Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.01.2011, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2011 BÍL – Bandalag ís- lenskra lista- manna, býður á morgun, laug- ardag, til málþings um menning- arstefnu. Mál- þingið er haldið í tengslum við aðal- fund BÍL og verð- ur í Iðnó kl. 15-17. Það er öllum opið. Frummælendur á málþinginu eru Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jóhannes Þórðarson, deildarstjóri hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, Hrafn- hildur Hagalín leikskáld, Fríða Björk Ingvarsdóttir, bókmennta- fræðingur og blaðamaður, og Atli Ingólfsson tónskáld. Stjórnandi verður Guðrún Erla Geirsdóttir myndhöfundur. Hugmyndin að baki þinginu sprettur af því að fyrir tveimur ár- um óskaði ráðherra eftir því að BÍL kæmi með beinum hætti að op- inberri stefnumótun í menningu og listum. Að loknum framsöguer- indum verða almennar umræður. Málþing um menningar- stefnu Atli Ingólfsson tónskáld Eva Gabrielsson, sambýliskona sænska met- sölurithöfund- arins Stiegs Larssons til 32 ára, segist vera reiðubúin til að ljúka við hálf- skrifað handrit hans að fjórðu bókinni í Millennium-seríunni svo- kölluðu. Larsson lést af hjartaslagi fyrir sex árum, fimmtugur að aldri, en síðan hafa selst 45 milljón eintök af þremur skáldsögum hans um blaða- manninn Mikael Blomkvist og tölvuhakkarann Lisbeth Salander. Minningar Gabrielsson koma út í næstu viku, í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, og samkvæmt breska dagblaðinu The Independent varp- ar hún þar nýju ljósi á sköpunar- sögu sagna Larssons. Gabrielsson hefur tekist á við ættingja Larssons um réttinn að bókunum, en hann skildi ekki eftir sig erfðaskrá. Haft er eftir talsmanni útgefanda Gabrielsson í Frakklandi að hún berjist ekki fyrir neinum peninga- greiðslum, heldur heiðursrétti að skáldsögum Larssons og pólitískum skrifum hans. Mikið hefur verið rætt um að Larsson hafi unnið að fjórðu bók- inni þegar hann lést og Gabr- ielsson, sem starfar sem arkitekt, staðfestir að svo hafi verið; hann hafi verið búinn að vélrita um 200 síður. „Ég get lokið við hana … við Stieg skrifuðum oft saman,“ er haft eftir henni en hún bætir við að hún geri það aðeins ef hún fær óum- deildan rétt að verkunum frá fjöl- skyldu Larssons. „Ég ætla ekki að ljóstra neinu upp um fléttuna í fjórðu bókinni,“ segir hún „Hins vegar get ég sagt að Lisbet auðnast að losa sig smám saman undan draugum fortíðar og óvinum sínum.“ Segist geta lokið bók Larssons Stieg Larsson Sýningar á „Þetta er lífið – og om lidt er kaffen klar“ með Charlottu Bøving hefjast að nýju í Iðnó á morgun. Um er að ræða kabarettsýningu sem er „óður til lífsins; hugleiðingar, sögur og söngur,“ eins og segir í fréttatilkynningu en í sýning- unni fjallar Charlotte um „hið margslungna lífshlaup af hjart- ans einlægni.“ Undirleikari Charlottu í sýn- ingunni er Pálmi Sigurhjartarson en leikkonan segir frá á íslensku á milli þess sem hún syngur á dönsku kvæði eftir Benny Andersen, Piet Hein, Tove Ditlevsen, Halfdan Rasmussen, Jóhann Sig- urjónsson o.fl. Leiklist Óður um hið marg- slungna lífshlaup Charlotte Bøving „Það blæðir úr morgunsárinu“ er yfirskrift sýningar á teikn- ingum og ljóðabókum Jónasar E. Svafár sem verður opnuð í Listasafni Íslands á morgun kl. 14. Heiti sýningarinnar er sótt í fyrstu ljóðabók Jónasar sem hann gaf út í 37 handgerðum eintökum árið 1952, en Jónas lést árið 2004. Við opnun sýningarinnar á laugardaginn kl. 14-16 verður efnt til upplestrar á ljóðum skáldsins og kynn- ingar á nýútkominni bók frá bókaforlaginu Omd- úrman, Ljóð og myndir, sem hefur að geyma verk Jónasar auk umfjöllunar um hann. Sýningin stendur til 13. febrúar 2011. Myndlist og ljóð Sýning á verkum Jónasar E. Svafár Jónas E. Svafár Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari og Richard Simm píanóleikari verða með tónleika í Skjálftasetrinu á Kópaskeri á morgun kl. 16. Á dagskránni verða verk eftir m.a. Ludwig van Beethoven, César Franck og Árna Björnsson frá Lóni, Kelduhverfi. Það eru Flygilvinir – tónlistarfélag við Öx- arfjörð sem stendur að tónleikunum í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna (FÍT) og Fé- lag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) en þeir eru liður í verkefninu „Tónlist á landsbyggðinni“. Tónlist Fiðla og flygill á Kópaskeri Rut Ingólfsdóttir og Richard Simm Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is „Ég skrifaði þetta leikrit fyrir um tíu árum þegar ég bjó úti í Frakka- landi en gleymdi því og fann það svo aftur í fyrra,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, höfundur verksins Helgi dauðans, sem leikfélagið Hug- leikur frumsýnir á morgun. Verkið er um íslenska há- skólanema sem „reyna eftir fremsta megni að feta einstigið milli lær- dóms og skemmtunar,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Sigríður er nokkuð treg í taumi að gefa upp mik- ið frekar um efni verksins. „Jú, þetta gerist á einni helgi þar sem ein í íbúðinni er að halda upp á afmælið sitt. Ýmislegt óvænt kemur upp á svo krakkarnir þurfa að að takast á við ýmislegt sem þau eru ekki vön. Atburðir eru þó ekkert ógurlega dramatískir – þetta er aðallega gam- anleikrit. Þegar öllu er á botninn hvolft er viðfangsefnið samskipti fólks – fjalla ekki öll leikrit um þau?“ Eins og framandi dýrategund Í tengslum við uppsetningu verks- ins hafa gamlir félagar Sigríðar haft óvænt samband við hana. „Þetta er fólk sem ég leigði með á mínum fyrri háskólaárum að forvitnast um hvort hitt eða þetta tímabilið sé í leikrit- inu. Og auðvitað endurspeglar verk- ið ákveðna stemningu sem er viðloð- andi þegar maður fer að leigja með fólki í hálfgerðum kommúnum.“ Þrátt fyrir að Sigríður sé enn í há- skóla fer nú minna fyrir skemmt- analífinu en áður, enda orðin ráðsett fjölskyldumanneskja. „Mesta áskor- unin var að koma þessu handriti yfir í nútímann,“ segir hún. „Maður áttar sig ekki á því hvað málvenjur hafa breyst, þótt ekki sé nema áratugur síðan ég skrifaði þetta. Við þurftum eiginlega að þýða verkið yfir á nú- tímamál – t.d. er búið að finna upp skinkur og hnakka síðan, það eru allt aðrir skemmti- staðir sem krakkarnir sækja sem ég er alveg dottin út úr. Það reyndist því mjög áhugaverð rannsókn- arvinna að komast að því hvað ungt fólk gerir og segir í dag og það var nánast eins og maður væri að rannsaka framandi dýra- tegund að fara í gegn um það.“ Þegar afmælisveislan tekur nýja og óvænta stefnu Óvænt Stundum kemur lífið aldeilis á óvart eins og námsmennirnir í Helgi dauðans fá að reyna á eigin skinni. „Þetta verður sprenging,“ segir listamaðurinn Mundi um sýningu hans, Morra og Ragnars Fjalars, sem kalla sig MoMS, en sýningin verð- ur opnuð í Kling & Bang galleríi á Hverfisgötu 42 á morgun, laugardag, klukkan 17. Síðustu vikur hafa þeir MoMS-félagar notað galleríið sem vinnustofu og segir í tilkynningu að afrakstur þess brjálæðis megi sjá á sýning- unni. „Að baki sýningunni liggur mikil vinna, þetta eru stórar myndir, skúlptúrar og teikningar,“ segir Mundi. „Við höfum unnið saman í nokkur ár og vinnum flest verkin saman.“ Hann segir að í sköpunarferlinu skapist gjarn- an mikil en jákvæð spenna milli þeirra þriggja. „Ýmis vandræði koma upp en það er hollt fyr- ir myndlistina sjálfa. Myndirnar verða ákveðið bardagasvæði, verkið fyllist af mismunandi hug- myndum og hugmyndir eins leggjast yfir hug- myndir annars. Þetta er oft mjög spennandi ferli,“ segir hann og bætir við að stundum þurfi egóið að bakka til að ná málamiðlun, það sé gott fyrir sálina. „Það er hollt að vinna með öðru fólki,“ bætir hann við. Mundi segir að þeir séu expressjónískir lista- menn. Vinnusamband MoMS-félaganna er reglulegt en þeir koma meira saman en ella fyrir ákveðnar sýningar. „En við hittumst oft og erum með forða af verkum og teikningum sem við tök- um lengra í hvert skipti sem við hittumst. Þessi stíll okkar byggist á mikilli ofhleðslu og það tek- ur oft langan tíma að klára hverja mynd,“ segir hann. efi@mbl.is Myndirnar verða bardagasvæði Hleðsla Eitt myndverka MoMS á sýningunni.  Sýning MoMS opnuð í Kling & Bang á morgun  Unnu verkin á staðnum Allar götur síðan hef ég reynt að sjá þær Shakespeare-sýningar sem farið hafa á fjalirnar hér syðra 39 » Tíu leikarar taka þátt í uppsetn- ingunni á Helgi dauðans, en þar fyrir utan kemur um fimm manna hópur að sýningunni. Leikritið er sett upp í húsnæði Hugleiks að Eyjaslóð og tekur rúman klukkutíma í sýn- ingu. Verkið er 95. uppfærsla leik- félagsins sem stofn- að var árið 1984 og fagnar því 27 ára afmæli í ár. „Fyrstu árin var yfirleitt bara ein sýning á ári, en undanfarin fimm til tíu ár höfum við einbeitt okkur að styttri og fleiri sýningum,“ seg- ir Sigríður en á milli 100 og 150 manns eru á póstlista félagsins. „Sömuleiðis hefur veltan í leik- arahópnum okkar aukist til muna, sérstaklega í yngri hópnum, því oft tekur fólk þátt í starfinu í nokkur ár áður en það hverfur síð- an á vit annarra ævintýra.“ Hátt í hundrað uppfærslur HUGLEIKUR FAGNAR 27 ÁRA AFMÆLI SÍNU Í ÁR  Leikfélagið Hug- leikur frumsýnir verkið Helgi dauðans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.