurnar um hækkun skatta á arðgreiðslur úr fyrirtækjum voru
ekki lagðar fram á síðasta þingi, en óvíst er um framtíð þeirra.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Á síðustu mánuðum liðins árs voru
uppi hugmyndir um að breyta enn á
ný reglum um hvernig skattleggja
ætti arðgreiðslur úr hlutafélögum.
Hefðu tillögurnar orðið að veruleika
hefðu allar arðgreiðslur umfram 25
prósent af eigin fé félagsins átt að
skattleggjast sem launatekjur í mið-
þrepi skattstigans að viðbættu út-
svari.
Eins og reglurnar eru nú eru arð-
greiðslur upp að 25 prósentum af
eigin fé félags skattlagðar sem fjár-
magnstekjur, en helmingur af arði
umfram það er skattlagður sem
launatekjur, án þess þó að greitt sé
útsvar af þeim tekjum. Hinn helm-
ingurinn er áfram skattlagður sem
fjármagnstekjur.
Tillögurnar hafa gengið manna á
millum í stjórnkerfinu og hjá sam-
tökum hagsmunaðila, en voru ekki
lagðar fram á þingi. Ekki er útséð
með það hvort þær verði lagðar fram
á vorþingi.
Skuldsetning arðbærari
Ein afleiðing breytinganna, verði
þær að veruleika, er sú að mun hag-
stæðara verður fyrir eigendur hluta-
félaga að fjármagna þau með því að
lána félögunum fé í stað þess að
leggja þeim til hlutafé, enda eru
vaxtatekjur allar skattlagðar sem
fjármagnstekjur.
Ef eigandi einkahlutafélags hefur
tök á að lána félagi sínu háar fjár-
hæðir á háum vöxtum gæti hann náð
til sín stærstum hluta hagnaðar fé-
lagsins í formi vaxtatekna og greitt
af þeim 18 prósenta fjármagnstekju-
skatt. Önnur afleiðing af slíku fyr-
irkomulagi er að hagnaður fyrirtæk-
isins myndi að stórum hluta fara í
vaxtagreiðslur og þar með myndi fé-
lagið greiða minni, eða jafnvel engan
tekjuskatt sjálft.
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og
annað hvort sitja í eða vinna í þágu skilanefnda
eða slitastjórna fjármálafyrirtækja munu þurfa
að reikna sér mánaðarlaun upp á 1,5 milljónir
króna á þessu ári.
Kemur þetta fram í nýjum reglum Ríkisskatt-
stjóra, sem birtar voru rétt fyrir áramót.
Flestir þeir sem um ræðir eru lögmenn eða
endurskoðendur og hafa hingað til væntanlega
fallið í svokallaðan A(1) flokk í reglum skatt-
stjóra og því þurft að reikna sér laun upp á 725
þúsund krónur á mánuði.
Reiknað endurgjald í skilningi skattalaga er sú
fjárhæð sem sjálfstætt starfandi manni er skylt
að reikna sér til launa. Er það gert til að koma
í veg fyrir að maður í sjálfstæðum atvinnu-
rekstri, í gegnum einkahlutafélag með tugi
milljóna í tekjur, geti reiknað sér afar lág laun,
en tekið aðrar tekjur út sem arðgreiðslur og
þar með greitt af þeim lægri skatta.
Samkvæmt þessum nýju reglum verða slita-
og skiptastjórnarmenn í algerum sérflokki
hvað varðar reiknað endurgjald, en reiknuð
árslaun þeirra verða hið minnsta 18 milljónir
króna. Aðrir sérfræðingar, sem stýra rekstri
með fimmtán manns í vinnu, eiga að reikna sér
8,7 milljónir í árslaun og aðrir sjálfstætt starf-
andi sérfræðingar minna. Einyrkjar á þessu
sviði eiga til dæmis að reikna sér mánaðarlaun
upp á 375 þúsund krónur, eða 4,5 milljónir á
ári.
Skattur hækkar á slitastjórnir
Reiknað endurgjald starfsmanna slitastjórna mun
tvöfaldast á árinu samkvæmt nýjum reglum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álagning Slita- og skipastjórnarmenn munu
þurfa að reikna sér hærri mánaðarlaun.
Héraðsdómur
Reykjavíkur hef-
ur úrskurðað að
leita skuli álits
EFTA-dómstóls-
ins á því hvort
það samrýmist
EES-samn-
ingnum að ís-
lenska ríkið
hindri íslenskan ríkisborgara, bú-
settan í Bretlandi, að flytja íslenskar
krónur, sem hann keypti á aflands-
markaði í Bretlandi, til Íslands.
Málið höfðaði fjárfestirinn Pálmi
Sigmarsson gegn Seðlabanka Ís-
lands, en niðurstöðu í því er ekki að
vænta fyrr en að fengnu áðurnefndu
áliti EFTA-dómstólsins.
Í 40. grein EES-samningsins segir
að engin höft skuli vera milli aðild-
arríkja á flutningum fjármagns í
eigu þeirra sem búsettir eru í þeim.
Hins vegar er í 43. grein að finna
reglur um hvenær og með hvaða
hætti aðildarríki geti vikið til hliðar
þessari meginreglu.
Segir í úrskurði héraðsdóms að
ekki sé deilt um það í málinu hvort
laga- og reglugerðabreytingar, sem
gerðar voru í árslok 2008 brjóti
gegn 40. grein laganna. Hins vegar
deila aðilar um hvort verndar-
ráðstafanir gagnvart krónunni séu
heimilar samkvæmt undantekning-
arákvæðum 43. greinarinnar.
bjarni@mbl.is
Höftin
send til
EFTA
Leita álits
EFTA-dómstólsins
!"# $% " &'( )* '$*
++,-..
+/+-0,
++,-.,
01-22+
+3-43
+,-1,/
+0+-/4
+-212
+,/-3+
+50-.+
++,-4+
+/+-,+
++,-,+
01-51+
+3-,2/
+,-+0/
+00-0
+-21/+
+,3-22
+50-,2
01/-2,.,
++,-/3
+/0-+5
++/-15
01-54+
+3-/14
+,-+,/
+00-52
+-2+00
+,3-3,
+5.-+,