Morgunblaðið - 08.01.2011, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2011
✝ Björn Jónssonfæddist í Geita-
vík í Borgarfirði
eystri 6.7. 1916.
Hann lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 30. des-
ember 2010.
Björn fæddist og
ólst upp á Geitavík.
Hann tók á unga
aldri tók við búinu
og stundaði þar bú-
störf sinn starfs-
aldur.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón Björnsson f.
1885, d. 1930 og Geirlaug Gunn-
fríður Ármannsdóttir f. 1886, d.
1926. Systkini a. Emil f. 1907, d.
1974, b. drengur f. 1908, d. 1908,
c. Svava f. 1909, d. 2001, d. Ólína
f. 1914, d. 1995, e. Anna Björg f.
1920, d. 2002.
Björn kvæntist 1948 Þorbjörgu
Jónsdóttur frá Hólshúsum í Húsa-
vík eystri, f. 8.7. 1923, d. 21.8.
2006. Bjuggu þau í Geitavík öll
sín búskaparár. 1993 fluttu þau í
Kópavog og árið 2004 fluttu þau
á dvalar- og hjúkrunarheimilið
Grund og bjuggu þar sín síðustu
ár.
Börn Björns og Þorbjargar eru:
1) Jón fyrrverandi bóndi á Skriðu
í Fljótsdal, nú leigubílstjóri á Eg-
ilsstöðum, f. 1945, maki Guðlaug
Jónsdóttir f. 1995, faðir Jón
Hreggviður Helgason. b) Guðjón
f. 1971, maki Gunnþórunn Ein-
arsdóttir f. 1975, a) Einar Gunnar
f. 2003, b) Ísey Björg f. 2007. c)
Emil f. 1974, sambýliskona Lauf-
ey Björk Sigmundsdóttir f. 1983,
barn Þorbjörg Rún f. 31.03. 2010.
5) Birgir rafvirkjameistari Álfta-
nesi, f. 1952. 6) Axel Andrés
húsasmíðameistari, Kópavogi, f.
1956, maki Lilja Kristín Ein-
arsdóttir ljósmóðir og hjúkr-
unarfræðingur, f. 1958, barn
þeirra Tjörvi Freyr, f. 1995,
stjúpdóttir Kristín Björk Krist-
jánsdóttir f. 1982, d. 2009. 7) Þor-
björn Bjartmar húsasmiður Kópa-
vogi, f. 1959, sambýliskona
Jóhanna Eydís Vigfúsdóttir hús-
móðir, f. 1964, börn a) Hulda
María f. 1995, b) Róbert Högni f.
1996 stjúpsonur Andri Már Hall-
dórsson f. 1985. 8) Geirlaug G.
Björnsdóttir framkvæmdastjóri
Akureyri, f. 1960, sambýlismaður
Ólafur Jakobsson tækni- og við-
skiptafræðingur, f. 1956, börn a)
Agnes Þöll Tryggvadóttir f. 1983,
faðir Tryggvi M. Þórðarson 1956,
sambýlismaður hennar Hjalti
Lýðsson f. 1981 b) Sindri Arnór
Ólafsson f. 1994, faðir Ólafur Sig-
urðsson, f. 1959, d. 2003. 9) Ásdís
danskennari, Reykjavík, f. 1964,
maki Arnar Margeirsson atvinnu-
rekandi, f. 1964, börn a) Telma
Ýr f. 1991, b) Arna Rut, f. 1996.
Björn verður jarðsungin frá
Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði
eystri.
Kröyer matráður f.
1946, börn a) Hrefna
Kristín f. 1976, d.
1977. b) Hrefna
Kristín f. 1978 maki
Egill Þorvarðarson f.
1978, börn a) Tristan
Elí f. 2003, b) Tómas
Aron f. 2007, c)
Harpa Hrönn f. 2010.
c) Þórey f. 1981 2)
Svavar Halldór
verkamaður, Nes-
kaupstað, f. 1947,
maki Líneik Har-
aldsdóttir verkakona,
f. 1957, börn a) barn af fyrra
hjónabandi, Katrín Björk f. 1972,
móðir Sigríður Guðrún Sím-
onardóttir f. 1954, d. 1999, maki
Manuel Garcia Roman f. 1970,
börn a) Daniel Nói f. 1998, b)
Viktor Máni f. 2000, c) Manuela
Sirrý f. 2005, barn af fyrra hjóna-
bandi Martin Sindri Rosenthal f.
1991. a) Heiða Berglind f. 1978,
maki Jón Hilmar Kárason f. 1976,
börn a) Anton Bragi f. 1996, b)
Amelía Rún f. 2000, c) Matthildur
Eik f. 2005. b) Ásdís Fjóla f. 1983,
sambýlismaður Vilberg Hafsteinn
Jónsson f. 1980. 3) Drengur f.
1948, d. 1950. 4) Guðrún leik-
skólakennari, Kópavogi, f. 1949,
maki Gunnar Guðjónsson húsa-
smiður f. 1947, börn a) Birna
Björg f. 1970, dóttir Agnes Helga
Nú er til moldar borinn faðir minn
Björn Jónsson, fyrrum bóndi í Geita-
vík II, Borgarfirði (eystra). Hann
náði háum aldri eða 94 árum og vel
það. Ekki verður annað sagt en hann
hafi búið við góða heilsu, einkum hin
síðari ár, en fram yfir miðjan aldur
þjáðist hann oft af bakverkjum og
þoldi hann illa erfiðisvinnu af þeim
sökum. Hann og systkini hans ráku
bú foreldra sinna eftir að þau féllu
frá. Pabbi 14 ára þegar faðir hans dó,
afi minn, en aðeins 10 ára þegar móð-
ir hans dó. Systkinin voru þá fimm,
það yngsta 10 ára.
Á vetrum sáu þau fjögur yngstu
um búið, en Emil sem var elstur fór á
vertíð til að styrkja afkomuna heima
fyrir. Geitavík II er ekki stór jörð
enda var öll Geitavíkurjörðin bútuð
niður í fjóra misstóra parta snemma á
síðustu öld. Jörðin hefur þó og hafði
sérstaklega sína kosti, t.d. er þar
mjög góð fjörubeit og var hún nýtt til
hinn ýtrasta langt fram á öldina sem
leið.
Þeir Emil og pabbi bjuggu í fé-
lagsbúi, frá 1930-1964,en þá flutti
Emil í Kópavog. Foreldrar mínir
bjuggu allan sinn búskap í Geitavík,
eða þar til þau fluttu í Kópavog árið
1993. Eingöngu var búið með kindur
og kýr til heimilis. Síðustu búskapar-
árin í Geitavík var svo búið með ali-
gæsir til kjötframleiðslu í nokkru
mæli, en þá hafði riðuveiki gert mik-
inn usla í fjárstofni Borgfirðinga og
var öllu fé slátrað 1989. Við systkinin
erum 8 talsins sem komumst til full-
orðinsára. Var mikið gagn af okkur á
öllum tímum, enda sagði pabbi stund-
um að hann mundi aldrei eignast pen-
inga, en þar sem hann ætti öll þessi
börn yrði hann aldrei blankur.
Mér fannst sem ungum manni að
pabbi væri góður bóndi og þó ég vildi
verða bóndi hvarflaði það aldrei að
mér að fara í bændaskóla, það nám
taldi ég mig bara fá heima. Búið
heima var aldrei stórt, en var fremur
afurðagott á þeirra tíma mælikvarða.
Pabbi gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum í sveit sinni, hann var forða-
gæslumaður til fleiri ára, einnig kjöt-
matsmaður lengi. Hann var fyrsti
formaður fjárræktarfélagsins og þar
með einn af stofnendum þess. Úr
þeim félagsskap minnist ég margra
góðra daga, og sér í lagi félagsfunda
sem alltaf voru haldnir heima hjá
okkur í Geitavík.
Í eðli sinu var pabbi mjög list-
hneigður og málaði margar myndir
um dagana og lærði hann þó ekkert í
þeim efnum. Þá hafði hann mikið yndi
af músík, einkum klassískri, dáðist
mjög af stórhljómsveitarflutningi,
sérstaklega austurrískri og ítalskri.
Ég og fjölskylda mín þökkum þér
samfylgdina, elsku pabbi minn.
Hvíl þú í friði.
Jón Björnsson.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem
brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Ben.)
Þegar ég minnist pabba míns
finnst mér við hæfi að hafa yfir þessar
ljóðlínur úr kvæði Einars Ben: Ein-
ræður Starkaðar. En þær segja mikið
um hans persónuleika og leit hans að
svörum við spurningum lífsins. Það
fór ekki framhjá neinum sem hann
þekktu að ljóð voru í uppáhaldi hjá
honum og nærtækast listform, þar
sem hann hafði ekki mikinn aðgang
að tónlist og myndlist sem hann hafði
þó mikinn áhuga á, hann þekkti til
allra helstu listamanna á þessum
sviðum. Ég minnist þess líka hvernig
hann vakti athygli mína á ljóðum og
tónlist, má þar nefna eitt sinn: hann
kallar í mig og segir „Gunna komdu“.
Förum við inn í herbergið þar sem út-
varpið var, og hljómaði þaðan tónlist;
hann segir: „Hlustaðu! þetta eru
djöflarnir í höll Dofrans“. Heyri ég þá
þessa mögnuðu tónlist eftir Grieg
hljóma. Þetta var svo magnað í litlu
myrkvuðu herberginu að ég gleymi
þessu aldrei. Þannig vakti hann at-
hygli mína á ljóðum, tónlist, myndlist,
fuglum, blómum og öllu sem hann
hafði áhuga á. Það má segja að áhugi
hans hafi verið á flestum sviðum lífs-
ins, hann var mikill náttúruunnandi,
hann var víðlesinn og vel að sér í
flestu og átti svör. Það var gaman að
læra landafræði með honum, hann
kunni hana utanbókar. Hann kunni
mörg ljóð, kunni skil á helstu skáld-
verkum meistaranna.
Pabbi hafði gaman af að fá gesti og
tóku foreldrar mínir vel á móti þeim,
var glatt á hjalla, spjallað, sögur
sagðar, spáð í lífið og tilveruna. Þá
var gaman.
Eftir að pabbi var orðinn einn og
vistmaður á Grund, áttum við oft góð-
ar stundir, hann sagði frá því þegar
hann var að alast upp,frá minningum
er sóttu á hann. Hann sagði frá þegar
þau systkinin voru orðin ein, þegar
hann á sautjánda árinu passaði Önnu
systur sína þá 12 ára og sá um búið
þegar systkini þeirra voru farin að
afla heimilinu tekna. Hann sagði:
„Þetta var erfitt og erfiðast að bera
vatnið í húsin.“ Þegar hann fór í Eiða-
skóla rak hann á undan sér 20 lömb
aleinn, tók ferðin tvo daga. Þetta var
framlag hans til skólans fyrsta árið.
Eiðaskóli var pabba mikils virði, þar
fékk hann góða menntun, eignaðist
vini sem hann hélt tryggð við.
Pabbi hefði eflaust menntað sig
meira ef aðstæður hefðu leyft, en lífið
er ekki alltaf eins og maður vill. Ég
held að hann hafi verið sáttur við lífs-
hlaup sitt og ánægður með fólkið sitt.
Hann talaði oft um drenginn sem þau
misstu og fallegur er draumurinn
sem hann sagði mér frá, en þann
draum dreymdi hann eftir að „Litli“
dó, þar sem hann kom til hans svíf-
andi undir fallegri tónlist og sagði:
„pabbi, nú skulum við dansa.“ Ég
held að „Litli“ hafi komið og náð í
hann og þeir dansað saman inn í eilífð-
ina.
Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt.
Guðrún Björnsdóttir.
Hann pabbi hefur nú lagt af stað í
ferðina löngu og kannar nú þær nýju
lendur sem hann taldi sig hafa vissu
fyrir að biðu að loknu þessu jarðneska
lífi.
Minningabrotin birtast eitt af öðru.
Ég er stödd í fjárhúsinu með pabba.
Það er sauðburður og mikið að gera.
Ég er bara stelpuskott. Ég fæ að
hjálpa pabba við að ná í lömbin niður í
krubburnar, en hann er að marka þau
með vasahnífnum. Mér fannst hann
flinkur með hnífinn. Að loknu verki
sátum við á garðabandinu, hann
reykti pípuna sína og við horfðum á
nýfæddu lömbin og drukkum í okkur
það andrúmsloft sem nálægð kind-
anna skapaði. Ilmurinn af pípureykn-
um fyllir loftið, mér finnst hann góð-
ur.
Svona minningar á ég margar, oft
þögðum við bara en stundum var
stund fyrir sögur eða drauminn sem
nóttin hafði gefið. Á þessum stundum
fannst mér ég vera fullorðin. Á heim-
leið úr fjárhúsunum eftir svona stund-
ir vandaði ég mig við það að labba við
hliðina á pabba eins og hann, labbaði
hægt, þagði og tók stór skref. Pabbi
tók mér sem jafningja mjög snemma
og ég varð þess aðnjótandi að hann
trúði mér fyrir mörgu. Hann trúði
mér oft fyrir draumunum sínum en
hann dreymdi oft fyrir um ókomna at-
burði og fannst honum það stundum
óþægilegt og þurfti þá að segja ein-
hverjum frá þeim. Hann skynjaði lífið
dýpra en margur sem ég hef kynnst
gerir. Pabbi sagði mér frá uppvaxt-
arárum sínum þegar hann sem ungur
strákur byrjaði sjómennsku með
pabba sínum. Frá sorgum sínum þeg-
ar hann missti mömmu sína aðeins 10
ára gamall, þegar hún fór til Akureyr-
ar á spítala og kom ekki aftur. Hann
náði ekki að kveðja hana og sagði mér
frá hve erfitt það hefði verið fyrir
hann, einnig hve söknuðurinn hefði
verið mikill og sár. Ég man hvað hann
var glaður þegar ég flutti til Akureyr-
ar og ég sagði honum að ég vitjaði
alltaf leiðis ömmu Geirlaugar á að-
fangadag og tendraði ljós hjá henni.
Fjórum árum eftir að pabbi missti
mömmu sína, missti hann pabba sinn,
þá 14 ára að aldri. Þegar afi féll frá
tóku hann og Emil bróðir hans við bú-
skapnum og Svava systir þeirra sá um
heimilið. Hann sá síða um Önnu
Björgu systur sína og búskapinn, 16
ára gamall, á meðan hin systkinin
fóru í burtu til að afla tekna.
Já, lífsbaráttan var oft erfið. Pabbi
og mamma misstu eitt barna sinna og
sagði pabbi mér frá því hve sú reynsla
hefði verið erfið. Þennan bróður okk-
ar vantaði alltaf í hópinn. Það var ekki
fyrr en á gamals aldri að þau gátu
rætt þessa reynslu, svo sár var hún.
Hún markaði líf þeirra alla tíð.
Þrátt fyrir þessa erfiðu lífsreynslu
var pabbi glettinn og horfði þá á hinar
spaugilegu hliðar lífsins. Hann var
góður sögumaður og sagði skemmti-
lega frá. Þá setti hann upp svip sem
allir sem þekkja hann kannast við á
slíkri stundu, glettnin skein úr augum
hans. Hann var í eðli sínu grallari.
Elsku pabbi, ég kveð þig með sökn-
uði og þakklæti fyrir allt sem þú gafst
mér. Guð geymi þig.
Geirlaug G. Björnsdóttir.
Elsku afi minn, nú er komið að
kveðjustund.
Þegar ég lít til baka kemur upp í
huga mér sá tími þegar ég var lítil
stelpa og dvaldi sumarlangt í sveitinni
hjá ykkur ömmu. Þú stóðst oft úti á
tröppunum í Geitavík og virtir fyrir
þér fjörðinn, veðrið og lífið. Oftar en
ekki þegar ég smokraði mér við hlið
þér, þá reyndir þú að kenna mér hvað
fjöllin og önnur kennileiti í firðinum
hétu. Þú þuldir nöfnin upp eins og þú
þekktir hverja þúfu, hvern stein og
hvert strá. Mér þótti vænt um þær
stundir, þó svo að ég virtist aldrei
ætla að muna önnur nöfn en á sjálfum
Dyrfjöllunum. Þá hristir þú höfuðið
og reyndir einu sinni enn að fara með
rununa.
Fyrir mörgum árum dreymdi mig
draum. Í honum hitti ég þig, afi minn,
og eftir að við höfðum talað saman
kvaddir þú mig svo vel. Eftir skamma
stund heyri ég í bíl og að kom ljósblá
amerísk drossía. Undir stýri sé ég þig
og þú kallar að mér að loksins sé bíll-
inn kominn í gang og að það væri
núna hægt að leggja í hann. Þú brost-
ir alveg út að eyrum og ég sá að þú
varst spenntur yfir komandi ferða-
lagi. Þú vinkaðir glaðhlakkalega til
mín og ég horfði á eftir bílnum vitandi
það, að þetta var okkar seinasta stund
saman. Þegar ég vaknaði eftir þessa
nótt hélt ég að þú værir að fara að
kveðja okkur, en þar hafði ég heldur
betur rangt fyrir mér.
Takk, afi minn, fyrir tímana sem að
við fegum saman, þeir eru mér mjög
dýrmætir. Ég veit að þú ert á góðum
stað núna, með góða þér við hlið og átt
eftir að passa upp á okkur hin.
Guð geymi þig.
Agnes Þöll Tryggvadóttir.
Ég á mér stað þar sem ég uni mér
tíðum.
Ég á mér stað og hérna lyngbúinn
grær.
Ég vitja hans í vorsins unaði blíðum,
er vaggar rótt hinn blái síkviki sær.[…]
Þú átt þér stað, afi minn. Sá staður
er Borgarfjörður eystri. Þar áttum
við margar góðar stundir saman þeg-
ar ég var yngri. Ég man við sátum
hvort sínum megin við eldhúsborðið í
Geitavík og drukkum Melroses-te
sem amma hafði lagað í rauða Ther-
mos-hitabrúsann með hvíta tappan-
um, spiluðum Kleppara og horfðum
upp á veg. Þú sast í rauða plaststóln-
um með sessunni og ég gegnt þér við
borðið á bekknum við ofninn. Ég var
ekki há í loftinu þegar ég svaraði for-
eldrum mínum til þegar verið var að
ávíta mig fyrir að éta molasykur:
„Hann afi minn í Geitavík hefur sko
engar tönnur og hann getur tyggt al-
veg fullt fyrir því“ og þar með var það
útrætt mál.
Þið amma voruð mikilvægur hluti
af uppvexti mínum og hjá ykkur átti
ég góðar stundir og um þær á ég
margar góðar minningar. Þér fannst
heldur ekki leiðinlegt að gefa mér
svolítið í nefið eða stríða okkur Agnesi
þegar við komum til baka úr einni af
okkar mörgu fjallgöngum. Þá spurðir
þú hversu hátt við hefðum farið og
sagðir okkur síðan að það teldist nú
ekki að fara upp í fjall nema maður
færi upp fyrir vatnsból. En nú ertu
komin heim, afi minn, heim, á þinn
stað.
Hér á ég spor og hér ég ann hverjum
steini.
Mitt æskuvor hérna fagnandi leið.
Ég burtu fór en ætíð lifði í leyni,
hin ljúfa kennd til alls er heima mín
beið.
Um Dyrfjallstind
er enn sem dansi á kveldi
blik af deyjandi eldi,
en að morgni sem musteri hann skín
í sólarglóð.
Ég mun í sál minni geyma
fegurð sumarsins heima
hér er bernskubyggð mín.
Ég mun í sál minni geyma
hér er bernskubyggð mín.
Með þessu ljóði Jónbjargar Eyj-
ólfsdóttur, nágrannakonu þinnar,
kveð ég þig, elsku afi.
Takk fyrir allt sem þú hefur kennt
mér. Við sjáumst heima.
Þín
Þórey Birna.
Þung berast ekkasog
öldunnar frá Tanganum
(SÓP)
Þessar ljóðlínur komu upp í hugann
við fréttir af andláti Björns frænda
okkar frá Geitavík.
Öll þau ár sem við nutum þess að
eiga hann og hans stóru fjölskyldu að
nágrönnum, þar sem mikill samgang-
ur var milli bæja, átti hann ófáar ferð-
irnar til okkar í Framnes.
Sjáum hann enn fyrir okkur, þar
sem hann gengur hægum skrefum
um túnin, álútur, kannar sprettuna,
heyrir ölduna brotna á Tanganum
sem gengur fram í sjó niður undan
bæjartúninu, skimar fjöllin sem um-
lykja sveitina hans, breytir stefnu,
Björn Jónsson
✝
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmu,
SÓLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
lögfræðings,
Tjarnargötu 28,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember.
Sérstakir þakkir færum við starfsfólki Landspítala og hjúkrunar- og
ráðgjafarþjónustunni Karitas fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Björn Líndal,
Sigyn Eiríksdóttir, Friðrik Dagur Arnarsson,
Signý Eiríksdóttir, Jón Tryggvason,
Óskar Eiríksson, Emma Peirson,
Vigdís Eva Líndal, Þórhallur Axelsson,
Guðmundur Páll Líndal, Kristín Lára Helgadóttir
og barnabörn.