Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Frétt Morg-unblaðsinsum innbrot í tölvukerfi Al- þingis innan frá kom þingheimi í opna skjöldu. Þó er nærri ár liðið frá þeim atburð- um. Þingforseti hafði dulið alla málsins nema forsætisráðherrann og ekki einu sinni trúað forsætisnefnd fyrir því. Málið er hið alvarleg- asta af þessu tagi sem upp hef- ur komið hér á landi. Varnir tölvukerfis þingsins voru að mestu miðaðar við að verjast utanaðkomandi árás á það. Þetta vissu þeir sem fyrir inn- rásinni stóðu, enda liggur fyrir að þar voru miklir kunn- áttumenn á ferð. Sérfræðingar þingsins virðast hafa brugðist að mestu rétt við. Þó hefði far- ið betur á að fá lögreglu í lið með sér strax frá upphafi. En viðurkenna ber að þar er auð- vitað stuðst við speki sem þeir hafa sem horfa um öxl, og þeg- ar fram er komið að þrjótarnir höfðu búið svo um hnútana að slóð þeirra innan njósnatölv- unnar eyðilegðist þegar teng- ingar hennar væru rofnar. En þótt óhjákvæmilegt kunni að hafa verið að láta leynd hvíla yfir málinu í fáeina daga meðan frumrannsókn stóð yfir er óskiljanlegt að ekki hafi verið rætt við þing- menn og forystu þingsins á fyrstu stigum. Þeir höfðu ríka hagsmuni af því að vita af til- raunum til að brjótast inn í þeirra einkapóst og ekki síður að líkur gætu staðið til að hluti hans kynni þegar að hafa verið fram- sendur annað. Þá hefði einnig verið nauðsynlegt að kanna hvort þing- menn hefðu orðið varir mannaferða og eins hvaða gestir á þeirra vegum hefðu komið inn í viðkomandi bygg- ingu á umræddu tímabili. Í þessum orðum felst engin ásökun, en um er að ræða byggingu sem aðeins tilteknir aðilar eiga að hafa opinn að- gang að. Merkilegt er ef for- sætisráðherrann hefur ekki rætt þessa atlögu að öryggi æðsta stigs stjórnskipunar landsins innan ríkisstjórn- arinnar. Öryggisþátturinn er efstur á blaði sérhverrar rík- isstjórnar, og gildir sú regla í hvaða ríki sem er. Nú er verið að draga fyrr- verandi ráðherra fyrir lands- dóm m.a. vegna þess að hann hafi vanrækt að ræða mik- ilvægt mál á ráðherrafundi. Þarna var öryggi ríkisins í húfi, þar sem sjálft þjóðþingið átti í hlut. Og sé það svo, að um þetta leyti hafi verið staddir á landinu menn með tæknilega sérkunnáttu og vilja til að nýta hana til slíkra verka er ekki ólíklegt að víðar hafi verið leit- að fanga en innan Alþingis. Pukur forsætisráðherrans og þingforsetans með þetta stór- mál er því að a.m.k. vítavert. Þingmenn voru grandalausir um til- ræði við öryggi sam- skiptatækja þeirra þar til að Morgun- blaðið upplýsti málið} Mikið alvörumál Skattheimtabarst í tal í viðtali við- skiptablaðs Morg- unblaðsins í gær við Orra Hauks- son, fram- kvæmdastjóra Samtaka iðn- aðarins. Lýsingarnar á skattastefnu stjórnvalda voru heldur ófagrar, sem von er. Orri minnti á að í fjárlögum fyrir árið 2010 hefði verið gert ráð fyrir að skattahækkanir myndu skila ríkissjóði hátt í 60 milljörðum króna aukalega. Þegar árið væri gert upp kæmi hins vegar í ljós að heimturnar hefðu verið mun minni, eða á milli 30 og 40 milljarðar króna. „Þetta sýnir að auðvitað breytir fólk hegð- un sinni þegar gerðar eru harkalegar breytingar á skött- um,“ sagði Orri. Þetta einfalda lögmál um mannlega hegðun hefur því miður ekki síast inn hjá ríkisstjórninni, sem hefur haldið áfram að hækka skatta þrátt fyrir slæma reynslu af fyrri skattahækkunum. Orri nefnir einn- ig dæmi af skað- legri skattastefnu sem snýr að gagnaverum: „Þau fara af stað 18 mánuðum síðar en ella, ein- göngu vegna tregðu yfirvalda til að laga skattheimtu á litlu sviði að því sem annars staðar er praktíserað. Allt venjulegt fólk sér að enginn Íslendingur hagnast á þeirri töf, þótt skattvesírar landsins hreyki sér sjálfsagt af því hvað þeir eru harðir í horn að taka.“ Það er mikilvægt að bent sé á skaðleg áhrif ofurskatt- heimtustefnu ríkisstjórn- arinnar og hve misheppnuð stefnan hefur reynst í alla staði. Með þessari stefnu hef- ur ríkisstjórnin unnið gríð- arlegt tjón, bæði á heimilum og fyrirtækjum í landinu. Skattahækkanirnar hafa engu skilað nema auknum erfiðleikum } Misheppnuð ofurskattastefna V ið lifum á tímum þar sem vísindi og rökhugsun eiga að hafa unnið fullnaðarsigur á hjátrú og hleypi- dómum. Afar fáir trúa núna á kraftaverk í hefðbundnum bibl- íuskilningi þess orðs. Ef einhver heldur því fram að Guð hafi talað við hann og læknað hann af sjúkdómum sínum er líklegra að viðkomandi sé leiddur hljóðlega inn í bólstrað herbergi og honum gefin sterk lyf, en að hlustað sé á hann af fullri alvöru. Þess vegna er merkilegt hve margir eru þó tilbúnir að trúa á kraftaverkasölumenn ef þeir bara hjúpa söluræðuna í vísindalegum orða- flaum. Í goðsögnum um villta vestrið eru svo- kallaðir snákaolíusölumenn jafn mikilvægur þáttur og kúrekarnir sjálfir. Þeir seldu lífselix- íra í litríkum flöskum, sögðu þá afrakstur nýj- ustu rannsókna og lofuðu því að elixírarnir gætu læknað alla hugsanlega kvilla. Arftakar þessara loddara ganga ekki lengur bæja á milli til að selja vörur sínar, heldur nota netið og pýramída- sölukerfi til að græða meira fé á trúgjörnu eða veiku fólki, en snákaolíukarlarnir gátu látið sig dreyma um. Pýramídakerfi eru ekki ný af nálinni, en af einhverjum orsökum spretta þau frekar upp á krepputímum. Tilhugs- unin um skjótan gróða er meira aðlaðandi þegar þú horfir á skatta hækka og afborganir sömuleiðis. Nýjasta dæmið um þetta eru LifeWave-plástrarnir, sem nýbyrjað er að markaðssetja á Íslandi á vefsvæðinu lifs- bylgja.is. LifeWave hefur um árabil selt alls kyns fals- plástra sem eiga að draga úr streitu, auka orku í lík- amanum og jafnvel að snúa við öldrun! Ef plástrarnir virka á þennan hátt er um raun- verulegt kraftaverk að ræða. Það er hins vegar ekkert sem gefur til kynna að plástrarnir hafi á nokkurn hátt meiri virkni en venjuleg lyfleysa. Plástrar LifeWave eiga það sameiginlegt að með einhverjum undarlegum hætti eiga þeir að geta haft samskipti við líkamann (banda- rískur forstjóri fyrirtækisins líkir þessu við samskipti milli tveggja farsíma) og haft áhrif á efnaskipti í honum. Samkvæmt vefsíðu Life- Wave fara engin efni úr plástrinum inn í líkam- ann, heldur gerast þessi samskipti öll á ein- hvers konar segulsviði eða í gegnum innrautt ljós. Ekkert af þessu er í samræmi við skilning læknisfræðinnar á því hvernig líkaminn virkar. Nýjustu plástrarnir eru sagðir byggjast á glænýjum uppfinningum á sviðið nanótækni (loddarar eru alltaf fljótir að nýta sér nýjustu tískuorðin), en það er merkilegt að í einkaleyfisumsókn LifeWave í Bandaríkjunum er ekki einu orði minnst á nanótækni. Hvernig ætli standi á því? Hér er ég á engan hátt að halda því fram að þeir Íslend- ingar sem standa á bak við vefsíðuna lifsbylgja.is séu lodd- arar eða óheiðarlegir og eftir því sem ég veit best eru þeir það ekki. Þeir sem vilja festa fé sitt í ævintýri eins og þessu eru frjálsir til að gera það frá mínum bæjardyrum séð. Það sem er hættulegt við falslækningar eins og þær sem Life- Wave selur er hins vegar það þegar veikt fólk lætur glepj- ast af loforðum um kraftaverk og velur vörur sem þessar fram yfir hefðbundnar lækningar, sem við vitum að virka. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Kraftaverkasölumenn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is V iðsnúningur varð í með- ferð makrílafla á síðustu vertíð miðað við árin á undan. Í fyrra veiddust 122 þúsund tonn af mak- ríl, meira en nokkru sinni í íslenskri lögsögu. Af þeim afla fóru um 60% í frystingu og 40% í bræðslu. Til sam- anburðar má nefna að 2009 voru um 80% aflans brædd. Þetta kemur fram í greinargerð vinnuhóps um makríl- veiðar, sem unnin var fyrir sjávar- útvegsráðherra. Þar er m.a. fjallað um markaði og vinnslu til manneldis. Yfir helmingur frysta makríls- ins fór á Rússlandsmarkað og gekk sala þangað vel, að því er segir í skýrslunni, en einnig fór mikið á markað í Kína og Litháen. Alls var makríll seldur til 27 landa, m.a. S- Kóreu, Taívans, Egyptalands, Níger- íu, Tyrklands, Búlgaríu og Banda- ríkjanna. Lítið fór til Japan þar sem hæst verð fæst fyrir makrílinn. Þar sem annars staðar í Asíu vilja við- skiptavinir stinnari makríl en þann sem veiðist hér. Búist er við við- brögðum af Japansmarkaði fyrri hluta árs við því sem þó fór þangað í fyrra af frosnum makríl. Þá skýrast möguleikar á frekari sókn þangað. Hátt verð í upphafi Í skýrslunni segir um markaði: „Mikil þekking á mörkuðum fékkst á síðustu vertíð og í ljós kom að mark- aður fyrir unninn makríl er marg- skiptur og mikilvægt að finna hverri afurð eða gæðaflokki rétta leið á markaðinn til að hámarka verðmæt- in. Þeir sölumenn sem funduðu með vinnuhópnum bentu á að fengist hefðu á bilinu 1,2-1,8 bandaríkjadalir fyrir hvert kg fyrir stærstan hluta af- urðanna en ljóst er að forsendur fyrir verðmætaaukningu eru fyrir hendi. Hátt verð fékkst strax í upphafi vertíðar en síðan kom niðursveifla sem skapaðist fyrst og fremst af því að farið var með mikið magn inn á markaði, birgðageymslur voru litlar, mikil óvissa í veiðum bæði hvað varð- aði makrílinn og samspil hans við síldina. Þegar menn áttuðu sig á þessu náðist aftur jafnvægi og verðið steig upp á við, þá sérstaklega eftir að Norðmenn hófu sölu á makríl inn á markaði á hærra verði.“ Þau sjónarmið útgerða stærri skipa koma fram í skýrslunni að betra hefði verið með tilliti til verðs að minna hefði verið veitt fyrri part sumars en þar spilaði inn í óvissa um hversu lengi makríllinn yrði í lögsög- unni og samspil makríls og síldar. Starfshópurinn telur mikilvægt að ákvörðun um stjórn á makrílveiðum verði tekin svo fljótt sem verða má. Til að hámarka verð- mætin sé nauðsynlegt að útgerðir viti hvaða magn þær hafi til ráðstöfunar þannig að unnt sé að skipuleggja veiðar, vinnslu og sölu afurða sem best. Sveigjanleg stjórnun Í niðurlagi skýrslunnar segir að reynsla síðustu vertíðar sýni að mögulegt sé að nýta ísfisksskip og frystitogara til makrílveiða enda sé þess gætt að ekki séu tekin stór hol og að fyrir hendi sé búnaður til kæl- ingar aflans. „Fyrir liggur að mikill árangur náðist í manneldisvinnslu makríls á síðustu vertíð. Þó var misjafnt hversu hátt hlutfall einstök fyrirtæki unnu til manneldis. Starfshópurinn telur að áfram eigi að vinna að því að sem mest af aflanum fari til mann- eldis. Jafnframt telur starfshópurinn að fiskveiðistjórnun á makríl þurfi að vera sveigjanleg þannig að hægt sé að ná þessu markmiði,“ segir í loka- orðum skýrslunnar. Landanir eftir stöðum Útflutningur á frystum makríl 40 35 25 20 15 10 5 0 Þú su nd to nn 30 25 20 15 10 5 0M ag n (m ill jó n to nn ) Dan mör k Egy ptal and Holl and KínaLith áen Mal asía Níge ría Póll and Rús slan d Spá nn Önn ur lö nd Esk ifjör ður Fás krúð sfjö rður Hor nafj örðu r Nes kau psta ður Rey ðarf jörð ur Ves tma nna eyja r Vop nafj örðu r Þór shö fn Mikill árangur náðist við vinnslu á makríl Mun meira magn » Í fyrra var mun meira af makríl á íslensku hafsvæði en 2009. Árið 2010 var magn- vísitala makríls nánast þrisvar sinnum hærri á svæðinu en árið á undan. » Makríllinn fitar sig hratt yf- ir sumarið og mestur hluti fæðunnar var alls konar svifdýr. Fyrir Vesturlandi voru þó um 18% af fæðunni sand- síli og fyrir Austurlandi voru um 1,4% fæðunnar miðsjávarteg- undir svo sem laxsíldir. » Alls lönduðu skip 14 út- gerða meira en þúsund tonnum af makríl. Þrjár útgerðanna lönduðu 91-100% afla til mann- eldis, tvær 78-89%, átta 50- 69% og tvær lönduðu 24-38% til manneldis. » Þó það sé lítið brot af heildaraflanum vekur athygli að tæp 35 tonn af grásleppu komu sem meðafli á makrílveiðum uppsjávarskipa. Landfryst 27%Bræðsla 40% Sjófryst 33%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.