Morgunblaðið - 21.01.2011, Side 25

Morgunblaðið - 21.01.2011, Side 25
Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn. Krunkið eru söngvar hans um sólina og himininn. (Davíð Stefánsson) Matthías Eiríksson. Í tæp 35 ár hef ég verið svo lán- samur að eiga yndislega ömmu, ömmu Viggu eins og hún var gjarn- an kölluð. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef átt með henni. Enginn er eilífur og kveðjustund- in er óumflýjanleg. Upp í hugann koma góðar minningar og eru bernskuminningar ófáar. Amma naut þess að hafa okkur barnabörn- in sín hjá sér í Austurgerðinu og fór oftar en ekki í göngutúra með okkur í Bústaðakirkjuna í barnamessu á sunnudögum. Kærleikurinn sýndi sig á margan hátt hjá ömmu. Eitt er mér sérlega minnisstætt, það var fallegi garð- urinn hennar. Þar nefndi hún jóla- trén í garðinum í höfuðið á okkur barnabörnunum sínum. Þau hétu eftir stærðum og til að mynda var eitt tré sem hét Siggi litli. Þá var brugðið á það ráð að setja áburð á það svo það stækkaði. Bíltúrarnir austur á Eyrarbakka eru mér í fersku minni, þar sem amma var fædd og uppalin. Þangað hafði hún sterkar tilfinningar og þekkti sig hvergi betur. Þær voru margar fjöruferðirnar sem við fór- um á Bakkanum. Þar sagði hún mér sögur af sínum yngri árum. Þegar Vigdís, litla systir, kom í heiminn nutum við systkinin þeirra forréttinda að oftar en ekki var amma heima og tók hún á móti okk- ur eftir skólatíma með heitum pönnsum, sem smökkuðust hvergi betur en hjá henni. Þá fór hún yfir daginn með okkur og við spjölluðum um heima og geima. Henni fannst nú aldrei neitt mál að skutlast með mann í hesthúsið ef þess þurfti. Amma vafði fjölskylduna ást og um- hyggju og hafði mikla trú á sínu fólki. Fyrir um það bil 10 árum þegar ég kom með hana Eddu mína inn í fjölskylduna var Bjarki Ragnar að- eins tveggja ára gamall. Amma var honum jafngóð og öðrum lang- ömmubörnum sínum. Fyrir það verð ég henni ævinlega þakklátur. Amma Vigga var mikil fjölskyldu- manneskja og lifði fyrir hana. Hún saknaði svo sárt hans afa Sigga sem tekur á móti henni nú. Ég veit að ég mun hitta þig seinna en þangað til mun ég segja Bjarka og Matta litla frá yndislegri ömmu og líka allar sögurnar sem þú sagðir mér. Takk fyrir allt elsku amma mín. Hvíldu í friði. Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. … Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson) Sigurður Vignir Matt- híasson og fjölskylda. Elsku yndislega amma mín, ég sakna þín svo mikið. Ég var á leið- inni til þín úr vinnunni þegar pabbi hringdi og lét mig vita að þú værir orðin mikið veik. Leiðin til þín var erfið og fann ég á mér að eitthvað væri ekki í lagi. Mér fannst þessi stutta stund sem það tók að aka til þín aldrei ætla að taka enda, þó svo að ég flýtti mér eins og ég gat. En mér tókst ekki að komast til þín í tæka tíð, rétt missti af þér, elsku yndislega amma mín. En í staðinn fékk ég að sitja hjá þér í góða stund og kveðja þig. Ég hélt í fallegu höndina þína og fékk að kveðja þig í ró og næði. Minningar mínar um þig, amma, eru allar svo góðar og yndislegar. Langar mig að rifja nokkrar upp því þær eru mér allar kærar, allt frá því ég fór að muna eftir mér, bernskuárin, unglingsárin og síðustu ár. Þegar ég var lítil unnu mamma og pabbi alltaf mikið og þá varst þú alltaf boðin og búin að passa, fyrst mig, svo bræður mína og svo auðvitað hana litlu Vigdísi þína. Það var svo notalegt að vera hjá þér, því þú gafst mér svo mikla hlýju og athygli. Kenndir mér hvað það var gaman og þroskandi að vera saman, gera hluti saman, syngja og hlæja svo að öllu saman. Á sunnudögum fórum við í sunnu- dagaskólann í kirkjuna þína og gát- um við gengið beint úr Austurgerð- inu. Leiðin lá í gegnum skóginn og fannst okkur krökkunum það rosa- lega spennandi. Þegar mín börn fæddust veittir þú þeim ekki síður umhyggju eins og þú hafðir alltaf gert við okkur hin. Ég veit að afi hefur tekið kon- unglega á móti þér eins og hans var von og vísa. Hann hugsaði alltaf svo vel um þig. Það voru svo skemmti- legar sögurnar af ykkur afa. Hann var mikill höfðingi, bæði í okkar augum og sérstaklega þínum og vissi ég að þú saknaðir hans alltaf mikið. Rétt áður en afi dó fór ég með ykkur til Spánar. Þar áttum við yndislegar stundir, þar sem þið afi dekruðuð við okkur Heiðu. Keyptur var ís á hverju götuhorni. En þið afi höfðuð einstakt lag á að láta okkur líða eins og prinsessum. Amma var trúrækin og óspör á að kenna okkur krökkunum sálma og bænir. Þú kenndir mér faðirvorið og bænir sem ég hef svo kennt mínum börn- um. Í lok nóvember var ég svo heppinn að fá eina af þessum nota- legum stundum okkar ömmu þegar við Vigdís komum til þín í kaffi. Við skoðuðum myndir sem þú hafðir tekið, en þú, elsku amma, varst allt- af með myndavélina með þér. Þá sögðum við krakkarnir, jæja þá kemur amma með myndavélina. En í dag kann ég að meta þetta fram- tak þitt því myndir þínar tengja minningar okkar saman. Svo til að fullkomna þessa stund saman feng- um við okkur te og nýbakaðar lummur að hætti ömmu Viggu. Elsku yndislega amma mín, ég mun sakna þín svo lengi sem ég lifi og veit ég því að þú munt ætið lifa í hjarta mínu. Þú varst fyrirmynd og mun ég ætíð hugsa til þín þegar ég þarf að takast á við hin ýmsu verk- efni í lífinu. Guð varðveiti þig um alla eilífð. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Ragnhildur. Elsku amma, ég trúi því varla að þú skulir vera farin frá okkur, en nú ert þú komin til afa Sigga, sem þú hefur saknað svo mikið og ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér. Við amma vorum miklir vinir og höfum verið mikið saman alla mína ævi og ég á margar góðar minn- ingar um það. Þegar ég var að alast upp var ég mikið hjá afa og ömmu en þau áttu og ráku verslunina Víði. Ég fékk að vera með þeim í vinnunni í Starmýri og síðar Aust- urstræti. Ég á góðar minningar um þann tíma og lærði í leiðinni margt sem hefur reynst mér vel í lífinu. Ég var mjög oft hjá ömmu þegar ég var yngri og eftir að afi dó reyndi ég að hjálpa henni með þá hluti sem ég gat, og var þess vegna mikið í Aust- urgerðinu. Við amma gerðum margt saman, fórum nokkrum sinnum til útlanda og vorum dugleg að fara í sund, en ömmu fannst alltaf gott að vera í sólinni. Einnig voru ófáar ferðirnar sem við fórum á Eyrar- bakka, þar sem okkur fannst báðum gott að koma. Í seinni tíð höfum við amma alltaf hist reglulega, og fengið okkur fisk eða kaffi í Mjóddinni eða á einhverj- um góðum stað, og nánast talað saman í síma daglega. Einnig var hún alltaf tilbúin að koma í bíltúr eða heimsókn til okkar með stuttum fyrirvara. Hún var alltaf vel tilhöfð og glæsileg og ekki má gleyma því hvað hún var dugleg að halda veisl- ur, þegar hún átti afmæli eða bara þegar maður kom í heimsókn. Hún bakaði alltaf pönnukökur og kom yf- irleitt með þær með sér, ef hún kom í afmæli eða veislu til okkar. Hún var umhyggjusöm og örlát, og hún lifði fyrir börnin sín og alla fjöl- skylduna og var alltaf góð við mig og mína fjölskyldu. Takk fyrir allt sem þú hjálpaðir mér með og kenndir mér, allar stundirnar og minningarnar, sem eru ómetanlegar. Við elskum þig, elsku amma mín, og eigum eftir að sakna þín mikið. Sigurður Hinrik og fjölskylda. Elsku amma mín, ég elska þig svo heitt og ég mun sakna þín sárt. Ég vildi ekki trúa því þegar pabbi hringdi í mig í sveitina og sagði mér tíðindin, það er svo stutt síðan ég og Ragga systir komum til þín í heim- sókn. Ég ákvað að koma í bæinn síðustu helgina fyrir jólaprófin. Það var svo gaman og við áttum svo góða stund allar þrjár saman. Hlóg- um mikið og skoðuðum gamlar myndir og borðuðum nýbakaðar skonsur. Þú varst svo sæl og ljóm- aðir af gleði. Svona getur lífið verið einkennilegt. Við amma vorum miklar vinkon- ur, amma Vigga eins og ég kallaði hana. Hún passaði mig frá því ég var nokkurra mánaða til skólaald- urs. Amma sótti mig á hverjum degi í skólann og þegar við komum heim biðu okkar pönnsur og kakó. Amma kenndi mér að baka pönnsur og elda plokkfisk enda er það það besta sem ég fæ. Hún þekkti mig vel. Þegar ég var ómöguleg þá lánaði hún mér snyrti- veskið til að gramsa í eða sýndi mér skartgripi sem afi Siggi hafði keypt á ferðalögum og gefið ömmu. Amma sagði mér hvaðan hver og einn skartgripur væri, það var alltaf ein- hver saga á bak við þá. Mér fannst gaman að hlusta á hana segja sögur um hana og afa en hún talaði mikið um hann. Það fékk mig til að gleyma stað og stund. Amma Vigga stóð alltaf við bakið á manni og gaf mér ráð ef þurfti. Þegar ég var lítil og fólk spurði ömmu hvort ég færi stundum í fýlu eða gréti, þá svaraði hún alltaf: Hún Vigdís mín, nei, hún fer sko aldrei í fýlu, hún er svo góð að það er með eindæmum. Skipti þá engu máli þótt ég hefði verið eitt- hvað óþekk, hún lét sem ekkert væri. Amma átti rauðan Mitsubishi sem hún kallaði kærastann sinn. Hún sagði mér að hún kallaði hann litla rauða kærastann því hann var traustur og rataði alltaf heim og skilaði okkur alltaf heilu og höldnu. Þær voru nú ekki fáar ferðirnar sem við fórum í litla rauða kærast- anum. Ég sat aftur í og svo sungum við saman og fórum í heimsókn til vinkvenna ömmu. Þar fengum við kökur og með því og ég sat alltaf eins og fullorðin kona með þeim við eldhúsborðið og hlustaði á þær spjalla. Hún kenndi mér að meta það sem maður á og ekki taka fjöl- skyldunni sem sjálfsögðum hlut. Hún sagði alltaf að fjölskyldan væri það dýrmætasta. Amma var glæsi- leg kona sem var ávallt vel tilhöfð. Hennar uppáhaldslitur var rauður, það klæddi hana alltaf svo vel. Amma Vigga átti heima á 13. hæð í blokk og sagði alltaf að hún væri komin hálfa leið til himnaríkis. Elsku amma, ég mun sakna þín sárt og ég veit að þú ert núna komin alla leið til himnaríkis og ert í faðmi afa sem hefur komið hlaupandi á móti þér ásamt fjölskyldu og vinum. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín Vigdís að eilífu, Vigdís Matthíasdóttir. Kæra Vigdís. Mig langar að skrifa þér nokkur orð til að þakka þér fyrir kynni okkar. Ég var frekar ungur þegar ég kynnist henni Ragnhildi minni og því var ég svo heppinn að fá að kynnast þér, Vig- dís mín. Þú hefur alltaf í návist þinni látið okkur líða eins og þú ætt- ir okkur. Alltaf svo gefandi og hlýja þín skilyrðislaus. Ég er þakklátur fyrir að börnin mín fengu að kynnast þér því börn þurfa að þekkja forfeður sína og ekki síst svona ástríka og mikilhæfa konu sem gaf svo mikið. Okkur langar að kveðja þig elsku Vigdís mín með ljóðinu Íslenska konan. Megi guð varðveita þig um alla ei- lífð og munum við Ragga halda gildi þín í heiðri um ókomna framtíð. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, og sjá: Þér við hlið er þín ham- ingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Leifur, Ari og Selma. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvel- ur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft sakn- ar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað) Þín Dagný Lind. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 ✝ Ástkær móðir okkar og amma, MARA MARIA VUCKOVIC, Teigaseli 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu- daginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. janúar kl. 12.00. Aleksandra Dragojlovic, Andrej Alexander Krickic. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON, Glósölum 7, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 18. janúar, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. janúar kl. 15.00. Eygló Olsen, Valgerður Anna Guðmundsdóttir, Steinþór Óskarsson, Marta Elísabet Guðmundsdóttir, Þórður Vilberg Oddsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR SPARROW, andaðist á hjúkrunarheimilinu Southwest General Hospice í Strongsville, Ohio, Bandaríkjunum, mánudaginn 10. janúar. Magnea Friðriksdóttir Marley, Lee Sparrow, Cheri Sparrow, Esther Carter, Steve Carter, Donald Sparrow, Linda Sparrow, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.