Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011
SIMPLY CLEVER
Skoda Fabia Classic 1.2 BS
70 hestöfl. Eyðsla: 5,5 l/100 bl. akstur CO2: 128 g/km
Verð frá:2.090.000 kr.
Ný Skoda Fabia er byggð á einfaldri hugmynd: Það á að vera
skemmtilegt að keyra. Þess vegna er bíllinn svo nettur að utan
en rúmgóður fyrir fólk og farangur að innan. Þess vegna er
kraftmikla TSI vélin svona skemmtilega eyðslugrönn. Þetta er
nýr og frábær bíll sem þú einfaldlega verður að prófa!
www.skoda.is
FRUMSÝNIN
G
Á MORGUN Í
HEKLU
Opið frá 12 til
16
MEIRA FJÖR.
MINNI EYÐSLA.
Ný Skoda Fabia
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forsvarsmenn Ísafjarðarbæjar,
þingmenn kjördæmisins og ráð-
herrar eru að undirbúa aðgerðir
vegna atvinnubrests á Flateyri og
styrkingu byggðar á svæðinu. For-
maður bæjarráðs er bjartsýnn um
að niðurstaða fáist fljótlega eftir
helgi.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar og
bæjarstjóri fóru á fund þingmanna
Norðvesturkjördæmis í gær og
áttu síðan fund með Steingrími J.
Sigfússyni fjármálaráðherra, sér-
staklega vegna stöðunnar í at-
vinnumálum á Flateyri en einnig
almennt um byggðamál á Vest-
fjörðum. Eiríkur Finnur Greips-
son, formaður bæjarráðs, segir að
verið sé að setja saman áætlun um
aðgerðir sem hann vonast til hægt
verði að kynna fljótlega.
Málefni Flateyrar verða vænt-
anlega rædd á fundi ríkisstjórn-
arinnar í dag.
„Fólki er brugðið, mörgu hverju,
það veit enginn hvað tekur við,“
segir Jón Magnússon, skipstjóri á
Stjána Ebba, bát Eyrarodda.
Hann lýsir viðbrögðum fyrrver-
andi starfsfólks Eyrarodda sem
kom saman til fundar í gær með
fulltrúum aðgerðarhóps ýmissa
samtaka og stofnana vegna at-
vinnuástandsins í Flateyri. Starfs-
fólkið var upplýst um réttindi sín í
kjölfar gjaldþrots fyrirtækisins.
Jón segir að mikið óvissuástand
hafi ríkt í atvinnumálum staðarins
frá því Eyraroddi sótti um heimild
til greiðslustöðvunar. Nú sé loks-
ins vitað hvernig það mál endaði
og áfram verði að bíða til að sjá
hvað taki við. „Ég vona að okkur
verði gefið tækifæri til að bjarga
okkur. Hér viljum við vera. En það
verður þá að vera einhver grund-
völlur til þess,“ segir hann.
Vinnufúsar hendur
Eitthvað af fyrrverandi starfs-
fólki Eyrarodda sem sagt var upp
störfum í lok nóvember hefur flutt
í burtu. Það er einkum fólk sem
ekki átti þar eignir eða fjölskyldu.
„Flestir ætla ekki að fara fyrr en í
fulla hnefana. Þeir eiga rætur hér
og eignir og líður vel,“ segir Jón.
Guðmundur Björgvinsson, for-
maður Íbúasamtaka Flateyrar,
segir að fólk geri sér grein fyrir
því að ekki sé auðvelt að koma
rekstri aftur af stað. „Hér eru
vinnufúsar hendur sem vilja hjálpa
þjóðinni út úr erfiðleikunum. Við
höfum aldrei verið að biðja um
ölmusu, heldur höldum fram rétti
okkar til að sækja sjóinn,“ segir
Guðmundur.
Fimm fyrirtæki hafa sett sig í
samband við forsvarsmenn Ísa-
fjarðarbæjar og lýst áhuga á að
koma að uppbyggingu útgerðar og
fiskvinnslu á staðnum. Eiríkur
Finnur vonast til að þeir kröfuhaf-
ar sem eru með veð í eignunum
sjái sér hag í því að koma starf-
semi af stað. Það sé leiðin til að fá
verðmæti út úr þeim.
Friðbjörn E. Garðarsson,
skiptastjóri þrotabús Eyrarodda,
er að fara yfir stöðu fyrirtækisins
og ræða við stærstu kröfuhafa um
næstu skref. Hann segir því ekki
lokið.
Eyraroddi á óveiddar einhverjar
veiðiheimildir. Skiptastjóri hefur
haft samband við Jón Magnússon
skipstjóra og áhöfnin lýst sig
reiðubúna til að veiða heimildirn-
ar, þegar gefur á sjó.
Setja saman áætlun fyrir Flateyri
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Autt Engin vinnsla er núna í frystihúsinu á Flateyri.
Fimm fyrirtæki hafa sýnt áhuga á starfsemi á Flateyri Frystihúsið í höndum veðkröfuhafa
„Flestir ætla ekki að fara fyrr en í fulla hnefana“ segir skipstjórinn á Stjána Ebba
Sviptingar
» Hjálmur hf. sameinaðist
Kambi hf. 1993.
» Kambur rann inn í Básafell
1997 og var klofinn út úr sam-
steypunni tveimur árum síðar.
» Eyraroddi hóf rekstur 2007
eftir að Kambur hætti starf-
semi.
» Eyraroddi fékk heimild til
greiðslustöðvunar í maí 2010.
» Öllu starfsfólki var sagt upp
í lok október.
» Eyraroddi var úrskurðaður
gjaldþrota 17. janúar 2011.