Morgunblaðið - 08.01.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
✝ Anna Þorsteins-dóttir fæddist
13. maí 1919 í Lauf-
ási í Vestmanna-
eyjum, hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni í Vest-
mannaeyjum 18. des.
2010.
Foreldrar hennar
voru Elínborg Gísla-
dóttir fædd 1. nóv.
1883, dáin 4. mars
1974 og Þorsteinn
Jónsson fæddur 14.
okt. 1880, dáinn 25.
mars 1965. Þau eignuðust 12
börn og var Anna 8. í röðinni,
henni eldri voru: Þórhildur, Unn-
ur, Gísli, Ásta, Jón, Fjóla, Ebba
og yngri Bera, Jón, Dagný og
Ebba. Af þessum hópi lifa systur
sína Fjóla, Bera, Dagný og Ást-
þór sonur Unnar sem var alinn
upp í Laufási sem einn af systk-
inunum.
Anna giftist 16. des. 1939 Jóni
Guðleifi Ólafssyni frá Garð-
stöðum, fæddur 20. sept. 1916,
dáinn 11. feb. 1985. Foreldrar
hans voru Auðbjörg Valtýsdóttir
dóttir, þau eiga dótturina Önnu f.
19. des. 1983. Stjúpbörn Þor-
steins, Guðlaug, Ingólfur og Sæ-
mundur Ingvarsbörn og eru
barnabörnin 7. 4) Jóhann, fæddur
9. des. 1956, kvæntur Bergljótu
Birnu Blöndal, fædd 11. júlí 1958,
dætur þeirra, Auðbjörg Halla,
fædd 2. maí 1979, gift Hallgrími
Steinssyni, dætur þeirra Unnur
Birna og Hrafnhildur. Hildur,
fædd 26. jan. 1984, í sambúð með
Sindra Haraldssyni, synir þeirra,
Auðunn og Atli.
Anna var heimavinnandi hús-
móðir en tók mikinn þátt í fé-
lagsstörfum, var ung í stjórn Ey-
verja, var í Eykyndli, en hennar
félag var Kvenfélagið Líkn sem
hún helgaði krafta sína til fjölda
ára og var þar formaður í 20 ár.
Hún var heiðursfélagi í Líkn og
einnig í Kvenfélagasambandi Ís-
lands. Hún var sæmd fálkaorð-
unni 1974 og árið 2000 var hún
valin kona aldarinnar í Vest-
mannaeyjum. Hún var ein af
stofnendum Félags eldri borgara
í Vestmannaeyjum og naut þess
að vera í þeim hópi meðan heils-
an leyfði.
Útför Önnu fer fram frá
Landakirkju í dag, laugardaginn
8. janúar 2011, og hefst athöfnin
kl. 14.
og Ólafur Eyjólfs-
son.
Börn Önnu og
Leifa: 1) Elínborg
fædd. 6. sept 1941
gift Guðjóni Páls-
syni, fæddur 10. maí
1936, dáinn 20. nóv.
1987. Börn þeirra,
Eyjólfur, fæddur 27.
júní 1960, kvæntur
Sigríði Á. Braga-
dóttur, dætur þeirra
Elín Sólborg og Guð-
rún Eydís, stjúpbörn
Eyjólfs, Bragi Þór
og Donna Ýr. Afabörn Eyjólfs
eru 4. Anna fædd 21. feb. 1970,
gift Gísla Sigurgeirssyni. 2) Ólaf-
ur, fæddur 23. júní 1948, hann
var kvæntur Guðfinnu Guðlaugs-
dóttur, fædd 14. okt. 1948. Börn
þeirra, Laufey fædd 29. júlí 1968,
gift Indriða Óskarssyni, þau eiga
dótturina Auði. Guðlaugur fædd-
ur 25. júlí 1974, kvæntur Ester
Ágústsdóttur, þeirra börn Ólafur
Ágúst og Stella. 3) Þorsteinn
fæddur 19. maí 1951, dáinn 9.
apríl 2010. Sambýliskona Þor-
steins var Aðalheiður Sæmunds-
Að lifa í 91 ár er langur tími en
það er í góðu lagi meðan heilsan er
þokkaleg. Það gerði Anna amma
og naut þess að vera til, en áfallið
sem hún varð fyrir síðastliðið vor
þegar Þorsteinn sonur hennar féll
frá varð henni um megn. Hún
missti lífsþróttinn, það er jú ekki
rétt röð að horfa á eftir börnum
sínum.
Þegar maður sest niður og lætur
hugann reika og hugsar um ömmu
kemur margt upp í hugann.
Það gustaði af henni hvar sem
hún fór og hún hafði mjög
ákveðnar skoðanir á flestum mál-
um, en hún var þeim eiginleikum
gædd að taka rökum, sem segir
okkur að þarna var skynsöm kona
á ferð. Hún var hjartahlý og mátti
ekkert aumt sjá, enda valdist hún
til forystu fyrir Kvenfélagið Líkn
til margra ára. Þar var hún á
heimavelli og naut þess að starfa
fyrir það. Hún fór margar ferðir á
Norræn kvenfélagasambandsþing
og var verðugur fulltrúi Íslands.
Eldgosið í Heimaey 1973 var sár
reynsla, sem markaði ömmu eins
og aðra er það lifðu. Að missa
æskustöðvarnar undir hraun er
þungbær reynsla en með skynsemi
var hægt að taka því eins og
hverju öðru hundsbiti. Með þá
reynslu er frá mörgu að segja og
margs að minnast, því ekki
skreppur maður heim og skoðar
hvernig umhorfs er á löngu horfn-
um slóðum. En minningin um fal-
legt hús og gott nágrenni yljar að
eilífu.
Eftir gos byggðu þau afi og
amma hús að Illugagötu 15 b og
áttu þar góð ár saman.
Ég á margar góðar minningar
frá ferðum mínum með ömmu og
afa upp í sumarbústað, þar var
hún og stjórnaði í eldhúsinu og oft
var þröngt setinn bekkurinn. Allt-
af var amma jafn ánægð í bústaðn-
um og ég held að þar hafi hún lifað
sína bestu tíma meðan afa naut
við.
Þegar ég var að alast upp
bjuggum við í kjallaranum hjá
ömmu og afa, var þá oft skroppið
upp, en ávallt var eitthvað um að
vera uppi. Hversdagslegur hlutur
eins og að fara í bað var ekki gerð-
ur á mínum fyrstu árum öðruvísi
en hjá ömmu og þá fórum við iðu-
lega saman í bað frændurnir ég og
Jóhann, og síðan var baðvatnið
notað til að vökva blómin. Það
varð jú að spara vatnið áður en
vatnslögnin kom ofan af landi.
Þegar sjónvarpið kom var oft
margt um manninn hjá ömmu og
afa því þau voru með þeim fyrstu
sem fengu sjónvarp.
Amma hafði unun af því að vera
innan um fólk og best leið henni ef
hún var gestgjafinn. Það voru
margar veislur haldnar hjá ömmu.
Eftirminnilegar eru þær flestar en
í mínum huga standa fýlaveislur á
hverju hausti upp úr þar sem boð-
ið var upp á fýl ýmist nýjan, salt-
aðan eða reyktan.
Það er ekki hægt að minnast
ömmu án þess að þjóðhátíð komi
upp í hugann. Kona sem naut þess
eins og amma að vera innan um
fólk var í essinu sínu á þjóðhátíð.
Þær voru ekki margar þjóðhátíð-
irnar sem hún lét ekki sjá sig í
Dalnum oft í sínum upphlut, sann-
arlega glæsileg kona. Síðast í sum-
ar leið mætti hún í Dalinn og fékk
sér kaffi með fjölskyldunni, það
voru yndislegir tímar.
Að leiðarlokum getur maður
ekki annað en verið þakklátur fyr-
ir góð ár með frábærri ömmu.
Hafðu þökk fyrir allt, Anna í
Laufási.
Eyjólfur Guðjónsson.
Ég sit hérna og hugsa um allar
yndislegu minningarnar sem ég á
um hana ömmu mína. Amma var
ekki bara falleg að utan heldur var
hún alveg einstaklega falleg sál
sem vildi öllum vel. Það var alltaf
gott að koma til ömmu í heimsókn
hvort sem það var á Illugagötuna
eða á Hraunbúðir. Alltaf var mað-
ur velkominn í ömmuhús. Amma
hafði alveg einstaka nærveru sem
erfitt er að útskýra. Ef eitthvað
var að hrjá mann þá var eins og
það hyrfi um leið og maður kæmi
inn til ömmu. Ég man sérstaklega
vel eftir einni kvöldstund þegar
mér fannst allt vera frekar erfitt,
þá fór ég heim til ömmu. Það var
liðið á kvöldið og sat ég langa
stund hjá henni og ræddum við um
allt milli himins og jarðar, lögðum
kapla og ýmislegt. Þegar ég fór
heim að sofa þá leið mér miklu
betur, það sem hafði verið að hrjá
mig var farið. Þetta lýsir vel nær-
veru hennar, hún var svo yndisleg
og það var eins og hún gæti lagað
allt. Ég er líka glöð með það í dag
að hafa sagt henni það oft hversu
vel mér liði þegar ég væri komin
til hennar.
Amma fylgdist vel með öllu sem
maður tók sér fyrir hendur og hún
var dugleg að hrósa manni þegar
maður átti það skilið og veita
manni ráð þegar á þeim þurfti að
halda. Hjá ömmu vaknaði áhugi
minn á þjóðsögum, því að ég man
eftir því þegar ég var barn að þá
las hún úr þjóðsögum Jóns Árna-
sonar fyrir mig og held ég mikið
upp á þær í dag. Hún gaukaði oft
að mér bókum sem hún taldi að ég
gæti haft áhuga á og gætu nýst
mér í náminu, þar á meðal er safn
Jóns Árnasonar sem hún gaf mér
þegar ég hóf háskólagöngu mína,
er þetta safn mér mjög kært í dag,
ekki bara vegna skemmtilegra
sagna heldur minninganna sem ég
á í sambandi við þetta safn.
Amma var kona sem hafði áhrif
á líf manns, hún skilur stórt skarð
eftir sig í lífi okkar sem þekktum
hana. Ég mun aldrei gleyma feg-
urð hennar og nærveru og ég vona
svo sannarlega að ég hafi fengið
meira en bara nafnið hennar, hún
hafði svo marga kosti sem ég vona
að ég hafi fengið með nafninu.
Allavega veit ég að fata- og tísku-
áhugi minn er kominn frá henni,
við gátum eytt mörgum tímum í að
ræða saman um föt og fannst okk-
ur báðum svo sannarlega gaman
að eignast fallegar flíkur.
Elsku amma, ég veit að þér líður
betur núna, þú hefur sameinast
aftur afa Leifa og elsku pabba. Þú
og pabbi voruð svo náin að það
kom mér ekki á óvart að þið færuð
með svona stuttu millibili. En ég
veit að þið fylgist með mér í gegn-
um lífið og beinið mér réttan veg.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín ömmustelpa,
Anna Þorsteinsdóttir.
Einhvern veginn er maður aldr-
ei tilbúinn til að kveðja ástvin og
allra síst þig, elsku amma.
Ég er svo þakklát fyrir allar
þær minningar sem ég á um þig.
Þú varst alltaf til staðar fyrir okk-
ur, hvort sem það var eftir leikfimi
eða sund þegar við komum við til
að hitta þig og fá smá að borða eða
þegar mamma var veik og við syst-
urnar fengum að vera hjá þér og
Elínborgu frænku. Orðin „mundu
að vera væn og góð stúlka“ eru
eitthvað sem ég á alltaf eftir að
tengja við þig. Ég man hvað þú
varst ánægð með hann Halla þeg-
ar ég kynnti hann fyrir þér. Þá
gafstu okkur enn eitt heilræðið
sem þú sagðir að hefði virkað svo
vel hjá þér og afa og við höfum
reynt að fara eftir því. Síðan fædd-
ust stelpurnar mínar og þú varst
rosalega stolt af þeim og sóttu þær
mikið í þig. Þær sakna þín svo
mikið. Við Halli keyptum síðan
húsið af þér í sumar og varstu al-
veg í skýjunum með það. Þú vildir
fá að fylgjast með framkvæmd-
unum og var ég farin að hlakka
mikið til að sýna þér húsið og
breytingarnar á því en það gerðist
aldrei þar sem þú fórst kvöldið
sem við ætluðum að sofa fyrstu
nóttina. En ég trúi því að þú hafir
heimsótt mig það kvöld þegar við
vorum að búa okkur undir að
flytja inn, ég fann fyrir þér og
vissi því hvaða fréttir ég fengi í
símtalinu sem kom rétt á eftir. En
ég veit að þú varst tilbúin til að
hitta afa Leifa og Steina frænda.
Ég er viss um að þið eruð lögð af
stað í ferðalag öll saman. Ég veit
líka að þú bætist í hóp þeirra og
vakir yfir okkur öllum.
Ég sakna þín svo mikið en ég er
viss um að ég muni finna fyrir
nærveru þinni hérna í húsinu okk-
ar.
Ég mun muna að vera væn og
góð stúlka, amma mín
Þín
Auðbjörg Halla.
Móðursystir mín Anna Þor-
steinsdóttir frá Laufási í Vest-
mannaeyjum er látin. Margar góð-
ar minningar streyma fram,
sérstakar svipmyndir frá gömlu
góðu dögunum í Eyjum, þegar
stórfjölskyldan bjó öll á sömu torf-
unni við Laufás, þau systkinin með
fjölskyldur sínar, þessar minning-
ar eru tengdar gleði, kærleika og
samheldni. Á æskuheimili Önnu
ríkti ávallt umsvif, stjórnsemi og
ákveðinn menningarblær, sem fjöl-
skyldan öll var samhent um að
varveita og var þeim fjölmörgu er
því kynntust á margan hátt, heilla-
vænlegt veganesti og þessu hélt
Anna frænka áfram á sínu heimili
með miklum myndarskap og ekki
má gleyma eiginmanninum honum
Leifa, og sögðum við alltaf í sömu
setningunni Anna og Leifi. Þau
voru mjög samstillt og ræktuðu
garðinn sinn vel.
Anna var mikil félagsmálakona,
og var hún formaður Kvenfélags-
ins Líknar í eyjum í mörg ár og
fór hún fyrir hönd félagsins á
mörg kvenfélagsþing, og kynntist
mörgum kvenfélagskonum um allt
land, og hafði hún mikla ánægju að
því starfi. Börnunum mínum var
hún sem önnur amma eftir lát
móður minnar, og vil ég þakka
henni fyrir þann kærleika og hlý-
hug sem hún sýndi þeim alla tíð.
Hún sagði oft við mig hin seinni
ár, að hún hefði verið heppin í líf-
inu, átt góðan lífsförunaut, og góð
börn sem báru hanna á höndum
sér, og fyrir það var hún þakklát.
Með Önnu Þorsteinsdóttur er
genginn góður og heilsteyptur per-
sónuleiki sem skilur eftir góðar
minningar. Við fjölskyldan í Rau-
ðási 1 kveðjum hana með kærri
þökk og einlægum óskum um Guðs
blessun henni og fjölskyldunni
allri til handa. Megi hún hvíla í
friði.
Steinunn Bárðardóttir.
Anna frá Laufási er fallin frá.
Áratuga vinátta er að baki þegar
við Axel höfðum búið í nokkur ár í
Eyjum, keyptum við hús á Aust-
urvegi 6 í Laufástorfunni. Urðu
þau Leifi maður hennar okkar sér-
stöku hjálparhellur og miklir vinir
okkar.
Við vorum ung með tvö lítil börn
fjarri vinum og ættingjum, þá tók
Laufásfólkið okkur undir sinn
verndarvæng. Fremst í flokki
Anna og Leifi. Sérlega var erfitt
um hátíðar, þegar við komumst
ekki til fjölskyldunnar í Reykjavík,
þá var börnum okkar tekið opnum
örmum og séð um að þau fengju að
taka þátt í hátíðarhöldum hjá
Laufásfólkinu. Var eiginlega sama
hver átti í hlut. Það var ómet-
anlegt og vil ég hér með þakka
fyrir það.
Þegar gaus í Eyjum sá Leifi um
að við fjölskyldan sem þá var fjöl-
menn orðin færum með Gullberg-
inu sem hann átti ásamt tengda-
syni sínum Guðjóni Pálssyni til
Þorlákshafnar. Við vorum sem
lömuð leidd í bátinn. Heim fóru
svo Leifi og Axel að sækja föt og
teppi sem nauðsynlegt var í langri
sjóferð, en Gullbergið þurfti að
taka vélvana bát í tog til Þorláks-
hafnar.
Anna Þorsteinsdóttir var stór-
merk kona. Hún hafði yfirbragð
drottningar. Glæsileg í þjóðbún-
ingi. Hún var mjög sjálfstæð kona,
þegar Leifi dó var hún 66 ára. Tók
hún þá bílpróf til að þurfa ekki að
vera öðrum háð. Þótti það mjög
merkilegt.
Hún var formaður Kvenfélags-
ins Líknar til fjölda ára. Hún var
m.a formaður eftir gos þegar allt
til alls vantaði í nýja spítalann
okkar sem næstum fór undir
hraun. Líknarkonur sá um að afla
fjár til allra tækja sem sjúkrahúsið
þarfnaðist. Mikil virðing er borin
fyrir Líknarkonum og öllu því sem
þær gera fyrir Vestmannaeyjar.
Laufásfólkið á merka sögu í
Vestmannaeyjum. Stór hópur
systkina og fjöldi afkomenda. Allt
hæfileikaríkt fólk og merkir Ís-
lendingar.
Anna unni bænum sínum og
helgaði honum krafta sína eins
lengi og stætt var. Hún var virðu-
leg, hversmanns hugljúfi og vinur
vina sinna.
Ég og fjölskylda mín viljum að
lokum þakka henni alla vináttu í
gegnum árin og biðjum henni Guðs
blessunar, Guð styrki fjölskylduna
á þessum erfiðu tímamótum
Sigurbjörg Axelsdóttir.
Kveðja frá Kvenfélaginu Líkn
í Vestmannaeyjum.
Við viljum minnast látinnar fé-
lags- og forystukonu í félaginu
okkar til margra áratuga, Önnu
Þorsteinsdóttur. Anna kynntist
snemma störfum kvenfélagsins í
gegnum móður sína og hjálpaði
henni oft í hennar störfum. Þegar
hún var spurð þá sagðist hún aldr-
ei ætla að ganga í félagið. En það
fór á annan veg og hún gekk í fé-
lagið árið 1944 þá aðeins 25 ára.
Árið 1956 var hún kjörin í stjórn
félagsins og svo í febrúar 1966 var
hún kjörin formaður félagsins.
Gegndi hún þeirri stöðu í 20 ár eða
lengur en nokkur önnur í sögu fé-
lagsins.
Anna sinnti sínum störfum inn-
an félagsins af miklum dugnaði og
alúð enda kjarnakona í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Það var
síðan á 700. félagsfundi sem hald-
inn var í febrúar 1991 að hún var
gerð að heiðursfélaga og var hún
fyrst félagskvenna sem gerð var
að heiðursfélaga. Við viljum þakka
Önnu samfylgdina og hennar er
sárt saknað. Við viljum votta fjöl-
skyldu og ástvinum Önnu okkar
dýpstu samúð, megi guð styrkja
ykkur í ykkar sorg.
Fyrir hönd Kvenfélagsins Líkn-
ar
í Vestmannaeyjum
Ágústa H. Árnadóttir
formaður.
Laugardaginn 8. janúar verður
borin til hinstu hvílu heiðurskonan
Anna Þorsteinsdóttir, en hún lést
á Heilbrigðisstofnun Vestmanna-
eyja 18. desember sl.
Störf kvenfélagskvenna voru
henni afar hugleikin og hún gerði
sér grein fyrir mikilvægi þeirra í
flóru landsins og því mikla líknar-
og menningarstarfi sem þær hafa
staðið fyrir. Hún var kvenfélags-
kona af lífi og sál og var óþreyt-
andi við að hvetja konur til þátt-
töku í samstarfi kvenna bæði á
landsvísu og og utan landstein-
anna.
Auk þess að vera formaður
Kvenfélagsins Líknar í Vest-
mannaeyjum um árabil naut Kven-
félagasamband Íslands starfs-
krafta hennar og starfsgleði. Hún
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir sambandið og var öflugur
þátttakandi á formannaráðsfund-
um og í öðru starfi þess. Hún var
verðugur fulltrúi Kvenfélagasam-
bands Íslands á norrænum og al-
þjóðlegum ráðstefnum til fjölda
ára og tók virkan þátt í störfum
þeirra.
Hún var útnefnd heiðursfélagi
Kvenfélagasambands Íslands í
þakklætisskyni fyrir hennar óeig-
ingjarna og farsæla starf, en það
er æðsta viðurkenning sambands-
ins sem aðeins örfáum konum hef-
ur hlotnast. Munum við ætíð minn-
ast hennar sem mætrar og
dugmikillar konu sem lagði sam-
borgurum sínum lið í sjálfboðaliða-
starfi.
Nú að leiðarlokum viljum við
þakka Önnu Þorsteinsdóttur sam-
fylgdina og fórnfúst starf í þágu
Kvenfélagasambands Íslands og
vottum ástvinum hennar innilega
samúð.
F.h. Kvenfélagasambands Ís-
lands,
Sigurlaug Viborg.
Anna Þorsteinsdóttir