Morgunblaðið - 21.01.2011, Side 19

Morgunblaðið - 21.01.2011, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 Sigur Spennan skein úr augum fólks á Ölveri í gærkvöldi en þangað söfn- uðust margir til að horfa á strákana okkar etja kappi við Norðmenn. Kristinn Í Morgunblaðinu 17. jan. er upplýsandi viðtal við Rúnar Vil- hjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Við- talið varpar ljósi á þá staðreynd sem allir vita, sem þekkja til heilbrigðismála, að innflutningur sjúk- linga erlendis frá er ekki bara gullnáma eða einföld viðskipti, eðli málsins samkvæmt. Ég hvet þá sem hafa áhuga á þessum málum að lesa viðtalið við Rúnar en hann er í starfshópi sem er að kortleggja fyrir velferðar- ráðuneytið þróun í ferðatengdri heilbrigðisþjónustu og það gleður mig að maður með reynslu á borð við hann skuli koma þarna við sögu. Hér stendur til að opna tvö ný einkarekin sjúkrahús, annað þeirra í Mosfellsbæ en hitt er gamla hersjúkrahúsið á Mið- nesheiði. Skilst mér að ríkissjóður hafi þegar ábyrgst einn milljarð vegna þess síðarnefnda. Þeir sem ætla að kaupa af okk- ur þessa þjónustu eiga aðallega að koma frá Bandaríkjunum og fara hér í liðskiptaaðgerðir og hins vegar sjúklingar sem þjást af offitu og þurfa í hjáveituað- gerð eða magaminnk- un. Fyrir þessa starf- semi á að byggja upp ný sjúkrahús og væntanlega að semja við Landspítala um að taka sjúklinga að sér ef eitthvað fer úr- skeiðis við aðgerð- irnar. Öðruvísi yrði öryggi þessara inn- fluttu sjúklinga ekki tryggt. Oft er minnt á að rekstur Bláa lónsins og þjónusta sem þar er veitt erlendum sjúklingum hafi tekist vel en nú er um að ræða miklu yfirgripsmeiri og áhættu- samari heilbrigðisþjónustu. Það sem mér finnst illskiljanlegt í þessari nýju atvinnugrein á Ís- landi, sem mun víst flokkast undir „ferðatengda heilbrigðisþjónustu“, er hvers vegna við notum ekki þá aðstöðu alla sem þegar er fyrir hendi á sjúkrahúsunum. Á stærri sjúkrahúsum okkar er flest til staðar ef eitthvað bregður út af í þessari fyrirhuguðu þjónustu. Með því að fá þessa „aukabúgrein“ inn á sjúkrahúsin sem þegar eru í landinu, myndi rekstur sjúkrahús- anna væntanlega stórbatna. Það myndi styðja íslenska heil- brigðisþjónustu ef nýtt fjármagn kæmi inn í þær stofnanir sem þeg- ar eru til staðar og með fjölgun aðgerða eykst einnig færni þeirra sérfræðinga sem þegar starfa á þessum stofnunum. Ég bendi á skurðstofur á Akureyri, á Akra- nesi, skurðstofur á sjúkrahúsinu í Keflavík og jafnvel nokkrar á Reykjavíkursvæðinu og þótt ég viti vel að þessari nýju starfsemi verði ekki bætt inn á marga staði, þá hlýtur það að vera eðlilegt að athuga a.m.k. einhverja þeirra. Það er líka til töluvert af ónýttum leguplássum. Væri það ekki hag- stæðara að nota þau en að byggja fyrst og spyrja svo? Er hægt að einfalda þessi „mál“ og spyrja? Á að fara að byggja nýtt einkarekið sjúkrahús í Mosfellsbæ til þessa að gera aðgerðir á efnuðum sjúk- lingum, aðgerðir sem hægt væri að framkvæma í Keflavík eða á Akranesi eða á Akureyri? Verður nýja sjúkrahúsið þá alfarið einka- rekið og þegar stendur á sjúkling- um til þessa nýja sjúkrahúss, er manninum frá Hólmavík þá boðin aðgerð í Mosfellsbæ – en fyrir eina milljón króna að vísu? Rúnar bendir á í viðtalinu að umræðan um ferðatengda heil- brigðisþjónustu hér á landi hafi verið á nokkrum villigötum og er það pent orðað hjá honum! Ég held að óhætt sé að segja að um- ræðan hafi oft verið úti í móa og aldrei hefur öll sagan verið sögð. Væri þessum sjúklingum sem eru að koma til landsins ekki betur borgið á svokölluðum fjölgreina- sjúkrahúsum? Það læðist að mér sá grunur, og reyndar fleirum en mér, að verið sé að reyna að ná íslenskum sjúk- lingum inn á þessa nýju spítala og farnar þessar krókaleiðir til þess. Íslendingar sem hafa efni á því að borga fyrir aðgerðirnar að fullu fái forgang umfram aðra Íslend- inga. Þar með er komið á tvöfalt kerfi í heilbrigðisþjónustunni sem tíðkast í Bandaríkjunum. Ef á annað borð er búið að ákveða að hér eigi að vera tvöfalt kerfi fyrir fólk sem fær forgang í krafti pen- inga sinna, af hverju þá ekki að vinna út frá því heiðarlega og gagnsætt? Hægt og hljótt virðist þessi umbreyting vera að gerast á vinstri vaktinni hjá velferð- arstjórninni. Á maður að trúa því að kokið hafi víkkað svo á stjórn- arliðum að þeir ætli að innleiða hér eins konar bandarískt heil- brigðiskerfi sem er með þá mestu mismunun sem um getur? Íslend- ingar eru ekki algjör flón þó að við höfum oft verið glannar í við- skiptum. Ef ekki væri við svo margt að glíma í íslenskum stjórn- málum um þessar mundir, væru viðvörunarbjöllur löngu farnar að klingja. Látum ekkert ganga „blindandi“ fram í þessum og skyldum efnum. Er ekki rétt að nýta þau tækifæri sem eru til staðar á þegar full- búnum sjúkrahúsum með þeim kostum sem „innfluttir sjúklingar“ kunna að skapa? Við eigum hér öflugt og fært fagfólk í heilbrigð- isþjónustunni og erum sammála því að vilja veg þess sem mestan. Leikreglur verða að vera skýrar og jafn aðgangur allra Íslendinga að heilbrigðisþjónustunni verður alltaf að vera í hávegum hafður. Ég tek undir orð Rúnars Vil- hjálmssonar þegar hann segir að erfitt sé að reka sjúkrahús ein- göngu á ferðamönnum. Eftir Ingibjörgu Pálmadóttur » Það læðist að mér sá grunur, og reyndar fleirum en mér, að verið sé að reyna að ná íslensk- um sjúklingum inn á þessa nýju spítala og farnar þessar króka- leiðir til þess. Ingibjörg Pálmadóttir Höfundur er fyrrv. ráðherra. Er reykskynjarinn bilaður? Sögur af Bakka- bræðrum voru vinsæl- ar í mínu ungdæmi en nú keppir við þá veru- leikinn allt í kringum okkur. Bakkabræður reyndu að bera sólar- ljós í húfum sínum inn í dimm híbýlin á Bakka og undruðust að ekki birti í slotinu. Sjálf gætum við spurt fyrir hönd mannkyns hvort við séum í raun svo fjarri þeim í hugsunarhætti og breytni. Dag hvern fáum við fréttir af nátt- úruhamförum sem virðast koma mönnum í opna skjöldu. Nú síðast eru það mikil flóð í Queensland í Ástralíu og er ástandinu líkt við af- leiðingar styrjaldar. Þó er ekki nema aldarþriðjungur frá því álíka mikil flóð gengu þar yfir árið 1974. Byggð hefur síðan færst í ríkum mæli yfir á flóðasvæði og borgin Brisbane þanist út eins og ekkert hafi áður ískorist. Á síðustu öld byggðum við Íslendingar þorp og bæi án tillits til náttúruhamfara svo sem snjóflóða, sumpart með vísan í nýja tækni eða traustara bygging- arefni sem betur myndi standast eyðingaröfl en torf og grjót. Afneit- unin var svo mögnuð að lexían frá Neskaupstað 1974 með fjölda dauðsfalla dugði ekki til að vekja menn af værum blundi. Það þurfti mannskæð áföllin á Vestfjörðum tveimur áratugum síðar til að stjórnkerfi, skipuleggjendur og kjörnir fulltrúar rumskuðu. Sagan um strútinn Lífseig hefur orðið sagan um strútfugla sem stingi höfðinu í sandinn er hættu ber að höndum en líkast til er hún helber tilbún- ingur. Miklu fremur getur sagan átt við um okkur mennina sem oft- ar en ekki bregðumst við með þess- um hætti. Viðbrögðin við loftslags- breytingum af mannavöldum eru dæmigerð um slíka hegðan, þrátt fyrir að rannsóknir bendi nær óyggjandi í eina átt. Meðal af- drifaríkra afleiðinga loftslagsbreyt- inga er hækkun sjávarborðs sem segir til sín hvarvetna og halda mun áfram um aldir jafnvel þótt aukning koldíoxíðs í andrúmslofti yrði stöðvuð bráðlega. Menn greinir aðeins á um hversu hröð sú þróun verði. Ef gengið er út frá spá loftslags- nefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) verð- ur sjávarborð í lok 21. aldar á bilinu 0,5 til 1,4 metrum hærra en árið 1990. Í lok þessa árþúsunds stefnir í allt að fjögurra metra hækkun sjávarborðs samkvæmt rannsókn- arniðurstöðum sem birtar eru í síðasta hefti Nature Geoscience. Óstöðugleiki og vax- andi „öfgar“ í veðurfari eru af mörgum rakin til hlýnunar and- rúmsloftsins og taka sinn toll. Hækkað sjávarborð vegna hlýn- unar hafsins og bráðnunar jökla boðar enn skuggalegri framtíð fyrir jarðarbúa. Fjöldi stórborga heims- ins mun fá að kenna á afleiðing- unum þegar á þessari öld. Kóra- leyjar sem eru undirstaða margra þjóðríkja í Kyrrahafi, færast ein af annarri á kaf og láglend og þéttbýl strandsvæði eins og í Bangladesh verða óbyggileg. Samt kemur heimsbyggðin sér ekki saman um aðgerðir og ekkert alþjóðlegt sam- komulag er í sjónmáli til að bregð- ast við þessu Nóaflóði. Vettlingatök hvert sem litið er Mönnum er í fersku minni árs- fundur ríkja loftslagssamningsins sem rann út í sandinn í Kaup- mannahöfn í desember 2009. Canc- ún-fundurinn ári síðar vakti ein- hverjar vonir en boðaðar lausnir eru allsendis ófullnægjandi og byggjast á úreltri forsögn um þró- un mála. Þetta á m.a. við um +2°C hækkun meðalhita á jörðinni sem það hámark sem mannkynið ætti að reyna að stöðva sig við, en það svarar til CO2-gilda sem numið geta á bilinu 450-550 ppm. Sam- svarandi gildi fyrir iðnbyltingu var 280 ppm. Í nýlegri bók, Storms of My Grandchildren, eftir James E. Hansen, prófessor og heims- þekktan frumkvöðul í loftslags- fræðum, gagnrýnir hann harðlega ofangreindar viðmiðanir alþjóða- samfélagsins. Þess í stað setur hann fram kröfuna um lækkun á magni gróðurhúsalofttegunda frá núverandi 390 ppm-gildi niður fyrir 350 ppm. Cancún-samþykktin nefn- ir ekki þá tölu heldur vísar í +2°C- hlýnunarmörkin, sem Hansen telur örugglega stefna mannkyninu í ófæru. – Hann gagnrýnir líka þá aðferð sem felst í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) frá 2003 og sem Ísland hefur tengst, en hún gefur ríkum löndum færi á að kaupa slíkar heimildir frá þróunarríkjum í stað þess að minnka losun innan eigin landa- mæra. Samkvæmt rannsókn á veg- um Stanford-háskóla frá árinu 2008 er þetta kerfi ekki líklegt til að skila marktækum árangri. Þess í stað telur James Hansen að leggja verði skatt á losun kolefnis og stig- hækka hann í framtíðinni. Með því fái þróun og beislun endurnýj- anlegra orkugjafa þann hvata sem sárlega vanti. Undirrótin ósjálfbært efnahagskerfi Kapítalískt efnahagskerfi með óheftu fjármagnsstreymi og hnatt- lægri samkeppni er driffjöður þeirra háskalegu umhverfisbreyt- inga sem nú þrengja að sífjölgandi mannkyni. Það þarf ekki vitringa til að sjá að krafan um hagvöxt og gróða án tillits til heildaráhrifa á umhverfi jarðar endar ekki nema á einn veg, og það því fremur sem gangverkið er knúið áfram af jarð- efnaeldsneyti. Krafa markaðarins um æ hraðari umsetningu og meira vöruframboð sem forsendu m.a. fyrir afkomu fyrirtækja og bæri- legu atvinnustigi ýtir undir sívax- andi sóun auðlinda og misskipt- ingu. Þrátt fyrir þetta fylgja flestir hagfræðingar í fótspor Bakka- bræðra í stað þess að taka af al- vöru þátt í að leita sjálfbærra lausna. Eftir Hjörleif Guttormsson »Hækkað sjávarborð vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla boðar skuggalega framtíð. Fjöldi stór- borga mun kenna á af- leiðingunum þegar á þessari öld. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Að fljóta sofandi að feigðarósi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.