Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 10
Golden Globe-
verðlaunahátíðinni
er ekki lokið þegar
rauði dregillinn
hefur verið
genginn og
styttum út-
hlutað. Eftir
öll form-
legheitin byrj-
ar nefnilega
partíið fyrir al-
vöru, þá er
nóg af rauð-
um dreglum
til að ganga í
öll eft-
irpartíin. Í
þau mæta
flestar stjörn-
urnar sem sátu
hátíðina en líka
miklu fleiri sem vilja
bara partístuðið.
Golden Globe-hátíðin
fór fram í Los Angel-
es á sunnudags-
kvöldið og hér má
sjá nokkra kjóla
sem laumuðu sér
í eftirpartíin.
ingveld-
ur@mbl.is
Tíska
Reuters
Hetjan Hay-
den Panet-
tiere var í
dökkbláum
síðkjól.
Í stuði
Virginia
Williams
var gul og
hress.
Tískan í
eftir-
teitunum
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
H
vort sem þér líkar
það betur eða verr
þá er janúar hálfn-
aður og það er ekki
seinna vænna en að
fara að huga að því hvernig á að
farða sig í vor til að tolla í tísk-
unni.
Sérfræðingar víða um heim
eru búnir að ákveða hvað verður í
tísku í vor og það þarf ekki að
koma á óvart að litir fara þá að
skjóta upp kollinum eins og gróð-
urinn eftir vetrardvalann.
Varirnar hafa verið litsterkar í
nokkurn tíma og halda því áfram,
rauður, appelsínugulur og heit-
bleikur eru litirnir ef þú vilt draga
athyglina að þér. Veldu mattari út-
gáfuna af þeim.
Náttúrulega útlitið (að vera
máluð án þess að líta út fyrir að
vera það) virðist eitthvað vera á
undanhaldi en sást þó nokkuð á
pöllunum fyrir komandi árstíðir.
Það er líka fátt sem toppar nátt-
úrulega fegurð. Notið hyljara og
farða, smá kinnalit, maskara og
verið með berar varir eða varalit í
náttúrulegum lit.
Fyrir þær sem eru lítið fyrir
hið náttúrulega geta andað léttar,
sterk augnförðun með miklum
pastellitum er nefnilega málið í
vor. Augnskuggi í sterkum en hlýj-
um lit eins og appelsínugulum,
bleikum, grænum eða bláum hjálpa
til við að draga athyglina að andlit-
inu, takið eftir Dior-myndunum
hér meðfylgjandi. Notaðu svartan
augnblýant og svartan maskara og
hafðu varirnar berar eða rauðar og
þá er þetta komið. Smoky-
augnförðun er líka inn eins og allt-
af. Fínt er þá að nota svartan, grá-
an eða dökkbláan augnskugga.
Litir á augum og vörum
Katla Einarsdóttir, förðunar-
meistari hjá Make Up Store, segir
alltaf margt vera í gangi. „Ég er
ánægð með þá breytingu í snyrti-
vörunum að það er meira ein-
staklingurinn sem áherslan er á,
ekki bara tískan, og því er alltaf
eitthvað fyrir alla.
En nú í vor verður meira af
bjartari og skærari varalitum og
það eru líka að koma bjartari litir
fyrir augun. Þá er settur einn litur
yfir augnlokið, flott lína við augn-
hárin og svo maskari. Það á ekki
endilega að blanda litunum saman
á augnlokinu, frekar nota bara
einn,“ segir Katla.
Hún segir augnskugga litina
vera skærari og hreinni en past-
elliti. „Ég er búin að heyra að 2011
eigi að vera litríkasta árið hingað
til í förðun, það á að vera það sam-
kvæmt öllum tískuspám.
Varirnar og augun eiga að
bera lit og húðin á að vera létt-
förðuð t.d með steinefnafarða.
Sumum finnst ekki passa að
vera með sterka liti á vörunum og
þá eru alltaf nokkur „trend“ í
gangi og þær geta einbeitt sér að
augunum í staðinn,“ segir Katla
sem hlakkar til að fá vorlitina í
hús.
Björg Alfreðsdóttir, versl-
unarstjóri MAC í Debenhams, seg-
ir varirnar hjá MAC verða bleikar
og appelsínurauðar í vor.
„Það er mikið lagt upp úr að
húðin sé falleg, ljómandi, björt.
Einnig er mikið um „highlights“ og
skyggingu. Áherslan er á liti en
það eru líka alltaf fallegir „nude“-
litir í boði fyrir þær sem eru ekki í
litunum,“ segir Björg.
Litirnir skjóta upp
kollinum í vor
Það má búast við því að íslenskt kvenfólk komi vel undan vetri. Það verður fleira
en blómin sem eiga eftir að gleðja sjón og hjarta í vor þegar fólk fer að láta sjá sig
úti á götu aftur. Búast má við að sjá liti sóleyjanna, grassins og himinsins á augn-
lokum kvenna og bleikar, blómlegar varir og rauðar eins og rósir. Litir eru málið í
vorförðuninni og konur eiga að vera óhræddar við að nota þá.
Dior Pastellitaðir augnskuggar eru málið hjá Dior í vor.
Þeir sem hafa unun af hárstílnum
„síðu að aftan“ ættu að skoða vef-
síðuna Ratemymullet.com. Um er að
ræða snilldarsíðu sem hægt er að
hlæja mikið yfir. Þetta er síða þar
sem þeir sem annaðhvort hata eða
elska sítt að aftan geta tekið hönd-
um saman og kosið um bestu og
verstu sítt að aftan-klippinguna og
skrifað athugasemdir við þær.
Sítt að aftan-myndunum er skipt í
tvo flokka; eldri en átján ára og
yngri en átján ára, en í honum má
meðal annars sjá myndir af ungum
börnum með sítt að aftan. Hægt er
að fara í gegnum innsendar myndir
og gefa þeim einkunn og þær sem
fá hæst skor lenda í topp fimm-
flokknum í hvorum aldursflokki.
Þeir, sem langar í sítt að aftan
eftir að hafa skoðað síðuna en hafa
ekki þolinmæði til að safna í slíkt,
geta keypt sér „sítt að aftan“-
hárkollur á síðunni og þar með feng-
ið þennan eftirsótta hárstíl fljótt og
auðveldlega.
Ratemymullet.com er bara til
gamans gerð og það er mjög auð-
velt að hafa gaman af henni. Kíkið
á.
Vefsíðan www.ratemymullet.com
Hártíska Sítt að aftan er enn vinsælt sumstaðar þrátt fyrir allt.
Sítt að aftan og annað sætt
Frönsk kvikmyndahátíð verður sett
í dag í ellefta skipti og stendur til
3. febrúar næstkomandi. Hátíðin
fer fram í Háskólabíói í Reykjavík
og þar verða sýndar tíu gæðamynd-
ir.
Gríðarleg fjölbreytni, gróska og
frumleiki einkenna franska kvik-
myndagerð nú um stundir og
franskar kvikmyndahátíðir eru tíðir
viðburðir um allan heim. Opn-
unarmynd hátíðarinnar er gam-
anmyndin Bara húsmóðir.
Frönsk kvikmyndahátíð verður í
Borgarbíói á Akureyri dagana 12. til
16. febrúar.
Endilega …
… farið á
franska hátíð
Opnunarmyndin Bara húsmóðir.
Það er gott að sofa. Nei, nei, nei ég ætla aðbyrja aftur. Það er best að sofa! Nægursvefn er ekki bara nauðsynlegur fyrir líkam-ann heldur er hann einnig góður fyrir sálar-
lífið, sérstaklega þegar mikil streita hrjáir mann í
vöku og maður vill aðeins gleyma stað og stund. Ég
get venjulega ekki beðið eftir að fá vænt frí, hvort
sem það er jóla-, sumar-, helgar- eða annars konar
frí. Þá get ég nefnilega gert það sem mig langar alltaf
til að gera á kvöldin: slökkt á vekjaraklukkunni.
Ég átti mjög áhugavert samtal við samstarfsmann
minn um svefn fyrir ekki svo löngu. Það hófst á því
að hann spurði mig hvort ég væri til í að gefa upp
svefn fyrir fullt og allt. Ég þyrfti semsagt ekki á hon-
um að halda og yrði aldrei þreytt. Ég var fljót að
svara: „Nei, það væri mjög óspennandi líf.“ Um leið
og ég sleppti þeirri setningu dró ég aðeins úr vægi
hennar. Það sem ég vildi sagt hafa var að draumar
mínir eru á við ævintýri. Líf mitt er ekkert óspenn-
andi í sjálfu sér … og þó. Í samanburði við drauma-
heiminn þykir mér það svolítið ókryddað. Ég flýg til
dæmis ekki í vöku, ég er ekki einn af aðalleik-
urunum í Neighbours, ég get ekki hitt afa og
ömmur mínar sem ég sakna, ég get ekki breytt
mér í dýr, ég á ekki í ástarsambandi við stór-
stjörnu og svo mætti lengi telja.
Samstarfsmaður minn slengdi þeirri stað-
reynd síðan fram að með því að gefa svefn upp
á bátinn myndi ég græða heil 25 ár,
þ.e.a.s. ef ég næði 75 ára aldri. Ég get
ekki neitað því að 25 ár er slatti, það
er í raun heil lífstíð fyrir mig þar
sem ég fæddist fyrir 26 árum. Ég
gæti brallað ýmislegt á þessum 25
árum. Hversu oft hef ég óskað
þess að hafa meiri tíma aflögu?
Og þá sérstaklega á prófatím-
um í háskólanum. Þá væri gott
að geta farið út í tímabúð og
keypt sér nokkra klukkutíma til viðbótar
akkúrat þegar þreytan er að ná yfirhöndinni
og maður neyðist til að fara í bólið. En þegar mér svo
býðst tími (auðvitað í gríni) þá hafna ég honum. Það
er alveg satt sem þeir segja; grasið er ávallt grænna
hinum megin.
Annars er svefn ansi skrýtið fyrirbæri. Þrátt fyrir
að það sé mjög gott að sofa þá er stundum enginn
hægðaleikur að sofna. Svo ég tali nú ekki um hversu
auðvelt það er að sofna þegar maður á ekki að fara að
sofa. Þá kannast flestir við það hversu auðvelt er að
sofa yfir sig, sérstaklega ef enginn er til að vekja
mann. Ég sofnaði t.d. einu sinni í lest á leiðinni til
Spánar og endaði í Portúgal og svo hef ég tekið ófáa
hringi meðvitundarlaus með strætó á mínum yngri
árum. Ég hef einnig þann „ósið“ að tala upp úr
svefni og hef lofað fjölskyldu og vinum ýmsu
fögru á svefntíma sem ég stend svo aldrei við…
því ég talaði svefntungum.
Þegar öllu er á botninn hvolft er gott
að eiga tvo „heima“ því ef eitthvað ger-
ist í öðrum þeirra getur maður oftast
flúið – eða skroppið hvernig sem litið
er á það – í hinn. Nú er bara spurn-
ing hvort ég þurfi ekki flýja um
stund í hinn heiminn eftir þennan
ruglaða draumaheimspistil?
»Ég flýg til dæmis ekki í vöku, ég erekki einn af aðalleikurunum í
Neighbours, ég get ekki hitt afa og ömmur
mínar sem ég sakna, ég get ekki breytt mér í
dýr, ég á ekki í ástarsambandi við stór-
stjörnu og svo mætti lengi telja.
Heimur Hugrúnar Halldórsdóttur
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is