Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 9
Í fyrradag var haldinn stofn-
fundur Samtaka heilbrigðisiðn-
aðarins. Samtökin munu starfa
sem starfsgreinahópur innan
Samtaka iðnaðarins.
Stofnfélagar eru á annan tug
fyrirtækja, bæði öflug tæknifyr-
irtæki sem og smærri fyrirtæki.
Á stofnfundinum var kosin
fimm manna stjórn. Formaður
var kosin Perla Björk Egils-
dóttir hjá SagaMedica. Með-
stjórnendur voru kosnir Svein-
björn Höskuldsson hjá Nox
Medical, Jón Valgeirsson hjá Ac-
tavis, Árni Þór Árnason hjá Ox-
ymap og Garðar Þorvarðsson
hjá Medical Algorithms. Vara-
menn í stjórn voru kosnir Börk-
ur Arnviðarson hjá ARTIC Se-
quentia og Þorvaldur Ingvarsson
hjá Össuri.
Ný Samtök heilbrigðisiðnaðarins stofnuð.
Ný samtök stofnuð
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á
hendur níu einstaklingum sem
ákærðir voru fyrir árás á Alþingi 8.
desember 2008 lauk fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur síðdegis í gær.
Lauk henni með munnlegum mál-
flutningi þar sem ýmislegt athygl-
isvert kom fram, m.a. að verjendur
vilja skella skuldinni á starfsmenn
Alþingis, þ.e. að þeir hafi skapað það
ástand sem myndaðist. Athygli vakti
einnig að settur saksóknari nýtti sér
ekki tíma til andsvara eftir málflutn-
ing verjenda.
Áður en að verjendum kom
flutti Lára V. Júlíusdóttir, settur rík-
issaksóknari, ræðu sína. Hún sagði
að umræddan dag hefði 30-40 manna
hópur staðið að mótmælum og ekki
hefði verið um friðsamleg mótmæli
að ræða. Hópurinn hefði ruðst inn í
Alþingishúsið með ógnandi fram-
komu, ógnað og veist að þingvörðum
og lögreglu með ofríki og ofbeldi. Um
hefði verið að ræða árás á Alþingi.
Að mati ákæruvaldsins var um
að ræða þaulskipulagða árás á Al-
þingi þar sem einstaklingum var gef-
ið hlutverk á fundi í Iðnó klukkan 15.
Um tíu mínútum síðar mættu fyrstu
menn úr hópnum. Lára sagði ljóst að
einum úr hópnum, Þór Sigurðssyni,
hefði verið fengið það hlutverk að
halda inngangi að Alþingi opnum. Á
sama tíma hefði annar, Andri Leó
Lemarquis, haldið þingverði þeim
sem opnaði dyrnar þannig að hann
gat ekki kallað eftir hjálp. Hópurinn
hefði þá ruðst inn og margir hulið
andlit sín.
Lára sagði níumenningana, og
hópinn allan, hafa ráðist í sameiningu
að Alþingi til að trufla störf þess og
hindra að þingfundur færi fram. Um
skipulagt brot hefði verið að ræða og
öryggi Alþingis hætta búin. Hún
krafðist refsingar og fann fátt til
refsilækkunar en fremur refsihækk-
unar.
Í löglegum erindagjörðum
Verjendur fóru allir fram á að skjól-
stæðingar sínir yrðu sýknaðir af öll-
um kröfum. Án þess að fara yfir rök
þessa í einstökum atriðum skal horft
á heildarmyndina. Ragnar Að-
alsteinsson, verjandi fjögurra sak-
borninga, sagði málið pólitískt og á
það reyndi hvort dómstólar væru í
raun síðasta vígi almennings gegn
öflugum öflum eins og ríkisvaldinu.
Ragnar orðaði það svo að um
þrjátíu einstaklingar hefðu mætt í
þinghúsið. Í fyrstu hefðu þeir verið
boðnir velkomnir enda engin ákvörð-
un sem lá fyrir um að þingpallar
væru lokaðir. Þá hefði það gerst að
einn þingvarða reyndi að hindra
heimsókn gestanna, en Ragnar sagði
að þeir hefðu verið þar í löglegum er-
indagjörðum.
Það hefði verið þá sem ástandið
versnaði og það snögglega. Yfirmað-
ur þingvarða ýtti á neyðarhnapp og
sendi út árásarboð til lögreglu. Túlk-
un lögreglu hefði verið sú að vopn-
aðir menn væru að ráðast inn í Al-
þingishúsið. Því hefðu allir tiltækir
lögreglumenn verið sendir að þing-
húsinu og árásarboðin skýrðu þann
mikla æsing sem var meðal þeirra.
„Alþingis er sök fyrir að hafa sent út
röng boð,“ sagði Ragnar.
Langt úr fyrir valdsvið
Ragnar og síðar aðrir verjendur
sögðu einnig að þingverðir hefðu far-
ið langt út fyrir valdsvið sitt. Þeirra
hlutverk væri að miðla upplýsingum
en þarna hefðu þeir reynt að stöðva
fullkomlega lögmæta heimsókn ein-
staklinga á þingpallana. Og ekki nóg
með það heldur hefðu þeir veist að
þessum einstaklingum. Þá hefðu þeir
sent út röng boð til lögreglu þannig
að gífurleg ringulreið myndaðist í
þinghúsinu og uppnám hjá lög-
reglumönnum, en enginn þeirra vissi
hver stýrði aðgerðum á vettvangi.
Þeir hefðu hagað störfum sínum líkt
og raunverulega hefði verið ráðist á
Alþingi.
Rannsókn ábótavant
Brynjar Níelsson, verjandi tveggja
sakborninga, benti á að settur rík-
issaksóknari hefði spurt alla ákærðu
hver tilgangur ferðarinnar í Alþing-
ishúsið hefði verið. Brynjar sagði
spurninguna setta fram vegna þess
að ekki hefði verið upplýst um til-
ganginn. Sumir hefðu svarað því til
að þeir hefðu ætlað á þingpalla og
láta skoðun sína í ljós, láta í sér
heyra. „En það er ákært fyrir brot
gegn Alþingi,“ sagði Brynjar og
bætti við að hann skildi ekkert í þess-
ari ákæru.
Þá benti hann á að ekki hefði
verið upplýst hvernig Alþingi var
hætta búin, hvernig sjálfræði þess
var ógnað. Áður hafði Tryggvi Agn-
arsson, verjandi tveggja sakborn-
inga, bent á að lögregla hefði rann-
sakað málið líkt og það væri ekkert
sérstaklega alvarlegt. Og Ragnar
benti á að þessi atriði hefðu aldrei
komið til rannsóknar hjá lögreglu.
Jafnframt sagði Brynjar að búið
væri að snúa öllu á haus, enginn níu-
menninga hefði veist að þingvörðum
eða lögreglu heldur væri því öfugt
farið. Sakborningar hefðu verið
þarna í friðsamlegum tilgangi.
Fundu þingvörðum
Alþingis allt til foráttu
Verjendur sögðu starfsmenn þingsins bera alla ábyrgð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Héraðsdómur Setið var í hverju einasta sæti hverja einustu mínútu á
meðan aðalmeðferðinni stóð. Og ávallt biðu stuðningsmenn fyrir utan.
Ákæran
» Allir eru sakborningar
ákærðir fyrir brot gegn Alþingi,
brot gegn valdstjórninni, al-
mannafriði og allsherjarreglu
og húsbrot.
» Brotin frömdu þeir með
því að hafa í heimildarleysi
ruðst inn í Alþingishúsið við
Austurvöll meðan á þingfundi
stóð.
» Þannig rufu þeir friðhelgi
Alþingis og starfsfrið auk þess
sem öryggi Alþingis var hætta
búin.
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
Í dag, föstudag, kl. 12-13:30
standa Fræðasetur þriðja geirans
og Almannaheill fyrir málstofu
undir heitinu „Matarúthlutanir:
Núverandi staða og framtíðarsýn“.
Málstofan fer fram í ráðstefnusal
Radisson SAS (Hótels Sögu) við
Hagatorg í Reykjavík í ráð-
stefnusal Harvard-1.
Alls munu fimm framsögumenn
taka til máls en að því loknu verða
pallborðsumræður.
Í tilkynningu segir að þúsundir
manna hafi fengið úthlutaðan mat
í desember sl. Vegna umfangsins
hafi myndast langar biðraðir þar
sem fólk þarf að bíða klukku-
stundum saman. Talið er að
hvergi annars staðar á Norð-
urlöndunum þurfi fólk að standa í
biðröðum til að fá úthlutuð mat-
væli í poka.
Hádegismál-
stofa um matar-
úthlutanir
MARK er ný miðstöð marg-
breytileika- og kynjarannsókna á
félagsvísindasviði Háskóla Ís-
lands.
Í dag kl. 15.30 verður haldið
opnunarmálþing í stofu 101 í
Odda. Flutt verða sjö erindi.
Málstofustjóri er Hanna Björg
Sigurjónsdóttir.
Málþingið er öllum opið.
Ný miðstöð
STUTT
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Útsala
Enn meiri verðlækkun
Verð áður: Verð nú:
Toppar 9.900 kr. 2.000 kr.
Toppar 5.900 kr. 2.000 kr.
Bolero 9.900 kr. 2.000 kr.
Bolero 7.900 kr. 2.000 kr.
Mussa 4.900 kr. 1.900 kr.
bolir 8.900 kr. 2.000 kr.
bolir 6.900 kr. 2.000 kr.
Gerið góð kaup
á útsölunni
Verðdæmi:
Útsala
Nýtt kortatímabil
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek
fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
30-60%
afsláttur
af völdum
vörum
Á SKÍÐI FYRIR AUSTAN - Flug, skíðapassi og gisting á Icelandair Hótel Héraði Egilsstöðum
>> Flogið til Egilsstaða á fimmtudegi.
>> Skíðapassi á skíðasvæðið Stafdal, Seyðisfirði.
>> Tilboðsverð á flugi og gistingu janúar – apríl 2011.25.700 kr.
Bókaðu hjá hópadeild í síma 570 3075 eða hopadeild@flugfelag.is
Verð frá
á mann í tveggja manna herbergi.
mbl.is
smáauglýsingar