Morgunblaðið - 08.01.2011, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
✝ Kjartan Sölvi Ein-arsson fæddist á
Siglufirði 13. sept-
ember 1933. Hann
andaðist á Heilbrigð-
isstofnun Fjalla-
byggðar á Siglufirði
sunnudaginn 2. jan-
úar 2011.
Foreldrar hans
voru Ólöf Herdís
Kjartansdóttir hús-
móðir og vökukona á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar til margra
ára, f. 18.10. 1893 að
Skálá í Sléttuhlíð, d. 5.11. 1978 og
Einar Ásmundsson, bátaformaður
og síðar fisksali á Siglufirði, f.
25.11. 1878 að Þverá í Svarfaðadal,
d. 12.10. 1979.
Systkini Kjartans Sölva voru Fel-
ix Einarsson, sjómaður og verka-
maður, f. 14.1. 1918, d. 7.7. 1979 og
Ása Sigríður Einarsdóttir, deild-
arstjóri og aðalféhirðir Sparisjóðs
Kópavogs um langt skeið, f. 12.5.
1925, gift Hólmsteini Steingríms-
syni, deildarstjóra í Landsbank-
anum til margra ára, f. 4.12.1923.
Þau eiga þrjú börn.
Eftirlifandi eiginkona Kjartans
Sölva er Brynja Stefánsdóttir, en
þau gengu í hjónaband 17. júní
1957. Hún fæddist á Siglufirði 27.8.
1939. Hún var dóttir hjónanna Stef-
áns Stefánssonar, skrifstofustjóra
frá Móskógum f. 5.12. 1905, d.
24.1.1984 og Kristrúnar Friðriku
Jóhannsdóttur, húsmóður frá
Siglufirði f. 15.3. 1912, d. 30.8.
1982.
Börn Kjartans Sölva og Brynju
eru: 1) Herdís, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 15.9. 1957, gift Guðmundi
Þór Axelssyni, lækni, f. 25.5. 1954.
Eiga þau tvö börn,
Brynju Þóru, f. 17.5.
1980 og Axel Kjartan
f. 10.2. 1986, og tvo
dóttursyni. 2) Krist-
rún, hjúkrunarfræð-
ingur og ljósmóðir, f.
22.7. 1959, gift Inga
Má Aðalsteinssyni,
viðskiptafræðingi, f.
9.12. 1960. Eiga þau
tvo syni, Aron Sölva,
f. 29.6. 1988 og Andra
Má, f. 18.10. 1990. 3)
Ása Fríða, hjúkrunar-
og lýðheilsufræð-
ingur, f. 20.7. 1972, gift Víglundi
Péturssyni, iðnrekstrarfræðingi, f.
12.6. 1968. Eiga þau þrjú börn,
Guðrúnu Brynju, f. 10.4. 1998,
Kjartan Pétur, f. 17.6. 2004 og Arn-
ór, f. 5.5. 2010.
Kjartan Sölvi ólst upp á Siglu-
firði. Eftir gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
stundaði hann alls konar störf, bæði
til sjós og lands til ársins 1955. Þá
gerðist hann starfsmaður ríkisins
við tollgæsluna á Siglufirði þar sem
hann starfaði til ársins 1974. Hóf
eftir það störf við skatteftirlit við
Skattstofu Norðurlandsumdæmis
vestra á Siglufirði sem skattend-
urskoðandi og síðar deildarstjóri
og lauk þar starfsferli sínum við 70
ára aldur. Kjartan Sölvi sinnti ýms-
um félagsstörfum í gegnum tíðina,
einkum fyrir Framsóknarflokkinn,
Rótarý, A.A. samtökin og S.Á.Á.,
þar sem hann var trúnaðarmaður
til margra ára. Kjartan Sölvi var
einnig virkur félagi í Frímúr-
arareglunni á Íslandi.
Útför Kjartans Sölva verður gerð
frá Siglufjarðarkirkju í dag, 8. jan-
úar 2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku besti Kjartan. Mér er þungt
um hjartarætur er ég skrifa þér þessi
orð. Þú varst ekki bara maðurinn
minn í meira en hálfa öld, heldur líka
minn besti vinur. Við giftum okkur
ung, ég aðeins 17 ára og þurfti sér-
stakt leyfi til þess. Elsku Kjartan, ég
sá aldrei neinn annan en þig. Þú
vannst þá í tollgæslunni, varst hár og
grannur og svo flottur og fínn í þínu
úníformi. Við eignuðumst þrjár dæt-
ur og þrír tengdasynir fylgdu í kjöl-
farið. Seinna komu barnabörnin og
núna í janúar eignumst við þriðja
barnabarnið. Við eigum barnaláni að
fagna, erum heppin með fjársjóðinn
okkar allan. Þú varst vakinn og sof-
inn yfir velferð þeirra og fylgdist vel
með þeim öllum.
Minningarnar eru svo ótalmargar
og af svo mörgu að taka en þær
geymi ég bara fyrir mig. Mér er orða
vant, enda ekki margt hægt að segja
á þessari stundu, söknuðurinn hellist
yfir mig. Þú tókst þátt í ýmiskonar
félagsstarfi hér í Siglufirði, varst
framsóknarmaður mikill, alveg
grænn í gegn. Frímúrari varstu líka
og hefur þú sagt að aldrei hafir þú
séð eftir að ganga í Regluna. A.A.
samtökin voru þér einnig kær. Þú
sóttir vel A.A. fundi, þótt þú hafir
ekki bragðað vín í yfir 30 ár. Sann-
kallaður afi samtakanna eins og sagt
hefur verið við mig.
Það er sárt að horfa á eftir góðum
manni, en síðustu mánuðir hafa verið
þér erfiðir. Þrátt fyrir mikil veikindi
þín var oft stutt í brosið. Þú kvartaðir
ekki, vissir hvað var framundan og
biði þín. Þú huggaðir okkur frekar,
varst svo hlýr og vildir öllum vel. Nú
er komið að leiðarlokum hér á jörð og
þú færð að hvíla milli fjallanna í firð-
inum okkar fallega. Þakkir eru mér
efstar í huga fyrir að hafa fengið
þennan tíma með þér og óskir um
góða heimkomu á nýrri strönd. Hvíl í
friði, elsku Kjartan.
Þín eiginkona,
Brynja.
Elsku hjartans pabbi minn. Ég á
svo erfitt með að trúa því að þú sért
farinn frá okkur og ég muni aldrei sjá
þig eða tala við þig framar. Ég hef
verið svo óendanlega leið og sorg-
mædd síðan þú greindist með ólækn-
anlegt krabbamein núna í september
síðastliðnum og aldrei hefði ég trúað
því að aðeins rúmum þremur mán-
uðum síðar yrðir þú farinn frá okkur.
Þú barðist í þínum veikindum til
síðasta dags og það var ótrúlegt hvað
þú varst sterkur. Enda ætlaðir þú
aldrei að gefast upp. En um sumt
fáum við engu ráðið og að lokum
varðstu að lúta í lægra haldi. Þú tókst
á við sjúkdóminn af miklu æðruleysi
og notaðir mikið Æðruleysisbænina
til að hjálpa þér að takast á við þessi
erfiðu veikindi. Þú kenndir mér
þessa bæn fyrir mörgum árum.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta
mig við það sem ég fæ ekki breytt.
Kjark til að breyta því sem ég get
breytt og vit til að greina þar á milli.
Ég á þér margt að þakka. Þú varst
alltaf tilbúinn að hjálpa mér og leið-
beina og hefur kennt mér svo margt.
Ég veit hvað þú varst góður maður
og varst alltaf tilbúinn að hjálpa og
aðstoða aðra. Núna síðustu daga hef
ég heyrt svo margt um það hvað þú
hefur hjálpað mörgum í gegnum tíð-
ina sem hafa leitað til þín í sínum erf-
iðleikum, en aldrei vildir þú tala um
þessa hluti eða sagðir frá öllu því
góða sem þú komst til leiðar. Þú ert
besti pabbi sem ég hefði getað hugs-
að mér og ég er þér óendanlega
þakklát fyrir allt og allt.
Guð gefi mömmu styrk til að tak-
ast á við sorgina og einmanaleikann
sem hún finnur fyrir núna eftir að þú
ert farinn. Þetta verður erfitt fyrir
okkur öll en erfiðast verður þetta fyr-
ir hana mömmu sem var svo stór
hluti af þér í meira en hálfa öld. Þið
voruð sem eitt í flestu sem þið tókuð
ykkur fyrir hendur.
Elsku pabbi, ég kveð þig í bili með
söknuð í hjarta og trúi því að núna
séu ekki veikindi eða verkir að hrjá
þig.
Hvíl í friði, elsku besti pabbi minn.
Þín dóttir,
Ása Fríða.
Afi minn var sú manngerð sem ég
mat best og leit mest upp til í lífi
mínu. Tryggð hans, þolinmæði og já-
kvæð sýn á lífið hafa haft mikil áhrif á
mig. Hann gat alltaf komið mér í
betra skap og fengið mig til að sjá
hinar björtu hliðar lífsins.
Ég hef búið í Svíþjóð frá fjögurra
ára aldri og hef því ekki getað hitt afa
og ömmu eins mikið og ég hefði ósk-
að, en ég var nokkur sumur hjá þeim
á ástríku heimili þeirra á Siglufirði.
Bestu kveðjur frá pabba, mömmu,
Axel Kjartani, Mariana, ásamt mér
og minni fjölskyldu.
Takk fyrir allt, elsku afi minn. Ég
sakna þín mikið.
Þín afastelpa
Brynja Þóra Guðmundsdóttir.
Að morgni annars dags janúar
hringdi síminn og mér var tilkynnt að
Kjartan Einarsson, mágur minn væri
látinn. Hann hafði sem sagt haft
vistaskipti eins og okkur flestum er
tamt að segja og viljum trúa um
framhaldslífið. Glímunni við illvígan
sjúkdóm var lokið.
Ég kynntist Kjartani sem ungum
manni fyrir tæpum 60 árum. Hann
kom mér fyrir sjónir sem geðfelldur
ungur maður sem bauð af sér góðan
þokka. Viðhorf okkar til landsmál-
anna var ekki alltaf það sama en um
þau ræddum við oft okkur til gam-
ans.
Þegar ég kom fyrst til Siglufjarðar
ásamt konu minni, Ásu Einarsdóttur,
systur Kjartans, í heimsókn til
tengdaforeldra minna, Einars Ás-
mundssonar og Herdísar Kjartans-
dóttur, kom mér allur bæjarbragur
og lífsviðhorf þar nokkuð framandi
fyrir sjónir. Fylgst var með komu
veiðiskipa, aflabrögðum, atvinnulífi
við höfnina og atburðum sem því
tengdust. Glaðst var þegar vel aflað-
ist þó engin væru þar eigna- eða at-
vinnutengsl. Mér virtist samræður
manna um daginn og veginn bera
vott um óvenjulega samhygð bæjar-
búa. Kjartan var þá og alla tíð stoltur
af heimabæ sínum Siglufirði, eins og
títt er um flesta þá Siglfirðinga sem
ég hef kynnst á lífsleiðinni.
Starfsferill Kjartans var fjöl-
breyttur: ungur stundaði hann sjóinn
á trillum og togurum, vann sem toll-
vörður og svo lengst af við endur-
skoðun á Skattstofunni á Siglufirði
Kjartan stofnaði til hjúskapar ungur
að árum. Konuefni hans var Brynja
Stefánsdóttir, sem vann þá á síman-
um. Þau hjón eignuðust tvær dætur á
fyrstu hjúskaparárum sínum. Sú
þriðja bættist í hópinn eftir nokkurt
hlé. Allar hafa þær menntast vel,
gifst og eiga mannvænleg börn.
Kjartan tók snemma virkan þátt í fé-
lagslífi á Siglufirði. Meðal annars
söng hann í landsþekktum karlakór.
Kjartan var listfengur og náttúru-
unnandi að eðlisfari sem birtist með-
al annars í því að hann fékkst við að
mála myndir í frístundum og flesta
morgna skoðaði hann fugla og fjöll
frammi í firði áður en hann hélt til
vinnu á Skattstofunni. Á seinni hluta
ævinnar vann hann mikilsverð störf í
þágu AA-samtakanna bæði á Siglu-
firði og á landsvísu. Kjartan var þá
ávallt reiðubúinn að hjálpa þeim sem
áttu við vandamál áfengissýkinnar að
stríða. Margir eru honum þakklátir
fyrir þann stuðning sem hann veitti
þeim í krappri baráttu. Við Ása og
fjölskylda okkar minnumst Kjartans
með söknuði og sendum Brynju,
dætrum, tengdasonum og afkomend-
um þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Hólmsteinn Steingrímsson.
Kær vinur frá Siglufirði, Kjartan
Einarsson, er látinn. Við Kjartan
giftumst „fallegustu og bestu“ stelp-
unum á Siglufirði, en Brynja kona
Kjartans og mín eiginkona hafa verið
óaðskiljanlegar frá barnæsku. Við
fórum á Siglufjörð einu sinni til tvisv-
ar á ári til að njóta veðurs og vina,
sem bjuggu víðsvegar á Siglufirði.
Við þökkum fyrir ánægjulegar
kaffistundir og matarboðin á Hóla-
vegi 39. Þarna kom Kjartan mér á
óvart. Hann kunni margt í eldhúsinu
og hafði fallegt handbragð. Brúnu
kartöflurnar hans voru einstakar.
Á yngri árum var Kjartan á sjón-
um og var um tíma tollgæslumaður,
en lengst af starfaði hann hjá skatt-
stjóranum á Siglufirði.
Kjartan sagði mér sögu fyrir
nokkrum árum sem mér fannst bæði
sérstæð og skemmtileg. Hann dvaldi
vestanhafs um hríð ásamt hópi
manna. Einn úr hópnum, sem var
kunnugur staðháttum, varaði hann
við því að vera einn á ferð um skóginn
þar sem þar væri að finna grimman
hund sem væri líklegur til alls. Þetta
var nú ekki mjög merkilegt, hugsaði
Kjartan; einn hundur. Síðan gekk
hann skógarstíginn einsamall. Eftir
dágóða stund heyrðist djúpt hunds-
gelt og hausinn á hundinum sýndi sig
á milli trjánna. Kjartan lét sem hann
sæi ekki hundinn og hægði á göngu
sinni og talaði í hálfum hljóðum. Eftir
andartak fann hann að hundurinn
sleikti á honum höndina. Kjartan
spjallaði við hundinn af sinni ein-
stöku ró og strauk honum. Þeir urðu
mestu mátar og gengu oft einir um
skóginn eftir þennan dag.
Við enduðum oft ferðina á Siglu-
firði með því að keyra við á Hólavegi
39 og fá kveðjusopann hjá þeim
ágætu hjónum áður en við keyrðum
suður. Kveðjur frá svölunum eða við
útidyrnar voru alltaf hlýlegar.
Við biðjum Brynju, börnunum og
allri fjölskyldunni Guðs blessunar á
þessum erfiðu tímum.
Gísli Holgersson.
Mig langar að kveðja vin minn
Kjartan með nokkrum orðum. Við
kynntumst og bundumst sterkum
vináttuböndum vorið 1979, þegar við
vorum herbergisfélagar á Rhinebeck
Lodge, sem var eftirmeðferðarstað-
ur fyrir Freeportspítalann, en þar
hafði okkur báðum skolað á land úr
lífsins ólgu sjó. Kjartan hafði mjög
góða nærveru og fórum við oft í lang-
ar gönguferðir og þá bar margt á
góma. Honum var kappsmál að ná
bata til að geta verið til staðar fyrir
stelpurnar sínar heima á Siglufirði,
hana Brynju sína og dæturnar, Her-
dísi, Kristrúnu og Ásu Fríðu. Hann
var líka mikill Siglfirðingur og dreif-
býlismaður og hefði átt erfitt með að
festa rætur hér á mölinni.
Mér er enn í minni að þegar hann
frétti að hafís væri að leggjast að
Norðurlandi, þá flýtti hann för sinni
heim eins og hann gat til að vera hjá
stelpunum sínum ef hafísinn yrði
nærgöngull. Hann vissi að fundar-
sókn var lykillinn að góðum bata og
eitt af hans fyrstu verkum þegar
hann kom heim var að endurvekja
deild á Siglufirði. Þegar leið að lokum
meðferðar þá ræddum við oft, hvern-
ig yrði að koma heim og takast á við
lífið án áfengis. Auðvitað vorum við
kvíðnir en um leið fullir tilhlökkunar
því að við fundum að líf án áfengis var
mögulegt og meira segja frábær
kostur.
Við höfum haldið sambandi allar
götur síðan, höfum mikið notað sím-
ann og sjaldan held ég að Kjartan
hafi komið til Reykjavíkur öðruvísi
en að koma á fund með mér. Stund-
um þegar mikil læti hafa orðið í mínu
lífi hef ég farið til Kjartans og Brynju
á Siglufirði. Það brást ekki að um leið
og ég var kominn á heimili þeirra
hjóna og farinn að skynja hina góðu
nærveru þeirra fór mér að líða betur.
Ég fór að skilja ást Kjartans á staðn-
um og að meta staðinn að verðleikum
hvort sem það var að fara í gönguferð
í Hvanneyrarskálina á sólbjörtum
sumarmorgni eða þá að labba á
gönguskíðum inn á Hólsdal og njóta
kyrrðarinnar og náttúrunnar. Alltaf
fór ég frá þeim endurnærður á sál og
líkama.
Það hefur verið sárt að fylgjast
með veikindum Kjartans en um leið
gefandi að sjá hvernig Brynja og
stelpurnar þeirra hafa gert allt sem í
þeirra valdi stóð að létta honum
dauðastríðið. Nú skiljast leiðir en ég
er viss um að Kjartan mun halda
áfram að hugsa til og fylgjast með
stelpunum sínum eins og hann gerði
fyrir bráðum 32 árum þegar hann var
úti á Rhinebeck Lodge. Við Dunna
þökkum samfylgdina og vináttuna öll
þessi ár og sendum Brynju, Herdís,
Kristrúnu og Ásu Fríðu og þeirra
fjölskyldum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Rúnar Guðbjartsson.
Kæri vinur, nú skiljast leiðir um
sinn. Við erum búnir að eiga samleið
um langa tíð á lífsins vegi. Fyrst
kynntust við í sambandi við pólitík og
vorum samherjar á þeim vettvangi
en urðum svo viðskila á þeirri braut.
Svo urðu kynnin djúpstæðari er leið-
ir okkar lágu saman inn til AA-sam-
takanna, það var árið 1979. Innan
þeirra mannræktarsamtaka áttum
við samleið alla tíð síðan þá. Þegar ég
kom heim úr minni fyrstu meðferð
hjá SÁÁ, snemma vors 1979 hafðir
þú ásamt fleirum stofnað AA-deild
hér heima og þú tókst á móti mér og
hvattir mig til dáða á erfiðum tíma.
AA-samtökin gáfu mér og ekki síður
fjölskyldu minni betra og heilbrigð-
ara líf, en ég var orðinn illa farinn af
sjúkdómnum alkóhólisma. Svo
seinna meir þá leiðbeindir þú mér,
ásamt félaga okkar, sem einnig er í
AA-samtökunum, inn í Frímúraregl-
una og þar hef ég lært og þroskast og
eignast góða og trausta vini.
Það er búið að vera erfitt að horfa
á þig berjast hetjulegri baráttu við
illvígan sjúkdóm sem að lokum hafði
betur. En þú verður alltaf til í minn-
ingu minni sem góður vinur og sam-
ferðamaður um lífsins ólgusjó. Hér á
eftir set ég nokkrar línur sem ég held
mikið upp á. Þessi speki er okkur
sem þurfa leiðbeiningu í lífinu mikils
virði að hugsa um og fara eftir.
Dagurinn í dag
Horfum ekki um öxl í reiði eða fram
á veg með kvíða, horfum heldur
kringum okkur hér og nú í árvekni.
Að síðustu, kæri vinur, kveð ég þig
í þeirri vissu að við munum hittast
aftur á æðri stigum.
Berta og ég biðjum Brynju, dætr-
um hennar og þeirra fjölskyldum
Guðs blessunar; megi hann gefa
þeim styrk í sorg þeirra.
Sveinn Þorsteinsson.
Það er komið að kveðjustund.
Kjartan Sölvi hefur verið mér eins
og afi í rúm 30 ár.
Betri nágranna var ekki hægt að
hafa, alltaf opið hús hjá þeim hjónum
ef mann vantaði eitthvað að láni nú
eða bara til þess að kíkja í smáspjall
og aðeins í nammiskálina.
Síðustu mánuðir hafa verið þér
erfiðir, en þú barðist hetjulega fram
á síðustu stundu með Brynju þína
þér við hlið.
Ég er þakklát fyrir að hafa komið
nánast daglega til ykkar á síðustu
mánuðum, rétt ykkur hjálparhönd
og átt með ykkur góðar stundir og
fyrir það er ég þakklát. Það er erfitt
fyrir Isabellu mína að skilja að þú
sért farinn frá okkur, en hún veit að
nú ertu fallegur engill á himnum sem
fylgist vel með okkur.
Við höldum áfram að hugsa eins
vel og við getum um Brynju þína á
þessum erfiðu stundum.
Elsku Brynja, Herdís, Kristrún,
Ása Fríða og fjölskylda, hugur minn
er hjá ykkur.
Eva Björk og Isabella Ósk.
Við upphaf nýs árs barst okkur sú
frétt frá Siglufirði að Kjartan Ein-
arsson vinur okkar væri ekki lengur
á meðal okkar. Hann hafði hin síð-
ustu misseri háð hetjulega baráttu
við sjúkdóm sinn af miklu æðruleysi
og með ró hugans.
Það var fyrir um 34 árum að við
Elín kynntumst þeim heiðurshjón-
um, Brynju Stefánsdóttur og Kjart-
ani er við fluttumst til Siglufjarðar
eftir að ég hafði verið valinn til að
gegna þar embætti sóknarprests.
Brynja var þá og er reyndar enn
mjög virk í öllu kirkjulegu starfi á
Siglufirði og hefur verið um langa tíð
formaður Systrafélags Siglufjarðar-
kirkju. Mikil vinátta tókst strax með
fjölskyldum okkar og áttum við þau
ávallt að í lífi og starfi.
Kjartan háði sína lífsbaráttu í lif-
anda lífi. Eftir að hann lagði leið sína
vestur um haf og dvaldi um tíma á
hinu þekkta meðferðarheimili Free-
port tók við nýr kafli í lífi hans. Af
miklu innsæi og næmum skilningi
má segja að Kjartan hafi leitt allt
vímuvarnarstarf á Siglufirði, hvort
sem það var fyrir SÁÁ eða AA-sam-
tökin. Í þeim samtökum er að vísu
enginn einn kjörinn leiðtogi til stað-
ar, allir jafningar, en einhvern veg-
inn varð það svo að Kjartan var þar
fremstur á meðal jafningja, svo ekki
sé meira sagt.
Veitti hann mörgum hjálp á erf-
iðum stundum í lífinu og byggði sjálf-
Kjartan Sölvi
Einarsson