Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Verkfræðingafélagið Íslands (VFÍ)
og Tæknifræðingafélag Íslands
(TFÍ) hafa ákveðið að fresta ráð-
stefnu sem átti að halda í næsta
mánuði um samfélagsleg áhrif ál-
vers- og virkjunarframkvæmda á
Austurlandi. Ástæðan er einkum sú
að Landsvirkjun (LV) vildi ekki taka
þátt í ráðstefnunni eins og lagt var
upp með hana. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins voru þau
svör gefin m.a. að skipulag ráðstefn-
unnar væri ekki í anda breyttrar
stefnu og ímyndar Landsvirkjunar.
Tilefni ráðstefnunnar er skýrsla
sem kom út fyrr í vetur um áhrif ál-
vers- og virkjunarframkvæmda á
Austurlandi árið 2002-2008, þ.e.
Kárahnjúkavirkjunar og álvers Al-
coa-Fjarðaáls í Reyðarfirði. Nokkr-
um hagsmunaaðilum var boðið að
vera með framsögu á ráðstefnunni.
Auk Landsvirkjunar, sem rekur
Kárahnjúkavirkjun, voru það m.a.
skýrsluhöfundar, fulltrúar sveitarfé-
laga á Austurlandi og Alcoa. Án að-
ildar Landsvirkjunar þótti ekki rétt
að leggja upp með ráðstefnuna eins
og hún var hugsuð í upphafi.
Árni Björn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri VFÍ og TFÍ, segir við
Morgunblaðið að félögin muni síðar
og með öðrum hætti fjalla um efni
skýrslunnar.
„Þetta er í sjálfu sér ekkert
stórmál í okkar huga. Það hefur ver-
ið þokkalegur friður um Kára-
hnjúkavirkjun en menn vilja kannski
ekki ýfa upp einhver sár,“ segir Árni
Björn.
Hann bendir á að Kárahnjúka-
virkjun hafi skilað miklu inn í þjóð-
arbúið, sé eingöngu litið til þeirrar
verkfræðiþekkingar sem skapaðist
og orðið hefur að útflutningsvöru.
Önnur áhrif séu þá ónefnd.
Landsvirkjun
hætti við þátt-
töku í ráðstefnu
Þótti ekki í anda breyttrar ímyndar
Morgunblaðið/RAX
Hálslón Bygging Kárahnjúka-
virkjunar skilaði nokkru í búið.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að viðræður hafi átt sér
stað við Verkfræðingafélagið um fyrirkomulag ráðstefnunnar. „Við vökt-
um athygli á ákveðnum sjónarmiðum, þannig að aðkoma allra aðila yrði
tryggð að ráðstefnunni, eins og þeirra sem hafa
gagnrýnt verkefnið. Það var niðurstaða okkar og
félagsins að við ætluðum að vinna áfram í mál-
inu,“ segir Hörður. „Þetta er umdeild fram-
kvæmd. Ef tilgangurinn er að skapa sátt um
niðurstöðuna þá töldum við mikilvægt að tryggja
að öll sjónarmið kæmu fram. Við viljum hafa
upplýsta umræðu á breiðum grunni og það er í
anda þeirra samskipta sem við viljum hafa uppi
um okkar verkefni,“ segir hann ennfremur.
Öll sjónarmið komi fram
ÁFRAM UNNIÐ Í MÁLINU MEÐ VERKFRÆÐINGUM
Hörður Arnarson
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Ástandið núna er það versta sem
ég hef kynnst, þegar fólk er farið að
koma og banka upp á og spyrja
hvort ég geti reddað því og tekið að
mér aukabarn,“ segir Agnes Frið-
riksdóttir, dagmóðir og gjaldkeri
Barnavistunar, félags dagforeldra.
Líkt og fram hefur komið ríkir
afar erfið staða í barnagæslumálum
í Reykjavík og eru margir foreldrar
í stökustu vandræðum með að
koma börnum sínum að hjá dagfor-
eldrum. Keðjuverkun ríkir því ár-
gangurinn sem byrja á í leikskóla í
haust er óvenjustór og útlit fyrir að
leikskólapláss vanti fyrir um 400
börn.
Dagforeldrar segjast ekki skrá
fólk á biðlista nema mjög langt
fram í tímann þar sem þeir vilja
ekki lofa upp í ermina á sér. „Ég
fékk bókun í síðustu viku frá konu
sem er ekki búin að eiga og biður
um pláss í mars á næsta ári,“ segir
Agnes.
Ekkert sé hins vegar hægt að
gera fyrir þá fjölmörgu sem vanti
pláss núna strax, en margir þeirra
hafi lengi verið á biðlista án þess að
pláss hafi losnað. Í einhverjum til-
fellum er svo að sögn Agnesar um
að ræða fólk sem hefur verið at-
vinnulaust um tíma og býðst nú
vinna, en á erfitt með að þiggja
hana þar sem hvergi finnist úrræði
fyrir barnið.
Í uppsiglingu allt frá 2008
Stjórn Barnavistunar er afar
ósátt við vinnubrögð borgarstjórn-
ar. Í ályktun frá félaginu kemur
fram að innleiðing heimgreiðslu til
foreldra í október 2008 hafi leitt til
þess að börnum sem send voru til
dagforeldra fækkaði mjög og varð
það til þess að um 70 dagforeldrar
hættu störfum. Að sögn Agnesar
varð hins vegar hvellur síðasta
haust vegna barna í stóra kreppu-
árganginum 2008, en dagforeldrum
hefur ekki fjölgað aftur. Nú hefur
svo verið ákveðið að hætta heim-
greiðslunum.
„Þetta ástand kemur dagforeldr-
um ekkert á óvart enda vöruðum
við ítrekað við því. Þessi börn fædd-
ust fyrir tveimur árum svo þetta er
búið að vera lengi í uppsiglingu,“
segir Sigrún Edda Lövdal dagmóð-
ir. Þær Sigrún og Agnes segja að
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi
Samfylkingar, hafi ekki farið með
rangt mál þegar hún sagði dagfor-
eldra að meðaltali hafa hjá sér þrjú
börn. Langflestir annist fimm börn,
sem er löglegt hámark, þótt þau
séu kannski ekki á skrá hjá borg-
aryfirvöldum þar sem sum séu frá
nágrannabæjarfélögum.
Dagforeldrar í Reykjavík hafa nú
myndað aðgerðahóp sem vill funda
með leikskólasviði sem fyrst. Sig-
rún segir að nærtækasta lausnin sé
að veita undanþágu þannig að dag-
foreldrar geti tekið að sér sjötta
barnið.
„Dagforeldrar eru allir af vilja
gerðir og við hreinlega krefjumst
þess að Reykjavíkurborg semji við
okkur og reyni að finna lausn á
vanda foreldra, því úrræðaleysið
virðist vera algjört.“
Dagforeldrar tilbúnir
að annast fleiri börn
Ósátt við vinnubrögð borgarstjórnar Afar erfið staða
Morgunblaðið/Ásdís
Börn Dagforeldrar annast oftast börn á aldrinum níu mánaða til tveggja ára.
Dagforeldrar
» Skv. reglugerð mega dagfor-
eldrar mest annast fimm börn.
» Tímabundin undanþága til
að dagforeldrar gætu bætt við
sig einu barni gæti haft eitt-
hvað að segja til að bæta
ástandið, þótt fleira þurfi til.
» Málið er til skoðunar hjá
Reykjavíkurborg en þar er
einnig leitað leiða til að fjölga
dagforeldrum.
Óli G. Jóhannsson, list-
málari á Akureyri, er
látinn. Hann veiktist al-
varlega á mánudaginn
og lést á Landspít-
alanum í gær, 65 ára að
aldri.
Óli fæddist á Akur-
eyri 13. desember 1945,
sonur hjónanna Hjör-
dísar Óladóttur og Jó-
hanns Guðmundssonar
póstmeistara.
Eftirlifandi eigin-
kona Óla er Lilja Sig-
urðardóttir. Þau eiga
fjögur börn, Örn, Sig-
urð, Hjördísi og
Hrefnu. Óli var elstur fjögurra
systkina, sem öll lifa bróður sinn.
Þau eru Edda, Örn og Emilía.
Óli varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1966 og kom
víða við eftir það. Hann fékkst til
dæmis við kennslu, starfaði lengi
sem gjaldkeri á Pósthúsinu á Akur-
eyri en vann árum saman við mynd-
list í hjáverkum og hélt sína fyrstu
sýningu árið 1973. Óli stofnaði Gall-
erý Háhól á Akureyri árið 1974 og
rak það til 1980, hann var rúman
áratug til sjós á tog-
urum Útgerðarfélags
Akureyringa og blaða-
maður á Degi um
tveggja ára skeið. Óli
var lengi mikill hesta-
maður og sinnti því
áhugamáli af krafti til
dauðadags. Á yngri ár-
um var Óli afbragðs-
sundmaður og var einn
stofnenda Sundfélags-
ins Óðins á Akureyri
árið 1963.
Frá 1993 helgaði Óli
sig myndlistinni og
hafa abstrakt verk
hans vakið athygli víða
um heim. Hann hélt fjölda sýninga
síðustu ár, bæði hér heima og er-
lendis. Hann hefur verið samnings-
bundinn Opera, alþjóðlegu gallerí,
og sýnt á þess vegum í Singapúr,
Monte Carlo, London og New York,
svo dæmi séu tekin. Þau Lilja stofn-
uðu árið 2007 listhúsið Festarklett í
gömlu kartöflugeymslunni við Kaup-
vangsstræti á Akureyri og þar hefur
Óli sýnt reglulega. Sýning á verkum
hans var opnuð um síðustu helgi í
Duus-húsum í Reykjanesbæ.
Andlát
Óli G. Jóhannsson
Óli G. Jóhannsson
Íbúar við Dalveg á Dalvík voru orðn-
ir þreyttir á 2-3 metra snjóruðning-
um við götuna en vegna ruðninganna
var gatan víðast aðeins einbreið. Dal-
víkurbær lét þar við sitja enda er að-
halds gætt í snjómokstri, en í stað
þess að fussa bara og sveia gripu íbú-
ar við Dalveg til eigin ráða og sömdu
sjálfir við verktaka um að moka
snjónum upp á vörubíla og keyra út í
sjó. Dalvegur er nú eina gatan á Dal-
vík sem er algjörlega laus við skafla
og þykir það sæta töluverðum tíð-
indum.
Sigurður Jónsson, sem býr við
Dalveg, segir að íbúunum hafi oft
þótt sem gatan þeirra hafi setið á
hakanum í snjómokstri og sárnað
það. Undanfarið hafi snjóað afar
mikið og gatan því illfærari en oft áð-
ur. Því hafi íbúar samið við Dalverk
sem í fyrradag sendi hjólaskóflu á
staðinn. Fjóra stóra bíla þurfti til að
flytja snjóinn. „Þetta setur engan á
hausinn. Svo býr enginn útrásarvík-
ingur við götuna þannig að enginn
hefur tapað neinu að ráði,“ segir
hann. Ekki hefur snjóað jafn mikið á
Dalvík í mörg ár og Sigurður segir
ekkert óeðlilegt við að bærinn reyni
að spara við sig snjómoksturinn.
Í fjárhagsáætlun Dalvíkur 2011 er
gert ráð fyrir níu milljónum króna til
snjómoksturs. Samkvæmt lauslegri
áætlun Svanfríðar Ingu Jónasdóttur
bæjarstjóra er þegar búið að nota
40% þeirrar upphæðar og aðeins 20
dagar búnir af árinu. Gæta þurfi
fyllsta aðhalds en bærinn gæti þess
að allar götur séu færar.
runarp@mbl.is
Íbúar sömdu um mokstur
Dalvíkurbær að
spara og íbúarnir
létu sjálfir ryðja
Morgunblaðið/Kristján
Snjóruðningur Dalvíkingar tóku nýverið málin í sínar hendur.