Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 21.01.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 ✝ Vigdís Val-gerður Eiríks- dóttir fæddist í Gunnarshólma, Eyrarbakka 1. jan- úar 1926. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 11. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Guð- rún Ásmunds- dóttir, húsmóðir, frá Efra-Apavatni, f. 11.8. 1883, d. 10.6. 1958, og Ei- ríkur Gíslason, tré- smíðameistari, frá Bitru í Flóa, f. 19.11. 1869, d. 24.7. 1942. Al- systkini Vigdísar, sem öll eru lát- in, voru Elín, Gísli, Ingunn, Ingi- gerður, Ásdís, Guðrún Ása og Guðbjörg. Börn systra Vigdísar, sem ólust upp með henni, voru Eiríkur Bragason, sem er látinn, og Jóhanna Halldórsdóttir. Árið 1947 giftist Vigdís Sig- urði Hinriki Matthíassyni, kaup- manni í Reykjavík, f. 24.9. 1924, d. 17.7. 1977. Þau áttu eftirtalin þrjú börn: 1) Ásta Guðrún Sig- urðardóttir, f. 8.12. 1948, gift Árna Ísakssyni, f. 26.11. 1943. Börn þeirra eru: a) Sigurður Hinrik Teitsson, f. 19.3. 1968, a) Matthías, f. 23.1. 1979, kvænt- ur Yuko Motoyanagi, f. 15.1. 1978. Þau eiga eina dóttur, Kiönu Lilju. b) Eiríkur Valur, f. 22.1. 1984, unnusta Þóra Ein- arsdóttir, f. 24.4. 1986. c) Sig- urður Gísli, f. 23.2. 1987, unnusta Ágústa Björk Bergsveinsdóttir, f. 27.4. 1987. Vigdís ólst upp í foreldra- húsum á Eyrarbakka fram yfir 16 ára aldur en flutti þá og starf- aði um skamma hríð í Hvera- gerði. Síðan lá leiðin til Reykja- víkur þar sem hún stundaði verslunarstörf. Þar hitti hún til- vonandi eiginmann sinn, Sigurð Hinrik Matthíasson, og giftu þau sig árið 1947. Árið 1951 stofnuðu hjónin matvöruverslunina Víði og ráku um áratugaskeið, fyrst á Fjölnisvegi 2, þar sem þau bjuggu einnig á efri hæð. Árið 1965 opnuðu þau nútímalega kjörbúð í Starmýri 2, sem þau ráku þar til Sigurður lést árið 1977, en þá hélt Vigdís áfram rekstrinum ásamt sonum sínum. Síðan bættust við fleiri verslanir, sem voru reknar undir merkjum Víðis. Eftir dvölina á Fjölnisvegi bjó fjölskyldan á Otrateigi 32 í þrjú ár en flutti 1961 í Hvassa- leiti 153. Um 1970 reistu þau sér hús í Austurgerði 9, þar sem þau áttu fallegt heimili. Síðar flutti Vigdís í Árskóga 8, þar sem hún undi sér vel til hinsta dags. Útför Vigdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 21. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. kvæntur Önnu Björgu Jónsdóttur, f. 23.4. 1968. Þau eiga þrjár dætur, Söndru Mjöll, Ástu Guðrúnu og Sigdísi Lind. b) Ragnheið- ur, f. 3.12. 1971, unnusti Snorri Karlsson, f. 12.1. 1968. c) Eiríkur, f. 27. 5 1975, kvænt- ur Auði Ósk Emils- dóttur, f. 9.2. 1977. Þau eiga þrjár dætur, Ásdísi Ósk, Lilju og Anítu Hrönn. 2) Matt- hías Sigurðsson, f. 13.7. 1952, kvæntur Selmu Skúladóttur, f. 3.4. 1951. Börn þeirra eru: a) Ragnhildur, f. 19.10. 1971, gift Leifi Arasyni, f. 5.9. 1971. Þau eiga tvö börn, Ara og Selmu. b) Sigurður Vignir, f. 17.7. 1976, kvæntur Eddu Rún Ragn- arsdóttur, f. 4.3. 1976. Þau eiga tvo syni, Bjarka og Matthías. c) Davíð, f. 3.1. 1981, unnusta Rut Skúladóttir, f. 2.11. 1985. d) Vig- dís, f. 11.5. 1990, unnusti Eyjólf- ur Þorsteinsson, f. 2.7. 1983. 3) Eiríkur Sigurðsson, f. 26.10. 1955, kvæntur Helgu Gísladótt- ur, f. 17.8. 1957. Börn þeirra eru: Elsku mamma mín. Þegar ég kveð þig og minnist þín er mér efst í huga þakklæti og virð- ing. Þú hefur nú kvatt okkur ástvini þína en það sem eftir lifir er kær- leikurinn, umhyggjan og gjafmildin, sem þú gafst börnunum þínum, barnabörnum og öllum afkomend- um. Þú varst mjög trúuð og baðst fyrir okkur öllum frá fyrstu tíð, sem hefur gefið okkur góða tilfinningu. Minningarnar streyma til mín um æsku okkar systkinanna, en þið pabbi voruð einstaklega samhent hjón og vinnan og börnin ykkar að- aláhugamál.Við systkinin vorum með ykkur í vinnunni frá unga aldri og því var fjölskyldan mikið saman. Þið brýnduð fyrir okkur mikilvægi þess að vera góð hvort við annað og standa saman í lífsins ólgusjó. Við áttum góða og gleðiríka æsku á Fjölnisveginum, þar sem við bjugg- um fyrir ofan litlu verslunina okkar, Víði. Í versluninni vorum við systk- inin tekin með í að hjálpa við fjöl- breytileg störf svo sem að afgreiða, mala kaffi, moka kartöflum í poka, sendast með vörur eða jafnvel að skjótast í banka. Þetta mikla traust ykkar til okkar systkinanna hefur kennt okkur að hafa ríka ábyrgð- artilfinningu. Dugnaður og framsýni ykkar pabba var einstök og því unnuð þið marga sigra í lífinu. Ykkur tókst að byggja ykkur fallegt raðhús á Otra- teig og í minningunni eyddi fjöl- skyldan þar öllum frítíma meðan á byggingunni stóð. Og mikil var gleðin, þegar við fluttum í nýja hús- ið þótt það væri ekki fullbúið en þá var ég tíu ára. Síðan fylgduð þið draumum ykkar fast eftir og byggð- uð myndarlegt hús undir verslunina í Starmýri 2 og síðar glæsilegt hús í Austurgerði. Elsku mamma mín, ég vil þakka þér fyrir alla hjálpina, þegar ég átti hann Sigga minn í miðju hárgreiðslunáminu. Þú gerðir mér kleift að klára námið með því að annast ömmustrákinn þinn. Siggi minn var mikill sólargeisli í tilveru ykkar pabba og ég veit að miklir kærleikar hafa verið á milli þín og Sigga míns alla tíð. Það var hræðilegt áfall og sorg þegar pabbi féll svo snögglega frá árið 1977 og mikil umskipti fyrir þig að verða ein, því þið voruð svo sam- hent og alltaf saman í öllu. Þegar þú varðst 85 ára nú um áramótin fannst okkur það ótrúlegt, þar sem okkur fannst þú aldrei verða gömul. Þú hafðir ótrúlega gott minni, fylgdist vel með öllu hjá okkur og barnabörnunum. Þú hélst áfram að vera pjöttuð, vildir alltaf vera fín og með fallegt hárið. Einnig alltaf jafn lifandi og áhugasöm að fara eitthvað með okkur, ef við hringdum, oft með stuttum fyrir- vara. Og þá varst þú ekki lengi að hafa þig til. Ég vil sérstaklega þakka þér fyr- ir ferðirnar tvær sem við fórum saman á Eyrarbakka nú í sumar og haust. Þá varst þú í essinu þínu, sagðir mér margt og naust þess að fara á æskustöðvarnar. En nú ert þú móðir mín, barnið sem lék sér við ströndina í æsku, búin að kveðja okkur og ég þakka fyrir allt og allt og ég þakka guði fyrir góða móður. Þín dóttir, Ásta. Elsku Vigga tengdamóðir mín er farin. Við söknum hennar sárt. Hún var mikil dugnaðarkona, vann með eiginmanni sínum við rekstur mat- vöruverslunar þeirra frá upphafi ásamt því að ala upp þrjú börn þeirra og hugsa um heimilið á þeim tímum sem þægindi nútímans voru ekki til staðar. Hún varð ung ekkja, aðeins 51 árs, og var það mikið áfall. Hún var mjög góð mamma, tengdamamma, amma og langamma, öll börn hænd- ust að henni og alltaf var hún til í að spjalla við þau, syngja og kenna. Hún var listakokkur og alltaf gott að heimsækja hana, hrifnust var hún af íslenskum mat, t.d. kjötsúpu, rabarbaragrautnum og ekki síst pönnsunum sem hún var fræg fyrir, sem hún færði okkur í öllum veislum og krakkar á öllum aldri elskuðu. Hún var mjög trúuð og er án efa búin að hitta Sigga sinn aftur. Hún var alltaf jákvæð, einstaklega dug- leg, göngugarpur og hugsaði vel um heilsuna. Hún átti langa og góða ævi sem við þökkum fyrir að hafa deilt með henni. Takk fyrir okkur elsku Vigdís Valgerður, guð veri með þér. Helga Gísladóttir. Elsku Vigga mín. Það er erfitt að trúa því að þessi illvígi sjúkdómur, sem fór svo leynt, skuli nú þegar hafa kallað þig burt frá okkur. Á slíkum tímum verður manni hugsað til liðinna ánægju- stunda, bæði hér og erlendis. Sér- staklega eru minnisstæðar ferðirnar í sólina bæði með ykkur Sigga til Mallorka 1976 og síðar til Flórída 1981 og Kanarí 1999. Þú hafði ein- stakt yndi af því að vera í sól og ég þekki fáa, sem aðlöguðust henni jafn vel og þú. Þú hafðir einstak yndi af því að ferðast með fjölskyld- unni enda varst þú einn aðalhvata- maður að Flórídaferðinni, sem farin var í tilefni fermingar Sigga elsta barnabarnsins. Þú bauðst einnig stórfjölskyldunni að dvelja með þér í leiguíbúð í Austur-Englandi sum- arið 1985, sem allir þáðu með þökk- um, þótt menn dveldu þar á mis- munandi tímum. Einnig bauðst þú elstu barnabörnunum að fara með þér á enskuskóla í Bretlandi, sem þau höfðu mikið gaman af. Þannig var stórfjölskyldan alltaf númer eitt á undan öllum öðrum. Manngæska þín var einstök og þú varst alltaf tilbúin til hjálpar. Þar voruð þið hjónin samtaka meðan Sigurður lifði og um það geta marg- ir vitnað, sem nutu ykkar gjafmildi. Þú barst mikla umhyggju fyrir þeim, sem sjúkir voru, og virtist þannig hafa eðlislæga hjúkrunar- hæfileika. Þótt þú hafir ekki farið varhluta af veikindum á langri ævi verður varla annað sagt en að þú hafir ver- ið tiltölulega heilsuhraust og verið dugleg að fara allra þinna ferða. Þú varst dugleg að keyra bílinn þinn fram að áttræðisaldri og hafðir mikla ánægju af að vera frjáls og geta skotist hvert á land sem var eða milli staða í Reykjavík. Ófáar voru gönguferðirnar frá heimili þínu í Árskógum í Mjóddina ýmist til innkaupa eða til að fá sér kaffi með ættingjum eða vinum í bakaríinu. Svo hafðir þú einstakt dálæti á kyrrðarstundum í Breiðholtskirkju og þar varst þú gestur í hverju mið- vikudagshádegi. Það er ánægjulegt að minnast allra ferðanna til æskustöðva þinna á Eyrarbakka, en á þeim höfðu þið hjónin sérstakt dálæti. Það var mik- il framsýni þegar þið Sigurður keyptuð Gunnarshólmann, til að nýta til sumardvalar fyrir fjölskyld- una, enda vilduð þið hvergi annars staðar vera í fríum ykkar og börn, tengdabörn og barnabörn nutu góðs af. Þótt þetta athvarf væri síðar selt, veit ég að þú hefur fylgst af áhuga með þeim endurbótum, sem gerðar hafa verið á þessu vandaða timburhúsi sem faðir þinn teiknaði og byggði frá grunni. Einnig eru minnisstæðar sam- verustundirnar í afmælinu þínu á nýársdag en það var nánast árlegur viðburður í þau 40 ár, sem ég hef þekkt þig. Þar var alla tíð veitt af miklum myndarskap og sérstaklega voru pönnukökurnar góðar að öðru ólöstuðu. Tvö stórafmæli voru hald- in í Árskógasalnum og það þriðja átti að halda helgina áður en þú yf- irgafst þennan heim. Ég vil ljúka þessum orðum með því að þakka þér fyrir samfylgdina í 40 ár og megi guð blessa minningu þína um ókomin ár. Þinn tengdasonur, Árni. Elsku Vigga. Kynni okkar Viggu hófust þegar Matti kynnti mig fyrir foreldrum sínum, ég þá ung að ár- um. Það fór ekki á milli mála að þessi glæsilega kona tók vel á móti mér og hafði góða nærveru og átti eftir að vera stór hluti af mínu lífi. Þú varst engum lík, gefandi, hafðir gaman af söng, hafðir gott lag á börnum og varst ávallt með hugann hjá fólkinu þínu. Þú varst úrræða- góð og hægt að leita til þín hvenær sem var og ávallt tilbúin að gefa góð ráð. Ég dáðist að þér hvað þú varst dugleg að búa ein öll þessi ár eftir að þú misstir Sigga þinn. Ég á þér margt að þakka fyrir þau frábæru ár sem við áttum saman og þú hjálpaðir okkur með börnin á meðan ég fór að vinna eftir að litla Vigdís kom í heiminn. Það voru góðar stundir sem börnin aldrei gleyma og minnast allt sitt líf, því þau fengu að njóta umhyggju þinnar og hlýju. Þú varst alltaf heima þegar þau komu úr skólanum til að hlúa að þeim. Margar góðar ferðir áttum við saman, hvort sem við fórum til út- landa eða ferðuðumst hér innan- lands, sem þér fannst skemmtileg- ast. Fara með þér austur fyrir fjall og heyra þig lýsa litunum í um- hverfinu og telja upp fjöllin, segja frá kirkjunum sem faðir þinn tók þátt í að byggja. Þetta umhverfi þekktir þú best allra. Oft þegar við sóttum hestamót komst þú með okkur að fylgjast með krökkunum keppa og það fór ekki á milli mála hjá Viggu ömmu hvaða hestur var fallegastur og hvaða knapi sæti hestinn best því hún stóð alltaf með sínu fólki, en svona var Vigga amma. Mörg áramót höfum við fjölskyld- an verið saman og þú með okkur. Eftir miðnætti komu vinir og kunn- ingjar barna okkar og tóku þátt í af- mælissöng Viggu ömmu því hún var fædd á nýársdag. Hún dásamaði unga fólkið á eftir. Þetta árið var þín sárt saknað þar sem heilsa þín leyfði ekki að þú gætir notið stund- arinnar með okkur. Amma Vigga var ávallt mætt með myndavélina sína þegar uppákomur voru í fjöl- skyldunni og ekki leið á löngu þar til við fengum myndir í umslagi sem geyma góðar minningar. Nú kveð ég þig elsku Vigdís mín og óska þér góðrar ferðar til lands- ins þar sem Sigurður bíður þín. Með innilegri þökk og virðingu kveð ég þig elsku Vigdís tengdamóðir mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Selma. Elsku amma Vigga. Ég kveð þig með góðar minningar um samveru okkar sem ég ætíð geymi. Uppáhaldsárstíminn þinn var sum- arið, og þá var oft gaman að fara með þér í blómagarða og kaffihús, þar sem þú fékkst þér alltaf í það minnsta þrjá kaffibolla og við töl- uðum um allt milli himins og jarðar. Á yngri árum mínum keyrðum við oft austur til að fara í sund í Hveragerði og á Eyrarbakka í göngutúra, þér leið vel þar. Þér fannst alltaf mjög gaman að keyra og vera úti í náttúrunni. Þú söngst oft krummavísur við háttatíma þeg- ar ég svaf heima hjá þér. Pönnsur, te og hunang í Austurgerði. Það var erfitt að horfa á það þeg- ar þú veiktist fyrir nokkrum árum, en þú komst þér úr þeim veikindum enn sterkari og ákveðin í því að tak- ast á við lífið eina ferðina enn. Það var gaman að heyra hvað þér fannst um ýmsa hluti, þú talaðir aldrei um slæma hluti og reyndir alltaf að horfa á björtu hliðarnar, en varst með sterkar skoðanir á ýmsu. Síðustu minningarnar okkar eru frá kvöldinu sem við fórum öll sam- an á jólahlaðborð. Eftir það vildi Kiana mín endilega að við keyrðum þig heim, og hélt í höndina á þér all- an tímann og vildi ekki sleppa þér, það var einstakt. Ég fór með þér inn og sagði bless í síðasta sinn. Ekki bjóst ég við því. Þú vinkaðir bless og ég vinkaði á móti. Bless elsku amma mín, takk fyrir að vera alltaf góð við mig og okkur. Við vitum að Guð og englarnir passa þig, hvíldu vel við hlið afa. Við söknum þín. Vigdís Valgerður Eiríksdóttir HINSTA KVEÐJA Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kær vinkona er kvödd. Innilegar samúðarkveðjur til Ástu, Eiríks, Matta, Sigga og fjölskyldna þeirra. Ingibjörg Ragnarsdóttir. ✝ Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, KRISTJÁN BJÖRGVINSSON, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað að morgni þriðjudagsins 18. janúar. Jarðarför fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju þriðju- daginn 25. janúar kl. 14.00. Þuríður Kristín Guðlaugsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Sigurður Blöndal, Guðlaugur Kristjánsson, Albertina Rosa Brodthagen, Björgvin Kristjánsson, Elfa Kristín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, HAFSTEINN SIGTRYGGSSON, Mosfelli, Ólafsvík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akra- nesi, þriðjudaginn 11. janúar, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Sveinbjörn Sigtryggsson, Bjarný Sigtryggsdóttir, Ríkarð Magnússon og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.